Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 1
+ '!:>/ II'iTl BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ry M®tpmWmH^ 1996 FIMMTUDAGUR 7. MARZ BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Þorkell VÍKINGAR fögnuöu eftir að Rúnar Sigtryggsson skoraði úr aukakasti eftlr að lelknum gegn Val lauk og tryggði þar með llðinu sigur, en fljótlega bárust fréttir þess efnis að ÍBV hafðl sigrað KA og þar með var Ijðst að Víkingar voru failnir. Hér hughreystir dyggur stuðningsmaður Víkings Árna Indriðason þjálfara að leikslokum. „Frábært \ á Nou Camp"í EIÐUR Smári Ouðj o hnsen lék síðustu tvær mín- ú luriiar með PSV Éindhoven sem gerði 2:2 jafn- ' tefli við Barceiona á Nou Camp leikvanginum í fyrri leik hðanna í átta hða úrslitum Evrópu- :¦ keppni f élagsliða í knattspyrnu i fy rrakvöld, eins ; og fram kom í blaðinu í gær. Hann var síðast á NouCampfyrirliðlegatveimurárumenþáæfði , hann í niu daga hjá Barcelona í boði félagsins. Spáuverjarnir vildu gera samning við Eið Smára ¦. en hann var ekki tilbúiiui að stíga svp stórt skref og svo fór að hann samdi við PSV. „Ég átti ekki von á að spila á Nou Camp svona fljótt en það var frábært," sagði hann við Morgunblaðið eí'tir , fyrsta Evrópuleik sinn. Tæplega 100 þúsund áhorfendur voru á leikn- umogþekkjafáiref nokkriríslendingarþaðað ' leika fyrir framan svo marga en Eiður Smári sagðiaðáhorfendurhefðuekkihaftáhrif ásig. „Eg hitaði upp í hálftíma en lék aðeins í tvær mínúturogáhorfendurtrufluðuniigekkineitt," | sagði Eiður Smári sem er 17 ára. Márus hættur með ÍR-ingum MÁRUS Arnarson, leikmaður úrvalsdeildarliðs ÍR í körfuknattieik, er hættur að leíka með félaginu, ¦ a.ni.k. það sem eftírerkeppnistimabilsins. .lohn 3t Rhodes, þjáifari ÍR, sagði í samtali við Morguu- [ blaðið í gærkvöldi að Márus hætti af persónuleg- , timástæðum. Þetta er talsvert áfallfyrir ÍR-iuga , þvi Jdn Örn Guðmuii dsson hefur verið meiddur og þá er í raun ekki nema einn ieikstjói-naiuii , eftir, Eiríkur Önundarson. „Við erum að vonast tíl að Jón Örn verði tilbúinn í leikinn gegn Hauk- u m, en við munum láta á það reyna á æfingu í kviild (í gærkvöldi]. Ef hann verður ekkí tilbúinn þá verðum við að breyta stððunum eitthvað hjá okkur. Við verðum tilbúnir i slaginn," sagði Rho- des. Þrjú í undan- i úrslit á NM í badminton ÞRÍR íslenskir keppendur komust í undanúrsiit á Norðurlandamcistaramótiátjáiiáraibadminton , í Askim í Svíþjóð um helgina. Brynja Pétursdótt- ir og Erla B. Hafsteinsdóttir léku gegn Christína | Söre tisen og Brittu Andersen frá Danmorku en töpiiðu 2/15 og 9/15. Dönsku stúlkurnar urðu síðan Norðurlandameistarar. Sveinn Sölvason tapaði fyrir Dananum Henrik Hansen 5/15 og 5/15. Henrik tapaði síðan úrslila- leiknu in gegn landa sinum, Kasper Ödum. Gleði og sorg í Víkinni Rúnar skoraði sigurmark Víkings úr aukakasti. Það dugði ekki - Víkingar í 2. deild ífyrsta sinn síðan 1969 Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Eins og hendi væri veifað breytt- ist taumlaus gleði leikmanna Víkings og stuðningsmanna þeirra í sorg í Víkinni - gleðin braust út þegar Rúnar Sig- tryggsson skoraði sigurmark, 24:23, Víkinga á ótrúlegan hátt úr auka- kasti þegar leiktíminn var úti. Þá vissu menn ekki að á sama tima voru Ieikmenn Eyjaliðsins að dansa stríðsdans í Eyjum eftir sigur á KA, 28:26. Þegar Víkingar áttuðu sig á því að þeir voru búnir að segja sitt síðasta orð í 1. deild eftir 25 farsæl ár í deildinni, komu í ljós vonbrigði þeirra og sorg. Hlutskipti Víkinga verður að leika í 2. deild í fyrsta skipti síðan 1969. Arni Indriðason, þjálfari Víkings, sem tók við liðinu á tímamótum sl. sumar, var þjálfari þess þegar það hampaði íslandsmeistarabikarnum síðast, 1986 og 1987. „Það eru mikil vonbrigði hjá okkur að þurfa að stíga hin þungu skref niður í aðra deild. Vonbrigðin eru meiri vegna þess að loksins var heppnin með okkur í leik. Þá komu fréttirn- ar frá Eyjum - að Eyjamenn hefðu náð að leggja deildarmeistara KA að velli, þannig að við féllum." Mikil spenna var í Víkinni, þar sem Víkingar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn - Valsmenn kvöldu þá reglulega, með því að jafna hvað eftir annað og þá sér- staklega undir lokin, síðast Dagur Sigurðsson þegar hann skoraði úr vítakasti, 23:23, þegar 26 sek. voru eftir. Víkingar fengu síðan aukakast út við hliðarlínu, þegar leiktíminn rann út - úr því skoraði Rúnar eins og áður segir. Það er mikið áfall fyrir Víkinga að falla niður í 2. deild, miklar breytingar hafa orðið á liðinu síðan það varð í öðru sæti í deildarkeppn- inni í fyrra. „Við misstum fjóra leik- menn úr byrjunariiðinu, Bjarka Sig- urðsson, Gunnar Gunnarsson, Sig- urð Sveinsson og Rúnar Sigtryggs- son, þá fór Hinrik Bjarnason og strax í byrjun keppnistímabilsins meiddist Friðleifur Friðleifsson. Helmingur liðs okkar eru leikmenn sem eru á síðasta ári í 2. flokki, leikmenn með litla reynslu. Þetta hefur verið erfiður vetur fyrir gamla stríðsmanninn Birgi Sigurðsson, sem hefur þurft að leika aðalhlut- verkið í liðinu - gefíð sig allan í leikina. Þá hefur einnig mikið mætt á Árna Friðleifssyni. Þó að Víking- ur sé fallinn í aðra deild, er bjart framundan. Leikmannahópurinn er góður - nú er mikil uppbygging fyrir höndum," sagði Árni. Hann sagði að ekkert hefði verið rætt um hvort hann yrði áfram með liðið. „Það var leitað til mín um mitt síðastliðið sumar og ég varð við ósk Víkinga um að stjórna liðinu í vet- ur," sagði hann. Hlynur Morthens tók stöðu Reyn- is Þ. Reynissonar, sem er meiddur, í marki Víkings og stóð sig vel - varði þrettán skot. Guðmundúr Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður úr Val, varði aftur á móti aðeins fimm skot, það fyrsta eftir 26 mín. leik. Árni Friðleifsson og Birgir Sig- urðsson léku vel með Víkingum. Dagur Sigurðsson var atkvæða- mestur í jöfnu liði Vals, sem hefur í allan vetur leikið betur en þáð gerði S Víkinni að þessu sinni. ¦ Aðrir leikir / D4 + EVROPUMEISTARAR AJAX MEÐ ANNAN FOTINNIUNDANÚRSLIT / D8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.