Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 15 VIÐSKIPTI Rýmri lagaákvæði um opnun lyfjabúða ganga senn í gildi Nýtt apótek Lyfju hf. opnað 22. mars STEFNT er að því að hið nýja apó- tek Lyfja hf. verði opnað 22. mars nk. í Lágmúla 5 eða rúmri viku eftir að ný lagaákvæði um opnun lyfjabúða hafa tekið gildi. Eigendur Lyfju, Róbert Melax og Ingi Guð- jónsson lyfjafræðingar, hugðust sem kunnugt er opna apótekið síð- astliðið haust á grundvelli nýju lag- anna, en gildistöku þeirra var þá frestað til 15. mars. Þeir hafa nú fengið þau svör í heilbrigðisráðuneytinu að lyfsölu- leyfið muni fást fljótlega eftir gildis- töku laganna. Vonast þeir til að leyfið verði afgreitt í tæka tíð enda þótt ekki sé mögulegt að leggja inn umsóknina fyrr en 15. mars. Róbert og Ingi festu kaup á 300 fermetra húsnæði undir starfsem- ina sl. haust í Globus-húsinu í Lágmúla 5. Verslunin er nú nær fullbúin og munu níu starfsmenn hefja þar störf 15. mars. Innkaup á lyfjum og öðrum vörum hefjast í næstu viku. Rekstur Lyíju verður með öðru sniði en tíðkast hefur í apótekum hér á landi til þessa, að því er segir í frétt. Hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa og mun hann hafa sérstakt móttökuherbergi þar sem viðskiptavinir geta í næði skoðað t.d. stoma- og þvaglekavör- ur, sjúkrasokka, hitahlífar o.fl. og fengið ráðgjöf um notkun þeirra. Þá munu viðskiptavinir hafa greið- an aðgang að lyfjafræðingi þar sem afgreiðslan verður í opnu umhverfi. Lögð verður áhersla á að veita markvissar upplýsingar um val á lyíjum og notkun þeirra. Mun meira verður af sjálfsaf- greiðsluvörum í versluninni en sést hefur áður hér á landi með líkum hætti og í Bretlandi og Bandaríkj- unum. „Við erum sannfærðir um að nýju lyfjalögin leiði til aukinnar samkeppni á milli apóteka en hún hefur verið mjög takmörkuð til þessa,“ segir ennfremur. „Reyndar má þegar sjá vísi að því sem koma skal, því síðustu mánuði hafa apó- tek í Reykjavík og víðar greinilega verið að undirbúa sig fyrir sam- keppnina með margvíslegum hætti. Sum apótek hafa lengt opnunartíma sinn, önnur hafa tekið upp heim- sendingarþjónustu og fjöldi apóteka er að endurhanna húsnæði og inn- réttingar. Nýverið var vaktafyrirkomulagi apóteka í Reykjavík breytt, neyt- endum til hagsbóta. Meira hefur gerst á þeim tveimur árum sem lið- in eru síðan lögin voru samþykkt en á 20 árum þar á undan. Sam- keppnin mun því án vafa leiða til betri og fjölbreyttari þjónustu fyrir almenning og lægra lyfjaverðs þeg- ar fram í sækir.“ Morgunblaðið/RAX EIGENDUR Lyfju hf. eru f.v. Ingi Guðjónsson og Róbert Melax, lyfjafræðingar. Þær eiga framtíðina fyrir sér i.A{ple-umboðið Macintosh - áns og hugur tnanns! Skipbolli 21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bttp-.Hwww. apple. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.