Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 B 7 DAGLEGT LÍF „Reiðmennskan hér á landi er að þróast í þessa átt; að fólk læri að ríða þestinum með þessum áhersl- um. Útlendingar vilja vita hvað hest- urinn getur og haga sér svo eftir því er þeir ríða honum,“ sagði Ein- ar. Þau hjón segja útlendinga mun opnari fyrir ábendingum varðandi reiðmennskuna. Þeir reikni með því að þurfa að fara á námskeið, en hér heima séu menn meira í því að læra hver af öðrum, bæði það góða og það slæma. „Það er meiri hefð fyrir námskeiðum erlendis og þar er eng- inn maður með mönnum nema hafa farið á námskeið þó að það sé auðvit- að munur á því milli þjóða. Danir vilja læra til að hafa góðan hest í túrinn sinn meðan Þjóðverjar og Svíar eru markvissari og metnaðar- gjarnari með keppni í huga,“ sagði Svanhvít. Harðirandstæðingar Meðal nemenda Einars eru nokkr- ir af hörðustu andstæðingum hans í keppnum erlendis. Einn þeirra, Erl- ing Cristiansen, á til dæmis hest sem hann lánar gjaman Einari þegar hann kemst sjálfur ekki á honum í landslið Svía og Einar hefur orðið Norðurlandameistari á þessum hesti. Nú er Cristiansen að ná tökum á að stjórna hestinum, sem er Háfeti frá Hátúni í Skaftafellssýslu. „Það er lykilatriði í öllu þessu að vera faglega sterkur'og hafa góð tök á því sem verið er að gera. Það er mikil ánægja fólgin í að byggja upp og eignast ákveðna tilfinningu og heiður í hestum og fólki. Maður byij- ar að þjálfa fola og skilur við hann þannig að hann er orðinn eitthvað, góður hestur og gleðigjafi. Svo er það líka að byggja upp reiðfólk og sjá það dafna sem aftur ögrar manni sjálfum. Síðan er þetta tómstundaga- man sem öll fjölskyldan getur verið saman í. Þetta skapar mikil kunn- ingjatengsl sem eru ómetanleg," seg- ir Einar. Hann leggur áherslu á að fyrir unglinga sé hesta- og reið- mennska góð athafnasemi og slíkt starf leggi góðan grunn að reglusemi og ástundun í lífinu. „Svo er það ánægjan að sjá hvem- ig hesturinn skapar lífsgleði hjá fólki sem þykir vænt um hestinn sinn. Það er þetta eðlilega og náttúrulega sem maður verður vitni að í gegnum þetta starf og svo auðvitað gleðin yfir því að ná árangri sjálfur í hestaíþróttun- um, reiðkennslunni og ræktuninni," segir Einar. B Sigurður Jónsson Húðumhirða á ýmsum aldursskeiðum HÚÐSNYRTIVÖRUM er ætlað að hægja á Elli kerlingu, sem flestum finnst geisast áfram á full miklum hraða. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, því best þykir að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir strax á unglingsárum. Auk þess að nota viðeigandi húðsnyrtivörur eru ýmsir þætt- ir sem viðhalda unglegri húð lengur en ella. Þótt flestum finnist enn fagurt og frítt að vera sólbrúnn, eru húðsjúkdómalæknar yfirleitt á einu máli um að sólin sé mesti skaðvaldur húð- arinnar og ráðleggja þeir ungum sem öldnum að skýla húð sinni eins og framast er kostur fyrir geislum hennar. Sex til átta glös af vatni á dag eru sögð góð fyrir húðina og fáum dylst að góður svefn og hollt mataræði kemur húð og heilsu til góða. Nýverið birtust nokkur ráð varðandi húðumhirðu kvenna á mismunandi aldri í tímaritinu Good Housekeeping ásamt útskýringum á ýmsum orðum, sem oft eru notuð í tengslum við umfjöllun um krem og snyrtivörur. Daglegt líf birtir hér pistilinn í lauslegri þýðingu. verða þungaðar sífellt meir eftir þvi sem þær bíði lengur með að eignast barn. Ofan á allt saman hefur fijó- semi karia minnkað á undanförnum árum að því er virðist vegna skað- legra umhverfisþátta og gerir það pörum sem vilja eignast barn enn erfiðara fyrir. Hollur matur og heilbrigt líferni til varnar ófrjósemi En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Það eru nefni- lega til ýmis ráð til að varðveita fijó- semina. Tilvonandi mæður ættu að minnka neyslu drykkja sem innihalda koffín. Samkvæmt rannsókn sem var gerð við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum tekur það konur sem innbyrða meira en 300 mg af koffíni á dag, eða um þijá bolla af kaffi, um þrisvar sinnum lengri tíma að verða þungaðar en konur sem ekki drekka kaffi. Rannsóknir í Kaliforníuríki hafa sýnt fram á að reykingar þrefalda líkur á því að kona yfir þrítugu missi fóstur snemma á meðgöngu. Sam- kvæmt franskri rannsókn eru tengsl milli þess þegar útivinnandi konu yfir þrítugt gengur illa að verða barnshafandi og þess að hún þarf að aka langan veg til og frá vinnu. Færri rannsóknir hafa verið gerð- ar á fijósemi karla en kvenna en þó er vitað að áfengisneysla og reyking- ar hafa áhrif á fjölda og gæði sæðis- fruma til hins verra. Skortur á sinki og C- og E-vítamínum getur haft sömu áhrif. ■ Staðfært og snarað yfir á íslensku úr The European Magazine/mhg 20-30 ára A ÞRITUGSALDRI er húðin yfirleitt teygjanleg, fljót að end- urnýjast og nánast hrukkulaus. 1. Til að viðhalda æskublóman- um er ráðlagt að forðast út- fjólubláu geisla sólarinnar eins og framast er kostur og hvers kyns mengun í umhverfinu. Hússérfræðingar fullyrða að sól og mengun séu mestu skaðvald- ar húðarinnar. Bestu leiðina í baráttunni við hrukkur og önn- ur öldrunareinkenni húðarinnar segja þeir vera að forðast slíka áhættuþætti strax á unga aldri. 2. Regluleg og vandvirknisieg húðumhirða þarf að hefjast. Til að húðin geti andað er nauðsyn- legt að hreinsa farða vel af andlitinu. Hreinsið húðina með hreinsikremi eða geli tvisvar á dag og notið andlitsvatn á eft- ir, berið jafnframt á ykkur rak- akrem tvisvar á dag. 3. Hugið vel að góðu matar- æði, því óhollt mataræði endur- speglast fyrst í slæmri húð. Gefið ykkur tíma til að slappa af. Húðumhirða Tvlsvar á dag: Á venjulega húð er gott að nota milt hrein- sikrem eða gel og milt andlits- vatn á eftir. Ef húðin er feit þarf að nota djúphreinsikrem og fitulítið andlitsvatn. Til að fyrirbyggja að frjálsir radíkalar myndist vegna mengunar er gott að nota rakakrem sem inni- halda A-, C- eða E-vítamín. Vikulega: Milt krem sem flýtir fyrir að dauðar húðfrumur losni af yfirborði húðarinnar. Milli tvítugs og þrítugs endurnýjast húðin fljótt og því þarf ekki að nota slík krem oftar. Mánaðarlega: Á blæðinga- tíma eykst hormónamagnið í lík- amanum og húðin verður feitari á ákveðnum svæðum andlitsins. Notið djúphreinsandi andlits- maska á þessi svæði til að húðin fái jafna áferð. ■ *<'"V 30-40 ára Á FERTUGSALDRI lítur húðin enn ágætlega út og ef réttum ráð- um er fylgt helst hún þannig enn um sinn. Húðlitur á andliti, hálsi og bringu kann að vera svolítið ójafn vegna þess að starfsemi litarfrumanna er hægari en áður. Hjá sóldýrkendum hefur sólin trú- lega minnkað teygjanleika húðar- innar og valdið einhverjum hrukk- um. 1. Sparið ekki rakakremið, gott er ef þau innihalda sólarvörn, en í sól er nauðsynlegt er að nota krem með háum sólarvarnarstuðli á and- lit, hendur og bringu. Einnig er gott að nota krem, sem innihalda andoxunarefni (A-, C- og E-vítam- ín) vegna þess að baráttan við fijálsu radíkalana harðnar samfara hækkandi aldri og valda þurri húð og ójöfnum hörundslit. 2. Hugið vel að svæðinu umhverf- is augun, þar er húðin viðkvæ- must og þar myndast yfirleitt fyrstu hrukkurnar. Gleymið held- ur ekki að bera krem á háls og handarbök. 3. Konum á fertugsaldri veitir ekki af aukavítamínsskammti. Gleymið ekki járninu, B-, C- og E-vítam- ínunum og kvöldvorrósarolíunni. Húðumhirða Tvisvar á dag: Notið rakakrem sem vinnur gegn umhverfismeng- un, svokölluð anti-pollution form- úlu krem, sem hjálpa húðinni að endurnýjast. Daglega: Verið ónískar að kaupa krem með háum sólai-varnarstuðli og sérstök krem til að bera á svæð- ið umhverfis augun. Augnkremið er best að nota á kvöldin. Ef húðin er sérstaklega líflaus notið þá krem sem innihalda AHA-sýrur. Tvisvar í viku: Óhætt er að nota örlítið sterkari krem til að flýta fyrir endurnýjun húðfrumanna, vegna þess að óðum hægist nú á starfsemi þeirra. Hálfsmánaðarlega: Mildur raka- maski. ■ 40-60 ára ÞEGAR hér er komið sögu hefur húðin trúlega tapað teygjanleik sínum að ein- hveiju leyti, broshrukkur hafa dýpkað, fíngerðu línurnar umhverfis augun eru orðnar afmarkaðri og stundum hafa svo- kallaðir aldursblettir myndast á húðinni. Allt þetta á rætur að rekja til þess að fitupúðarnir undir húðinni hafa minnkað, en slíkt veldur einnig öðrum breytingum á andlitinu, t.d. kunna varirnar að virð- ast þynnri og kinnbeinin hvassari. Húðumhirða 1. Rakakrem eru enn nauðsynlegri en ■ áður og um að gera að prófa sig áfram þar til þið fáið krem sem ykkur fínnst nægjanlega áhrifaríkt. Notið slík krem jafnframt óspart á háls og hendur. 2. Enn hægist á endurnýjun húðfrum- anna og regluleg notkun húðflögnun- arkrema er mjög mikilvæg til að flýta fyrir endurnýjun þeirra. AHA-sýrukrem geta skipt sköpum fyrir húðina. 3. Forðist sólböð. Melanín framleiðsla húðarinnar fer snarminnkandi og veldur auknum ójöfnum á litarhætti húðarinnar. Þvi er áríðandi að nota krem með háum sólarvamarstuðli, en sólin er hinn mesti skaðvaldur, sem stuðlar meira en flest annað að myndun svokallaðra aldurs- bletta. Húðumhirða Tvisvar á dag: Veijið megninu af því fé, sem alla jafna hefur farið í snyrti- vörukaup, i kröftug og áhrifarik raka- krem. Þar sem húðin er enn fær um að endurnýja húðfrumurnar er ekki þörf á sérstakri örvun allt árið um kring. Best er að nota þessi áhrifaríku krem kvölds og morgna í einn mánuð í senn, fjórum sinnum á ári og nota „venjulega" rakakr- emið ykkar þess á milli. Daglega: Notið rakakrem daglega á háls, hendur og svæðið umhverfis augun til að minnka bólgur og dökka bauga. Veljið milt húðhreinsikrem eða gel og alkóhólfrítt andlitsvatn til hreinsunar. Notið krem sem innihalda AHA-sýrur til að flýta fyrir endurnýjun húðfrum- anna án þess að erta húðina. Á hverju kvöldl: Notið áhrifaríkt næt- urkrem til að undirbúa húðina fyrir næsta dag. Vikulega: Notið stevkan rakaandlits- maska. ■ Útskýringar á flóknum fyrirbærum VAL á húðsnyrtivörum getur ver- ið býsna flókið ef afgreiðsiukonan í snyrtivörubúðinni slær mikið um sig með framandi erlendum orð- um, efnafræðiheitum, slangri og slettum um varninginn, innihald hans og áhrif. Tæplega er hægt að viðurkenna að maður kunni nánast ekkert fyrir sér í efna-, eðlis- eða líffræði, en stundum lít- ur út fyrir að slíka þekkingu þurfi hver kona að búa yfir til að geta fengið sér viðunandi húðkrem. íslenskar konur virðast ekki vera þær einu sem finnst fákunnátta sín opinberast óþægiiega við slík- ar aðstæður, því nýverið birti breska tímaritið Good Housekeep- ing-útskýringar á orðum sem oft eru notuð í auglýsingum, á umbúð- um og í umfjöllun um húðsnyrti- vörur. Vonandi verða eftirfarandi útskýringar einhverjum til glöggvunar og fróðleiks. ^ALPHA-HYDROXY ACIDS (AHAs). Ávaxtasýrur, sem finnast í ávöxtum, mjólk og sykri. Ávaxta- sýrur eru notaðar í húðsnyrtivör- ur tii að fiýta fyrir að dauðar húðfrumur losni af yfirborði húð- arinnar. Húðin á því að endurnýj- ast fyrr en ella séu notuð krem sem innihalda ávaxtasýrur. ► ANTI-OXIDANTS. Þráavarnar- efni, oft nefnd andoxunarefni, sem eru einkum í A-, C- og E-vítamín- um. Andoxunarefni binda frjálsu radíkalana svokölluðu, sem hafa óparaða rafeind. Þannig koma andoxunarefnin í veg fyrir að fijálsu radíkalarnir flakki um lík- amann og valdi ómældum usla. ► CERAMIDES. Ceramides er fituefni, oft nefnt lípíð, sem er þunnt lag á yfirborði húðarinnar. Krem með ceramides á að styrkja þetta náttúrulega fitulag og við- halda raka húðarinnar. ► COLLAGEN. Kollagen er að- alstuðningsprótínið í húð, sinum, brjóski, beinum og stoðvef. Prótín er hvítuefni, sem er ómissandi næringarefni fyrir allar lífverur. Kjöt, fiskur, mjólk, ostar, egg og baunategundir eru auðugar af prótíni. Kollagen myndar sam- hangandi líkamsvefi í innra lagi húðarinnar. Slíkt efni í húðsnyrti- vörum þykir bæta og styrkja húð- ina. ^ELASTIN nefnast teygjanlegar trefjar í innra lagi húðarinnar gerðar úr teygjanlegu prótínsam- bandi. Elastin mýkir húðina. ^ENZYMES eða ensím eru hvat- ar, sem eru að sumu eða öllu leyti úr prótíni, og myndast í lifandi frumum. Ensím geta gert bæði gagn og ógagn. Sum ensím við- halda endurnýjun húðarinnar, önnur flýta fyrir öldrun hennar. Ensím eru notuð í húðsnyrtivörur til að koma í veg fyrir að síðar- nefndu ensimin hafi áhrif. ► FREE RADICALS. Frjálsir rad- íkalar eru mjög óstöðugar sam- eindir, sem verða til vegna áreitis, t.d. vegna mengunar, reykinga og útfjólublárra geisla sólarinnar. Frjálsu radíkalarnir vinna mikið skemmdarstarf á húðinni. Húð- frumur þrána eða oxast og húðin missir stinnleikann. ► LIPOSOMES eða lipósómar eru örsmáar kúlur úr vatni og fitu. Kúlurnar eru fylltar ineð einhveij- um virkum efnum, sem lipósóm- arnir bera inn í húðina þar sem efnanna er þörf. ► PHOTOAGEING nefnist fyrir- bærið þegar húðin hefur orðið fyrir skaðlegum áhrifum sólarinn- ar. Sérfræðingar segja sólböð versta óvin húðarinnar og aðal- ástæðuna fyrir hrukkum og öðr- um öldrunareinkennum í húðinni. ► SPFer skammstöfun fyrir Sun Protection Factor, sem þýðir sól- arvamarstuðull og á að vera til leiðbeiningar um hversu lengi hægj; er að vera í sól án þess að húðin brenni. Til dæmis getur sá sem þolir ekki að vera í sólbaði lengur en í 10 mínútur án þess að brenna verið fimmtán sinnum leng- ur, eða í 150 mínútur, sé notaður sólarvamarstuðullinn SPF15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.