Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSIR skápar nýtast vel undir alla smáhlutina sem fylgja hverju heimili. til ÞAÐ getur komið sér vel að geta rennt svona stól til og frá eftir þörfum. ess að lífga upp á heimilið ÞEIR sem búa í litlu og þröngu húsnæði eiga oft í stökustu vandræðum með að koma húsgögnum heimilisins fyrir á „réttan“ hátt, að ekki sé talað um að breyta einhverju og endurraða. Það er hægara sagt en gert að flytja til þung húsgögn í þröngu rými. Þetta getur verið leiði- gjarnt, enda hressandi fyrir sálartetrið að fá útrás fyrir sköpun- argleðina með svona breytingum. Húsgagnahönnuðir virðast þessa dagana hafa íbúa litlu, þröngu heimilanna sérstak- lega í huga. Húsgögnin sem blasa við af síðum tímarita um hönnun og híbýli eru létt og litskrúðug - og á hjólum. Meðfylgj- andi myndir sýna aðeins lítið sýnishorn af þessum „hjólandi“ húsgögnum en gefa les- endum vonandi hugmyndir. Þeir laghentu geta skroppið í næstu járnvöruverslun og fest kaup á hjólum til skella undir uppáhalds- skápinn, bókahillurnar, skrifborðið, sófaborðið, dívaninn . . . Möguleikarnir eru óþrjótandi. ■ POTTUR undir blóm, eða bara hvað sem er. TÖLVUBORÐ eru oft á hjólum, en þetta er létt og lip- urt, og umfram allt öðruvísi. DAGLEGT LÍF ■ HILLURá hjólum. í>! Hundalíf ÞAÐ var líf og fjör í íþróttahúsi Digranesskóla um síðustu helgi. Keppni í fullum gangi, en keppend- ur frábrugnir 248 hundar voru ó sýningu Hundnræktnr- félngs íslnnds síðustu helgi þeim sem venjulega spreyta sig þar í hinum ýmsu íþróttagrein- um. Það var nefnilega sýn- ing hjá Hundaræktar- félagi íslands og hundarnir sem tóku þátt í sýningunni voru hvorki fleiri né færri en 248 af af 36 teg- undum. Dómarar á sýningunni voru Öj- vind Asp frá Noregi og Elina Tan- Hietalahti frá Finnlandi, en úrslit urðu sem hér segir: Besti hundur sýningar: St. Bernharðshundur INTUCH NU-SUCH-IS.M. Bernegardens Tamlin Eigandi Ástrós Gunnarsdóttir 2. sæti: Irskur seti Filja-Czar Almas Niccolai Eigandi Magnús Jónatansson 3. sæti: Borzoi IS. M. Eðal-Darri Eigandi Katrín Friðriksdóttir 4. sæti: þýskur fjárhundur Isafoldar - Dúna Eigandi Sigrún Baldursdóttir 5. sæti: Kóngapúðli IS. M. Roffe Eigandi Sóley Möller Besti öldungur sýningar: Irskur seti Dimma "j* *■; Wj Morgunblaðið/Árni Sæberg HER stilla hundarnir sér upp með aðstoð eigenda. Dómarar velja í fimm efstu sætin. ST. BERNHARÐSHUNDURINN Bernegardens Tamlin var valinn besti hundur sýningarinnar. Eigandi er Ástrós Gunnarsdóttir. Eigandi Sigríður Eiríksdóttir Besti hvolpur sýningar: Golden retriever Nolla-Drífa Eigandi Ásgeir Þórðarson Besti ræktunarhópur: Cavalier King Charles spaniel Ræktandi: María Tómas- dóttir Besti afkvæmaliópur: IS. M. Dalmo’s Globetrott- er ásamt 5 afkvæmum Ræktandi: Alma Róberts Besti ungi sýnandi: Lena Rut Kristjánsdóttir, 11 ára með Leiru-Þór, la- brador retriever

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.