Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinnustaða- kynningar hafnar Fundaherferð opinberra starfsmanna vegna frumvarpa ríkisstjórnarinnar Gengið verði frá málum í tengslum við kjarasamninga Morgunblaðið/Þorkell KRISTÍN Einarsdóttir, fundarsljóri, og Páll Halldórsson, for- maður BHMR og frummælandi, bera saman bækur sínar á fund- inum í Háskólabíói. FJÖLMENNI hlýddi á boðskap frummælenda á fundinum í mötuneyti Landspítalans. ÞESS var krafist að ríkisstjómin drægi þegar til baka frumvörp um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins og sáttastörf í vinnudeilum á sameiginlegum fundum opinberra starfsmanna - BSRB, BHMR og Kennarasambands Islands - á Landspítalanum og í Háskólabíói í gær. Páll Halldórsson, formaður BHMR, vill að menn gefi sér tíma til viðræðna og gengið verði frá málunum í tengslum við kjarasamn- inga. Ef ekki verði gengið að svo sjálfsagðri kröfu séu starfsmenn óbundnir af öðrum samningum við ríkið. Fundirnir álykta að fráleitt sé að svipta fólk lögbundnum réttind- um sem hafí orðið til í tengslum við kjarasamninga. Minnt er á að bæði samninganefnd ríkisins og Kjaradómur hafí fram til þessa tal- ið þessi réttindi réttlæta lægri laun til opinberra starfsmanna en gerist í sambærilegum störfum á almenn- um vinnumarkaði. Vald forstöðu- manna aukið Páll Halldórsson, formaður BHMR, var fyrsti frummælandi á fundinum í Háskólabíói og fjallaði fyrst og fremst um frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins. Hann sagði að gert væri ráð fyrir því að hópur embættismanna væri ekki í stéttarfélögum heldur væru laun þeirra ákveðin af kjara- dómi eða kjaranefnd. Skilgreiningin á því hveijir væru embættismenn væri hins vegar mjög óljós í lögum. „Með þessum hætti er verið að svipta hundruð, jafnvel þúsundir, opinberra starfsmanna félaga- frelsi,“ sagði hann og tók fram að því til viðbótar yrði embættismönn- unum bannað að taka þátt í eða stuðla að verkfalli eða öðrum sam- bærilegum aðgerðum. Páll sagði að draga ætti úr ráðn- ingarfestu og takmarka eða afnema biðlaunarétt. Hann tók fram í því sambandi að starfsemi ríkisins hefði verið í vexti og því hefði biðlauna- rétturinn verið ódýrt loforð af hendi ríkisins undanfarin ár. Starfsmenn hefðu hins vegar greitt hann fullu verði. „Nú eru aðrar hugmyndir uppi um rekstur hins opinbera og verið að draga starfsemi þess sam- an. Þá þegar fyrst reynir í alvöru á þennan rétt á að takmarka hann verulega og afnema hjá nýjum starfsmönnum," sagði hann. Hann sagði að vald forstöðu- manna yrði aukið og auðveldara yrði að hætta yfírborgun. Ekki væri verið að skapa möguleika stéttarfélaga til að semja við ein- stakar stofnanir, enn væri inni ákvæði um að framlengja mætti uppsagnarfrest í allt að 6 mánuði og um yfirvinnuskyldu. Afnám 95 ára reglu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður Kennarasambands ís- lands, tók næst til máls um frum- varp um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hún sagði frumvarpið miða að því að afnema viðmið lífeyris- þega við lokalaun eða laun í hæst launaða starfí sem gegnt hefði ver- ið í a.m.k. 10 ár, afnema eftir- mannaregluna, þ.e. viðmið lífeyris við launaþróun eftirmanns, afnema rétt til iðgjaldafrelsis eftir 32 greiðsluár í lífeyrissjóð og afnema 95 ára regluna sem veiti rétt til töku á lífeyri frá 60 ára aldri ef aldur og sjóðstími er a.m.k. 95 ár. Frumvarpið miðaði auk þess að því að skerða örorkulífeyri þar sem nú sé miðað við 10% örorkumat en eigi að verða 40%, skerða makalífeyri, skerða rétt aðildar að LSR ef staða er lögð niður og skerða verðmæti lífeyrisréttinda. Hún sagði að rökin fyrir frum- varpinu hefðu m.a. verið að LSR væri gjaldþrota og tók fram í því sambandi að ríkið greiddi aðeins af dagvinnu en aðrir launagreiðend- ur af fullum launum. Ríkið hefði ekki greitt lögbundin framlög í LSR og sjóðurinn fengi ekki að nýta sér bestu ávöxtunarkosti. Að lokum tók hún fram að starfsmenn ríkisins hefðu sparað lengur í LSR en aðrir en einnig greitt skatta til að fjár- magna tekjutryggingu annarra. Verkfallsréttur skertur Sigríður Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, tók síðast til máls og talaði um frumvarp félagsmálaráðherra um sáttastörf í vinnudeilum. Hún sagði að samkvæmt frumvarpinu væri verkfallsréttur einstakra félaga skertur, miðstýring aukin við gerð kjarasamninga og völd sáttasemj- ara aukin. Sáttasemjara yrði heim- iit að leggja fram eina sameiginlega miðlunartillögu fyrir allan vinnu- markaðinn og væri einum heimilt að kyn'na meginatriði tillögunnar. Miðlunartillagan teldist felld í at- kvæðagreiðslu ef að minnsta kosti þriðjungur atkvæða, samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá, væri greiddur á móti henni. Atkvæði yrðu talin sameiginlega þannig að einstakt félag eða einstaka heildar- samtök myndu hafa lítið um það að segja hver útkoman yrði. Þótt allir BSRB-félagar greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni myndi það ekki nægja til að fella hana. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent 23.000 ríkisstarfsmönnum upplýsingabréf um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. I upplýs- ingabréfinu eru nýmæli frum- varpsins kynnt og ýmsum spurn- ingum svarað. Þór Sigfússon, ráð- gjafi fjármálaráðherra, sagði að þegar væri byijað á kynna frum- varpið á vinnustöðum. Hægt væri að óska eftir kynningum í ráðu- neytinu. I upplýsingabréfinu kemur fram að breytingarnar gangi í fyrsta lagi út á að dreifa valdi og auka ábyrgð stjómenda í ríkis- rekstri. Starfsmenn ríkisstofnana fái aukna möguleika á launum til viðbótar grunnlaunum eftir hæfni og ábyrgð. Um þetta verði settar skýrar verklagsreglur og þess gætt að konur og karlar hafi sömu möguleika til viðbótarlauna. Um leið og sjálfstæði forstöðumanns sé aukið sé gerð meiri krafa til þeirra um árangur í starfi og að þjónusta stofnunar sé viðunandi. I öðru lagi fela breytingarnar, samkvæmt upplýsingabréfinu, í sér að starfsfólk er hvatt til að gera betur í starfi sínu með því að auka svigrúm til viðbótarlauna fyrir hæfni og ábyrgð í starfi. I þriðja Iagi geri frumvarpið ráð fyrir að allir starfsmenn ríkisins, að frátöldum embættismönnum, sitji við sama borð hvað réttindi og skyldur áhrærir. „Nú er það svo að ef starfsmaður ríkisins er t.d. iðnaðarmaður og félagsmað- ur í ASÍ nýtur hann annarra rétt- inda en starfsmaður sem er í BSRB,“ segir m.a. í bréfinu. I fjórða lagi er tekið fram að ríkisstarfsmenn skuli eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma ef því verði við komið. Áhersla er lögð á að frumvarpið skerði ekki að neinu leyti réttindi ríkisstarfs- manna sem samið hafi verið um í kjarasamningum. Löngu tímabært Fram kemur að breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins séu löngu tímabærar. Sem dæmi um hversu úrelt lögin séu orðin megi nefna að gengið sé útfrá þeirri reglu að starfsmenn ríkisins séu ráðnir eða skipaðir ótímabundið án gagnkvæms uppsagnarfrests, séu í raun æviráðnir. Samt sem áður sé stór hluti ríkisstarfsmanna nú ráðinn með gagnkvæmum upp- sagnarfresti. Rætt á Alþingi um flutning grunnskólans að öllu leyti frá ríkinu til sveitarfélaganna FÆRIST rekstur grunnskóla á hendur sveitarfélaga með þeim hætti sem áætlað er eiga breytingar, sem hugsanlega verða gerðar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, ekki við um grunn- skólakennara. Því verða réttindi þeirra önnur en kennara hjá ríkinu, þótt þeir séu í sama stéttarfélagi. Þetta kom fram hjá Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpi um rétt- indi og skyldur kennara og skóla- stjómenda grunnskóla í gær. Björn sagði þær breytingar sem væru í undirbúningi á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna ekki koma frumvarpinu við. Frumvarpið fjallar um réttindi grunnskólakennara eftir að rekstur grunnskólans færist frá ríki til sveit- arfélaga, en það á að gerast 1. ág- úst. Það byggir á samkomulagi nefndar kennara og sveitarfélaga og endurspeglar núgildandi lög um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna. Bjöm Bjarnason sagði það gmndvallarsjónarmið liggja að baki frumvarpinu, að grunnskólakennar- ar ættu hvorki að vera betur né Réttindi kennaranna eiga að vera óbreytt verr settir eftir að þeir flyttust frá ríkinu til sveitarfélaga. Bjöm sagði að þessu samkomulagi hefði ekki á nokkum hátt verið rask- að af hálfu ríkisins. Hins vegar hefðu kennarar lýst sig óbundna af sam- komulaginu vegna ágreinings við rík- isvaldið um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, og vegna umræðna um breyting- ar á lífeyrissjóðslögum opinberra starfsmanna og annarri löggjöf. Lagabreytingar? í athugasemdum með frumvarpi menntamálaráðherra kemur fram að verði frumvarp um breytingar á réttindum og skyldum ríkisstarfs- manna að lögum sé ríkisstjórnin reiðubúin að breyta lögum um rétt- indi og skyldur grunnskólakennara komi fram ósk um það frá sveitarfé- lögum eða félögum kennara eða hvorum tveggja. Ossur Skarphéðinsson þingmaður Alþýðuflokks sagði að menntamála- ráðherra hefði sett umrætt sam- komulag í uppnám með því að lýsa því yfír að þær aðstæður kynnu að skapast á næstunni að ríkisstjórnin væri reiðubúin til að taka aftur öll þessi réttindi méð öðrum frumvörp- um. Bjöm sagði að ef frumvarpið yrði samþykkt væri verið að setja lög sem yrði ekki breytt af öðmm en Al- þingi. í frumvarpinu væri pólilísk yfírlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hún breytti þó engu um það hvern- ig einstakir menn gætu stuðlað að lagabreytingum. Þingmenn, ráð- herrar jafnt sem aðrir, hefðu frum- kvæðisrétt til að breyta þessum lög- um. Össur sagði að menntamálaráð- herra hefði með þessu lýst því yfir að hann væri reiðubúinn að bijóta fyrirliggjandi sáttargjörð, annað hvort einn eða með ríkisstjórninni allri, með því að láta samþykkja frumvörp sem kipptu því til baka sem hann vildi láta samþykkja í þessu frumvarpi. Ekki væri hægt að líta á málið öðru vísi en að þarna væru blekkingar uppi. Björn mót- mælti þessu og sagði breytingar á lögum um réttindi og skyldur opins- berra starfsmanna sérstakt mál sem snerti ekki þetta frumvarp. Þeir sem héldu öðru fram væru að reyna að gera málið tortryggilegt og leggja stein í götu þess að umbætur í skóla- málum næðu fram að ganga. Illskiljanlegt Ögmundur Jónasson þingmaður Alþýðubandalags og óháðra sagði umræðuna um frumvarp mennta- málaráðherra mjög illskiljanlega í ljósi þess að í næstu viku yrði rætt á Alþingi um annað frumvarp, sem kippti forsendum undan grunnskóla- kennarafrumvarpinu. Hann sagði að fulltrúar fiármálaráðherra hefðu marglýst því yfír, að frumvarpið um réttindi grunnskólakennara gengi ekki við hliðina á frumvarpi um breytingar á réttindum og skyldum opinberra starfsmanna. Það væri því ósvífni af versta tagi að saka menn um annarleg sjónarmið þegar menn vildu ræða þessa hluti heildstætt og málefnalega. Umræðu um málið var frestað til mánudags að kröfu stjórnarandstöð- unnar sem vildi að fjármálaráðherra eða forsætisráðherra yrði viðstaddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.