Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 37 REYNIR B. ÞÓRHALLSSON + Reynir B. Þór- hallsson var fæddur í Reykjavík 14. júní 1918. Hann lést á Landspítalan- um 27. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Magnúsdóttir Berg- mann og Þórhallur Valdemar Einars- son, trésmiður. Þór- hallur var ættaður úr Eyjafirði en Jó- hanna frá Fuglavík, Miðnesi. Reynir átti sex systkin og var hann þriðji í röðinni. Systkini hans voru Esther B. Þórhalls- dóttir, sem annaðist Reyni frá þvi móðir þeirra lést 1964, er látin, Nói Berg- mann, sem flutti til Ameríku 1957, er látinn, og Jónína M.B. Þórhallsdótt- ir, sem bjó á Háa- felli í Hvítársíðu, er látin. Á Iífi eru Sóley B. Þórhalls- dóttir, Lýdía B. Þórhallsdóttir og Hilmar B. Þórhalls- son, sem öll búa í Reykjavík. Reynir starfaði lengst af hjá sorphreinsun Reykjavíkur. Síð- asta árið dvaldi hann á Elli- lieimilinu Grund. Útför Reynis fór fram í kyrr- þey. Mig langar að minnast í fáum orðum móðurbróður míns, Reynis Valdemars Bergmann Þórhallsson- ar, sem er látinn. Reynir minn. Þú sagðir ekki margt og það fór ekki mikið fyrir þér um dagana, en samt skilur þú eftir fleiri fallegar minningar úr bernsku minni en margur annar. Þú varst samviskusamur við vinnu og þekktir ekki illsku og óhrein- lyndi, enda löðuðust að þér bæði börn og dýr. Það var alltaf mikil tilhlökkun, þegar von var á ykkur Esther frænku í sveitina. Þú varst náttúru- barn og hvort sem var hér á Háa- felli eða þegar fjölskyldan tók sig saman og fór í sumarbústað í Húsa- fell, þá undir þú glaður við göngu- ferðir með kíkinn þinn að skoða fuglana og annað það, sem fyrir augu bar. Eg var ekki gömul, þegar ég fór að elta þig og þú kenndir mér að þekkja gleym-meyr-eyarnar og festa þær á peysuna mína, eða að blása á biðukollur fíflanna og horfa á fallhlífarnar svífa til jarðar. Margar ferðir fórstu með mér að sækja og reka kýrnar og ég man, hve kátur þú varst, þegar þú sagðir mér sögur síðan þú varst kúasmali í Fitjakoti. Allar þessar bernskuminningar ylja en ekki síður minningamar um síðustu veru þína hér á Háafelli sumarið 1994, þá orðinn þreyttur og fótalúinn, en margar ferðir rölt- ir þú samt út í garð með börnunum mínum til að líta eftir þeim minni eða kasta bolta í körfu með þeim stærri, og gleðin í augunum þínum, þegar þú leiddir nafna þinn litla, sem aldrei fær að kynnast þér, er mér ógleymanleg. Reynir minn. Þú varst orðinn saddur lífdaga og ég veit, að vel hefur verið tekið á móti þér, þar sem þú ert núna. Þökk fyrir allt, Jóhanna. Sumir menii lifa í þögn, hún er ekki lærð og enginn getur numið hana á skólabekk, hún er inní fólki og víkur aldrei fyrir nokkrum háv- aða, engri mússík, engu tónfalli. Þetta er þögn sem fáir þekkja og ekki nútíminn. En það er gott að vera með henni, það er gott að heyra hana hljóma á næsta bæ við sig. Mann setur hljóðan og maður byijar að læðast og þegar sá sem á þögnina gengur fram þá fyllist maður lotningu. Ég bjó á móti Reyni í mörg ár og ég fylltist lotningu þegar ég sá hann, hann var boginn, hann var dular- fullur, hann var maðurinn sem beið alla nóttina eftir mogganum, hann var maðurinn sem maður sá í gegn- um glerið og strauk vængstýfðum fugli, og maðurinn sem hló þegar maður færði honum rós fyrir að vekja mann hvað eftir annað með jóðli sem enginn kunni nema hann. Stundum er ég hrædd um að fólk eins og hann Reynir sem kann á fínustu nótur lífsins hverfi án þess að nokkur þakki því. Stundum er ég líka hrædd um að missa líf sem nokkurs er um vert og mikið er varið í. Þess vegna sest ég niður í þeirri þögn sem ég lærði af Reyni héma á Njálsgötunni, ég strái rósum yfir hveija minningu sem við áttum saman, ég strái gleymméreium yfir hveija stund sem hann kom mér á óvart, ég bið guð, ef hann er til, að láta réttast úr bakinu, láta skiln- ingarvitin opnast að fullnustu, að láta brosið sem ljómaði fyrir tíu ámm hafa þá merkingu sem það hafði þá. Ég bið guð að geyma allar minn- ingar um góðan dreng, geyma rós og blóm og ást handa þeim sem væntir. Reynir var þannig, hann vænti nokkurs og guð veit að við hérna á Njálsgötunni, við vitum að hann var gæi með stíl, og við sökn- um hans. Hvíl þú i friði... vinur minn og einn daginn hittumst við heil og drifum okkur út á svalir að syngja. Vigdís Grímsdóttir. Mig setti hljóða og ég grét þegar ég frétti af andláti þínu í gegnum símann í öðru landi. Ég kveið þess- um degi löngu áður en ég fór utan að ég fengi fréttir af láti einhvers heima og ég gæti ekki verið þar og tekist á við harmafregnirnar með ástvinum mínum. Nú er sú stund komin og það ert þú sem ég þarf að kveðja hér í ókunnu landi og það er svo erfítt. Ég minnist allra okkar stunda og þá sérstak- lega allra sem við áttum í Húsa- felli, þegar þú tókst mig í göngu- ferðir með kíkinn þinn og kenndir mér svo margt um huldufólkið í steinunum. Ég mun sakna þín sárt, elsku frændi, og ég veit að það munu fleiri gera líka. Með ástar- og saknaðarkveðju langar mig að gefa þér þetta litla ljóð: Þú kveiktir ljós hjá svo mörgum og marga þú gast glatt með því einungis að brosa og taka mann í fangið. En hvar vorum við til að kveikja þitt ljós og fá þig til að brosa þegar við einungis þurftum að vera til fyrir þig? Góður guð geymi þig, frændi. Þín frænka í Ameríku. Hrefna Björk. t Innilegar þakkirfyrirauðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÖNIMU RÓSU ÁRNADÓTTUR, Hringbraut 75, Hafnarfirði. Ketill Eyjólfsson, Sigurður Steinar Ketilsson, Sólveig Baldursdóttir, Helga Eyberg Ketilsdóttir, Torfi Kristinsson, Guðrún Eyberg Ketilsdóttir, Sæmundur Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. HAWÞAUGL YSINGAR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 14. mars 1996 kl. 09.30 á eftirfar- andi eignum: Áshamar 71,2. hæð E, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Áshamar 75, 2. hæð A, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Sigurveig Gests- dóttir og Magnús Þórarinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Áshamar 75, 3. hæð B, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóöur verkamanna. Búhamar 62, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jóhanna Gréta Guðmunds- dóttir, gerðarbeiðandi Tryggingastofnun ríkisins. Fífilgata 5, 1. hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Eydís Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Foldahraun 42, 2. hæð D, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Húsnæðis- nefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Goðahraun 24, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Guðmundur Elmar Guð- mundsson og Kristín Kjartansdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóð- ur ríkisins og Lánasjóður ísl. námsmanna. Hásteinsvegur 55, hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Einar Friðþjófsson, geröarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Heiðarvegur 1, 2., 3. og 4. hæð (66,25%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Ástþór Rafn Pálsson, gerðarbeiðandi Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands. Heiðarvegur 11, n.h., Vestmannaeyjum, þingl. eig. Lilja Richardsdótt- ir, gerðarbeiðandi Ríkisútvarpið, innheimtudeild. Heiðarvegur 62, efri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Inga Björg Þórðardóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar rikisins. Kirkjubæjarbraut 16, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jón Ólafur Ólafsson, gerðarbeiðandi Fjárfestingafélagiö Skandía hf. Kirkjuvegur 14, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Kristó- fer Jónsson og María Ásgeirsdóttir, geröarbeiöendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og (slandsbanki hf. Nýjabæjarbraut 3, neðri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Heiða B. Scheving, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, sýslumaðurinn i Hafnarfirði og sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum. Vestmannabraut 67, efri hæö og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Þröstur Eiríksson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag íslands hf. og Vestmannaeyjabær. Vestmannabraut 72, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Guðný Sigriður Hilmisdóttir, gerðarbeiðendur húsbéfadeild Húsnæðisstofnunar rík- isins og Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Noröurlandi. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 7. mars 1996. Uppboð Þriðjudaginn 12. mars nk. fer fram framhaldsuppboð á eftirtalinni eign, sem haldið veröur á henni sjálfri: Kl. 16.00, Víkurbraut 22, Vík í Mýrdal, þinglýstur eigandi Sólveig Sigurðardóttir og Brynhildur Sigmundsdóttir, að kröfum Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Suðurlandi og Mýrdalshrepps. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal, ' 7. mars 1996. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Fjarðarstræti 2, 0201, (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00. Þórustaðir, Mosvallahreppi, V-ís., þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins og Jón Fr. Jónsson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á Isafirði, 7. mars 1996. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarbraut 25, Hólmavík, sem hér segir á eftirtaldri eign: 1. Tunga, Hólmavíkurhreppi, þinglýst eign Signýjar Hauksdóttur, eftir kröfu Ingvars Helgasonar hf., miðvikudaginn 13. mars 1996, kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Hólmavik, 6. mars 1996. Ríkarður Másson. Uppboð Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Eignin Ásbúð, eignarhl. G.V.V., Þingvallahr., þingl. eig. Geir Viðar Vilhjálmsson, gerðarbeiðandi Pétur Magnússon. Fífutjörn 4, Selfossi, þingl. eig. Axel Davíðsson, gerðarbeiöandi Bygg- ingarsjóður rikisins. Jörðin Þjórsárholt, Gnúp., þingl. eig. Helga Óskarsdóttir og Árni ísleifsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki (slands og Landsbanki (slands, 0152. Smáratún 9, kj., Selfossi, þingl. eig. Inga D. Guðmundsdóttir, gerðar- beiðandi Skuldaskil hf. Strandgata 11, Stokkseyri, þingl. eig. Halldór K. Ásgeirsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Sýslumaðurínn á Selfossi, 7. mars 1996. Andrés Valdimarsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins f Hafnarstræti 1, (safirði, sem hér segir: Auðunn (S-110, ásamt öllu fylgifé og veiðiheimildum, þingl. eig. Iðunn hf. útgerðarfélag, gerðarbeiðendur Ari Björnsson, Ábyrgöar- sjóður launa, Búnaðarbanki (slands, Byggðastofnun, Det Norske Veritas, Erlingur Hjálmarsson, Gjaldtökusjóður, Glitnir-Féfang hf., Hafnarfjarðarhöfn, Kæling hf., Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Rafboði Reykjavík hf., Sjómannafélag (sfirðinga, Sjómannafélag Reykjavikur, Sjóvá-Almennar og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á isafirði, 7. mars 1996. Kópavogsbúar Opið hús Opið hús er á hverj- um laugardegi milli kl. 10og 12 (Hamra- borg 1, 3. hæð. Árni M. Mathiesen, alþingismaður, og Halla Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og for- maður húsnæðis- nefndar, verða til viðtals á morgun, laugardaginn 9. mars. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. 'WANI) UN( FS TA DISMA Árshátfð Heimdallar Árshátíð Heimdallar verður í Leikhúskjallar- anum laugardaginn 9. mars. Heiðursgestur: Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra. Veislustjóri: Viktor Borgar Kjartansson, varaþingmaður. Söngur: Einar Örn Einarsson. Kl. 19.00: Móttaka og fordrykkur. Kl. 19.30: Hátíðarkvöldverður. Að loknu borðhaldi tekur við almennur dansleikur. Verð (fordrykkur, matur og ball) aðeins kr. 1.900. Miðasala við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.