Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 39 FRÉTTIR Afmælishátíð Félags eldri borgara í Reykiavík og nágrenni Fjölbreytt dag- skrá á Viku eldri borgara FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni gengst í næstu viku fyrir Viku eldri borgara þar sem boðið er upp á margvíslega dag- skrá með leik og skemmtun af ýmsu tagi. Ótal aðilar hafa komið fram og boðið félaginu starfskrafta sína svo að vel geti tekist til. Er félags- stjórn þakklát öllum þeim sem styðja þannig málefni félagsins, segir í fréttatilkynningu. Öll dagskráratriðin eru ætluð öllum eldri borgurum og aðstand- endum þeirra og er hún eftirfar- andi: Afmælisdagskrá vikunnar 8.-15. mars 1996 Föstudagur 8.3: Kl. 20.00. Forleikur: Mæting í Risinu, „pöbbarölt". Laugardagur 9.3: Kl. 9.30. Göngu-Hrólfar hefja vikuna og bjóða öðrum gönguhópum með sér. Lagt af stað frá Hverfisgötu 105. Bifhjólasamtök Lýðveldisins, „Sniglarnir", mæta. Kl. 11.30. Komið aftur. Páll Gíslason, for- maður, setur afmælisvikuna. 12.00. Kaffi og brauð. Harmoníku- leikur, söngur og fjöldasöngur undir stjórn Kristínar Pjetursdótt- ur. Kl. 14.00-19.00. Afmælisbrids- keppni. Myndarleg verðlaun veitt. Kl. 14.00-15.00. Skoðunarferðir undir leiðsögn: Listasafn Einars Jónssonar, Ásgrímssafn og Alþing- ishúsið. Kl. 16.00. Leiksýningin í Risinu, tveir einþáttungar: Veðrið kl. átján og Háttatími. Kl. 20.00. Dansleikur í Risinu. Arngrímur Magnússon og Ingibjörg Sveins- dóttir. Sunnudagur 10.3: Kl. 11.00. Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju, sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kl. 16.00. Bein sjónvarpsútsending: Ráðhús — Tjarnarsalur. Áhorfend- ur mæti kl. 15.30. Söngkór Félags eldri borgara, stjórnandi Kristín Pjetursdóttir. Aðfaraorð: Páll Gíslason, formaður. Ávarp: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri. Opnuð sýning listaverka eldri borgara. Kór Félags eldri borgara. Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöngur. Leikþáttur: Snúður & Snælda. Kl. 16.30. Sigfús Hall- dórsson og Friðbjörn S. Jónsson, söngur. Atriði úr söngleiknum Oklahoma (Söngskólinn í .Reykja- vík). Lokaatriði: Gunnar Eyjólfs- son. 20.00. Leiksýning í Risinu, tveir einþáttungar: Veðrið klukkan átján og Háttatími. Kl. 20.00. Dansleikur í Goðheimum. Mánudagur 11.3. Kl. 10.00. Morgunfundur með ráðamönnum í Risinu og Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2. Kl. 14.00. Helgi- stund í Dómkirkjunni, sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 15.00. Skoðun- arferð með leiðsögn á söfn, Ás- mundarsafn og Listasafn ASÍ. Kl. 14.00-18.00. Ráðhús — Tjarnarsal- ur, opnun. Kl. 16.00—17.00 dag- skrá: Söngur, Víkivaka, félagar FEB. Leiklestur: Herdís Þorvalds- dóttir. Kl. 15.00-17.00. Opið hús í Risinu, gömlu lögin, kaffiveiting- ar. Kl. 17.00. Leiksýningar: Snúð- ur & Snælda. Kl. 20.00. Söngvaka í Risinu, Sigurbjörg Hólmgríms- dóttir stjórnar. Þriðjudagur 12.4. Kl. 10.00. Ökuferð um Reykjavík í I-IV2 klst. Farið frá Hverfisgötu 105. Kl. 14.00-15.00. Skoðunarferðir á söfn með leiðsögn. Listasafn fslands, Þjóðminjasafnið og Náttúrugripa- safnið. Kl. 15.00. Skáldakynning í Risinu, Steinn Steinarr kynntur. Gils Guðmundsson og Snúður & Snælda. Kl. 14.00-18.00. Tjarnar- salur opinn. Kl. 16.00-17.00. Söngur Víkivaka, félagar í FEB. Leiklestur, Baldvin Halldórsson. Kl. 20.00. „Tal og tónar“. Tónlist leikin, skýrð og rædd, Kristín Pjet- ursdóttir. Miðvikudagur 13.3. Kl. 10.00. Morgunfundur með ráðamönnum í Risinu og Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2. Kl. 14.00-15.00. Skoðunarferðir á söfn með leið- sögn: Kjarvalsstaðir og Þjóðarbók- hlaðan. 15.00-17.00. Opið hús í Risinu, gömlu lögin leikin, skemmtisöngur. Kl. 14.00-18.00. Ráðhús, Tjarnarsalur kl. 16-17. Dagskrá: Söngur. Leiklestur Gunnar Eyjólfsson. Bjölluhljóm- sveit og Hljómsveit ungs fólks, Guðni Guðmundsson stjórnár. 17.00. Leiksýning í Risinu: Snúður & Snælda. Kl. 20.00. Skemmti- kvöld í Risinu. Spurningakeppni. Stjórnendur Helgi Seljan og Barði Friðriksson. Hagyrðingaþáttur: Helgi Seljan. Kór FEB. Laufið, danshópur. Dans, Arngrímur Magnússon og Ingibjörg Sveins- dóttir leika. Fimmtudagur 14.3. Kl. 15.00- 21.00. Afmælishátíð í Laugardals- höll. Fjölskylduhátíð og skemmtun fyrir eldri borgara og aðstandend- ur þeirra á öllum aldri. Kl. 14.00. Húsið opnað. Lúðrasveit Grafar- vogs og harmoníkusveit leika í anddyri. Kl. 15.00. Skemmtun í sal Laugardalshallar. Þulur og stjórnandi Gunnar Eyjólfsson, leik- ari. Kl. 15.00. Ávarp: Davíð Odds- son, forsætisráðherra. Kl. 15.10. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kl. 15.25. Kór Félags eldri borg- ara, stjórnandi Kristín Pjetursdótt- ir. Kl. 15.35. Laddi. Kl. 15.50. Sigfús Halldórsson og Friðbjörn S. Jónsson söngur. Kl. 16.05. Leik- atriði: Snúður & Snælda. Kl. 16.20. Glímusýning, Þorsteinn Einarsson. Hlé í 30. mínútur. Kl. 17.00. Kvennakór Reykjavíkur, Senioríturnar, stjórnandi Rut Magnússon. Kl. 17.15. Örn Árna- son og Jónas Þórir: Gamanmál. Kl. 17.30. Þjóðdansaflokkurinn. Kl. 17.45. Söngkvartett: Út í vor- ið. Kl. 17.55. Leikatriði: Bessi Bjarnason og Margrét Guðmunds- dóttir. Kl. 18.00.Ragnar Bjarnason syngur og fjöldasöngur. Kl. 18.20. Atriði úr söngleiknum Oklahoma: Söngskólinn í Reykjavík. Hlé í 30 mínútur. KI. 19.10-21.00. Dans. Hljómsveit Skafta Ólafssonar og Capri. Föstudagur 15.3. Afmælis- dagurinn. Kl. 15.00. Móttaka í Risinu. Kl. 17.00. Leiksýning. Kl. 20.00. Lokaskemmtun. Dans. Málþing um velferð barna MÁLÞING um velferð barna og ung- menna verður haldið í Hlégarði iaug- ardaginn 9. mars kl. 13-16.30. í fréttatilkynningu frá félags- málastjóra Mosfellsbæjar segir að málþinginu sé ætlað að vekja fólk til umhugsunar um velferð barna og ungmenna á grunnskólaaldri og samstilla krafta þeirra sem vinna með börnum og ungmennum. Umboðsmaður barna segir frá störfum sínum og framkvæmdastjóri Barnaheilla kynnir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. ----» ♦ ♦---- Aðalfundur Náttúrulækn- ingafélags NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur heldur aðalfund laugar- daginn 9. mars í húsnæði félagsins að Laguavegi 20b. Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ, flytur framsöguerindi um framtíð og stefnu NLFI og aðildarfé- laga þess. Kaffiveitingar verða í boði. ---------»'■♦"♦--- Konur Biblíunnar BOÐIÐ verður upp á námskeið í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ laugardagana 9., 16., 23. og 30. mars. Fjallað verður um hefð- bundna túlkun og viðhorf kvenna í sögum Biblíunnar. Námskeiði er frá klukkan 13-14 Kennari er dr. Arnfríður Guðmunds- dóttir, guðfræðingur, og eru allir sem hafa áhuga velkomnir. Fræðslu- helgi í Landakirkju FRÆÐSLUHELGI Landakirkju á þessu vormisseri snýst um forvarnir gegn vímuefnum. Á iaugardaginn kl. 16 mun Einar Gylfi Jónsson, sál- fræðingur, halda erindi í safnað- arheimilinu um samskipti foreldra ogunglinga. í sunnudagsmessunni kl. 14 mun prédikunin snúast um leiðsögn Bibl- íunnar og kristinnar siðfræði hvað varðar notkun vímuefna. Á sunnudagskvöldið mun Einar Gylfi svo mæla sér mót við unglinga bæjarins undir yfirskriftinni Er vit í vímunni? Fundurinn hefst kl. 20 í safnaðarheimilinu. ----» ♦■♦--- Nýskipan náttúru- verndarmála HÁDEGISVERÐARFUNDUR verð- ur haldinn í dag, föstudag, um ný- skipan náttúruverndarmála í Skála (tengibyggingu) á 2. hæð á Hótel Sögu kl. 12-13.30. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra og Aðalheiður Jóhanns- dóttir, framkvæmdastjóri Náttúru- vemdarráðs, fiytja erindi á fundinum en að þeim loknum svara þau spurn- ingum. Fundarstjóri er Olafur Örn Haraldsson alþingismaður. ----» ♦-♦..- Kínaklúbbur Unnar UNNUR Guðjónsdóttir kynnir næstu Kínaferð Kínaklúbbs Unnar laugardaginn 9. mars að Reykjahlíð 12 kl. 14. Þetta verður 22 daga hringferð um Kína sem hefst 7. maí en þetta verður eina ferðin til Kína sem Unn- ur skipuleggur á þessu ári. Nú standa yfir vefnaðarvörudagar í IKEA Úrval efna hefur oft verið gott, en aldrei sem nú og mörg ,....r þeirra á hálfvirði. Mantissa vefnaðarvara 150 cm breitt % % Fran vefnaðarv 280 cm breitú iselle efnaðarvara 0 cm breitt Fran stólsessa Manti puði afs\áttu . af f jö\HlÖíSUm ’. 4 etnum.........I Mantissa stólsessa Asdí Norma vefnaðarvara 150 cm breitt landinu ís Jóelsdóttir textílhönnuður verður til ráðgjafar um efniskaup, hugmyndir og saumaskap á gardfnum, himnasængum, dúkum, púðum o.fl. í dag, föstudag kl. 13:00-18:30 og 13:00-17:00 á laugardag fyrir fólkið Holtagörðum við Holtaveg Grænt númer 800 6850

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.