Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3Htotsmlfi$faib 1996 Duranona náði ekki meti Valdimars KÚBUMAÐURINN Julian Ðuranona, leikmaður KA-liðs- ins, náði ekki að slá út marka- met Valdimars Grfmssonar í 1. deild og- þar með að rjúfa tvöhundruð marka múrinn. Duranona, sem varð marka- hæstur fyrstur útlendinga, skoraði 194 mörk — met Valdi- mars er 198 mörk, sem hann setti 1994. Þá náði KA ekki markameti FH, skoraði 612 mðrk í deildinni. FH skoraði 614 mörk 1992. Markahœstu leikmenn 1. defldar sl. þrjú ár koma allir úr herbúðum KA — Valdimar 1994, þá Patrekur Jóhannes- son 1995, er hann skoraði 162 mörk. Valdimar skoraði 86 mðrk úr vitaköstum, Patrekur 45 og Duranona skoraði 66 mðrk, hann tók ekki vftakðst KA-Iiðsins í síðustu leikjum; skoraði aðeins fjórtán mðrk í síðustu þremur leikjum liðsins. Þegar tólf lið hófu að leika í 1. defld 1990-91, skoraði Valdimar 179/29 mðrk fyrir VaJ. Hans Guðmundsson, FH, var markahæstur 1992 með 164/56 mðrk, Sigurður Sveins- son, Selfossi, 1993 með 172/58 mðrk. Sá leikmaður sem náði fyrstur að rjúfa 100 marka múrinn var Ingólfur óskars- son, Fram, sem skoraði 122 mfirk í aðeins tíu leikjum 1963, eða að meðaltali 12,2 mðrk í leik, sem er met sem verður seint slegið. Mest skoraði bann þá20mörkíleik. Gunnlaugur Hjálmarsson, letk- maðurmeðÍRog Fram, varð marka- kóngur 1. deildar fjórum sinnum — 1959,1961,1962 með ÍRogl966með Fram. Gcir Hall- steinsson varð einnig markakóngur fjór- um sinnum — þrjú árírðð; 1970,1971, 1972 ogsíðan 1979. Kristján Arason end- urtók afrekið er hann varð marka- kóngur 1980 og siðan þrjúáríröð;198o, 1984 og 1985. FÖSTUDAGUR 8. MARZ KORFUKNATTLEIKUR BLAÐ c Hodgson má ekki stjórna Inter gegn AC Milan ROY Hodgson, þjálfari Inter Mílanó, má ekki stjórna liði sínum í nágrannabaráttunni gegn AC Milan á sunnudaginn á San Siro-leikvellin- um i Mílanó. Hodgson var dæmdur í eins Ieiks bann og til að greiða 117 þús. isl. kr. i sekt fyrir þras í dómara í leik Inter gegn Lazíó á Olympíuleikvanginum í Róm um sl. helgi. Int- er hefur unnið fjóra síðustu leiki sína. Carlo Mazzone, þjálfari Roma, fékk einnig eins leiks bann. Þrír leikmenn voru úrskurðaðir í bann; Massimo Crippa og Hristo Stoichkov hjá Parma fengu tveggja leikja bann og Daniel Fonseca, Roma, fer í eins leiks bann, fékk að sjá rauða spjaldið í leik gegn Parma um sl. helgi. Morgunblaðið/Þorkell IR veitti mót- spyrnu Úrslitakeppn- in í úrvals- deildinni í körfuknattleik hófst í gær- kvöldi með tveimur leikj- um. Njarðvík- ingar lögðu Tindastóls- menn fremur auðveldlega en Haukarnir lentu í miklu basli gegn# sprækum ÍR- ingum. Mikil spenna var í Hafnarfirðin- um og réðust úrslitin ekki fyrr en alveg undir lokin þegar Pétur Ingvarsson skoraði sigur- körfu Hauka. Hér er það Ja- son Williford sem skorar án þess að John Rhodes komi við vörnum en Guðni Einars- son fylgist með og Bergur Eð- vardsson er einnig við öllu búinn. / C2. Markahæstir Julian Duranona, KA..........................194/66 Juri Sadovski, Gróttu..........................175/72 Valdimar Grímsson, Selfossi...............169/69 PatrekurJóhannesson, KA.................153/18 Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, KR.......135/37 ArnarPétursson.ÍBV.........................132/32 Knútur Sigurðsson, Víkingi................132/53 Dimitri Filippov, Stjörnunni................129/56 Gunnar B. Viktorsson, ÍBV.................125/19 Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu.........124/21 HilmarÞórlindsson.KR......................123/31 Ólafur Stefánsson, Val.......................121/30 Aron Kristjánsson, Haukum...............115/ 5 Halldórlngólfsson.Haukum...............115/27 Konráð Olavson, Stjörnunni................113/21 Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi.....110/ Sigurjón Sigurðsson, FH.....................110/38 Magnús Sigurðsson, Stjörnunni..........106/02 "L FRJALSIÞROTTIR / EM INNANHUSS í GAUTABORG Vala til alls líkleg Vala Flosadóttir hefur verið að stökkva vel í stangarstökki að undanförnu og í dag keppir hún á Evrópumeistaramótinu innan- húss, en mótið verður sett í Globen í Stokkhólmi í dag. Vala, sem býr og æfir í Svi- þjóð, sagðist í samtali við Morgun- blaðið aldrei hafa komið í hina glæsilegu íþróttahöll í Stokkhólmi þannig að hún væri alls ekki á heimaveni þó svo keppt væri i Svfþjóð. „Mér hefur gengið stórvel í vet- ur og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Ég keppti á sunnu- daginn og fór þá yfir 4,07 metra og átti fína tilraun við 4,16. Keppn- in á EM leggst vel í mig enda hefur mér gengið vel í vetur. Ég ætla að gera mitt besta og það væri rosalega gaman ef það dygði mér til að komast langt — auðvitað stefnir maður alltaf að því að ná sem allra lengst," sagði Vala í gær. Hún sagðist hafa verið í sjöunda sæti á síðasta lista yfir bestu stang- arstökksstúlkurnar, en hann var gefinn út fyrir hálfum mánuði. „Það var rosalega jafnt í efstu sætunum þannig að ef ég verð nálægt mínu besta á EM þá er greinilegt að allt getur gerst," sagði Vala. KNATTSPYRNA: RONALD KOEMAN VAR í SVIÐSUÓSINU í DUSSELDORF / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.