Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinnur áttræð að doktorsritgerð á sjúkrastofu sinni á Landakotsspítala ALLT umhverfís Guðrúnu eru bækur. Hinum megin í stofunni eru háar bókahillur og tölva. Morgunblaðið/Þorkell L2S m „Mín dilla að vilja halda áfram að læra“ „SUMIR eru með dillu fyrir hestum og vilja helst alltaf vera að stússast í þeim. Aðrir eru með diilu fyrir bílum eða öðr- um farartækjum og enn aðrir eru með dillu fyrir einhverju öðru. Mín dilla er sú að vilja sífellt halda áfram að læra meira,“ segir Guðrún Jónsdótt- ir frá Prestbakka. Guðrún er tæplega áttræð og vinnur á einkastofu sinni á Landakoti að doktorsritgerð um sögu húð- og lungnakrabbameins fram til 1900. Einkastofan minnir meira á vistarveru fræðimanns en sjúkrastofu ef frá er taHð sjúkrarúmið því bækur þekja veggina og allt umhverfi Guð- rúnar. Guðrún segist sjálf hafa verið algjörlega óstöðvandi við lærdóminn frá því að henni hafí tekist, fjögurra ára gamalli, að stelast til að hlýða á lestramám níu ára telpu. Snemma lá leið Guðrúnar út í heim og aflaði hún sér kennararéttinda og lokaprófs í skrifstofustörfum í Danmörku um og eftir stríð. Eftir töluvert flakk milli íslands og Danmerkur flutti Guðrún alkomin til íslands árið 1953. Með vinnu sinni gat hún hins vegar aldrei slitið sig frá nám- inu og lagði einkanlega stund á erlend tungumál. Guðrún innritaðist í tvö nám- skeið í Háskóla íslands árið 1986 og þar með var framhald- ið ráðið. Hún útskrifaðist með BA-próf í mannfræði vorið 1990, tók cand.mag.-próf við Háskólann í Bergen árið 1993 og hefur stundað doktorsnám við sama háskóla síðan. - Verkið sækist seint Guðrún hefur unnið að rit- gerðinni á Landakoti frá því að hún fluttist til íslands vegna heilsubrests síðasta vor. Hún kvartar yfir því að verkið sæk- ist seint enda hái henni þrek- leysi. Guðrún hrósar aðstöðunni á Landakoti um leið og hún tek- ur fram að í raun geti hún ver- ið hvar sem er, „þar sem ég hef nóg að gera og gott fólk er í kringum mig. Mér kemur ekki við af hvaða þjóðerni, það er þess einkamál". Fréttastofa Stöðvar 2 Deilt um frídaga og yfirvinnu BLAÐAMANNAFÉLAG íslands hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi | fyrir hönd félagsmanna sinna, sem starfa á fréttastofu Stöðvar 2. Starfsmenn eru ósáttir við breytt fyrirkomulag á greiðslum vegna vinnu á stórhátíðum. í stefnu kemur fram að eitt ákvæði í sérkjarasamningi frá árinu 1991 er á þá leið, að falli frídagur samkvæmt vaktatöflu á stórhátíðar- , dag frá mánudegi til föstudags skuli hann bættur með öðrum frídegi eða greiðslu 8 stunda í yfirvinnu. | Því er haldið fram að fram til páska á síðasta ári hafi samnings- ákvæði þetta verið framkvæmt á þann hátt, að undantekningalaust hafi verið greitt með peninga- greiðslu, þ.e. átta stunda yfirvinnu, þar til nú að starfsfólki sé gert að taka út frí. Aldrei hafi verið greitt með yfirvinnu og launþegar litið svo L á, að þeir gætu sjálfir kosið að hafa það svo. | Hins vegar hefur íslenska út- j varpsfélagið að sama skapi talið sig hafa sjálfdæmi um hvor leiðin yrði farin og verður tekist á um lögfræði- lega túlkun á þessu kjarasamnings- ákvæði fyrir Félagsdómi. Bónus í Grafarvog? ' JÓHANNES Jónsson forstjóri Bónuss, hefur sótt um lóð fyrir verslunarhúsnæði í Grafarvogi. Borgarráð vísaði erindinu til Skipulagsnefndar. í erindi Jóhannesar til borg- arráðs kemur fram að lóðarum- sóknin er til komin vegna fjölda áskorana um að fyrirtækið opni » verslun í þessu fjölmenna hverfi. Óskað er eftir lóð undir 600 fermetra hús á einni hæð ásamt 100 bílastæðum. Húsið yrði reist í sumar og tilbúið í október næstkomandi. Ákjós- anleg lóð væri við hlið bensín- stöðvar Skeljungs við Gylfaflöt. Ráðstefna Ferðamálaráðs og Skipulags um skipulag og nýtingu hálendisins Starfshópur fjallar um stjórn- 1 sýslumörk miðhálendisins Um fjörutíu sveitarfélög eiga land að miðhálendinu en stjórnsýslumörk óljós Samband íslenskra sveitarfélaga Samkomulag um kostnað við flutning grunnskóla DRÖG að samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um tilflutning tekna og kostnaðar vegna flutnings grunnskólans voru kynnt á fulltrúa- ráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgamesi í gær. í drögunum segir m.a. að til að mæta kostnaði sveitarfélaganna við framkvæmd grunnskólalaga sé gert ráð fyrir að heimilað verði 11,9% hámarksútsvar þann 1. janúar 1997 og 11,95% þann 1. janúar 1998. Hækkun útsvars um 2,65% stig 1. janúar 1997 er til að fjármagna þann kostnað við grunnskólarekst- ur sem flyst til sveitarfélaga. Tekju- skattur mun lækka samsvarandi. Til að tryggja framgang áforma um einsetningu grunnskólans veiji ríkissjóður allt að 265 milljónum króna á ári af tekjuskatti áranna 1997-2001 til að styrkja grunn- skólabyggingar. Til viðbótar fram- lagi ríkisins til stofnframkvæmda í grunnskólum renni 135 milljóna króna árlegt lögbundið framlag Jöfnunarsjóðs til Lánasjóð sveitar- félaga á árunum 1997-2002. GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra hefur skipað starfshóp lögfræðinga úr um- hverfísráðuneyti, félagsmálaráðu- neyti og dómsmálaráðuneyti, sem starfa á með samvinnunefnd sem gera á tillögu um skipulag miðhá- lendis íslands, í þeim tilgangi að unnt verði að gera tillögur um stjómsýslumörk miðhálendisins. Þetta kom fram í máli umhverfis- ráðherra á ráðstefnu um skipulag og nýtingu hálendis íslands sem haldin var á vegum Ferðamálaráðs íslands og Skipulags ríkisins á Hótel Sögu í gær. Óljóst er í dag hvar stjómsýslu- mörk sveitarfélaga eru á hálend- inu, en sveitarfélög sem eiga land að miðhálendinu eru 40 talsins. Umhverfísráðherra sagði gildandi löggjöf í þessum efnum því miður ófullnægjandi, en jafnhliða endan- legri afgreiðslu svæðisskipulags fyrir miðhálendið þyrfti stjórn- sýsluumgjörðin að vera ljós. „Ekki verður lengur við það búið að ekki sé með vissu vitað hvert sé rétta sveitarstjórnarvaldið á hveiju svæði, jafnt utan þéttbýl- is sem innan, svo auðvelda megi alla ákvarðanatöku og komast hjá ágreiningi svo sem kostur er,“ sagði umhverfisráðherra. Heimamenn hæfastir til að framfylgja stefnumörkun Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, sagði á ráðstefnunni að samvinnunefndin hefði ekki fjallað um eignarhald á miðhálendinu, en hún hefði hins vegar látið sig varða stjórnsýslulega skiptingu svæðis- ins pg mörk sveitarfélaga. „Áður en tillaga að svæðis- skipulagi verður auglýst, eða alla- vega frágengin, verður að vera ljóst hver fer með stjórnsýslu á svæðinu og þar með framkvæmd svæðisskipulagsins," sagði Stefán. Hann sagði að alveg óháð því hversu góð eða ákveðin stefnu- mörkun væri þá yrði að vera ljóst hver ætti að sjá um framkvæmd. Miðað við það sem nú lægi fyrir væri það hans skoðun að engum væri betur falið það verkefni en heimamönnum, þ.e. lýðræðislega kjörnum sveitarstjómum, og þá út frá þeirri stefnumörkun sem sam- þykkt hefði verið af öllum aðilum. Viðkvæmt mál „Stefnumörkun í skipulagsmál- um á miðhálendinu er viðkvæmt mál og eðlilegt að margir telji sig eiga þar hagsmuna að gæta. Því eru margir sem hrökkva við þegar þeir heyra að það eigi að leyfa þetta og banna hitt, en eftir við- ræður við marga hagsmunaaðila er ég þó sannfærður um það að skoðanir séu í raun ekki svo ólíkar þegar grannt er skoðað og með samstarfi og kynningu verði hægt að ná þokkalegri samstöðu um framtíðarstefnu í skipulags- og byggingarmálum á þessu svæði,“ sagði Stefán. Fyrstu drög að ferð- amálastefnu væntanleg Halldór Blöndal samgönguráð- herra flutti ávarp við setningu ráðstefnunnar og sagði hann að nú væri unnið að stefnumörkun í ferðamálum í samgönguráðuneyt- inu og á vegum þess sem gæti * orðið til hliðsjónar og leiðbeiningar fram í tímann. Þar væri tekið á flestum þáttum sem snertu ferða- | þjónustu og væru fyrstu drög væntanleg á vordögum. Hann sagði nauðsynlegt að skipulagsyfirvöld og forystumenn ferðaþjónustunnar ynnu saman. ,,En ég vil líka leggja verulega áherslu á að við náum ekki veru- legum árangri í því að nýta landið í okkar þágu þannig að ekki sé á það gengið nema hlutur heima- manna verði mikill,“ sagði hann. j ■ Best varðveitt/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.