Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 21 Systur í listinni EVA G. Sigurðardóttir: Sjálfsmynd með kálhausum. 1995. MYNPLIST Listhús Ófcigs MÁLVERK Ema G. Sigurðardóttir & Eva G. Sigurðardóttir. Opið alla daga til 16. mars. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hlýtur að vera óvenjulegt að tvíburar hasli sér völl á sama vettvangi listanna, og kjósi auk þess að sýna saman til að allir geti séð hvað er líkt og ólíkt með því sem gert er. Þetta hafa þær Erna og Eva Sigurðardætur kosið að gera. Þær útskrifuðust báðar frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1989, en þá skildu leiðir, og í framhaldsnámi hélt Erna til Englands og Eva til Frakklands. Þær hafa einnig átt nokkra samleið í sýningarhaldi. Báðar héldu sínar fyrstu sýningar hér á landi í Galleríi Greip, og þær hafa einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, t.d. í Við Hamarinn á síðasta ári. Nú setja þær myndir sínar upp hlið við hlið - og þann- ig njóta þær sín ágætlega í því rými, sem Listhús Ófeigs býður upp á. Sameiginlega má segja að það sé kímni og innileiki, sem helst einkenni myndir þeirra. Það er mikill leikur í einstökum verkum, og smámyndirnar túlka þessa lífs- gleði afar vel, en báðar vinna nokkuð í því formi og hafa tekið þátt í alþjóðlegum sýningum á smámyndum (miniatures). Eva vinnur mikið með litinn og virkni hans, þannig að í flötunum verður til titrandi bakgrunnur LIST OG HONNUN Listasafn ís 1 ands NORRÆN FRAMTÍÐARSÝN Gjömingar. Opið frá 12-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 17. marz. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ sést á öllu að þjóðir líta með eftirvæntingu til hinna miklu aldahvarfa sem framundan eru, og einnig að menn eru sér þess meðvitandi að jarðtengja þarf hin- ar miklu tækniframfarir er við blasa. A næstu 10 árum munu framfarirnar verða meiri en á 2500 árum áður, og jafnvel hinir upp- lýstustu vísindamenn þora vart að spá um umfang þeirra svo langt (!) fram í tímann. Þjóðfélagsbreytingar verða einnig miklar og má búast við enn meiri umbyltingu en orðið hefur í þessu óþroskaða þjóðfélagi okkar á næstliðnum áratug, og er engu síður erfitt að spá í umfang og eðli þeirra. Yngstu kynslóðirnar taka mun fyrr við sér en hinar eldri, sem hafa lifað svo miklar breytingar á síðustu áratugum, að þessi viðbót er fullstrembinn biti að kyngja, og aðlögunarhæfnin eðlilega minni en þeirra sem fæðast beint inn í tækniheiminn. Listir skipta sívaxandi máli í þróuninni víðast hvar og taka stöð- ugt meira rými í fjölmiðlum heims- ins, enda er fólk orðið langþreytt á mötun afþreyingar og síbylju- iðnaðarins og öllum þeim sýndar- veruleika sem fylgir. Þetta er í góðu samræmi við það sem ört- ölvufræðingar spáðu fyrir margt iöngu og ég hef þráfaldlega verið að vísa til í skrifum mínum, en svo undarlega vill til að þessi þró- un hefur síður náð hingað, þótt við séum fljótastir allra að sporð- renna nýjungum, bersýnilega og illu heilli ómeltum Minnast skal þess, að hvers konar hönnun telst innan marka listiðkana, jafnt furðuheima, sem minna um sumt á verk Sigurðar Örlygssonar. „Lífstréð“ (nr. 3) hefur hún sýnt áður, en sú mynd ber með sér nokkur einkenni þessarar lit- áþreifanleg sem óáþreifanleg, sýnileg sem ósýnileg, því draumar og fjarskipti eru einnig inni í myndinni. Varðandi æsku- og framtíðarflippið á Listasafninu, er í einni borg hverra hinna Norður- landanna samskonar verkefni í gangi; Þrándheimi, Tammerfors, Málmey, Kaupmannahöfn og Reykjavík. í haust hittast hóparn- ir svo í Kaupmannahöfn, menn- ingarborg Evrópu 1996, og byggja Framtíðarborgina svonefndu árið 2002, nánar tiltekið í Oksnehallen við Halmtorvet, þar sem áður fór fram umfangsmikil sölumiðlun á nautgripum. Húsnæðinu hefur nú verið breytt í listamiðstöð sem býr yfir ótakmörkuðum möguleikum vegna stærðar sinnar og legu í hjarta borgarinnar. Fimm hundruð unglingar á Norðurlöndum tóku þátt í verkefn- inu, þar af nítíu frá nokkrum grunn- og framhaldsskólum Reykjavíkurborgar. Hinir útvöldu unnu í hópum á mismunandi svið- um lista og voru sex verkstæði vinnslu, sem síðan er haldið áfram í „Upp, upp . . .“ (nr. 13). Kímnin er síðan einn sterkasti þátturinn í verkinu „Sjálfsmynd með kálhausum" (nr. 14), sem er starfandi í hveiju landi undir heit- unum; Myndlist, manngert um- hverfi, Hljóðmyndir, Dans- og hreyfing, Tölvuheimur og sam- skipti og Myndrænir miðlar. Höfðu hóparnir allir samband innbyrðis á verktímanum og slíkar eru framfarirnar, að á sýningunum hefur verið komið fyrir búnaði til að myndsímafundir geti átt sér stað, en það gerir hverjum hópi kleift að sjá sýningar hinna. Það er tvennt sem er alveg klárt varðandi þessa framkvæmd, hið fyrra er að hugmyndin er mjög góð, því hún tengir unglingana við nútíð og framtíð og fær þá til að velta hlutunum fyrir sér, en hið síðara er að hún á ekki heima í sölum Listasafns íslands. Til þess er það of lítið og takmarkað og svo er eðli framkvæmdarinnar þannig að hún hefði mun frekar átt að vera á Kjarvalsstöðum, en þó öllu heldur í einhverri listamið- stöðinni í Reykjavík. Veit ég ekki betur, en að unglingar hafi nýver- ið fengið umráð yfir Geysishúsinu góð ábending um hvort tveggja í senn, listakonu sem kann til verka og tekur sig samt ekki of alvar- lega ... Hjá Ernu virðist leikurinn mikil- vægastur, en í mörgum verkanna má þó einnig greina tón trega eða einmanaleika, sem yfirtekur gjarna myndirnar. Draumaverur dansa hér innan um risavaxin blóm, og aðrar súrrealískar sam- setningar verða gjarna að heild- stæðri jafnvægislist þegar allir þættir eru komnir saman. Verk eins og „Sumar“ (nr. 6) og „Þrá hjartans" (nr. 7) sýna ólíkar hliðar þessa, og „Einkasamkvæmi“ (nr. 11) reynist afar einmanaleg til- vera, hvað sem líður skemmtileg- um samtengingum hlutanna. Þrátt fyrir vissa samlíkingu er ekki hætta á öðru en að gestir greini ágætlega á milli verka þeirra systra. Þó létt sé yfir heild- arsvip beggja og litaspjaldið ekki áberandi ólíkt eru efnistök fum- laus og sjálfstæðir myndheimar blasa við. Hér er á ferðinni vönduð sýning systra og efnilegra lista- kvenna. Það var lítt þekktur hópur ungs listafólks sem kom fram á ágætri opnunarsýningu salarins „Við Hamarinn“ fyrir réttu ári. Þó vara- samt sé að alhæfa mikið um mynd- list eða spá - og þá einkum um framtíðina - telur undirritaður í ljósi sýninga frá hendi meðlima þess hóps síðan (m.a. hér) að vert sé að benda listunnendum á að fylgjast vel með þeim á næstu árum. Hver veit nema hér sé kom- inn nokkur hluti þeirrar bylgju í íslenskri myndlist, sem mun leiða íslenska myndlist inn í næstu öld. og svo er nóg annað húsnæði í borginni betur fallið fyrir fyrir framkvæmdina. Ef safnið væri 10 sinnum stærra hefði auðvitað ver- ið hægt að finna hentugt rými fyrir athafnirnar, en í þessari mynd yfirgnæfa þær allt annað sem á sér stað samtímis. Hér er aðalatriðið þó ekki einungis, að Listasafnið er lítið og þröngt og getur alls ekki sinnt mörkuðu hlut- verki sínu nema að mjög takmörk- uðu leyti, heldur fellur fram- kvæmdin trauðla inn í ímynd þjóð- listasafns og alls ekki í landi þar sem skilningurinn á myndlist er jafn bágborinn, virðingin takmörk- uð og upplýsingastreyminu hörmulega áfátt í skólum landsins. Hef ég orðið var við að mynd- listarmenn eru margir hveijir alls ekki hressir með þessa þróun mála, sem kemur þeim ankannan- lega fyrir sjónir og þykir vera enn eitt dæmið um ósjálfstæði og þjón- ustusemi gagnvart útlandinu og einkum norrænum samstarfsverk- efnum. Ekki er mér alveg ljóst hvert hlutverk listrýnis er í þessu sam- hengi, og svo var svo margt sem þyrmdi yfir gesti samtímis er mig bar að garði að nær ógjörningur var að vera með á nótunum. Vel má þó koma fram að hlutur mynd- listar er góður ef ekki framúrskar- andi, en sá hópur naut leiðsagnar Sigurðar Örlygssonar listmálara, og kennir maður greinilega atork- una og sköpunarkraftinn, sem þessum manni fylgir, í vinnu- brögðum unglinganna. Mega það vera mikil býsn ef framlög hinna Norðurlandanna á þessu sviði yfir- ganga okkar, og á því hef ég litla trú. En hvað útilistaverkið snertir, sem mun vera tákn gjörninganna innan safnsins, og er biðskýli á hvolfi, málað og fóðrað eftir öllum kúnstarinnar reglum og síðast með graffiti, hausverk og sjónmengun stórborganna, sker það sig í engu úr skyldum uppákomum erlendis i marga áratugi og telst ekki par frumlegt. Bragi Ásgeirsson Aukasýn- ing á Bar pari AUKASÝNING verður á' leik- ritinu Bar pari eftir Jim Cartwright, sem sýnt er á Leynibarnum í Borgarleikhús- inu, laugardaginn 16. mars kl. 23.30. Sýnt hefur verið fyrir fulli húsi síðan í október og eru sýningar að nálgast 40 talsins. Miðnætursýningar hafa verið vinsælar og er athygli vakin á því að aukasýningin hefst kl. 23.30 en ekki kl. 23 þar sem önnur sýning á Bar pari er á undan kl. 20.30. Leikritið gerist á bar og segir frá hjónunum sem eiga og reka barinn og viðskipta- vinum þeirra sem líta inn. Tveir leikarar fara með öll hlutverkin 14, Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson. Leikstjóri er Helga E. Jóns- dóttir, ieikmynd og búninga gerði Jón Þórisson og lýsingu Lárus Björnsson,, Olíumálverk af blústónlist- armönnum ÓSKAR Guðnason opnar myndlistarsýningu í Menning- arstofnun Bandaríkjanna, Laugavegi 26, á laugardag kl. 16. Myndirnar eru olíumálverk af þekktum blústónlistar- mönnum og lærisveinum þeirra. Óskar er fæddur á Höfn í Hornafirði og er kennari að mennt. Hann hefur starfað að tónlist síðastliðin sex ár og við myndlist síðastliðin tvö ár. Óskar hélt sýningu í Can- berra, í Ástralíu á síðasta ári, en hann bjó þar um tveggja ára skeið. Hann hefur gefið út hljóm- disk með eigin tónlist hér á landi auk þess sem hann hefur gert samning um_ útgáfu á blústónlist sinni í Ástralíu. Sýningin verður opin frá kl. 8-17 virka daga til 22. mars. Spánarstyrj- ^ öldinog Ukraínuvíg- stöðvarnar í bíósal MÍR TVÆR heimildarkvikmyndir verða sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Fyrri myndin var sýnd á síðasta ári í tilefni hálfrar ald- ar afmælis stríðsloka í Evrópu, en er nú sýnd vegna áskorana. Hún er „Grenada, Grenada mín“, mynd Romans Karmens um borgarastyijöldina á Spáni. Myndin er sett saman úr fréttamyndabrotum og efni sem Roman Karmen safnaði og myndaði meðan á styijöld- inni stóð, sem og myndum er hann tók á Spáni löngu síðar, þegar hann heimsótti Spán aftur og Franco var enn við stjórnvölinn þar. Hin myndin sem sýnd verð- ur á sunnudag er nú sýnd hér í fyrsta sinn; hálftíma löng mynd um „Fjórðu úkraínsku vígstöðvarnar" í Sovétríkjun- um meðan á herför Hitlers þangað stóð. Báðar myndirnar eru með skýringum á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Eiríkur Þorláksson NYOLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.