Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ALNETSAÐGANGUR hef- ur yfirleitt byggst á því að þjónustuaðilar bjóða þeim sem vilja að hringja til fyrirtækisins og tengjast í gegnum tölvur þess inn á alnetið. Sá markaður hefur verið blómleg- ur, enda alnetið æ vinsælla fyrir þá sem leita sér að skemmtun eða fróðleik. Það gat því ekki farið öðruvísi en svo að símafyrirtæki litu til þess markaðar, því hægðar- leikur er fyrir símafyrirtæki að bjóða þessa þjónustu sjálft, þ.e. að notendur hringi beint inn og teng- ist þaðan. Ytra hafa símafyrirtæki verið að koma sér fyrir á netinu og þannig hefur mikið verið rætt um það undanfarið að AT&T hóf fyrir stuttu að bjóða slíkan aðgang þar sem notandi borgar fast mán- aðargjald og síðan fyrir hveija tengimínútu, en fimm tímar eru ókeypis á mánuði. Sem stendur er þessi þjónusta álíka verðlögð og hjá þjónustufyrirtækjum, en þar bregðast menn við af krafti, segj- ast fagna samkeppninni. Ekki er aftur á móti gott að spá fyrir um hvernig íslenskir seljendur alnets- aðgangs eiga eftir að bregðast við, en Samkeppnissvið Pósts og síma hefur undanfarið boðið slíkan að- gang fyrir þá sem vilja. Karl Bender hjá Pósti og síma segir að fyrirtækið hafi undanfarið boðið innhringitengingu fyrir þá sem vilja í gegnum almenna síma- kerfið. Þjónustan kostar 374 krón- ur og síðan tímamæling, en mínút- an kostar 1,12 kr. Karl segir að ekki sé fyrirhugað að bjóða ókeyp- is tíma, menn geti keypt sér vissan tíma á mánuði, enda sé þessi þjón- usta rétt að fara af stað. Þessi þjónusta samkeppnissviðs Pósts og síma er í beinni sam- keppni við fyrirtæki eins og Mið- _heima, sem er meðal brautryðjenda í alnetsaðgangi hér á landi. Að sögn Amþórs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, kost- ar ótakmarkaður aðgangur 1.200 kr. á mánuði en hann leggur áherslu á að á fleira sé á að líta en beinan kostnað, enda felist í verði Miðheima ýmis þjónusta og aðgangur að hugbúnaði sem eigi eftir að kosta Póst og síma stórfé að veita. „Póstur og sími hefur ekki reiknað sína arðsemisreikn- inga, en þar fyrir utan er í raun afkáralegt að fyrirtækið sé að fara í samkeppni við aðila sem útvega fyrirtækinu gríðarlegar tekjur, sem hlaupa á nokkrum milljónum á mánuði," segir Arnþór og bætir við að ekki sé mikill hagnaður fyr- ir þá sem nota netið mikið að tengj- ast Pósti og síma, það sé helst fyrir þá sem ekki gera annað en sækja tölvupóstinn sinn. „Sam- gönguráðherra sagði í Morgun- blaðinu 3. desember sl. að þessi þjónusta Pósts og síma væri fyrir þá sem nota alnetið lítið og það er hreint út sagt hlægilegt. Má þá ekki eins búast við því að sam- Alnetið og ýmis óværa Tölvur Allt frá því alnetið komst á allra varír hafa menn reynt að græða á því. Það hefur þó fæstum tekist; það er helst að framleiðendur búnaðar og söluaðilar hafi grætt, símafyrir- tæki og þeir sem selja aðgang að netinu. Ámi Matthíasson komst að því að Póstur og sími hefur slegist í hóp þeirra sem selja aðgang að netinu og sýnist sitt hverjum um það ráðslag. fr* '&r* gvA«>*L Pp**** [;<e<io<y '&e&n i{ej> r fuÍMÍ j Optn | P.gtf j f iné j [ j fí/tíií ■ .nteiifnsrii rVina M2. gönguráðuneytið fari að setja af stað leigubílastöð fyrir þá sem taka sjaldan leigubíl, eða menntamála- ráðuneytið opni kvikmyndahús fyr- ir þá sem fara sjaldan í bíó?“ Forritabankar á fallanda fæti Áður en alnetið kom til voru víða um heim svokallaðir forrita- bankar, eða BBS, en þeir byggð- ust á því að fólk keypti sér að- gang að bankanum, sem það gat síðan hringt í, kynnst öðrum not- endum, lesið fréttir, sótt sér forrit eða leikið leiki. Eitt helsta siíkt fyrirtæki er Compuserve, sem er nánast alþjóðlegt, hrautryðjandi og lengi stærsta fyrirtækið í þeim hópi, en önnur slík eru meðal ann- ars Prodigy, Delphi og America Online. Apple reyndi að hasla sér völl á þeim vettvangi með forrita- banka sem það kallaði eWorld og var gæluverkefni stjórnarform- annsins Michaels Spindlers sem rekinn var fyrir stuttu. í gær bár- ust þær fregnir að íbúar eWorld væru orðnir heimilislausir, því Apple hyggst reyna að koma sér fyrir á alnetinu með sitt hafurt- ask. Microsoft stefndi einnig inn á þessa braut með Microsoft Network, MSN, sem hleypt var af stokkunum um leið og Window 95 kom á markað í ágúst síðastl- iðnum. Það hefur þó ekki gengið sem best, enda liggur straumurinn inn á alnetið, sem er ódýrara og fijálsara en gamla skipanin. For- mælendur forritabankanna segja að fólk hafi meira þangað að sækja en fáist á netinu, að minnsta kosti enn sem komið er, en aðrir benda á að undanfarin Iðnaðar- og efnistækniáætlun Evrópusambandsins Fundur á Iðntæknistofnun, Keldnahoiti, þriðjudaginn 12. mars kl. 13:00 - 14:50. KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSOKNA Iðntæknistofnun Gefin verða hagnýt ráð um hvernig staðið er að þátttöku í Iðnaðar- og efnistækniáætluninni, sem er næst stærst þeirra áætlana sem heyra undir svo kallaða 4. rammaáætlun ESB. Ur dagskránni: - Ný auglýsing eftir umsóknum - Aðstoð við umsækjendur - Árangur íslendinga hingað til - Reynsla Alpan hf. afþátttöku í áætluninni - Styrkir tii undirbúnings og könnunar Vinsamlegast tilkynnið þátttökja ekki síðar en 11. mars, í síma 587 7000, fax. 587 7900 eða í tölvunetfang Emil.B.Karlsson@iti.is. misseri hafi helsta söluatriði for- ritabankanna verið að í gegnum þá kemst fólk inn á alnetið. Fjölvaveira í Word Tölvuveirur eru hvimleiður fjandi, en þær leggjast yfirleitt á forrit, smeygja sé inn í þau og bíða færis að smita út frá sér og skemma síðan það sem þær kom- ast yfir þegar við á. í gær fór víða af stað Michelangelo-veiran, á af- mælisdegi listamannsins mikla, en önnur gerð af veiru og nýstárleg hefur þó vakið meiri athygli; er enda útbreiddust tölvuveira hér á landi um þessar mundir. Sú kallast Coiísept og hengir sig við Word- skjöl, en fram að þessu hafa menn talið óhætt að senda slík skjöl hvert á land sem er og textaskjöl ónæm fyrir óværunni. Það eru þau reynd- ar, en gæta verður að því að dæmi- gert Word-skjal hleður ýmsu meiru utan á sig er varðar textann. Þann- ig geta fjölvar, eða skipanaskrár, fylgt Word-skjali og ef óprúttinn hefur lagt hönd að verki er voðinn vís. Consept-veiran kemur sér fyr- ir í fjölvasafni Word hjá viðkom- andi notanda og setur inn fjölvana AAAZAO og AAAZFS og því ætti að vera hægur leikur fyrir hagvana tölunotendur að ganga úr skugga um það að allt sé í lagi. Reyndar eru tvær aðrar fjölvaveirur til, önnur heldur skaðlegri, en besta leiðin til að tryggja sig fyrir ijölva- veirum er að koma í veg fyrir að ijölvar fari í gang þegar Word- skjal utan úr bæ er opnað. Til er handhægt tól sem fá má víða og vakir yfir skjölum sem opnuð eru og varar við er fjölvi er til staðar. Það veit eðlilega ekki hvaða fjölvi er á ferðinni, en gefur viðkomandi kost á að hafa gát á. Tólið, sem heitir mvpl0.zip, má sækja til EJS á slóðinni ftp://ftp.ejs.is/ut/mic- rosoft/. Þjónustusíður Alnetið er til marga hluta nyt- samlegt, ekki síst að veita tölvu- þjónustu. Á því hafa fyrirtæki ver- ið misfljót að átta sig, en til dæm- is segist stjóri Sun að fyrirtækið hafi sparað sér fúlgur á því að færa símaþjónustu yfir á alnetið, þar sem er opið allan sólarhringinn og notendur geta sótt það sem þá vantar. Hér á landi er þessi þjón- usta að slíta barnsskónum og ný- verið opnuðu B.T. tölvur þjónustus- íður á netinu þar sem ýmislegt er að finna, meðal annars rekla fyrir hljóðkort, skjái og geisladrif og upplýsingar um tölvuleiki og lausn- ir fyrir þá sem sitja fastir, aukin- heldur sem hægt er að skyggnast inn í verslun fyrirtækisins og kaupa hvaðeina tölvutengt, en B.T. menn eru einnig með ýmis sértil- boð. Slóðin er http://www.mme- dia.is/bttolvur/. Ábendingum um e£ni og athugasemd- um má koma til arn/m@mbl.is eða amim@centrum.is. Gullið nú á nið- urleið London. Reuter. RINGULREIÐ og tauga- óstyrkur ríktu á gullmarkaði á þriðjudag þegar spákaupmenn hirtu gróða af hækkuninni frá áramótum með þeim afleiðing- um að verðið lækkaði talsvert niður fyrir 400 dollara únsan. Gullið seldist á 393,35 doll- ara únsan við lokun í London, lægsta verði síðan 2. janúar, og í London er sagt að þess sé ekki að vænta að verðið fari aftur í yfir 400 dollara að sinni. Gullverðið hafði ekki komizt yfir þá upphæð 1995 vegna áhugaleysis spákaupmanna. En skyndileg hækkun varð á verðinu um áramótin og það komst í 416,25 dollara 2. febr- úar, hæsta verð í sex ár. Síðan er aðeins rúmur mán- uður og bjartsýnismenn spá því að verðið hækki fljótlega í '392-395 dollara. Svartsýnis- menn telja hins vegar að verð- ið muni enn lækka í 385 doll- ara. Góð sala Mercedes vestra spáir góðu 1996 Genf. Reuter. GÓÐ sala í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári á þátt í því að horfur eru á auknum hagnaði Mercedes-Benz AG 1996 að sögn Helmuts Wern- ers stjórnarformanns. Werner ítrekaði í samtali á bílasýningunni í Genf að hann gerði ráð fyrir að fyrirtækið mundi skila meiri hagnaði en 1995, þegar hagnaðurinn nam tveimur milljörðum marka. Mercedes skilaði hagnaði upp á 1.85 milljarða marka 1994. Að sögn Werners jókst sal- an í Bandaríkjunum um 33% í febrúar eftir 20% aukningu í janúar. Werner sagði að söluaukn- inguna mætti að miklu leyti þakka E-línu bílum fyrirtækis- ins, sem hafa fengið jákvæðar umsagnir í fjölmiðlum. Hann sagði að nokkuð hefði dregið úr umróti á gjaldeyris- mörkuðum, sem hefur verið Mercedes dýrkeypt í Banda- ríkjunum á liðnum árum. FAO spáir hag- stæðri uppskeru Róm. Reuter. FAO, Matvæla og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrek- að að minni kornuppskera í fyrra ógni matvælaöryggi í heiminum, en spáir yfirleitt hagstæðri uppskeru á þessu ári. Þetta kemur fram í skjali, sem fjallað er ura á fimm daga fundi matvælaöryggisnefndar FAO í að- alstöðvum stofnunarinnar í Róm. Uppskeruhorfur í Bandaríkjunum eru góðar eða sæmilegar að sögn FAO. Sömu sögu er að segja um uppskeruhorfur í löndum Evrópu- sambandsins. í ár eru einnig góðar uppskeru- horfur á suðurhveli jarðar. í Árgent- ínu og Brasilíu bendir allt til þess að kornuppskera muni aukast að mun að því er segir í skjalinu. Þó er búizt við að draga muni úr hrís- gijónauppskeru í Brasilíu Uppskeruhorfur eru jákvæðar í Ástralíu og búizt er við að uppskeran verði 80% meiri en i fyrra þegar miklir þurrkar geisuðu. Áætlað er að framboð á korni og öðrum lífsnauðsynjum hafi minnkað um 3% í fyrra frá 1994 í um 2.04 milljarða tonna. í þróuðum löndum er talið að kom- framleiðsla hafi dregizt mest saman í Bandaríkjunum og Samveldi sjálf- stæðra ríkja. í Afríku er áætlað að kornfram- leiðsla í fyrra hafi verið um 13% minni en 1994 samkvæmt FAO- skýrslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.