Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 57. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 8. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar og Tsjetsjenar berjast í návígi í Grosníj Moskvu, Grosmj. Reuter. RÚSSNESKIR hermenn og tsjetsj- enskir uppreisnarmenn börðust í návígi í miðborg Grosníj í gær og stóðu mestu átökin um sjónvarps- stöðina í borginni. Á sama tíma til- kynnti Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, að hann og nánustu ráðgjaf- ar hans hefðu samþykkt áætlun um að binda enda á stríðið í Tsjetsjníju. Itar-Tass-fréttastofan sagði, að 70 hermenn hefðu fallið síðan sókn uppreisnarmanna hófst á miðviku- dag og um 130 særst. Þá væri 40 hermanna saknað. Interfax-fréttastofan hafði eftir rússneskum foringja, að ástandið hefði versnað mjög og væri barist í öllum hverfum Grosníjborgar. Friðaráætlun Jeltsín sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að hann og ráðgjaf- ar hans hefðu samþykkt áætlun .um að binda enda á stríðið í Tsjetsjníju, sem staðið hefur í 15 mánuði, en hún yrði ekki birt opin- berlega fyrr en síðar. Þangað til yrði hert á sókninni gegn þeim, sem gerst hefðu sekir um morð og hryðjuverk. Interfax-fréttastofan hafði það eftir heimildum í innanríkisráðu- neytinu, að tsjetsjensku upp- reisnarmennirnir í Grosníj væru allt að 700 og hefði sókn þeirra miðast við að umkringja varðstöðv- ar rússneska hersins í borginni. Sókn skæruliða inn í Grosníj virðist hafa komið rússneska hern- um í opna skjöldu og er niðurlægj- Reuter TSJETSJENSKUR flóttamaður við vegartálma skammt frá tsjetsjenska þorpinu Sernovodsk krefst þess að átökunum linni. Rússneskir hermenn eru að reyna að uppræta skæruliða Tsjetsjena í grennd við þorpið, en í Groznij, höfuðborg Tsjetsjníju, var barist í návígi. andi fyrir Jeltsín, sem þarf að sjá fyrir endann á Tsjetsjníjustríðinu vegna forsetakosninganna í júní. Undarleg yfirlýsing Þegar hann skipaði hernum að ráðast inn í landið í desember 1994 var talið, að átökin stæðu í mesta lagi í nokkrar vikur en síðan hafa tugþúsundir manna fallið og hundr- uð þúsunda misst heimiii sín. Vegna stríðsins hefur Jeltsin misst stuðning ýmissa frjálslyndra manna og í gær virtist hann enn einu sinni vera í litlum tengslum við raunveruleikann þegar hann til- kynnti, að skæruliðar hefðu verið hraktir frá Grosníj. Rússar fordæmdu eistneska þingið í gær fyrir að senda Dzhok- har Dúdajev, leiðtoga skæruliða Tsjetsjena, samúðarskeyti vegna dauða Salmans Radújev, skæruliða- foringja, og sögðu að eistneskir þjóðernissinnar létu ekkert tæki- færi ónotað til að sýna hatur sitt á Rússum. Einvígi FIDEí Bagdad París. Reuter. KIRSAN Ilúmjinov, forseti Al- þjóðaskáksambandsins (FIDE), sagði í gær að næsta heims- meistaraeinvígi í skák yrðihald- ið í Bagdad, höfuðborg íraks, þrátt fyrir að írakar væru í ónáð víðast hvar í heiminum. Ilúmjinov sagði á blaða- mannafundi í París að einvígi Anatolíjs Karpovs, heimsmeist- ara FIDE, og Gatas Kamskys, sem er Rússi með bandarískt ríkisfang, myndi hefjast 1. júní, tvær milljónir dollara (um 130 milljónir króna) væru í verðlaun og Saddam Hussein, forseti ír- aks, yrði viðstaddur setninguna. írakar sæta enn viðskipta- þvingunum af hálfu Sameinuðu þjóðanna vegna innrásarinnar í Kúveit 1990. Ilúmjinov kvaðst telja að þær tækju ekki til menn- ingar og íþrótta. Eftir blaðamannafundinn til- kynnti FIDE hins vegar að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði bannað Kamsky að fara. Upphaflega átti að halda ein- vígið í Montreal í Kanada, en skuldbindingar þóttu ónógar. Viðstaddir voru furðu lostnir þegar forseti FIDE las yfirlýs- ingu sína. Karpov, núverandi heimsmeistari FIDE, var við- staddur, en Kamsky ekki. Ilúmjinov lét ekki uppi hvort írakar myndu borga verðlauna- féð, en sagði að þeir héldu mót- ið án endurgjalds. Karpov og Kamsky hefðu fallist á að gefa Barnahjálp SÞ hálfa milljón doll- ara (rúmar 32 milljónir króna) handa íröskum börnum. Kínverjar skjóta flaugnm við Tævan Taipei. Reuter. STJÓRNVÖLD á Tævan sögðu í gærkvöldi að Kínverjar hefðu í gær hafið tilraunir með flugskeyti skammt frá Tævan. í tilkynningu frá varnarmála- ráðuneyti Tævans sagði að skotið hefði verið tveimur skeytum, sem féllu hvort á sitt hafsvæðið, annað 30 og hitt 20 sjómílur frá Tævan. Bandaríkjamenn fordæmdu í gærkvöldi tilraunaskotin. „Þessar eldflaugatilraunir, sem við höfum ástæðu til að ætla að séu hafnar, teljum við bæði ögrandi og glannalegar," sagði Mike McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta. í ástralska dagblaðinu Sydney Morning Herald sagði í gær að samkvæmt skýrslu ástralska varnarmálaráðuneytisins hygðust Bandríkjamenn senda herlið til Tævan ef Kínverjar gerðu árás. ¦ Ótti/17 Yasser Arafat setur löggjaf arráð Palestínumanna í skugga hermdarverka Villalþjóða- herferð gegn hryðjuverkum Jerúsalem,.Gaza-borg. Reuter. PALESTÍNSKA lögreglan hélt í gær áfram að ráðast inn í hús og íslamskar stofnanir á Vesturbakk- anum og Gaza í leit að liðsmönnum Hamas-samtakanna og ísraelar juku enn öryggisviðbúnaðinn við mörk sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna. Þessar aðgerðir skyggðu á setningu löggjafarráðs Palestínu- manna, sem var kjörið í sögulegum kosningum í janúar, og Yasser Ara- fat, forseti svæðanna, sagði þegar hann ávarpaði ráðið að þjóðir heims þyrftu að koma sér saman um leið- ir til að berjast gegn hermdarverk- um. „Ég vil hvetja alla hlutaðeigandi aðila í heíminum til að efna tíl fund- ar æðstu embættismanna til að ræða aðferðir til að berjast gegn hermdarverkum sem svæðisbundnu og alþjóðlegu fyrirbæri," sagði Ara- fat. „Við látum ekki ofbeldi og hermdarverk eyðileggja friðarþró- unina." Meira en þúsund palestínskir lög- reglumenn leituðu í húsum í Gaza- borg að liðsmönnum Hamas, sam- taka er stóðu fyrir fjórum sprengju- tilræðum sem urðu 57 manns að bana á rúmri viku. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að 500 félagar í Hamas og íslömsku Jihad hefðu verið handteknir á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu. „Sálfræðihernaður" Israelsher flutti í gær skriðdreka að mörkum Vesturbakkans og heimildarmenn sögðu það lið í „sál- Reuter ÍSRAELSKUR hermaður tekur tvo Palestínumenn, sem grunaðir eru um að vera Iiðsmenn Hamas-samtakanna, á Vesturbakkanum. fræðihernaði" til að halda Arafat við efnið. Herinn sendi einnig sér- sveitir og fleiri hermenn á vegi að sjálfstjórnarsvæðunum og þangað voru flutt sprengjuleitartæki frá Bandaríkjunum. Bandaríkjastjórn hefur brugðist við sprengjutilræðunum með því að beita Sýrlendinga og írana mikl- um þrýstingi og sakað þá um stuðning við hermdarv.erkamenn. Stjórnin hefur lagt að Sýrlending- um að loka skrifstofum palestínsk- ra skæruliðahreyfinga í Damaskus. Stjórnarerindrekar sögðu að stjórnin í Washington legði einnig mjög fast að Evrópuríkjum að ein- angra Irana, sem hafa neitað því að vera viðriðnir sprengjutilræðin í ísrael.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.