Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRIÐRIK Pálsson forsfjóri SH ávarpar fundinn í Reykjavík. Á tjaldinu í baksýn má sjá fundargesti á Akureyri. Heildarsala yfir 100.000 tonnin þriðja árið í röð Starfsemi SH kynnt samtímis á fundi á Akureyri og í Reykjavík ÁRIÐ 1995 reyndist Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gott að því er fram kom í máli Friðriks Pálsson- ar, forstjóra SH, á morgunverðar- fundi Félags viðskipta- og hag- Koma stjórn á kavíarvinnslu RÚSSAR eru nú að reyna að koma stjóm á framleiðslu og útflutning á styijukavíar. Veiðar á styiju hafa fallið úr 16.800 tonnum í 2.000 frá árinu 1983 og útflutningurinn er nánast í rúst. Rússar hafa tapað verulegri hlutdeild á heimsmarkaðnum vegna ólög- legrar framleiðslu. Kavíarinn verður settur á lista yfir hrá- efni, sem þarf sérstakt eftirlit með og sömuleiðis verður komið á eftirliti með fram- leiðlsu, gæðum og útflutningi. fræðinga í gær. Fundur þessi var haldinn samtímis á Akureyri og í Reykjavík með aðstoð ljósleiðara og mun þetta vera í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn hér á landi. Alls voru um 111 þúsund tonn af sjávarafurðum seld í gegn- um sölukerfi fyrirtækisins og er þetta þriðja árið í röð sem salan fer yfir 100 þúsund tonn, að sögn Friðriks. Rúmlega þriðjungur söl- unnar fór til Suðaustur-Asíu í gegnum söluskrifstofu fyrirtækis- ins í Tókýó. Friðrik sagði einnig að á þessu ári yrði sett á fót ný söluskrifstofa í Barcelona auk þess sem fiskrétta- verksmiðja Faroe Seafood, sem SH keypti á síðasta ári, yrði endanlega sameinuð verksmiðju SH. Sagði hann þessa sameiningu styrkja stöðu fyrirtækisins verulega í Bret- landi og væri nýja verksmiðjan nú með um 20% markaðshlutdeild á sjávarréttamarkaði þar í landi. Þorri framleiðslunnar fer til mat- vöruverslana og framleiðir verk- smiðjan meirihluta hennar undir nafni kaupendanna. Mikil áhersla lögð á samskiptakerfið Gylfi Þór Magnússon, forstöðu- maður skrifstofu SH á Akureyri, sagði að nú þegar fiutningi fyrir- tækisins væri lokið gæti það ein- beitt sér að áframhaldandi mark- aðssókn. Kostnaður vegna þessa flutnings er nú talinn standa í um 120 milljónum króna og hefur fyr- irtækið útvegað um 73 af þeim 80 störfum sem það hét að útvega á Akureyri í skiptum fyrir áfram- haldandi sölu á afurðum ÚA. Gylfi sagði að mikil áhersla hefði verið lögð á uppbyggingu síma- ogtölvu- kerfis. Símakerfið er þannig uppbyggt að Akureyrarskrifstofan er tengd innanhússsímakerfi fyrirtækisins og því verður viðskiptavinurinn aldrei var við hvort hann er að tala við starfsmann á Akureyri eða í Reykjavík. FRÉTTIR: EVRÓPA Hans van den Broek Klofningur útilok- ar ekki aðild Kýpur Nikósíu. Reutcr. HANS van den Broek, sem fer með utanríkis- mál í framkvæmda- stjórn Evrópusam- bandsins, segir að Kýpur geti orðið aðild- arríki ESB þótt tyrkn- eskumælandi minni- hlutinn hafi sagt sig úr lögum við stjórnina í Nikósíu og landið sé í raun klofið. Van den Broek segir ekki hægt að líta framhjá því að meirihluti íbúa lands- ins vilji ESB-aðild. „Er aðild Kýpur möguleg án lausnar [á Kýpurdeil- unni]? Já. Er það bezti kosturinn? Nei. Viljum við annan Berlínarmúr innan sambandsins? Nei. En á sama tíma, getum við endalaust dregið meirihluta Kýpurbúa, sem vill aðild að Evrópusambandinu, á svari? Nei,“ sagði van den Broek á blaðamanna- fundi í Nikósíu. Hann hefur undanfarna daga rætt við fulltrúa beggja þjóðarbrota á eynni. Kýpur-Tyrkir vilja vera með Van den Broek sagðist telja að Kýpur- Tyrkir og pólitísk for- ysta þeirra hefðu áhuga á að taka þátt í aðildarviðræðum við ESB og að eiga aðild að Evrópusamband- inu. Hins vegar væri ljóst að leið- togar Kýpur-Tyrkja vildu lausn á deilunni áður en til aðildar kæmi. „Ég sagði að það væri auðvitað það, sem allir vildu, en að pólitísk- an vilja þyrfti einnig,“ sagði van den Broek. Hans van den Broek Danir reiðir framkvæmdastj órninni Feta-ostur verður að koma frá grískri geit Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur tekizt að fá danska mjólkuriðnaðinn upp á móti sér. Framkvæmdastjórnin hefur komizt að þeirri niður- stöðu að ekki megi framleiða ost undir nafninu feta nema í Grikk- landi og þá verður hann að vera framleiddur úr geitamjólk. Danskir framleiðendur fram- leiða ost úr kúamjólk undir heit- inu feta, en framkvæmdasljórnin segir að féta sé eitt þeirra vöru- heita, sem tilheyri vörum frá ákveðnum svæðum og beri að vernda sem slík til þess að forð- ast eftirlíkingar. Feta-osturinn er á lista með ítalskri Parma-skinku, brezku Orkneyja-nautakjöti og frönskum Roquefort-osti. Framkvæmda- stjórnin telur að þessi vöruheiti eigi að vernda. „Ösanngjöm sam- keppni grefur ekki aðeins undan viðleitni framleiðandans til þess að vinna vöm sinni nafn, heldur ruglar hún neytendur í riminu og þeir vita ekki hvað er ósvikin vara og hvað er eftirlíking,“ seg- ir í yfirlýsingu frá framkvæmda- stjóminni. Niðurstöður könnunar á veg- um framkvæmdasljórnarinnar sýna að neytendur telja almennt að feta-ostur komi frá Grikklandi og á því byggir framkvæmda- stjórnin afstöðu sína. Hún telur hins vegar að sex aðrir ostar þurfi ekki vernd, þar sem þeir séu „almenns eðlis“. Þetta eru brie, camembert, cheddar, edam, gouda og emmentaler. Tillögur framkvæmdasljórn- arinnar um verndun heita íand- búnaðarvara þurfa samþykki ráðherraráðs ESB áður en þær öðlast gildi í aðildarríkjum sam- bandsins. Ostur undir heitinu feta er framleiddur úr kúamjólk í Mjólk- ursamlaginu í Búðarda). Ólíklegt er að breyta verði um nafn á honum, þar sem EES-samningur- inn tekur ekki til landbúnaðar- vara og hinar nýju reglur verða væntanlega ekki hluti af honum. Frakkar tvístíga gagnvart ESB- gjaldmiðli Parls. Reuter. FRANSKA þjóðin er klofin í af- stöðu sinni til sameiginlegs evr- ópsks gjaldmiðils, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, en tæpur meirihluti kjósenda sem tók af- stöðu er þó fylgjandi áformum Evrópusambandsins. Samkvæmt könnun Sofres, sem birt var í dagblaðinu Le Fig- aro í gær eru 43% kjósenda fylgj- andi sameiginlegum gjaldmiðli fyrir aldamót en 42% kjósenda telja heppilegra að leggja áform- in á hilluna. Fimmtán prósent aðspurðra í könnuninni höfðu enga skoðun á málinu. Ríkisstjórn Alains Juppés hef- ur gripið til óvinsælla aðgerða í skattamálum og niðurskurðar á velferðarkerfinu til að Frakk- land geti uppfyllt skilyrði Maas- tricht-samkomulagsins um þátt- töku í hinum sameiginlega gjaldmiðli. Þá sögðust 49% kjósenda geta hugsað sér evrópska mynt í framtíðinni en 42% vildu heldur halda í franska frankann. Einnig kemur fram í könnun- inni að stöðugt hefur dregið úr áhuga Frakka á frekari Evrópu- samruna síðastliðinn áratug. Hlutfall þeirra sem vilja hraða Evrópusamrunanum hefur minnkað úr 48% árið 1984 í 28% nú. 43% segjast telja æskilegt að samruninn haldi áfram á sama hraða en 20% vilja að hægar verði farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.