Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 52
Jiem&C -setur brag á sérhvern dag! VplGdANDWN iWí ÞJOÐLEIKHUSIÐ MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 669 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Dregið hefur mikið úr sameiginlegum málflutningi Norðurlanda hjá SÞ Samnorrænum ræðum fækkaði úr 43 í sex MJÖG hefur dregið úr sameiginlegum málflutn- ingi Norðurlandanna á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna eftir að Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið í upphafi síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum frá fastanefnd ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York fækkaði ræðum, sem fluttar voru fyrir hönd Norðurlandanna sameiginlega á allsheijarþing- inu og í nefndum þess úr 43 á 49. allsherjarþing- inu 1994 í sex á 50. allsheijarþinginu 1995. A 49. allsheijarþinginu fluttu Norðurlöndin tíu sameiginlegar ræður á þinginu sjálfu, en 'aoeins eina á 50. þinginu. I nefndum þingsins var það sama uppi á teningnum og fækkaði samnorrænum ræðum þar úr 33 í fimm. Sameiginlegur málflutningur með ESB í sjö málum Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra Norður- landanna og sameiginlegri yfirlýsingu ríkja Evr- ópska efnahagssvæðisins, sem gefnar voru út í maí á síðasta ári, átti aukið samstarf íslands og Noregs við Evrópusambandið á vettvangi SÞ að vega upp á móti minna norrænu samstarfi vegna ESB-aðildar þriggja norrænna ríkja. Þetta hefur ekki gengið eftir að því marki, sem vænzt var. ísland gerðist aðili að sjö sameiginlegum ræðum ESB-ríkjanna á 50. allsheijarþinginu. Þær ijölluðu allar um afvopnunar- og öryggis- mál en um sameiginlegar yfirlýsingar i öðrum málefnanefndum allsheijarþingsins var ekki að ræða. Gunnar Pálsson, fastafulltrúi íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum, segir í samtali við Morgunblað- ið að í þeim tilfellum sem ísland hafi tekið þátt í málflutningi Evrópusambandsins hafi ESB út- búið textann og síðan boðið íslendingum að vera með. „Það er ekki um það að ræða að komið sé til okkar með texta og spurt hvort við viljum taka þátt í að semja hann með ESB eða hvort við höfum hugsanlegar viðbætur eða at- hugasemdir," segir Gunnar. ■ Aukið samstarf við ESB/10 Fækkar í Grímsey FÓLKSFÆKKUN er fyrir- sjáanleg í Grímsey, en fjórar ijölskyldur, alls 17 manns, hafa ákveðið að flytja upp á fastalandið. íbúar í Grímsey voru 117 1. desember síðastliðinn og hafði þá fækkað um 2 frá árinu áður. íbúafjöldinn á því eftir að fara niður í 100 áður en langt um líður. Ýmsar ástæður Ástæður þess að fólkið er að flytja eru margvíslegar, en m.a. hafa erfiðleikar í út- gerð sett strik í reikninginn hjá mörgum. Aðeins ein fjöl- skyldan býr í eigin húsnæði, en hinar í leiguhúsnæði. ■ Fjórar fjölskyldur/12 Hægt að kenna sig við báða "" foreldra HEIMILT verður að nota eignarfall eiginnafns foreldris sem millinafn barns samkvæmt breytingartillögu allsheijarnefndar Alþingis við laga- frumvarp um mannanöfn. Samkvæmt því eru heimil nöfn eins og Pétur Guðrúnar Jónsson eða Guðrún Steinunnar Briem, að því er kemur fram í áliti nefndarinnar. Einnig verður heimilt samkvæmt brejitingartillögunni að maður kenni sig við báða foreldra eða beri ættar- nafn sem hann á rétt á til viðbótar því að kenna sig við föður eða móð- ur. Dæmi um slíkt væri Pétur Guð- - rúnarson Jónsson, Guðrún Steinunn- ardóttir Briem eða Guðjón Jónsson Stephensen. Frumvarpið um mannanöfn var samið vegna mikillar gagnrýni á gildandi lög, og gerir ráð fyrir meira frelsi í nafngiftum en nú er, einkum með því að heimiia aðlöguð erlend eiginnöfn, jafnvel þótt þau styðjist ekki við hefð í íslensku máli, og með því að heimila millinöfn. Aðeins 85% EES-reglna ~ lögleiddar LÖGLEIÐING reglna Evrópska efnahagssvæðisins gengur of hægt fyrir sig hér á landi, að sögn Björns Friðfinnssonar, eftirlitsfulltrúa hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Um 91,6% allra gerða EES-samningsins hafa verið færð inn í íslenzka lög- gjöf, en þar af hafa ekki nema 85,6% verið lögleidd án galla eða villna. Björn segir að hin norrænu ríkin standi sig betur en Island í þessu _ efni. „Danir eru með 99,1% regln- anna gallalaus. Svíar og Finnar koma þar rétt á eftir. Að vísu standa ríki á borð við Austurríki og Grikk- land sig verr,“ segir hann. Björn segir að misbrestur sé eink- um á setningu ýmissa tæknilegra reglugerða. Hann segir að helzta orsökin sé skortur á mannskap í ^ráðuneytum stjórnarráðsins og stofnunum þeirra. Áttatíu manns hafa greinst með salmonellusýkingu Sýkillinn fannst á hræri- vél brauðgerðarinnar SAMTALS hafa nú 80 manns ver- ið greindir með sýkingu af völdum salmonella enteritidis, en líklegt er talið að sýkingin hafi verið í ijómabollum sem neytt var á bollu- dag. Hollustuvernd ríkisins hefur nú greint sýkilinn í sýnum sem Heilbrigðiseftirlit ríkisins tók hjá Samsölubakaríi, framleiðanda vör- unnar, en um er að ræða svo köll- uð skafsýni, tekin af hrærivél sem notuð var við vinnslu á deigi og ijóma í bollurnar. Salmonella hefur hins vegar ekki fundist í þeim hráefnum sem tekin hafa verið til rannsóknar, og því vita menn ekki hvernig mengunin hefur borist inn í fyrir- tækið. Egg voru um tíma talin vera mögulegur uppruni mengunar, en í tuttugu sýnum af eggjamassa sem tekin hafa verið hefur ekki greinst salmonella. Hvert sýni var tekið úr 10 lítra ílátum og er því reiknað með að athugunin nái til á fjórða þúsund eggja. Sýni voru einnig tekin úr varphænsnum frá þremur hænsnabúum en ekki hef- ur fundist salmonella í þeim. Þrátt fyrir þær niðurstöður, telja Hollustuvernd ríkisins og embætti yfirdýralæknis að ástæða sé til að kanna betur meðferð á eggjum og hvort setja eigi reglur um hitameðhöndlun eða aðra með- höndlun á eggjamassa, sem dregið geti úr líkum á örverumengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur nú gert kröfur um úrbætur í Samsölubakaríi og er nú unnið að þeim, jafnframt því sem fleiri sýni hafa verið tekin af ýmsum hráefnum og búnaði. Mótmæla niðurskurði til öryrkja LIÐLEGA 100 manna hópur safnaðist saman við ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála í hádeginu í gær til að mótmæla niðurskurði heimildaruppbóta í almannatryggingakerfinu. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og landssambaud fatl- aðra stóðu fyrir mótmælastöð- unni og báru félagsmenn kröfu- spjöld málstað sínum til stuðn- ings. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingaráðherra veitti mótmælum Sjálfsbjargar- félaga viðtöku fyrir utan ráðu- neytið, þar sem talsverður hóp- urinn hafði safnast saman. ■ „Enn ein aðförin“/7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.