Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 1
■ 80% MÆTA í LEGHÁLSKRABBAMEIMSSKOÐUIM ■ MÆTIIMG í BRJÓSTA- KRABBAMEINSSKOÐUN VOIMBRIGÐI ■ MISJÖFM MÆTING EFTIR HÉRUÐUM OG SKOÐUNARSTÖÐVUM ■ BREYTIIMG Á FYRIRKOMULAGI LEITAR TIL UMRÆÐU 6 Þátttaka í leghálsskoðun 1966-95 30 1970 1975 1980 1985 1990 1995 Um helmingur kvenna á aldrinum 20-59 ára mætti í leghálskrabbameinsskoðun á þriggja ára fresti fram til 1981, en eftir það hefur mæting stórbatnað. Tíðni leghálskranbbameins 1955-1994 m.v. 100.000 konur 1955 -59 1960 -64 Dánartíðni 1965 -69 1970 -74 1975 -79 1980 -84 1985 -89 Fljótlega eftir að leit byrjaði 1964 er aukning í fjölda greindra tilfella vegna flýtimeðferðar í greiningu kvenna sem voru með leghálskrabbamein en höfðu ekki fengið einkenni við greiningu sjúkdómsins. Eftir það fellur nýgengni (ný tilfelli) og dánartíðni (konur sem deyja árlega af völdum sjúkdómsins) marktækt. Samanburður á komum til legháls- % og brjóstakrabbameinsleitar 1989-95 72 \ \ d: 60.'. Skoðun fer fram á tveggja ára fresti '■■■j.J'T.'iV ' 'Vj.', ■ ■■ ,1 „■ 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Konur á aldrinum 40-69 ára mæta verr í brjóstakrabba- meinsskoðun með röntgenmyndatöku en í legháls- krabbameinsskoðun, eða sem nemur 5-10%. V onbrigði hve margar trassa að koma í brjóstamyndatöku FRÁ árinu 1988 hafa um 80% kvenna á aldrinum 20-69 ára mætt á þriggja ára fresti í leghálskrabba- meinsskoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands og heilsugæslustöðvum utan Reykja- víkur. Þótt mæting hafí aukist frá því að vera um 50% til ársins 1981 segir Kristján Sigurðsson, yfírlækn- ir LKÍ, að mæting þyrfti að vera betri enda sýnt að minnkandi ný- gengni og dánartíðni haldist í hend- ur við aukið eftirlit. Leit að bijóstakrabbameini með röntgenmyndatöku hófst fyrir átta árum og voru konur á aldrinum 40-69 ára boðaðar á tveggja ára fresti í bijóstamyndatöku. A land- inu öllu hafa um 62% kvenna mætt reglulega í slíka myndatöku og er það um 5%-10% minni mæt- ing en mæting í leghálskrabba- meinsskoðun í sama aldursflokki. Kristján segir lélega mætingu hafa valdið vonbrigðum, því stefnt hafi verið að lágmarksmætingu í kring- um 80%. Skýringuna telur hann felast í því að um fjórðungur kvenna fári í leghálskrabbameins- skoðun til sérfræðinga, sem ekki hafi búnað til bijóstamyndatöku og því trassi konur að koma í bijóstakrabbameinsskoðun til LKÍ. Betri mætlng á Húsavík en á Akureyri Mætingu í bijóstakrabbameins- skoðun segir Kristján einnig mis- munandi eftir héruðum og skoðun- arstöðvum. Sem dæmi segir hann mætingu á Húsavík hafa verið um 85%, en á Akureyri um 60%. Einn- ig hafi mæting til leghálskrabba- meinsleitar verið betri á Húsavík, eða um 90% miðað við 82% á Akur- eyri. Mismuninn segir hann einkum skýrast af fyrirkomulagi leitar á þessum stöðum. Svokallaða „rassíuleit,, eins og á Húsavík, þ.e. þegar konur eru boðaðar til leg- háls- og bijóstakrabbameinsleitar samtímis í eina viku, virðist gefa betri raun en fyrirkomulagið á Akureyri þar sem leghálskrabba- meinsskoðun og bijóstakrabba- meinsskoðun fer ekki fram á sama stað, en stendur konum til boða allt árið nema um hásumartímann. Lífsspursmál Kristján segir að í kjölfar þessar- ar niðurstöðu sé til umræðu að taka fyrirkomulag leitar til endur- skoðunnar. Aldrei sé nógsamlega brýnt fyrir konum að mæta reglu- lega í legháls- og bijóstakrabba- meinsskoðun, um lífsspursmál geti verið að ræða, enda hafi fyrir löngu komið í ljós að greinist krabbamein á frumstigi fái margar konur varanlega lækningu. „Forstigs- breytingar í leghálsi geta orðið að krabbameini á allt að 12 árum, en þróun bijóstakrabbameins er mun hraðari. Leghálskrabbameinsleitin hefur þegar sannað gildi sitt (sjá töflu) en góð mæting til bijósta- krabbameinsleitar getur haft af- gerandi áhrif á árangur þeirrar leit- ar,“ segir Kristján. ■ Fráþær opmmarfcilbodí eftir gagngerar brevtingar ft Full búð af nýjum vörum frá París og Þröngir bolir kr. 990,- Peysur frá 1.990,- Svartar miltisúlpur kr. 1.990,- Gallaskyrtur kr. 1.990,- Langerma bolir kr. 990,- og fleiri goð tilboö Laugavegi 54 - Sími 552 5201

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.