Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ - AÐSENDAR GREINAR Í FRAMHALDI af miklum umræðum í vetur um lífeyrismál aldraðra og allar þær mörgu ráðstafanir, sem fram fóru í sam- bandi við afgreiðslu fjárlaga, var fróðlegt að hlusta á umræður sem fóru fram í þætti Stefán Jóns Hafstein í sjónvarpinu. Þar leiddu saman „hesta“ sína, þær skoðanir, að leggja beri áherslu á sér- eignasjóði, sem tryggðu betri afkomu á efri árunum, en aðr- ir töldu að samtryggingarsjóðir, eins og nú eru starfræktir af lífeyr- issjóðum stéttarfélaga, hefðu sýnt góðan árangur og alltaf batnandi hag meðlima sjóðanna. Talið var að ástand hér á landi, hvað snertir sameignarsjóði, væri með því besta sem þekktist og því mikilvægt að halda áfram starfsemi lífeyrissjóða og efla þá. Séreigna- sjóðir hvettu til samkeppni á mark- aðinum og myndu gefa umbjóðend- um sínum meira í aðra hönd. Ég tel að báðir hafi nokkuð til síns máls, að nota beri kosti beggja leiða til að tryggja afkomuna síð- ar. Það er ljóst, að ekki verður mikið meira bætt úr ríkissjóði og sett í almannatrygg- ingar en nú er, eins og ástand mála er sam- kvæmt íjárlögum hvers árs og umræðum og bægslagangi við afgreiðslu þeirra, því að þar fara hagsmunir og mismunandi staða margra aðila, sem beij- ast um takmarkað ijármagn. Allir (eða flestir) eru sammála, að ekki sé frambærilegt að hækka skatta, frekar ætti að lækka þá. Það er því mikilvægt, að sem flestir eða allir hugsi um hag sinn síðar á ævinni. Áður var það svo, að aðalkostur við lífeyrissjóði var að fá lán, sem brunnu upp í verðbólgubálinu, en menn fjárfestu í steypu og töldu það sinn lífeyrissjóð, sem notaðist vel á elliárunum. En tímarnir hafa breyst. Verðtrygging lána og vaxta þýðir erfiða skuldsetningu. Lítil verðbólga hættir líka að hjálpa. Þar að auki hafa steinhúsin sum reynst vafasöm líftrygging, þegar þau eldast, eins og eigendurnir. Allt hefur þetta skapað vissa óvissu og kvíða hjá öldruðum. Það er því tímabært að athuga þessi mál frá grunni, hvert stefna ber. Engum dettur í hug að hægt sé að breyta greiðslum lífeyrissjóða til launþega, sem þegar eru komn- ir á þann aldur. En það er umhugs- unarefni, hvert skal stefna. Hvernig nýtist elli- lífeyrir í dag? Fastur ellilífeyrir almanná- trygginga sem allir fá, er í dag kr. 13.373.- og hafi menn ekki aðrar tekjur, þá fá þeir í tekju- tryggingu kr. 24.605.- eða samtals mest kr. 37.978.-. Aðrar tekjur, svo sem lífeyristekjur, rýra þetta verulega og allt niður í grunn- tryggingu. Það er því von að margir, sem fá 26-36.000 kr. úr lífeyrissjóði sínum á mánuði, hugsi sem svo, til hvers var ég að greiða í lífeyris- sjóð, ef aðrir sem ekki gerðu það Margir fá lága upphæð úr lífeyrissjóði sínum, segir Páll Gíslason, sem aðeins hjálpar til að lækka tekju- tryggingu. fá það sama og í viðbót ýmis hlunn- indi (sími, útvarp). Nú í dag eru um 25.000 manns, sem fá ellilífeyri frá Trygginga- stofnun ríkisins, og þar af fá 18.000 þeirra einhveija tekju- tryggingu. Það er því augljóst, að margir hafa lága upphæð úr sínum líf- eyrissjóði, sem aðeins hjálpar til að lækka tekjutryggingu. Benda. má á að sjóðirnir eru að eflast og lífeyrisgreiðslur munu hækka, þar sem fleiri hafa greitt lengri tíma í sjóðina, en varla svo að það þyki viðunandi. Hvað er til ráða? Ég held að umræðurnar í sjón- varpinu, sem áttu að leiða til vals milli samtryggingarsjóða og sér- eignasjóða, bendi á að hér ætti ekki að vera talað um annaðhvort, heldur bæði. Allir launþegar ættu að halda áfram að greiða 4%, og 6% fram- lag atvinnufyrirtækja í samtrygg- ingarsjóðina, síðan þyrfa þeir sem efni hafa á, að greiða í séreigna- sjóði þegar þeir á lífsleiðinni hafa komið sér fyrir. Vissulega er hætt við að þetta væri ofviða mörgum, en það eru margir sem geta þetta og gera í dag. Ekki veit ég hvað þeir eru margir, en ég er hræddur um að þeir séu of fáir. Það þarf meiri kynningu á þessum málum og ef til vill þarf að koma til eitt- hvað sem gerir þetta fýsilega fjár- festingu, svipað og til kaupa á hlutabréfum. Hér væru menn að leggja inn fé, sem væri að mestu bundið í 20-40 ár, og því miklir ijármunir, sem gætu nýst vel og sparað er- lend lán. Grundvallaratriðið í þjóðfélag- inu er, að gera spamað hagstæð- an, sem ávaxtar sig vel og er ekki skattlagður óhóflega á greiðslu- tíma eða eftir á, þegar féð er notað. Grundvallaratriðið er því skatta- kerfið og þá hvort það hvetur til sparnaðar eða dregir úr honum. Tvísköttun er eitur í sparnaðar- áætlun! Höfundur er formaður Félags eldri borgara I Reykjavík og ná- grenni. Lífeyrissjóðir - samtryggingar- sjóðir eða séreigiiasjóðir? Páll Gíslason 4 c c c 4 i i ( i < ( Fermingar Sunnudagsblabi Morgunblaðsins, 17. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Fermingar. í þessum blaðauka verða uppskriftir af kökum og mat á fermingarborðið og rætt verður við fagfólk um borðskreytingar. Fermingarbörn fyrr og nú verða tekin tali og spjallað við sálfræðing um unglingsárin. Fjallað verður um fermingargjafir, fermingartískuna og fagfólk fengið til að sýna tísku 1 hárgreiðslu og klippingu ásamt fleim. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þcssum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 11. mars. Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfí 569 1110. JNtvgtmHfifcifc - kjarni málsins! Tímabær félagasamtök ÞAÐ ER ástæða til þess að óska Félagi eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni til hamingju með 10 ára afmælið. Þegar þess var óskað, að ég minntist tímamótanna sem einn af viðstödd- um á stofndegi sam- takanna á Hótel Sögu, þá er mér minnisstætt við inngöngu í sal hót- elsins hve hann var þéttskipaður fólki og mikil eftirvænting og ánægja ríkti í salnum hjá væntanlegum stofnendum. Það var engu líkara en að um vakningu væri að ræða. Þannig var andrúmsloftið. Þessu sama tók ég eftir, þegar sams kon- ar félagsskapur var stofnaður á Akureyri stuttu áður. Þeir, sem beittu sér fyrir stofnun félags eldri borgara á sínum tíma, eiga þakkir skildar. Greinilegt er, að það var tímabær framkvæmd. Það hefur greinilega komið í ljós á þeim tíma, sem samtökin hafa starfað. Margvísleg starfsemi hefur átt sér stað á þessu tímabili. Að- sóknin að því, sem á boðstólum er í félagsstarfinu, ber greinilega vott um, að þörfin var fyrir hendi. Það er vitað mál, að „maður er manns gaman“ , þó að fólk sé að FYRIR WIND0WS 95 gl KERFISÞRÓUN HF. Fákaleni 11 - Sími 568 8055 upplagi mismunandi félagslynt. Félag eldri borgara hefur gefið ljölda einstaklinga tækifæri til að taka þátt í margs konar tómstundastarfi og veitt þeim hjálp og líknarþjónustu, sem er oft aðkallandi, þegar komið er á þetta aldur- skeið. Þá hefur kirkj- unni með safnaðar- heimilum sínum verið mögulegt að veita öldr- uðum ýmsa aðhlynn- ingu, sem þeim er kær- komin. Loks vil ég -benda á, að samtökin hafa með ýmsu móti tækifæri til þess að vera mál- svari þeirra, sem látið hafa af störf- um fýrir aldurs sakir, en þurfa eft- ir sem áður að sjá sér farborða í Það er undir hælinn lagt, segir Pétur Sigur- geirsson, að lífeyririnn nægi fyrir framfærslu. lífinu til þess að geta lifað eins og annað fólk. í hraða nútímans og einstakl- ingshyggju er hætt við, að þeir, sem hafa lokið þátttöku í athafna- og viðskiptalífi þjóðarinnar séu settir hjá og undir hælinn lagt; hvort líf- eyrir þeirra nægir þeim til fram- færslu. Ég tel, að það sé ekki síður á þessu sviði sem samtök eldri borg- ara í höfuðborginni og annars stað- ar þurfa að vera á verði fyrir félaga sína og sjá um, að lífsskilyrði þeirra séu ekki fyrir borð borin. Það er öruggt mál, að á þessum áratug hafa félagssamtökin sannað tilveru sína. í framtíð bíða þeirra mikil verkefni fyrir stóran hluta þjóðarinnar og ég óska þeim góðs gengis. Guð blessi þessi heiðurs- samtök á merkum tímamótum, fé- laga þeirra og framtíð. Höfundur er biskup. Pétur Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.