Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 41 Meðlimir í Menntabraut ng LJK-17 fá 300 kr. afsl. af miðaverðH MENNTABRAUT Námsmannaþjónusta íslandsbanka '^Cv Vertu i innsta hring - fáOu þér ATLAS wm JAPIS Porsem PRODIGV fæst! laverð B.500 í BREF TIL BLAÐSINS Er vit í vísindum? i Frá Andra Steinþórí Björnssyni, | Torfa Sigurðssyni og Vigfúsi Ei- ríkssyni: UM ÞESSAR mundir stendur An- ima, félag sálfræðinerna, fyrir röð fyrirlestra sem ber yfirskriftina „Er vit í vísindum?“. Vísinda- hyggja og vísindatrú eru áberandi í nútímasamfélagi. Vísindaleg að- ferð er viðurkennd leið til að afla I þekkingar. En eru vísindin traust? j Er vísindaleg þekking fordóma- r laus og óyggjandi? Gefa vísindin okkur rétta mynd af heiminum og geta þau útskýrt allt sem hægt er að útskýra? Er hægt að beita vísindum til að skilja hugsun og hegðun mannsins? Fyrirlestraröðin er tilraun til að svara þessum spurningum. Áhersla er lögð á það að fyrirlestramir séu I ___________________________________ aðgengilegir og eru þeir ætlaðir upplýstum almenningi. Þegar hafa verið haldnir fjórir fýririestrar og hefur aðsóknin verið afburðagóð. Fyrstu tveir fyrirlestramir vom haldnir í sal 3 í Háskólabíói en margir urðu frá að hverfa vegna fólksfjölda og því var gripið til þess ráðs að færa síðustu fjóra fyrirlestrana í sal 2. Fyrirkomulag erindanna er alltaf þannig að fyrir- lesturinn hefst klukkan 14 í Há- skólabíói og stendur í um það bil 45 mínútur. Að loknu hléi em al- mennar umræður og fyrirspurnir. Aðgangur er ókeypis. Sex fyrirlestrar um vísindahyggju og vísindatrú Á morgun heldur Sigurður J. Grétarsson, dósent í sálfræði, er- indi sem hann nefnir „Sálfræði í samfélagi vísinda". í þessum lestri er fyrst drepið á uppruna sjálfstæðra rannsókna í sálfræði. Skýrt er frá því hvernig greinin yfirgaf lífeðlisfræði og heimspeki í lok 19. aldar til þess að geta tekið eðlisfræði sér til fyrirmynd- ar. Síðan er greint frá nokkru volki sálfræðinnar í viðsjárverðu fræðaumhverfi aldamótanna og því lýst hvernig hún náði loks fótfestu að því er hún taldi á landi vísindanna. Síðan er spurt hvað greini að vísindi eða fræði og annað athæfi. Er það sérstök að- ferð? Flókin kenning? Töluleg greining? Nákvæmni? Eða hvað? Gildir þar hið sama í öllum fræði- greinum? Þessar vangaveltur eru síðan hafðar til þess að- huga að því hvaða undraland það sé eigin- lega sem sálfræðin nam á sinni tíð og hefur síðan átt sinn þátt í að móta. Það verður niðurstaðan að sálfræði sé ekki og geti ekki orðið þess konar vísindi sem menn töldu eðlisfræði vera um aldamót- in síðustu; en samt eru kenningar hennar og niðurstöður nokkurs virði. Laugardaginn 16. mars mun Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, bregðast við fyrri fyrirlestrum í sínum lestri og með því ljúka fyrirlestraröðinni. Að loknu erindinu verða haldnar pall- borðsumræður með öllum fyrir- lesurum. Fyrir hönd Animu: ANDRI STEINÞÓR BJÖRNSSON,- Langholtsvegi 147, TORFI SIGURÐSSON, VIGFÚS EIRÍKSSON. Grettir í Þorláks- höfn I Frá Svavarí Stefánssyni: I FIMMTUDAGURINN 29. febrúar sýndu nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn söngleikinn _ Gúmmí- Gretti eftir Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Símonarson og Þórarin Eldjárn. Þessi söngleikur býður upp á margt frumlegt og skemmtilegt í útfærslu og leikstjórn og gerir um leið miklar kröfur til leikendanna. Mikill söngur ( er í verkinu, bæði einsöngur og kór- , söngur við undirleik lítillar hljóm- ' sveitar. ( í uppsetningunni í Þorlákshöfn hvíldu öll aðalhlutverkin á herðum nemenda 8.-10. bekkjar en um söng og hljóðfæraleik sáu nokkrir félagar úr skólakór og skólahljómsveit Grunnskólans. Ester Hjartardóttir, tónmenntakennari og Gestur Áskelsson, tónlistarkennari sáu um að æfa tónlist og stjórna henni en I Halldór Sigurðsson, skóiastjóri leik- , stýrði. Hafa þau þrjú haft, meira og minna með höndum að stjórna sýn- I ingunni. Er greinilegt að þau hafa náð góðum tökum á að stjórna æf- ingum og sýningu. Er skemmst frá því að segja að leiksýningin tókst með afbrigðum vel. Góður hraði var í leikritinu, framburður texta og söngs skýr og hinir ungu leikendur fóru hreinlega á kostum enda söngleikurinn fynd- I inn og höfðar til flestra. Segja má að fjórir aðalleikendurnir, sem allir 1 eru úr 10. bekk, hafi slegið í gegn, | svo góður og öruggur var leikur þeirra. Besti mælikvarðinn er að sjálfsögðu viðtökur áheyrenda. Þeir fylltu hátíðarsdal skólans og skemmtu sér konunglega. Jafnvel yngstu áhorfendurnir fylgdust með af athygli. Tónlistarfólkið stóð sig líka vel enda mikið og blómlegt tón- listarstarf við tónlistarskóla og ( Grunnskóla Þorlákshafnar. í hléinu var öllum gestum boðið 1 í kaffi og kökur og svignuðu borðin I undan dýrindis meðlæti sem nem- endur lögðu til. Ég veit að ég tala fyrir munn áhorfenda þetta kvöld þegarég færi fram bestu þakkir fyrir ógleyman- lega sýningu og góða skemmtun. Það er gott að muna það, að verk- efni sem þetta er öllum til þroska og gefur dýrmætt tækifæri til að j vinna uppbyggilegt starf með börn- um og unglingum. Kannski verður 1 okkur tíðrætt um það sem miður fer | hjá unglingum en við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Það er þegar öllu er á botninn hvolft stærri hluti sérhvers skólastarfs og verð- skuldar áhuga okkar og ræktar- semi. Það fundu aðstandendur þess- arar sýningar í Þorlákshöfn því í leikslok fögnuðu áhorfendur mikið og lengi. Leikendur þökkuðu stjórn- I endum sínum þrem fyrir starfið með veglegum blómvöndum. Bestu þakk- I ir fyrir góða ‘kvöldskemmtun. ( SVAVAR STEFÁNSSON, Þorlákshöfn. Gúmmí- gus★ gus 16.. ÍTl^RZ BOTNtCÐJn thor mc súrefni dj hoimaiL. dj femi b. + svala bj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.