Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR Krakkar farnir að glíma í frímínútum „GLÍMAN er þjóðararfur eins og tungumálið okkar og þess vegna ber að hlúa að henni og kynna hana fyrir börnum og unglingum,“ sagði Ólafur Hauk- ur Olafsson, margfaldur glímu- kóngur, í samtali við Morgun- blaðið. Ölafur hefur í vetur ásamt félögum í glímudeild KR staðið fyrir athyglisverðum námskeiðum í Hagaskóla. Þar eru börnum á aldrinum sex til fjórtán ára kennd undirstöðu- atriði þessarar íþróttar sem oft er kölluð þjóðaríþrótt íslend- inga. „Við byijuðum með tíu börn í yngri hóp á aldrinum sex til tíu ára í haust en það vatt fljót- lega upp á sig og nú eru í þess- um hóp fjörutíu og fimm börn. Þá gerðist svipað í eldri hópn- um. Aðsóknin hefur farið fram úr okkar björtustu vonum.“ Ól- afur sagði ennfremur að eftir áramót hefðu eldri bekkir grunnskólanna í vesturbænum verið heimsóttir og glíman kynnt. Það hefði leitt til aukn- ingar hjá þeim eldri, en það væru aðallega drengir. I yngri hópnum eru skipting nokkuð jafnari á milli kynja. „Það er óhætt að segja að það hafi orð- ið vakning í vesturbænum fyrir glimunni ogjafnvel er farið að bera á því í frímínútum að krakkar glími í stað þess að leika fótbolta." En æfingarnar ganga ekki eingöngu út á að stíga og töfra síðan fram úr pússi sínu króka og hnykki. Þvert á móti, hjá þeim yngri hefur Ólafur lagt mikið upp úr almennri góðri hreyfingu fyrri helming timans þar sem börnin fara í gegnum ýmsar þrautir sem innhalda al- mennar og styrkjandi æfingar í bland við leiki. Síðari helming- ur æfingartímans fer síðan í að kenna töfra hinnar rammís- lenku glímu. „Ég hef alltaf hald- ið því fram að með því að blanda æfingum svona saman og gera þær um leið skemmtilegri fyrir þá yngri sé hægt að kveikja áhuga fyrir glímunni.“ Hjá þeim sem eldri eru er meira glímt en hjá þeim yngri, enda áhugi og skilningur á íþróttinni orðinn meiri að sögn Olafs. „Vandamálið er ekki að fá börn og unglinga til þess að æfa glímuna, ég hef frekar lent í því að sannfæra foreldra sem hingað hafa komið með af- kvæmi sín. Mörg þeirra þekkja ekki iþróttina og vita ekki hvernig þau eiga að bera sig að er börnin fá áliuga fyrir glímu,“ sagði Ólafur Haukur Ölafsson. FJÖRÍGLÍMU „Það kom maður í skólann minn og kynnti glímuna fyrir okkur. Eftir heimsóknina ákvað ég að prófa og hef nú mætt þrisvar sinnum," sagði Gutt- ormur Arsælsson, 10 ára. „Ég var í handbolta og fótbolta en mér þótti ekki gaman og hætti. Glíman er mun skemmtilegri. Ég átti að vera með í Grunn- skólamótinu, en gleymdi því auk þess sem ég var lítillega meidd- ur.“ Félagarnir, Jakob Maríasson 11 ára og Haf steinn Freyr Gunnarsson 12 ára, voru úr leik í bændaglímu er Morgunblaðið hitt þá þar sem þeir voru að fylgjast með þeim sem eftir stóðu. Þeir sögðust einnig hafa mætt eftir að kynningu á glí- munni í þeirra skóla. „Það þarf margt að læra til að verða góð- ur glímumaður,“ sögðu þeir fé- lagar. „Brögðin eru mörg og svo þarf að læra að lenda, þetta er allt svolítið flókið.“ Jakob sagðist hafa verið í 5. sæti á Grunnskólamótinu. „Ég tapaði tveimur viðureignum og vann eina,“ sagði Hafsteinn, en þeir sögðust ákveðnir í að halda áfram í glímu. „Það er fjör í glímunni.“ GLÍMA ÚTÚSNJÓ Tveir níu ára snáðar, Svein- björn Þorsteinsson og Jóhann Gísli Jóhannsson, höfðu einnig fallið úr keppni í bændaglí- munni en báru sig eigi að síður mannalega og kváðust hafa æft í fjórar vikur. Eigi að síður höfðu þeir keppt í sínu fyrsta móti um síðustu helgi. „Ég var hálfum vinningi frá úrslitum," sagði Jóhann en Sveinbjörn hafði krækt í fimmta sætið. Þeir sögðust ekki hafa verið að glíma í frímínutum nýlega. „Það er best að glíma úti þegar það er siy'ór.“ Morgunblaðið/Þorkell HÉR takast Berglind Ólafsdóttir, í svörtum galla, og Linda Ósk Bjarnadóttir á, en þær eru í yngri hóp. Ólafur Haukur leiðbeinandi og fyrrum Glímukóngur íslands fylgist meö. ÞÆR kræktu sér í verðlaunapeninga meistaramótinu í flokki 12 til 13 ára telpna, f.v. Þóranna Másdóttir, Samhygð, Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ og Brynja Hjörleifsdóttir elnnig úr HSÞ en hún varð í þriðja sæti. ÞINGEYINGAR hafa lögnum verið sterkir f glímunní og voru það einnig í flokki 16 til 17 ára á meistaramótinu. Þar voru piltar úr HSÞ í tveimur efstu sætunum. Frá vinstri: Valdlmar Pétursson, Þrymi, Ólafur H. Kristjánsson, HSÞ, og Yngvi H. Pétursson, HSÞ. Vel heppnuð glímuveisla hjá yngstu kynslóðinni SANNKÖLLUÐ glímuveisla var hjá yngri kynslóðinni í íþróttahúsi Fjölni í Grafarvogi um síðustu helgi. Á laugar- daginn fór þar f ram Grunn- skólamót Glímusambandsins pg daginn eftir meistaramót íslands, Landsflokkaglfman 1996. Keppendur á Grunn- skólamótinu voru 128frá 25 skólum viðsvegar af á landinu. í unglingaflokkum á Lands- flokkamótinu voru þátttak- endur rétt rúmlega eitt hundr- að. Eg er himinlifandi yfir þessari miklu þátttöku á báðum mót- unum,“ sagði Jón ívarsson, for- maður Glímusambandsins í sam- tali við Morgun- Ivar blaðið. „Það er Benediktsson greinilega vaxandi skrifar áhugi á glímunni meðal unglinga og barna. Ég merki það helst af því að á Grunn- skólamótinu fyrir áratug voru níu keppendur, en nú nokkuð á annað hundrað." Glímt var á þremur völlum sam- tímis á báðum mótunum og veitti ekki af því sumir flokkarnir voru það fjölmennir að keppa varð í riðlum. Keppendur komu úr vest- urbæ Reykjavíkur, Grafarvogi, Alftanesi, Austfjörðum, Suður- landi, Þingeyjarsýslu, Sauðárkróki og frá Ströndum. Skipting verð- launa var nokkuð jöfn og var að- eins einn skóli sem hlaut þrenn gullverðlaun, Sólvallaskóli á Sel- fossi. Skútustaðaskóli í Mývatns- sveit og Húsaskóli í Grafarvogi Morgunblaðið/ívar ÞRÍR bestu í keppni drengja í 4. bekk á Grunnskólamótinu. Frá vinstri Skúli ióhannsson úr Meiaskóla sem varð þriðji, Ástþór Barkarson, Barnaskólanum á Laugarvatni, en hann sigraði og Gunnar Guðjónsson úr Ljósavatnssskóla, en hann hafnaði í öðru sæti. Þess má geta að þetta er í fimmta slnn í röð sem sigurvegari í þessum árgangi kemur frá Barna- skólanum á Laugarvatni og vann skólinn blkarinn sem Ást- þór heldur á í hægri hendi til eignar af því tilefni. fengu tvenn gull hvor um sig. Reyðfirðingar settu mikinn svip á bæði mótin en þeir sendu vaskan hóp suður undir stjórn Þórodds Helgasonar skólastjóra, en hann var á árum áður glímumaður góð- ur. Reyðfirðingar fengu þrenn silfurverðlaun og ein bronsverð- laun á Grunnskólamótinu, en á meistaramótinu daginn eftir bitu þeir enn fastar í skjaldarrendum- ar. Kræktu sér í þrenn gullverð- laun. „Reyðarfjörður er glímubær og hefur verið í mörg ár. Við búum að ákveðinni hefð og andinn er til staðar," sagði Þóroddur í viðtali f við Morgunblaðið. „Ég hef séð um þjálfunina í þrjú ár og í vetur hafa æfingar verið tvisvar í viku. Ahuginn er mikill.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.