Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR8. MARZ 1996 B 3 f DAGLEGT LIF Iífmu. Til að mynda bæri henni minna aðlað- andi maki og svo fram- vegis.“ „Þriðja tilraunin sýndi að sömu orð og setning- ar voru mistrúverðugar eftir því á hvaða enskri mállýsku þær hljómuðu. Þannig hafa ýmsir duldir þættir meiri áhrif en margur hyggur." Kenna gagnrýna hugsun til að rannsaka rætur vísinda Torfi: „Með fyrir- lestraröðinni j,Er vit í vísindum?" vildum við leiða heimspekinga, eðl- isfræðinga og sálfræð- inga saman, vegna þess að þeir eiga meira sam- eiginlegt en oft virðist. Alti Harðarson spurði í sínu er- indi: „Getum við vitað eitthvað?“ Ein- ar stjarneðlisfræðingur fjallaði um viðleitni mannsins til að binda um- heiminn saman, og Þorsteinn spurði: „Er sannleikur til?“ Síðan snýr Þorvaldur Sverrisson vísinda- heimspekingur sjónauk- anum við og spyr hvort það sé hægt að nota lögmálin til að útskýra hegð- un og hugsun mannsins. Sigurður J Grétarsson fjall- ar svo á morgun um mannvísindi og hvemig skipulögð þekkingar- Albert Einstein, höfundur afstæð- iskenningarinn- ar, er títtnefndur þegar fjallað er um sögu vísind- anna. út á bók í sumar, vegna þess að við teljum að almenningur hafi meiri áhuga á aðgengilegum fræðum en bókaútgef- endur almennt álykta. Markmið okkar er líka almenningsfræðsla og að vekja umræður." Vigfús: „Okkur finnst það heillandi sem við erum að læra og þykir synd ef fræði- mennimir lokast inn í fílabeinsturni. Forsend- ur vísindanna eiga að vera ljósar meðal almennings." I Gunnar Hersveinn leit færist yfir á manninn. Þorsteinn Gylfason flytur síð- asta fyrirlesturinn 16. mars til að leiða fyrirlestraröðina að einhveij- um lokapunkti. Andri: „Kannski eru fyrirlesar- arnir að kenna okkur að gagn- rýnin má aldrei nema staðar og að vísindin virki aðeins undir smá- sjá gagnrýninnar hugsunar." „Við ætlum að gefa fyrirlestrana FEIKI- LEGA mikil- vægt er að nota réttu verkfærin I vísindum. Kenningar eru verkfæri til að öðl- ast þekkingu. Saga sigurvegara og vísinda en hjáfræði mætti hinsvegar afleggja ÞORSTEINN Vil- hjálmsson prófessor í vísindasögu og eðl- isfræði flutti lestur í fyrirlestra- röðinni „Er vit í vísindum" sem hét „Vísindin, sagan og sannleikur- inn“. Þorsteinn velti meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að kalla vísindalegar kenningar sannar eða ósannar. Jarðmiðjukenniiigin var til að mynda eðlileg áður en kíkir og smásjá komu til sögunnar. Kenningar eins og verkfæri Mikilvægast er að nota réttu verkfærin. Eins og sá sem ætlar að festa mynd upp á vegg í her- berginu sínu, tekur sér hamar og nagla í hönd en ekki borvél, tappa og skrúfur. Hins veg- ar er hægt að vinna verkið með hamri eða borvél. Kenningar eru í raun tæki eða verkfæri til að komast að þekkingu sem leitað er eftir. Aftur á móti er óþarfi að vera að gera sér grillur um endanlegan sann- leika þeirra. Kenning- ar eru sífellt dýpkandi að mati Þorsteins, og liafa engan enda. Þorsteinn spurði: „Hvernig veljum við kenningar?" Kenning- ar geta verið jafngild- ar að mörgu Ieyti þó þær séu í ólíkum bún- ingi og tvær nothæfar til hins sama. Hinsveg- ar eru þær ef til vill ekki jafngildar til allra hluta. Kenningarnar sem eru valdar verða að sögu sigurvegaranna eins og kenning Aristótelesar um heim- inn, hún var rétt val á sínum tima, þótt hún ryddi atómhugmyndunum úr vegi. Vísindin sprottin úr daglegu amstri manna Þorsteinn ræddi nokkuð um að vísindi væru sprottin úr daglega amstrinu og um leið háð því. Einn- ig vakti athygli að hann sagði stærðfræði byggða á reynslunni. Þegar „diffrun" vakti til að mynda fyrst áhuga stærðfræðinga var hún ekki byggð á strangri gagnsærri útleiðslu eins og nú. Sagan kennir að stærðfræði er byggð á reynslu sem gæti verið brigðul. Þorsteinn segir að ef við ímynd- um okkur aðra plánetu með sömu náttúrulögmálum og hér, megi ÞORSTEINN Vilhjálmsson. gera ráð fyrir að saga vísinda hafi þróast þar á annan hátt. Kenning- arnar gætu verið talsvert ólíkar og í allt annarri röð en hér. Einn- ig gætu trúarbrögðin verið önnur og falið í sér umburðarlyndi gagnvart kenningum um þróun. En veruleikinn er sá sami og niðurstað- an yrðiað lokum sú sama. Á þessum tveimur plánetum væri mismunandi kerfi visinda um sama veruleika. Þetta dæmi gefur til kynna að vís- indaleg sönnun sé ekki til nema sem gagnlegt tæki. Þorsteinn telur við- sjárvert að nota orð eins og „rétt“ og „satt“, þvi vísindi hvers tíma fjalla aðeins um það sem best er vitað og alltaf óvist hvort þau séu komin að einhveijum „sannleika". Hverfulleiki kenninga, að mati Þorsteins, segir ekkert um gildi þeirra og gagnsemi á þeim tíma sem þær eru notaðar. Erwltí hjáfræðum? Hann tók það fram í lokin að niðurstöður sinar um visindin, sög- una og sannleikann segðu ekkert um hjáfræðin. En það eru greinar eins og stjörnuspeki sem að mati Þorsteins, stangast á við það sem best er vitað. Hann segir einkenni þjáfræða vera að þau staðna um leið og þau koma fram. Þau hafa verið kyrr- stæð án þróunar, og eins og þau voru í upphafi. I samanburði við árangur vísinda ér engin ástæða til að leggja trúnað á þau. ■ samhætoar panmg ao svipuo Ut- stilling ætti að vera út um allan heim á hveijum tíma. Síðan taka ýmsir aðrir þættir mið af ríkjandi atðstæðum á hverjum stað.“ Fjölbreyttara vöruúrval Innréttingar nýju verslunarinn- ar eru í samræmi við innréttingar annarra Max Mara verslana. „Al- mennt er innréttingunum breytt á svona tíu til fimmtán ára fresti,“ segja Iíristbjörg og Þóra Emilía. „Nú er nýbúið að kynna nýju inn- réttingarnar og við erum sjöunda verslunin með þessu nýja útliti.“ Ein breytingin, og ekki sú veigaminnsta, er sú að aukið rými nýju verslunarinnar leiðir til þess að svigrúm hefur aukist til fjöl- breyttara vöruúrvals. Nú er þar NÝJA verslunin er rúmgóð og björt. til dæmis að finna skófatnað og töskur, bæði frá Max Mara og Marina Rivaldi, auk fleiri nýjunga frá Max Mara og systurfyrirtækj- um. Saga Max Mara er lík sögu þeirra fjölmörgu sem fengið hafa góða hugmynd í gegnum tíðina og látið hana rætast. í þessari tilteknu sögu er söguhetjan ítalinn Achille Maramotti, sem er að sögn Krist- bjargar og Þóru Emilíu, sá fyrsti sem gerir kvenfataframleiðslu að sérstökum iðnaði á Ítalíu. Hann kynnti fyrstu Max Mara línuna árið 1951 og fatnaðurinn varð strax óhemju vinsæll. Eftir fjög- urra ára rekstur voru starfsmenn orðnir eitt hundrað talsins og tvö hundruð þremur árum síðar, árið 1958. Það hefur líka þótt einkenni Maramottis að hann leitaði ekki tískunnar til Parísar líkt og ítalsk- ir kollegar, heldur lagði áherslu á að skapa sérstaka „ítalska“ tísku. Flestar Max Mara verslanir á Ítalíu eru í eigu fyrirtækisins, en einkaumboðssala er ríkjandi við- skiptaháttur í öðrum löndum þó einhveijar undantekningar séu þar á, samanber upphafið hjá Max Mara á íslandi. „Þeir fara þessa leið því það hefur reynst þeim best að nýta þannig þekkingu heima- manna á hveijum markaði,“ segja einkaumboðshafar Max Mara á íslandi. ■ hkf PARKETSLÍPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 m ROSABi’JÍK KUTÍN OG &iOI'LAVÓN$DU styrkir ónæmiskerfið Nóbelsverðlaunahafinn Linus Pauling leggur ofuráherslu á gagnsemi C-vítamíns gegn kvefi og flensu, enda talið styrkja ónæmiskerfi líkamans. C-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigða starfsemi ýmissa líffera, einnig fyrir heilbrigði tanna, góms, beina og bandvefs og til að sár grói eðlilega. Streita eyðir C-vítamíni úr líkamanum og það gera reykingar einnig. Því getur reykingafólk skort C-vítamín. í náttúrulegu C-vítamíni Heilsu eru rósaber, rútín og bíóflavóníðar, sem auka gæði þess. Fœst í heilsubúðum, apótekum og beilsuhillum matvörubúða Éh, leilsuhúsið Kringlunni & SkólavörSustig GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐINI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.