Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 B 9 VIÐSKIPTI Stjómarformaður Evrópska flárfestingabankans undirritar 2,7 milljarða lán til ríkissjóðs Möguleiki á lánum til íslenskra banka EVRÓPSKI fjárfestinga- bankinn (EIB) er einn af stærstu lánveitendum heims og nýtur mikillar virðingar sem slíkur. EIB veitir fyrst og fremst lán til uppbyggingar á innviðum þjóðfélaga, svo sem veg- um, járnbrautum, upplýsingaþjón- ustu og svo framvegis. Þá eru einn- ig veitt lán til umhverfismála og lít- illa og meðalstórra fyrirtækja. Tæp 90% af lánveitingum bankans renna til aðila innan Evrópusambandsins en lánveitingar út fyrir landamæri sambandsins hafa farið vaxandi á undanförnum árum. ísland er meðal þeirra landa sem notið hafa þessarar aukningar, en bankinn hefur veitt ríkissjóði 2 lán á undanförnum mánuðum, samtals að fjárhæð um 6 milljarðar króna, m.a. til þess að fjármagna ýmsar vegaframkvæmdir. „Meginmarkmið okkar er að styðja við efnahagslegan samruna Evrópu, enda bankinn sett- ur á fót til þess,“ segir Sir Brian. „Við störfum ekki eftir neinum kvót- um eða takmörkunum á lánveiting- um. Ef verkefni þarfnast fjármögn- unar getum við lánað fyrir allt að 50% af heildarkostnaði þess. Það sem margir gera sér þó ekki grein fyrir er að við lánum einnig til landa utan sambandsins í samræmi við stefnu þess í stuðningi til erlendra ríkja. Hér er um lönd í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu að ræða auk nokkurra Miðjarðarhafsríkja. í raun störfum við því í um 120 löndum. Aherslan hefur hins vegar verið lögð á lánveitingar innan Evrópusam- bandsins og svo mun verða áfram.“ Sir Brian segir að í Austur-Evrópu sé áherslan lögð á lánveitingar til þeirra ríkja sem sótt hafi um aðild að Evrópusambandinu. Þetta sé gert til þess að auðvelda efnahagslegan samruna þessara ríkja við samband- ið þegar þar að kemur. „Við höfðum tilmæli frá Evrópusambandinu um að lána 3 milljarða ECU á þriggja ára tímabili til þessara ríkja. Yfir- standandi ár er hið þriðja og fyrir árslok verður því væntanlega ráðist í viðræður um frekari lánveitingar. Ég reikna með því að lánsfjárhæðin verði nokkuð hærri fyrir næsta tíma- bil sem verður annaðhvort 3 eða 5 ár.“ Lán til smærri fyrirtækja íslensk fyrirtæki hafa í vaxandi mæli sótt um styrki til Evrópusam- bandsins í tengslum við verkefni sem unnin eru í samvinnu við evrópsk fyrirtæki. Aðspurður hvort svipuð skilyrði yrðu sett fyrir lánveitingum bankans til íslenskra fyrirtækja seg- ir Sir Brian, að bankinn hafi lánað talsvert mikið í tengslum við slík verkefni innan Evrópusambandsins og þá sér í lagi á svæðum sem skil- greind hafi verið sem einhvers konar þróunarsvæði, svo sem Spánn og Portúgal. „Við niðurgreiddum einnig lán til þessara ríkja um tíma, en það var alveg einskorðað við aðildarríki sam- bandsins og því hefur alveg verið hætt nú. Óll lán Sem við myndum veita hingað til lands myndu bera markaðsvexti en eins og ég hef áður sagt eru þeir mjög samkeppnishæf- ir. Við erum langstærsti lántakandi í heiminum í dag og við erum því mjög áberandi á fjármagnsmarkaðn- um og lánskjör okkar mótast af þessu. Við erum með eitt besta láns- hæfismat sem hægt er að fá, AAA, og við lánum með mjög litlu álagi til þess að standa undir kostnaði okkar.“ Hvað varðar lánveitingar til smærri fyrirtækja hér á landi segir Sir Brian að bankinn veiti aldrei lán í síðustu viku gengn ís- lensk stjómvöld frá samningum um tæplega 3 milljarða lán hjá Evr- ópska fjárfestingabank- anum. Stjómarformað- ur bankans, Sir Brian Unwin, kom hingað til lands til þess að ganga frá þessum samningi og ræða við forsvarsmenn Seðlabanka og við- skiptabankanna um möguleikann á frekari lánveitingum hingað til lands. Þorsteinn Víglundsson innti Sir Brian eftir því hvernig bankinn gæti nýst ís- lendingum. Morgunblaðið/Sverrir Sir Brian Unwin beint til einstakra fyrirtækja, þar sem hann skilgreini sig sem heild- sölubanka. „Þess í stað veitum við stærri lán til einstakra banka. Bank- inn endurlánar þetta fé síðan til sinna viðskiptavina í samræmi við þá skilmála sem settir hafa verið um slíkar lánveitingar í samráði við okkur. Ég vonast til þess að við getum veitt slík lán hingað til lands. Við höfum engin áform uppi um slíkt nú en ég tel að það sé möguleiki á því. Við bjóðum ekki neinar niður- greiðslur á lánum. Við bjóðum hins vegar langtímalán til banka eða lánastofnanna á mjög góðum kjörum sem síðan er hægt að lána áfram.“ Vonast eftir auknum lán- veitingum til Islands Aðspurður um hvort Evrópski íjárfestingabankinn muni auka útlán sín hingað til lands segist Sir Brian vona að svo verði. „Það veltur hins vegar að mestu á stjórnvöldum hér og að hve miklu leyti þau hyggjast byggja upp ýmsa innviði þjóðfélags- ins svo sem vegi, hafnir eða eitthvað annað. Ég veit ekki hvort hér eru í gangi einhver sjálfstæð verkefni sem ein og sér teljist lánshæf. Virkjana- framkvæmdir og framkvæmdir við orkuver gætu þó fallið þar undir. Við finnum hins vegar ekki verkefn- in upp og við styrkjum þau ekki sjálf- ir, heldur bregðumst við umleitan þeirra sem að þeim standa." Sir Brian segir að með því að leita til bankans séu verkaðilar ekki ein- ungis að nálgast fjármagn. Bankinn hafí átt beina aðild að gríðarlegum fjölda mismunandi verkefna og inn- an hans sé til mjög víðfeðm þekking á ýmsum framkvæmdum. „Hjá okk- ur starfa tæknilegir sérfræðingar og verkfræðingar sem hafa unnið að ýmsum verkefnum um gjörvalla Evrópu. Ef menn ætla að byggja brú eða raforkuver, höfum við átt þátt í byggingu fjölmargra slíkra um allan heim. T.d. höfum við átt aðild að Eyrarsundsbrúnni og -göngunum og sömuleiðis brúnni yfir Stórabelti svo dæmi séu nefnd. Ég held að þessi reynsla gagnist aðilum ekkert síður en það fjármagn sem við getum útvegað." Útlánatap í lágmarki Evrópski fjárfestingabankinn er ekki áhættulánastofnun heldur ber honum þvert á móti að ganga úr skugga um að viðunandi tryggingar séu lagðar fram fyrir endurgreiðslu lána. Sir Brian segir að í fyrstu hafi bankinn lánað einna mest til ríkisstjóma einstakra aðildarríkja, en á undanförnum árum hafi hann hins vegar aukið lánveitingar til ein- stakra banka og lánastofnana. í dag renni meirihluti lánveitinga til slíkra aðila. „Útlánatap hjá okkur telst til undantekninga og við teljum það nokkuð gott miðað við að aðeins á síðasta ári lánuðum við um 21,4 milljarða ECU (1.800 milljarða króna).“ Sérfræðingur Traust fjármálafyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráóa sérfræðing til rábgjafarstarfa og til a& annast kaup og sölu erlendra veröbréfa. Vi& leitum að starfsmanni sem: 1. 2. 3. 4. 5. 6. Er 25-40 ára, hefur góSa þekkingu á erlendum verSbréfum og verSbréfamörkuSum. Æskilegt er aS viSkomandi hafi starfaS í erlendri peningastofnun. Er talnaglöggur og hefur góS tök á algengustu notendaforritum. Háskólanám í fjármálum æskilegt. Er fljótur aS taka ákvarSanir, er þjónustulipur, en skýr og ákveSinn í samskiptum. Er sjálfstæSur í hugsun, framsækinn, hugmyndaríkur, streituþolinn og úrræSagóSur í mótbyr. Hefur auk íslenskunnar góS tök á enskri tungu og einu NorSurlandamálanna. Hefur nokkra starfsreynslu aS baki og úrvals meSmæli. í boói er starf sem býður m.a. upp á: • Fjölbreytt og krefjandi starfsumhverfi meS ótal tækifærum tif faglegs og persónulegs þroska. • Mjög góSar starfsaSstæSur. • GóS kjör og tryggt framtíSarstarf fyrir þann sem skilar árangri. Nánari upplýsingar veitir Þárir ÞorvarSarson. Vinsamlega sendiS skriflegar umsóknir til Rábningarþjónustu Hagnvangs hf., merktar: „SérfræSingur 136", fyrir 20. mars nk. Hagvangur hl’ Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir KAUPMENN - INNKAUPAST J ORAR Umbúbapappír Mikið og fallegt úrval, margar breiddir. Höfum einnig á lager statíf fyrir umbúðapappír. Æq\\\ Guttormsson - Fjölval hf. Mörkin 1 • 108 Reykjavfk • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 58 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.