Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 12
h 12 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI I í i Karlakór í Glerár- kirkju KARLA.KÓR Bólstaðarhlíðar- hrepps og Gamlir Geysisfélagar efna tii tónleika í Glerárkirkju annað kvöld, laugardaginn 9. mars, kl. 20.30. Þá efnir kórinn til tónleika í Ólafsfirði kl. 16 sama dag. Kórinn átti 70 ára afmæli á síðasta ári, stofnendur voru 8 en nú eru í kómum ná- lægt 30 félagar. Söngskráin er fjölbreytt. Stjómandi er Sveinn Amason, Víðimel, og undirleik- ari Peter Wheeler, einsöngvarar em Svavar H. Jóhannsson og Sigfús Guðmundsson. Gamlir Geysisfélagar koma einnig fram og syngja nokkur lög und- ir stjórn Guðmundar Þorsteins- sonar. Fiðla o g píanó GUÐRÚN Þórarinsdóttir ví- óluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfé- lags Akureyrar í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju á rnorgun, laugardaginn 9. mars kl. 17. A efnisskránni em verk eftir Johan Seb. Bach, Robert Schumann og Johannes Brahms. Þær Guð- rún og Helga starfa nú báðar sem kennarar við Tónlistarskól- ann á Akureyri og Guðrún leik- ur einnig með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. Sýning’um að ljúka ÞREMUR myndlistarsýning- um Hlyns Hallssonar lýkur nú um helgina. Hann sýnir inn- setningu, ■ sjóndeildarhring, hljóð- og bókverk í Gallerí + á Akureyri. í Nýlistasafninu er sýningin „Átta götumyndir frá Akureyri“ en þessum sýningum lýkur á sunnudag. Á morgun, laugardag, lýkur sýningu Hlyns á Mokka. Prestur í Borgarbíói KVIKMYNDAKLUBBUR Akureyrar sýnir kvikmyndina Prestur í Borgarbíói á sunnu- dag, 10. mars kl. 17 og á mánu- daginn 11. mars kl. 18.30. Kvikmyndin hefur notið vin- sælda og vakið deilur víða um lönd, en í henni er tæpt á sið- ferðilegum og trúarlegum spurningum. Vélsleðamót KAPPAKSTURSKLÚBBUR Akureyrar í samvinnu við vél- sleðamenn í Ólafsfirði efnir til „snow cross“- móts í Syðri- Árdal í Ólafsfirði á morgun, laugardag. Keppnin hefst kl. 14. Þekkt- ustu keppnissleðamenn lands- ins sýna áhættuatriði í hléi. Útlit fyrir mikla fólksfækkun í Grímsey Fjórar fjölskyldur tekið ákvörðun um að flytja ÚTLIT er fyrir mikla fólksfækkun í Grímsey á næstu mánuðum en a.m.k. íjórar fjölskyldur, alls um 17 manns, hafa tekið ákvörðun um að flytja upp á fasta landið. 1. desember vorn 117 íbúar í Grímsey og hafði fækkað um tvo frá árinu áður. Ef að líkum lætur á íbúafjöldinn því eftir að fara niður í um 100 áður en langt um líður. Sigrún Waage og maður hennar, Kristinn Gunn- arsson, stefna að því að flytja til Akureyrar í haust ásamt tveimur ungum bömum sínum. Sig- rún er húsmóðir en Kristinn, sem starfar sem sjó- maður, hyggst setjast á skólabekk á Akureyri. Einnig ætlar Ólafur bróðir Sigrúnar að flytja úr eynni en hann hefur starfað þar í fiskvinnslu. Þorsteinn Orri Magnússon, Hallgerður Gunnars- dóttir og tvö börn þeirra flytja til Borgarness um miðjan maí. Þorsteinn starfaði sem verkstjóri hjá Fiskverkun KEA en vinnur nú við fiskmarkaðinn. Ekki yfir miklu að hanga Haraldur Jóhannsson, útgerðarmaður og sjó- maður hefur einnig tekið ákvörðun um að flytja til lands ásamt konu sinni, Kristbjörgu Guðmunds- dóttur, og einum syni. Þá hefur fjölskylda Kristín- ar Óladóttur, útibússtjóra verslunar KEA, tekið ákvörðun um að flytja frá eynni, þótt það verði kannski ekki á þessu ári. Kristín og maður henn- ar, Helgi Haraldsson, eiga þijú börn. Haraldur sagði að ekki væri yfir miklu að hanga í Grímsey á meðan ekki mætti róa og þeir vísu menn sem stjómuðu landinu yrðu að benda sér á hvað hann ætti annað að hafa fyrir stafni. „Ég veit ekki hvað fólk á að gera ef það má ekki stunda þá einu vinnu sem hér er hægt að stunda." Haraldur og sonur hans eru hvor með sinn bátinn á sóknardagakerfí og sagðist Haraldur telja líklegt að sonurinn myndi áfram reyna að stunda útgerð frá Grímsey. Haraldur leigir jörð af ríkinu í Grímsey en á sjálfur húseignina. Hann segist hafa sagt leigunni upp haustið 1994 en ríkið hafi ekki enn samið við sig um kaup á húseign sinni. Á meðan sú staða sé uppi eigi hann erfitt með að fara í burtu. Þorsteinn Orri segir að það hafi staðið lengi til að fjölskyldan færði sig um set. Kona hans er fædd og uppalin í Grímsey en hefur iengi langað til að breyta til og flytja í burtu. Þorsteinn hefur búið þar á sjöunda ár. Þau búa í leiguhúsnæði og standa því ekki frammi fyrir því að þurfa selja. „Þótt ég teljist kannski ekki í þeim hópi, þá er mjög þrengt að mönnum hér og þá sérstaklega sjómönnum. Það sér hver maður að mjög erfitt er að stunda sjómennsku í einhverja 80 daga á ári og geta ekki einu sinni ráðið því hvaða daga. er róið,“ segir Þorsteinn. Sigrún Waage hefur búið í Grímsey frá fjögurra ára aldri en hún seg- ir að það hafi aldrei staðið til að setjast þar að, Fjölskyldan hefur ekki íjárfest í fasteign í eynni og býr í leiguhúsnæði. Búið að eyðileggja smábátaútgerð Kristín Óladóttir sagði að sín íjölskylda væri að hugsa málið og ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvenær hún tæki sig upp. „En við förum þótt það verði kannski ekki þetta árið. Það er búið að eyðileggja alla möguleika á smábátaútgerð hér. Við vorum að láta úrelda okkar bát enda ekki hægt að gera hann út. Maðurinn hefur róið á bátnum á sumrin en kvótinn sem hann hefur er svo lítill og róðradagarnir svo fáir að það er von- laust að reyna þetta," sagði Kristín. Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, sagðist aðeins hafa heyrt af tveimur fjölskyldum' sem væru að hugsa sér til hreyfings. „Auðvitað hafa þessar smáskammtalækningar stjórnvalda í fisk- veiðimálum heilmikið að segja um hugarfar fólks- ins en fólk sem á hér fasteignir á ekki auðvelt með að yfirgefa staðinn. Mikil fólksfækkun hefur áhrif á rekstur sveitarsjóðs og einnig minni fisk- veiði. Ég vona að botni séð náð í niðurskurði og aflaheimildir verði auknar á ný,“ sagði Þorlákur. Lögreglu mein- aður aðgangur TVEIMUR lögreglumönnum á eft- irlitsferð um miðbæ Akureyrar var meinaður aðgangur að skemmti- staðnum 1929. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Akureyri sagði að lögreglumenn, sem sinntu eftirliti í miðbænum um helgar, kæmu oft við á skemmtistöðum bæjarins, m.a. til að kanna aldur gesta stað- arins og fylgjast með störfum dyravarða. Um síðustu helgi hugðust tveir lögreglumenn koma við á skemmtistaðnum 1929 í þessum tilgangi, en dyraverðir kváðust ekki hafa leyfi eigenda staðarins til að hleypa þeim inn. Fengu þeir þær skýringar að það kæmi óorði á staðinn. Ólafur sagði að eftirlitsferðir lögreglu á skemmtistaði hefðu tíðkast um árabil og í raun væri lögreglumönnum, sem sinntu eft- irliti í miðbænum, uppálagt að fylgjast með skemmtistöðunum. Atvik sem þetta hefði ekki komið upp áður. „Okkar menn stóðu ekki í neinu stappi við dyraverðina, þeir hurfu bara á braut, en okkur þykir þetta ekki sniðug framkoma. Við mun- um kalla eftir skýringum," sagði Ólafur. Rekstur Sæfara næstu þrjú ár Takmörkuð umferð leyfð um göngugötu GUÐMUNDUR Stefánsson fulltrúi í bæjarráði Akureyrar lagði á fundi ráðsins í gær fram tillögu um að bæjarstjórn Akureyrar samþykki í tilraunaskyni takmarkaða umferð bifreiða um göngugötuna í Hafnar- stræti og á Ráðhústorgi. „Bæjarstjórn telur að við fram- kvæmd tilraunarinnar eigi að vera sveigjanleiki þannig að unnt sé að loka götunni fyrirvaralaust fyrir umferð bifreiða ef þurfa þykir, t.d. þegar gera má ráð fyrir að umferð gangandi fólks verði mikil," segir í tillögu Guðmundar. Ennfremur að skipulagsdeild bæjarins verði falið að móta tillögur um hvernig staðið verði að tilrauninni, þannig að kostn- aður við hana verði sem minnstur en þeim verði skdað til bæjarráðs eigi síðar en 30. apríl næstkomandi. Verslunareigendur við göngugöt- una fóru þess á leit síðasta sumar að takmörkuð umferð yrði leyfð um götuna. Fyrir skömmu lagði skipu- lagsdeild bæjarins til að gatan yrði áfram göngugata, en að gerðar yrðu á henni endurbætur. Morgunblaðið/Kristján Hátt uppi STARFSMENN RARIK, þeir Ásbjörn Gíslason og Siguijón Sveinbjörnsson, voru nokkuð hátt uppi í góða veðrinu í gær, en þeir voru að vinna við nýja háspennulínu fyrir Sval- barðseyri. Þeir félagar hafa oft þurft að vinna við erfiðari aðstæður á þessum árstíma, á svipuðum tíma í fyrra voru þeir að mæla upp í háspennu- línur en þá var gífurlega mik- ill snjór á Norðurlandi. Eysteinn og FMN með lægstu tilboðin SJÖ tilboð bárust í rekstur ms. Sæ- fara næstu þijú ár en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins í vik- unni. Um er að ræða fólks- og vöru- flutninga til og frá Grímsey og vöru- flutninga frá Hrísey. Eysteinn Yngvason úr Reykjavík, núverandi rekstraraðili Sæfara, átti lægsta til- boðið miðað við tilhögun 1 en Flutn- ingamiðstöð Norðurlands á Akureyri miðað við tilhögun 2. í tilhögun 1 er gert ráð fyrir að Sæfari sigli milli Akureyrar og Dal- víkur með fólk og frakt en í tilhögun 2 er ráðgert að flytja fólk og frakt með bil milli Dalvíkur og Akureyrar og Sæfari þá gerður út frá Dalvík. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á rétt rúmar 80 milljón- ir króna varðandi tilhögun 1 en upp á 67,8 milljónir króna varðandi til- högun 2. Aðeins tilboð Eysteins varð- andi tilhögun 1 var fyrir neðan kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar en hann bauð kr. 74.967.000 eða tæp 94%. Eysteinn átti jafnframt næst lægsta tilboðið í tilhögun 2 og hljóð- aði það upp á kr. 75.090.000. Flutn- ingamiðstöð Norðurlands bauð kr. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli verður á morgun, laugardag 9. mars, kl. 11 í Sval- barðskirkju og kl. 13.30 í Greni- víkurkirkju. Kyrrðar- og bæna- stund í Grenivíkurkirkju sunnu- dagskvöld 10. mars kl. 21. t 74.250.000 varðandi tilhögun 2 eða tæp 110% og kr. 88. 155.000 varð- andi tilhögun 1. Aðrir sem buðu í reksturinn voru (tilhögun 1 á undan): Hafskip ehf. Hafnarfirði, kr. 88.497.000 og 90.945.000, Oddur Óskarsson, Akur- eyri, kr. 98.550.345 og 97.194.153, Siguijón Siguijónsson, Reykjavík, kr. 109.856.850 og 99.634.854, Heiðar Kristinsson, ísafirði, kr. 110.170.920 og 102.791.124, og Þjarkur hf., Árskógsströnd, kr. 173.878.920 og 117.748.098. Vegagerðin á eftir að yfirfara til- boðin en rekstrartímabilið miðast við maí 1996 til maí 1999. I I I i I I I I I I » » » » » » » » I » »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.