Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hestar skapa lífsgleði hjá fólki sem þykir vænt um þá fig í HESTHÚSI Einars Öders ^ Magnússonar og Svanhvítar pan Kristjánsdóttur á Selfossi eru fA tíu stóðhestar sem mynda litla stóðhestastöð. Þar eru einnig ■C góðhryssur og auk þess hafa þau hluta af hesthúsi vina sinna til afnota. Þá eru þau o með unghross í uppeldi á Þjót- anda við Þjórsárbrú og á Grjóteyri við Meðalfellsvatn í Kjós. Starf þeirra snýst um hrossaræktina ásamt því að þau sinna mikið reið- kennslu og námskeiðahaldi hér á landi og erlendis. Þau segja starfsem- ina orðna það umfangsmikla að hún kalli á aukna aðstöðu til þess að unnt sé að sinna henni eins og þau vildu helst gera. Starfsemi Góðhesta hf. og þeirra hjóna byggist á útflutningi hrossa, ræktun og einnig þjónustuútflutningi með kennslu erlendis. Einar segir drauminn vera þann að geta verið með góða jörð og hafa allt á einum stað, geta fært sig heim á Selfoss með alla reiðkennsluna hérlendis, byggt hana upp og þróað hana. Til þess að svo megi vera þarf aðstöðu til reiðskólakennslu allra aldurshópa og þá reiðskemmu með inniaðstöðu. Einar segist hafa mikinn hug á að koma upp slíkri aðstöðu. Það hefði mikil áhrif. Með litla stóðhestastöð „Við erum hér á Selfossi á vetuma með tamningaþáttinn og hestasöl- una. Á sumrin erum við meira á Þjót- anda þar sem við höfum verið að koma okkur upp ræktun. Það má segja að við séum hér með litla stóð- hestastöð. Við leigjum út fola og hér er hryssum haldið og svo fer hér fram hestasala og útflutningur fyrir okkur sjálf og aðra. Við útvegum pappíra, læknisskoðun og fleira sem tilheyrir slíku umstangi. Svo er það alltaf hugmyndin að flytja inn vörur sem við sjáum erlendis á ferðum okkar þar,“ segir Einar Öder þegar þau hjón voru heimsótt í hesthúsið fyrir skömmu. Einn stóðhestanna hjá þeim hjónum er Oddur undan Leiru 4519 frá Þingdal og Kjarval 1025 frá Sauðárkróki. Þau hjónin hafa alið hann upp, tamið og þjálfað og hesturinn á heimili á Selfossi og er eitt af fremstu hrossum þeirra. Þau seldu nýlega Hrossaræktarfélögun- um á Vesturlandi og í Húnavatns- sýslu 60% hlut í Oddi og eiga sjálf 40%. Þjónusta og keppnl Vetrarstarfið hjá þeim hjónum er einnig fólgið í þjónustu við hesta- kaupmenn sem þau sækja á flugvöll- inn og aðstoða við að fínna hross sem henta þeim. Þá eru þau oft beðin að fínna hesta sem passa nemendum þeirra og þá er gott að vita getu og þarfir fólksins. Á sumrin er mikill annatími við þátttöku í mótum og Einar segir nauðsynlegt að halda eigin nafni á lofti og ná árangri, því í slíku sé fólgin mikil markaðssetning. Þau hjónin taka þátt í öllum mótum sem um ræðir og kynbótasýningum, bæði með eigin hross og frá öðrum víða að af landinu. Af öllum mótum eru landsmótin hápunkturinn og alltaf- draumurinn að sigra á þeim, en Ein- ar á einn sigur á landsmóti, á Júní frá Syðri-Gróf á mótinu 1986. Síðan er það samkeppnin um að komast í landsliðið, en um það keppir besta reiðfólk landsins og því mikill áfangi að komast þar inn. Einar hefur verið viðloðandi landsliðið, sem liðsstjóri 1987 og frá 1989 sem liðsmaður. Síðan koma Norðurlandamót og heimsmeistaramót, en Einar hefur DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Sig. Jóns. EINAR Öder Magnússon og Svanhvít Krisljánsdóttir með stóðhestinn Odd og tíkina Sölku. sigrað á 4 Norðurlandamótum. Á fyrstu þremur mótunum í fimmgangi og samanlögðum stigum og nú síð- ast í Finnlandi í fimmgangi. Á því móti varð hann annar í samanlögðum árangri. Auk þess að taka þátt í keppnum og vinna við tamningar og reiðkennslu tekur Einar þátt í félags- starfi sem fylgir hestamennskunni, en Einar er varaformaður í félagi atvinnuhestamanna og formaður Skeiðfélags íslands. Við reiökennslu erlendis Reiðkennsla og hestaíþróttir eru verulegur hluti af starfí þeirra Ein- ars og Svanhvítar, en þau hafa bæði frumtamningar- og þjálfunar- próf frá Félagi tamninga- manna auk reiðkennslu- prófs. Einar fer utan að minnsta kosti einu sinni í mánuði, fímm daga í senn. Á meðan sér Svan- hvít um starfsemina, en hún kennir líka erlendis og fer nokkrar ferðir á ári. Einar hefur verið með sænskan landsliðshóp í þjálfun og landsliðsmenn frá Hol- landi auk þess sem hann vinnur á hinum Norðurlöndunum, í Austurríki og lítillega í Þýskalandi. Utanferðirn- ar eru lengstar á haustin, en þá er mikið að gera í reiðkennslu í Evr- ópu. Þá hefur Svanhvít farið tvo mánuði í senn og Einar er við þessa starfsemi frá ágúst og fram í desem- ber.„Þá lifir maður sígaunalífi og fer á milli staða, kennir 4-5 daga og er í ferðum, í lestum eða flugvélum. Það bætast alltaf nýir nemendur við, en þó eru þetta mikið fastir viðskipta- vinir,“ sagði Einar. Einar segist kenna almenna tækni við að stjórna hestinum og ná samspilinu milli manns og hests.„Það þarf mikla leikni að ná góðri stjórn á þeim bendingum sem notaðar eru. Meginatriðið er að ná samhæfingu í hreyfingum og ábend- ingum, með höndum, kálfum, og þyngd auk raddarinnar, sem Einar leggur áherslu á að sé mikilvæg. Og svo hvernig fólki tekst að nýta samhæfinguna við hinar ýmsu að- stæður sem koma upp í reiðinni. Einar Öder Magnússon hesta- íþróttamaöur og Svanhvít Kristjánsdóttir reka fyrirtækiö Góöhesta hf. á Selfossi meö umfangsmikilli starfsemi viö tamningar og þjálfun hesta, hestasölu og útf lutning og upp- eldi á hrossum og kynbætur. Morgunblaðið/RAX PAR hefur regluleg kynmök án getn- aðarvama í heilan mánuð. Hversu líklegt er að konan verði þunguð? Raunin er sú að líkumar eru mun minni en flestir halda. Rannsóknir benda til þess að að jafnaði séu ein- ungis sex frjóir dagar í mánuði en i suma þessa sex daga séu líkumar ekki mjög góðar. Samkvæmt því sem segir í skýrslu frá National Institute of Environmental Heaith Sciences í Bandaríkjunum eru líkur á þungun um 10% sex dögum fyrir egglos en daginn sem eggið Iosnar eru þær 33%. í öllum löndum Evrópu, fyrir utan ísland og Tyrkland, fæðir sérhver kona innan við tvö lifandi böm á ævi sinni. Þessi staðreynd veldur ráðamönnum margra þjóðanna mikl- um áhyggjum enda verða fjölskyldur sífellt fámennari og ófijósemi æ tíð- ari. Vlta mlnna um getnað en getnaðarvarnir Mörg pör, sem ætla að reyna að eignast bam, rekur í rogastans þeg- ar þau átta sig á að það er ekki eins auðvelt og þau héldu í fyrstu. í rannsókn sem náði til flestra Evr- ópulanda kom í ljós að það tekur ítalskar konur að jafnaði um fjóra og hálfan mánuð að verða þungað- ar en breskar konur, sem nota kvenna mest af getnaðarvarnartöfl- um, að meðaltali um sjö mánuði. I Frakklandi er meðaltalið um sex mánuðir. Roger Gosden, prófessor við há- skólann í Leeds og höfundur bókar- innar Cheating Time, sem nýlega kom út í Bretlandi, útskýrir þetta Getnaðarvörnum er ýtt til hliðar en barnið lætur bíða eftir sér minna um getnað en getnaðarvamir. Mörg pör fara ekki að velta barneign- um fyrir sér fyrr en fijósemi þeirra er farin að minnka." Fleiri breskar frumbyrjur yfir þrítugu en undir Fæstar vestrænar nútímakonur hugsa mikið um bameignir meðan þær eru á fijósamasta aldursskeið- inu. í Hollandi eru konur sem fæða sitt fyrsta bam yfír þrítugu jafn- margar þeim sem eru undir þrítugu. Breskar konur sem eignast fyrsta bamið sitt yfír þrítugu eru orðnar fleiri en þær sem eru undir þrítugu. Meðalaldur íslenskra kvenna þeg- ar þær eignast fyrsta barnið er aftur á móti enn talsvert undir þrjátíu árum en árið 1994 var hann 24,9 ár. Hann hefur hins vegar hækkað á undanfömum árum þvi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands ►Frjósamasta móðirin sem vitað er um er rúss- nesk bóndakona sem bjó skammt austan Moskvu. Hún eignaðist samtals 69 börn í 27 fæðingum. Enska konan Elizabeth Greenhiil eignaðist 39 börn í 38 fæðingum. ► írsk kona hefur eign- ast flest börn allra kvenna með keisara- skurði eða samtals sjö börn. ►Elsta kona sem vitað er að hafi orðið þung- uð án aðstoðar lækna- vísindanna hét Johanna Du Plessis. Hún var 58 ára gömul þegar hún eignaðist dóttur í Jó- hannesarborg. ►Af evrópskum konum eignast íslenskar og tyrk- neskar konur flest lifandi börn á ævi sinni. Þær tyrknesku eignuðust að meðaltali 2,7 börn árið 1994 en íslenskar konur 2,1 barn. var hann 21,9 ár árið 1980. Árið 1980 eignuðust 1,3% íslenskra frum- byija barn yfir þrítugu en fjórtán árum síðar var hlutfallið komið í 5%. Fjöldi þeirra kvenna sem eignast fyrsta bam yfir fertugu hefur tvö- faldast í Bretlandi á síðustu tíu árum og það sama á við um íslenskar kon- Eggið er veikastl hlekkurinn „Rannsóknir á evrópskum konum, sem eru með heilbrigð æxlunarfæri, benda til að fijósemi þeirra fari að minnka um þrítugt," segir Roger Gosden. „Eftir það tekur það lengri tíma fyrir konur að verða þungaðar. Konur sem hafa ákveðið að eignast börn seint ættu að hafa þetta í huga. Viðvörunarbjallan fer að klingja um 35 ára aldurinn." Veiki hlekkurinn í keðjunni er eggið sjálft sem er jafngamalt kon- unni. Aðrir hlutar æxlunarfæranna starfa með eðlilegum hætti eins og sannaðist á ítölsku konunni Coneettu Ditessa, sem eignaðist bam þegar hún var 62 ára en eggið fékk hún frá egggjafa. Flestar mæður vilja þó eignast börn sem eru erfðafræðilega þeirra eigin. Mun erfíðara er að frysta egg en sæðisfrumur og fósturvísa en vís- indamenn við Cambridge háskólann í Bretlandi telja sig hafa fundið leið til að frysta þau án þess að þau skemmist. Konur ættu því bráðlega að hafa meiri möguleika á að láta frysta heilbrigð egg meðan þær em ungar, til að eiga til góða þegar þær eldast. Gosden bendir konum hins vegar á að eins og sakir standi minnki líkumar á að þeim takist að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.