Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D STOFNAÐ 1913 58. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogafundur um hermdarverk í Miðausturlöndum Reynt að bjarga friðar samningnm Washington, London. Reuter. FORSETAR Bandaríkjanna og Egyptalands boðuðu í gær leiðtoga um 30 ríkja til fundar til að ræða leiðir til að binda enda á hryðju- verkin í Miðausturlöndum _sem hafa stefnt friðarsamningum ísra- ela og araba í hættu. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu þetta síðasta tækifæri leiðtoganna til að afstýra því að hermdarverk yrðu friðarsamningunum að falli. Fundurinn verður í egypska ferðamannabænum Sharm el Sheik á miðvikudag. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, á að stjórna fundinum ásamt Hosni Mubarak, forseta Egyptalands. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hafa þegar ákveðið að sitja fundinn. Búist er við að leiðtogar flestra arabaríkja auk Shimon Peres, for- sætisráðherra Israels og Yassers Arafats, forseta sjálfstjórnar- Kínverjar hóta hörm- unguni Taipei. Reuter. KÍNVERJAR skutu þremur eld- flaugum í hafið undan ströndum Tævans í gær og sögðu að „raun- verulegar hörmungar“ myndu dynja yfir ef stjórnvöld á eyjunni lýstu yfir sjálfstæði. Yfírlýsing Kínveija var fordæmd um heim allan og á Tævan var slík eftirspurn eftir Bandaríkjadollurum þegar almenn- ingur reyndi að tryggja sparifé sitt að þankar urðu uppiskroppa. Varð að flytja bandarískan gjaldeyri með flugvél til Tævan til að bregðast við ástandinu. Einnig byrgði fólk sig upp af hrísgijónum. Fordæmdir Kínveijar neituðu að staðfesta að stýriflaugum af gerðinni M-9 hefði verið skotið í tilraunaskyqi, en varnarmálaráðuneytið á Tævan sagði að þijár flaugar hefðu lent í tveimur „hólfum“, öðru 20 og hinu 30 sjómílur undan strönd Tævans. Jiang Zemin, forseti Kína, sagði að Kínveijar myndu ekki hætta baráttunni gegn sjálfstæði Tævans, en á fimmtudag lýsti kínverska ut- anríkisráðuneytið yfir því að til- raununum væri ætlað að neyða stjórnvöld á Tævan til að hætta að slægjast eftir alþjóðlegri viðurkenn- ingu. Kínveijar voru umsvifalaust for- dæmdir vegna þessa máls. Banda- ríkjamenn ítrekuðu viðvörun um að það myndi hafa óskiigreindar „af- leiðingar" ef eitthvað færi úrskeiðis í tilraununum og tjón hiytist af. svæða Palestínumanna, sitji fund- inn. Boðað var til fundarins eftir ijögur sprengjutilræði palest- ínskra hryðjuverkamanna sem kostuðu 57 manns lífið á átta dög- um frá 25. febrúar. Mikilvægur fyrir Arafat Stjórnarerindrekar sögðu fund- inn þýðingarmikinn þar sem leið- togunum gæfist færi á að sýna einingu í baráttunni gegn hermdarverkum. „Ég býst við raunverulegum stuðningi við áframhaldandi friðarferli og yfir- lýsingu um að öll ríkin séu staðráð- in í að beijast gegn hermdarverk- um og ef til vill verða tilkynntar aðgerðir til að fylgja því eftir,“ sagði stjórnarerindreki í London. Fundurinn er mjög mikilvægur fyrir Arafat þar sem hann þarf að tryggja sér stuðning arabaríkja BRESKA lögreglan fylgist nú grannt með Trafalgartorgi í London til að koma í veg fyrir hættulega fækkun í dúfnahópn- um sem glatt hefur ferðalanga þar í áratugi. Komist hefur upp um útsmoginn þjóf sem stundað hefur það undanfarna daga að lokka dúfur í kassagildru. Vitni við herferð gegn samtökum músl- ímskra heittrúarmanna. Arafat hefur sætt gagnrýni á Vesturlönd- um og í Israel fyrir að hafa ekki taumhald á herskáum Palestínu- mönnum. Hann hefur látið hand- taka hundruð liðsmanna Hamas, múslimasamtaka_ sem stóðu fyrir tilræðunum, en ísraelar segja að hann verði að ganga lengra, af- vopna samtökin og leysa þau upp. Ekki var ljóst í gær hvort for- seti Sýrlands mætti á fundinn. Hátt settur embættismaður í Dam- askus vísaði í gær á bug ásökunum um að sýrlenska stjórnin styddi palestínska hryðjuverkamenn. „Þessar ásakanir eru tilraun til að kúga Sýrlendinga og knýja þá til að falla frá harðri afstöðu sinni hvað varðar rétt araba,“ sagði hann. ■ Netanyahu með meira/18 segja hann hafa tekið 40 dúfur hverju sinni og haft með sér á brott. Lögreglunni sagði hann að hann ætlaði að þjálfa þær til kappflugs en er grunaður um að hafa selt þær kjötvinnslu sem framleiðir fuglakjötsbökur. Myndin var tekin við brunninn á Trafalgartorginu í gær. Dúfum stolið á Trafalgartorgi Reuter Hafna Bítlunum London. The Daily Telegi*aph. RÁS eitt, tónlistarstöð breska ríkisútvarpsins, BBC, hefur neitað að leika nýjasta Bítla- lagið, Real Love, en það var gefið út sl. mánudag og er nú þegar komið í fjórða sæti á sölulistanum. John heitinn Lennon er höf- undur lagsins en eftir að hann var myrtur í New York 1980 kom ekkja hans, Yoko Ono, snældu með því og öðrum óbirtum lögum í hendur Pauls McCartneys. í fyrra komu Ringo Starr og George Harri- son saman til að taka aftur upp öll lög Johns Lennons, en til stendur að gefa út öll lög, sem Bítlarnir sömdu, á geisla- diskum. Status Quo í mál Gamla hljómsveitin Status Quo höfðaði í síðustu viku skaðabótamál á hendur Rás eitt fyrir að neita að leika endurútgefin lög með hljóm- sveitinni en talsmenn Rásar eitt segja, að stefna hennar sé að spila nýja eða nýlega tónlist. Engin ástæða sé til að keppa í gömlu lögunum við um 50 aðrar tónlistarstöðvar á Bretlandi. Vala varð Evrópu- meistari VALA Flosadóttir, frjáls- íþróttakona úr ÍR, sigraði í stangarstökki á Evrópumeist- aramótinu í frjálsíþróttum inn- anhúss í Stokkhólmi í gær- kvöldi. Setti hún nýtt Islands- met í leiðinni og heimsmet ungl- inga en Vala er aðeins 18 ára. Sigur Völu kom nokkuð á óvart þar sem fjórir keppinaut- ar hennar höfðu stokkið hærra í vetur. Sigraði hún af öryggi, stökk 4,16 metra en silfur- og bronsverðlaunahafarnir stukku 4,05 metra. Stökk Vala ætíð yfir rána í fyrstu tilraun við liverja hæð. Meðal þeirra sem Vala lagði að velli var Daniela Bartova frá Tékklandi sem setti 10 sinnum heimsmet í greininni í fyrra og stökk þá hæst 4,22 metra. Vala bætti árangur sinn um 5 sentimetra, átti 4,11 inetra sem hún stökk á afmælisdaginn sinn, 16. febrúar sl. A myndinni sveiflar Vala sér til lofts í sigurstökkinu í Globen- höllinni í Stokkhólmi í gær- kvöldi. ■ Skráði nafn sitt/Dl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.