Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 Q MORGUNBLAÐIÐ i ¦ h FRETTIR Framhaldsskólanemar fylgjast með þætti um unglinga og eiturlyf Morgunblaðið/Kristinn NEMENDUR í MenntaskólanumviðHamrahlíð fylgdust í gærdag af miklum áhuga með sjónvarpsþætti um unglinga og fíkniefni. „Þ AÐ var áhrifaríkast að hlusta á mömmuna, sem missti son sinn vegna eiturlyfjaneyslu. Svoleiðis viðtöl koma við mann. Hann var líka góður, strákurinn frá Dal vík sem sagði sína sögu. Maður trúði honum alveg. Annars vita ungl- ingar alveg hvað fíkniefni eru hættuleg og svona þáttur er kannski frekar svo foreldrar átti sig á stöðunni." Þetta var meðal þess sem nem- endur Menntaskólans í Hamra- hlíð höfðu að segja eftir að hafa horft á sjónvarpsþátt um ungl- inga og eiturlyf. Þátturinn, sem er liður í Jafningjafræðslu Félags framhaldsskólanema, var sýndur kl. 13 í gær og endursýndur kl. 22.30 í gærkvöldi. í honum var ítrekað að fikt með fíkniefni yrði fljóttað neyslu. Krakkarnir, sem sátu í kring- um sjónvarpið í MH og fylgdust með þættinum, voru ýmist alvar- legir, eða skelltu upp úr. Það gerðu þeir til dæmis þegar þrír unglingar, sem virtust halda til á Hlemmi, lýstu eigin neyslu. Hlát- urinn var greinilega ekki vegna þess að neyslan væri sniðug, held- ur þóttu ney slusögurnar „aula- legar", eins og viðmælendur Morgunblaðsins orðuðu það. Þeim var hins vegar ekki hlátur í hug þegar móðir sagði frá því að 16 ára sonur hennar hefði framið sjálfsmorð eftir neyslu fíkniefna. Þá hefði mátt heyra saumnál detta í salnum. ILMUR, Stefán Ingi, Anna og Sigrún Birta. Alvarleg og þögul þegar móðir lýsti sonarmissinum Eftir að sýningunni lauk tók Morgunblaðið fjóra unglinga tali, þau Ilm Kristjánsdóttur, Stefán Inga Stefánsson, Önnu Hjartar- dóttur og Sigrúnu Birtu Þrastar- dóttur. Þau voru sammála um að þátturinn væri gagnlegur. Sigrún Birna sagði að ótrúlega margir unglingar hefðu prófað fíkniefni. Hún hefði farið á skemmtistað fyrir stuttu og þá hefði bláókunnug stelpa spurt hana hvort hún gæti selt sér E- töflu. Hin tóku undir þau orð hennar að þau yrðu öll vör við neyslu í einhverri mynd. Þegar þau voru innt eftir því hvað pau myndu gera, byrjuðu vinir þeirra í neyslu, voru þau sammála um að þau myndu reyna að grípa í taumana með einhverjum hætti. „Ég myndi segja honum álit mitt og fá hann til að horfast í augu við það sem hann væri að gera. Það verður að taka upplýsta ákvörðun, gera sér grein fyrir út í hvað menn eru að fara," sagði Stefán Ingi og Ilmur bætti því við að allir hugsuðu sem svo, að það kæmi ekkert slæmt fyrir þá. Anna sagði að unglingar yrðu ekki fyrir beinum þrýstingi frá vinum um að drekka eða nota eiturlyf og þau voru sammála um að neyslusögur, þar sem menn hreykja sér af vímunni, væru aulalegar. Stefán Ingi sagði að í hans vinahópi væri einn strákur sem aldrei bragðaði áfengi, hvað þá annað, og hann væri flottast- ur, af því að hann gæti staðið einn. Þau lýstu áhyggjum yfir því að mikil umfjöllun um fíkniefni gæti haft öfug áhrif, þ.e. gert unglinga forvitna, svo þeir færu frekar að prófa. Aður hefði E- taflan verið í þröngum hópi, en nú hefði neysla hennar breiðst út. Yngri krakkar væru að prófa og undir þetta væri ýtt með text- um danslaga, þar sem E-taflan væri dásömuð og vörumerki tískufatnaðar miðuðu að því sama, eins og E-legal. í kjölfar umræðu um E-tðflu virtistamfet- amín einnig hafa orðið vinsælla en áður. Níutíu manns hafa nú greinst með sýkingu af völdum salmonellu Mesta hópsýking í 34 ár TÍU einstaklingar greindust í gær með sýkingu af völdum salmonella enteritidis og er þá fjöldi sýktra kominn upp í níutíu manns. Karl G. Kristinsson, sérfræðingur í sýklafræði á Landspítala, segir ljóst að um sé að ræða mestu hópsýkingu sem orðið hefur hérlendis síðan 1962, eða í 34 ár. Hann segir líklegt að fleiri greinist með salmonellasýkingu á næstu dögum og að fjöldi þeirra fari yfir hundrað, miðað við núverandi niðurstöður. Sýkingin er rakin til rjómabolla frá Samsölubakaríi og borðaði þorri þeirra sem hafa sýkst þær 19. febrúar sl., en í örfáum tilvikum leikur einhver vafí á að bolluát sé orsök sýkingar, auk þess sem í 1-2 tilvikum er sennilega um að ræða sýkingu af öðrum ástæðum. Tíu manns fyrir utan Ríkisspítala hafa sýkst. Kostnaðarsöm sýnaræktun Karl segir líklegra að sýkillinn hafi borist með hráefni í bollurnar en fólki og þótt hafí ekki fundist salmonella í þeim eggjum sem rannsökuð hafa verið, sé ekki hægt að útiloka þau að fullu. Tekin eru sýni úr öllu starfsmönn- um Samsölubakarís sem koma að vinnslu en þeir eru um 70 talsins. Mikið álag hefur verið á sýkladeild Landspít- ala að undanförnu vegna salmonellusýkingar- innar og hefur ræktun saursýna haft forgang á önnur verkefni. Ríflega hundrað sýni hafa borist á dag og er nú búið að rækta hátt í þúsund sýni að sögn Karls. Kostnaður við sýna- ræktun er talsverður, eða allt upp í um 2.000 krónur á sýni ef það geymir sýkingu. Skaðabótaskylda könnuð? „Landspítalinn mun væntanlega gera meiri kröfur til þeirra matvæla sem keypt eru tilbú- in eða .endurskoða þau innkaup á einhvern hátt," segir Karl og kveðst þeirrar skoðunar að ekki sé óeðlilegt að Ríkisspítalar kanni stöðu sína með tilliti til skaðabótaskyldu framleið- enda rjómabollanna. Héraðsdómur Norðurlands Karlmaður dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot KARLMAÐUR á fímmtugs- aldri hefur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðs- bundið í tvö ár og til að greiða ungum pilti 70 þúsund krónur í miskabætur fyrir kynferðis- brot. Til viðbótar var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa með lostugu athæfi sært blygðunarsemi piltsins og sýnt honum kynferðislega áreitni. Atburðurinn átti sér stað á gistiheimili á Akureyri síðastliðið haust. Fyrir dómi neitaði ákærði sakargiftum, en viðurkenndi að hafa í tvígang farið inn í herbergi piltsins umræddan dag og einnig að hafa átt frumkvæði að umræðum um kynlíf svo og um tiltekinn leik, en horfið frá því er honum var ljóst að slíkt var piltinum ekki geðfellt. ? ? ? Öflug ammoníaks- sprenging á Fáskrúðsfirði 1 ' ! ) M *"*""•* BW^^rffj**ÉBÍ Morgunblaðið/Albert Kemp BOTN ammoníakstanks- ins sprakk út frá suðu og rifnaði um þriðjungur hans frá. Starfsfólk rétt ókomið til vinnu Fáskrúðsfirði. Horgunblaðið. ENGIN slys urðu á fólki og litlar á eignum þegar öflug sprenging varð í frystihúsi Goðaborgar hf. á Fáskrúðs- fírði í gærmorgun. Ammon- íakstankur sprakk og lak efnið um húsið án þess að komast í frystiklefa eða hráefnis- geymslu. Tankurinn var fullur og lok- að fyrir en talið er ammoníak sem sett var í hann kalt hafí þanist við hita og að lokum sprent tankinn. Enginn örygg- isloki var á tankinum. Við sprenginguna brotnuðu rúður á vélahúsinu og laust fag þeyttist yfír götuna. Sprengingin varð fyrir klukkan átta í gærmorgun og var starfsfólkið ókomið til vinnu, nema Sigurður Vil- hjálmsson einn af eigendum Goðaborgar hf. sem var ann- ars staðar í húsinu. Vel gekk að loftræsa húsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.