Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 3^ ílSísH fbf/ ' ///^~~—<c. -yi T/},ás VE/r/ip éjT' jJ EK NýJUNGAGJAEM! — \\ Grettir Tommi og Jenni &ANNAP /[pSLmPAZ-r HOW CAN ANY PER50N 8E EXPECTED TO LIN/E IN THE 5AME H01/5E U/ITH TU)0 8ROTHER5?!! WHAT KIND 0F A QUESTION WA5 THAT? Hvernig er hægt að ætlast til Hvers konar spurning þess að maður búi undir sama var nú þetta? þaki og tveir bræður? BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 ® Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is * A slóðum Ferðafélagsins Leitarmannakofi og fræðslusetur Frá Höskuldi Jónssyni: ÞEGAR Ferðafélag íslands reisti sæluhús á Hveravöllum árið 1938 var þar fyrir leitarmannakofi. Eðli máls samkvæmt fluttu fjallmenn sig í sæluhúsið og smám saman lenti kofínn í vanhirðu. Fyrir nokkrum árum kom ég á Hveravelli í byrjun ágúst. Veggir kofans voru þá skrýddir blóðbergi sem komið hafði sér fyrir í hleðsl- unni. Auk blómanna vöktu veggir hússins athygli mína. Augljóslega höfðu þeir verið listilega hlaðnir á sínum tíma þótt gijótið í þeim væri frekar smátt og illa fallið til hleðslu. Þetta hús varð mér minn- isstætt og ég ákvað að næst þegar ég færi um Hveravelli yrðu blómin og hleðslan fest á mynd. Næsta ferð á Hveravelli var síð- sumars að árum liðnum. Blómin voru fallin, hluti hleðslunnar hrun- inn og ryðgað bárujám flygsaðist á gafli hússins í haustnæðingnum. Myndefnið varð ekkert og æ síðan er mér í huga þetta ömurlega hræ á einum vinsælasta ferðamanna- stað landsins. Það er mikið fagnaðarefni að nú hafa umskipti orðið á leitar- mannakofanum. Á undanförnum árum hefur verið unnið að endur- gerð hans. Veggir hlaðnir upp að nýju, þak tyrft og timburverk lag- að eða endurnýjað. Húsið stendur við þjóðbrautina um hverasvæðið og verður í framtíðinni nýtt til að koma skilaboðum á framfæri til almennings um furður Hvera- valla sem tengjast náttúru lands og sögu. Við endurgerð hússins hefur þess verið gætt að svipur þess sem kofa fjallmanna glatað- ist ekki, enda ærin ástæða til að varðveita þátt þeirra í ferðasögu íslendinga. HÖSKULDURJÓNSSON. Auðlindaskattur Frá Júiíusi Ingibergssyni: ÉG ER á móti þessum skatti eins og hann er hugsaður, það er að greiða, eins og heyrst hefur, sjö hundruð milljónir á ári. Hvert fara þeir peningar? Þetta mundi ekki bæta ástandið. Það gætu komið sterkar raddir um gengisfellingu, þó það mundi ekki bjarga útgerðinni og þeim sem skulda mikið. Mín hugmynd er: Togarar og landróðrarbátar yrðu aðskildir þannig, þeir sem eru á línu, net- um, handfærum og svo þeir sem eru á snurvoð og minni trollbát- ar. Þessir bátar sem ég hef talið upp hefðu hafsvæðið fimmtíu sjómílur frá ystu nesjum hér við land. Síld og loðna eru ekki talin botnfiskur og mætti því veiða hvar sem væri. Þetta er auðlinda- skattur sem er heppilegri fyrir alla og ekki síður nýtingu á fiskin- um. Þann fisk sem kemur að landi daglega verður að vinna í neyt- endapakkningar, þannig fengjust fleiri krónur fyrir fiskinn og at- vinna mundu aukast í Iandi. Þá verður hægt að greiða hærra kaup til fólksins sem vinnur við fiskinn, við megum ekki láta út- lendinga vinna það sem við getum gert. Það hefur heldur áunnist og það lofar góðu að fiskur er unninn meira hér á landi og á Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum heiður skilið fyrir fullvinnslu á saltfíski í neytendapakkningar. JÚLÍUSINGIBERGSSON, Glaðheimum 12, Reykjavík. Allt efni sem birtist t Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.