Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vilja fríða Hvítáog Jökulsá á Fjöllum FJÓRIR þingmenn hafa Iagt fram þingsályktunartillögu um friðlýs- ingu Hvítár og Ölfusár og Jökulsár á Fjöllum. Þingmennirnir Kristín Halldórs- dóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Svavar Gestsson og Össur Skarphéðinsson segja í greinargerð að Hvítá/Ölfusá og Jökulsá á Fjöll- um séu án efa merkilegustu stórár sem enn fái að renna ótruflaðar um land okkar. í þeim séu miklir foss- ar, svo sem Gullfoss og Dettifoss, og umhverfi ánna sé mjög fjöl- breytt og sérstætt. Sú kynslóð sem nú lifir í þessu landi er virkjanaglöð, segja þing- mennirnir, og hver stóráin á fætur annarri hefur verið fjötruð í viðjar steinsteypu og sérstæð og einstök landsvæði_ eyðilögð eða stór- skemmd. Á teikniborðum verkfræð- inga hafi báðar þessar ár fengið sömu örlög. Óbætanlegt tjón yrði á náttúru íslands ef ár þessar fengju ekki að njóta friðar um ókomin ár enda nóg til af annarri orku til að virkja. ? » ? Sjóprófum lokið vegna ásiglingar SJÓPRÓF voru haldin í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag vegna þess að Reykjaborg RE 25 sigldi á Einar KE 52 í Sundinu utan við Sandgerð- ishöfn á þriðjudagskvöld. Skúli Magnússon, fulltrúi við héraðsdóm, sagði að gögn málsins yrðu send rík- issaksóknara, Siglingamálastofnun og rannsóknarnefnd sjóslysa. Bátarnir voru á leið til hafnar í Sandgerði. Reykjaborg RE, sem er 28 brúttórúmlesta eikarbátur, sigldi uppi Einar KE, 5,7 brúttórúmlesta trefjaplastbát, og lenti á stjórnborðs- hlið hans. Við það brotnaði Einar og fylltist af sjó. Einn maður var á Ein- ari KE og var honum bjargað um borð í Reykjaborgina. Skúli kvaðst ekki vilja tjá sig um hvað hefði komið fram við sjóprófin, það væri í höndum ríkissaksóknara að taka ákvörðun um framhald máls- Morgunblaðið/Þorkell Margrét Bjarnadóttir rekur Leðuriðj- una-Atson sem verður 60 ára á þessu ári Hefur starfað í 50 ár við fyrirtækið LEÐURIÐJAN-Atson Hverfis- götu 52 í Reykjavík verður 60 ára á þessu ári en fyrirtækið var stofnað af Atla R. Ólafssyni leður- smið árið 1936 og var það þá til húsa við Vatnsstíg. Atli féll frá árið 1985 og hefur Margrét Bjarnadóttir ekkja hans verið stjórnarformaður fyrirtækisins síðan. Þann 1. mars síðastliðinn voru 50 ár síðan hún hóf störf hjá Leðuriðjunni og hefur hún starfað þar nær óslitið síðan. Þrettán manns starfa nú hjá fyrir- tækinu og er það svipaður fjöldi og þegar Margrét hóf þar störf. Leðuriðjan er sennilega þekkt- ust fyrir Atson seðlaveskin sem fyrirtækið framleiðir en auk þess eru framleiddar ýmsar leðurvör- ur, svo sem möppur, smápeninga- pyngjur, lyklakippur og fleira. Síðustu ár hefur Leðuriðjan einn- ig framleitt Dagbókarkerfið Dag- skinnu, sem náð hefur markaðs- festu. Dagskinnan er afrakstur verkefnisins Frumkvæði/Fram- kvæmd, sem unnið var í nánu samstarfi við Iðntæknistofnun. Þá segir Margrét að mikið sé um sérverkefni sem unnin eru að ósk fyrirtækja, stofnana og einstakl- inga. Vill hvergi annars staðar vera Margrét hefur alla tíð unnið við framleiðsluna og annast jafn- framt gerð helstu sérpantana og hefur hún m.a. gert möppu fyrir Noregskonung svo eitthvað sé nefnt. Margrét segist una sér vel í starfinu. Hún geti helst hvergi annars staðar verið og ætli að halda eitthvað áfram að starfa, ' en hún er 68 ára gömul. Þrjár dætur hennar og Atla hafa starf- að við fyrirtækið og núna er yngsta dóttir þeirra, Edda Hrönn Atladóttir, hönnuður Leðuriðj- unnar. Erfitt að keppa við innflutninginn Margrét segir að óhjákvæmi- lega hafi ýmislegt breyst síðan hún hóf að starfa hjá Leðuriðj- unni, og muni þá helst um að í fyrstu hafi ekki verið um neinn innflutning á leðurvörum að ræða sem keppa þurfti við á markaðn- um. „Auk þess breytast þarfir við- skiptavina okkar örar en áður og við höfum lagt áherslu á að laga vörur okkar að þörfum markað- arins og tekist vel upp. Við höfum verið með okkar föstu viðskipta- vini í gegnum árin og bankarnir hafa til dæmis keypt mikið af veskjum og buddum frá okkur," segir Margrét. Leðuriðjan-Atson flutti í eigið húsnæði á Hverfisgötu 52 árið 1987 eftir að hafa verið í leiguhús- næði í hálfa öld. Nokkrum árum síðar var opnuð þar verslun þar sem framleiðsla fyrirtækisins og innfluttar töskur, hanskar og belti eru til sölu, en Margrét segir mestu söluna vera í seðlaveskjun- Samningaviðræður um úthafskarfa Ekkert samkomu- lag en auka- fundur boðaður EKKI náðist samkomulag um stjórn- un veiða á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg á fundi Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem lauk í London í gær. Engu að síður var boðað til formlegs aukaárs- fundar NEAFC í London 19.-21. marz, þar sem reynt verður til þraut- ar að ná samkomulagi. „Á vissu stigi töluðu menn um að ekki ætti að boða til fiindarins nema búið væri að ná samningum, en þótt það hafí ekki tekizt núna, vill enginn bera ábyrgð á að hafa ekki notað öll tækifæri til að ná samningi fyrir upphaf vertíðar," seg- ir Guðmundur Eiríksson, formaður íslenzku viðræðunefndarinnar. Guðmundur segir að formanni undirbúningsnefndar aukaársfund- arins hafi verið falið að hafa sam- band við aðildarríkin á næstu dögum og leita að nýjum samkomulags- grundvelli. . Guðmundur segir að ísland, Nor- egur, Færeyjar og Rússland hafí rætt saman utan fundar um veiðar á norsk-íslenzku síldinni. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt en löndin urðu sammála um að reyna að velta upp nýjum flötum á máiinu og hafa samband sín á milli fram að auka- fundinum síðar í mánuðinum. Guð- mundur segir stefnt að því að sam- þykkja þá samkomulag um aflatil- kynningar, sem feli í sér að löndin tilkynni hvert öðru síldarafla sinn mánaðarlega. Stjórn Blaðamannafélags íslands Krefst afsökunar af lögmanni biskups STJÓRN Blaðamannafélags íslands samþykkti í gær ályktun þar sem farið er fram á að Ragnar Aðalsteins- son, lögmaður biskups íslands, biðj- ist velvirðingar á ummælum sínum um fréttaflutning fjölmiðla af málum biskups íslands. AP-Iögmenn, sem gæta hagsmuna biskups Islands, hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingar sem gefnar voru í tengsl- Próf alfarið mál HI „ÞAÐ er alfarið mál Háskóla íslands hvernig próf innan hans eru samin," sagði Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, er hann var inntur álits á miklu falli í almennri lögfræði í laga- deild Háskóla íslands. Alls gengust 147 laganemar undir próf í almennri lögfræði og féllu 136, þar af allir 14 sem þreyttu sjúkrapróf. Fallið er því 92,5%. Aðspurður hvort ekkert yrði um málið fjallað af hálfu ráðuneytisins, ítrekaði ráðherra sjálfstæði Háskól- ans og sagði að það ætti ekki síst við í fræðilegum efnum. um við ásakanir sem bornar hafa verið á biskup. Ragnar sagði í sam- tali við fréttastofu RÚV að þetta hefði verið gert til að tryggja að fjöl- miðlar hefðu réttar upplýsingar um málavexti svo þeir geti ekki skotið sér á bak við að þeir hafí ekki vitað eitthvað. „Sá sem. hefur kynnt sér fjölmiðlun veit að það er oft tilhneig- ing, t.d. hjá blöðum, að láta sögur sem eru vafasamar eða rangar vera í gangi í nokkra daga í röð, þó að nýjar upplýsingar, sem sýna fram á að hinar upprunalegu, séu rangar," sagði Ragnar. „Stjórn Blaðamannafélags íslands lýsir undrun sinni og furðu á yfirlýs- ingum Ragnars Aðalsteinssonar, lög- manns biskups, í garð fjölmiðla í útvarpsfréttum og vísar þeim alfarið til föðurhúsanna. Yfirlýsingar um að fjölmiðlar flytji vísvitandi rangar fregnir er alvarleg aðför að starfs- heiðri blaða- og fréttamanna og hreinn atvinnurógur. Stjórn Blaðamannafélagsins ætl- ast til að hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson taki aftur orð sín og biðjist velvirðingar á þessum ummælum sínum í garð blaða- og fréttamanna," segir í ályktun Blaða- mannafélagsins. Ráðstefna Ferðamálaráðs íslands og Skipulags ríkisins um skipulag og nýtingu hálendis íslands BESTA leiðin til að vernda hálendið er að gera það að þjóðgarði að mati Harðar Erlingssonar framkvæmda- stjóra sem var einn frummælenda á ráðstefnu um skipulag og nýtingu hálendis íslands í gær. Hann vitnaði í nýlega bók Gunnars G. Schram lagaprófessors um umhverfisrétt máli sínu til stuðnings og að í nátt- úruverndarlögum sé að finna heimild sem auðveldi framkvæmd þessarar hugmyndar. „Heimildin er að vísu þeim ann- marka háð, að svæðið sé ríkiseign til að svo geti orðið. Gunnar hefur jafnvel viljað ganga enn lengra og varpað fram þeirri hugmynd að gera allt landið að nk. evrópskum þjóð- garði og gætum við þá vegna EES- stöðu okkar notið náttúruverndar- styrkja frá ESB sem úthlutað er í milljarðatugatali árlega," sagði Hörður. Hann segir hins vegar að þar sem verndun hálendisins þoli enga bið, beri að friðlýsa allt hálendið, á sama hátt og gert hefur verið með Hom- strandir. Sú leið myndi koma í veg fyrir að hálendið verði „bútað niður með vegagerð og orkumannvirkj- um", sagði Hörður. Hcrður kvaðst vera fylgjandi Best varðveitt með því að gera það að þjóðgarði gjaldtöku á umferð um hálendið eða aðgangseyri í „hálendisþjóðgarðinn", til að fjármagna uppbyggingu há- lendismiðstöðva fyrir ferðafólk og viðhald og eftirlit með garðinum. „Einungis skal minnt á þá umræðu sem nú á sér stað um auðlindaskatt, viðurkenninguna á því að þeir sem nýta sér sameign þjóðarinnar borgi fyrir hana," sagði hann og kvaðst vera þeirrar skoðunar að slíkt gjald eigi allir að greiða, þar á meðal fyr- ir umferð vegna virkjana og vega- mála. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að vegir á hálendi verði áfram að vera „ámóta vondir" og þeir eru nú, bæði vegna þeirrar sjónmengunar sem sé samfara upphækkuðum vegum og þess ævintýris sem íslenskir malar- vegir og óbrúaðar ár séu í hugum erlendra ferðamanna. Algjör rök- leysa sé að hægt eigi að vera að ferðast á fólksbílum að helstu nátt- úruperlum hálendisins. „Einkabíladekur og náttúruvernd fara illa saman. í Ölpunum eru Aust- urríkismenn núna í óða önn að mjókka aftur þá vegi sem þeir breikkuðu fyrir 20 árum. Hvers vegna komum við ekki á samvinnu við þau lönd sem viðurkenna að þau hafi þegar unnið óbætanleg náttúru- spjöll og förum í læri til þeirra?" sagði hann. Hið opinbera hætti ferðaþjónustu Arngrímur Hermannsson fram- kvæmdastjóri sagði að uppbyggingin sem verið hefði undanfarin ár á há- lendinu kallaði á endurskipulagningu í vegamálum. Lítið vit sé í því að leggja greiðfæra vegi að stöðum án þjónustu eða byggja þjónustu þar sem engan veg sé að finna. Halldór Bjarnason framkvæmda- stjóri tók um margt í sama streng og kvaðst telja nauðsynlegt að bæta vegi á hálendi og lengja þann tíma sem hægt er að nota þá á ári, til að fjárfestingar á hálendi eigi mögu- leika á að standa undir sér. Halldór sagði sífellt erfiðara að fá ferðamenn til að saetta sig við núverandi svefn- og hreinlætisaðstöðu á hálendinu og þurfi að bæta úr þessu hið fyrsta. Hann sagði átaks þörf í náttúruvernd en varaði sérstaklega við að okra á ferðamönnum til að fjármagna átak á því sviði. Náttúruverndarráð sé að hans mati dæmi um stofnun sem hafí hrakið erlenda ferðamenn frá tjald- stæðum með allt of háu verði, án þess að á móti komi aukin þjónusta. „Ég er algjörlega mótfallinn því að Náttúruverndarráð eða aðrir opin- berir aðilar komi inn í rekstur á ferðaþjónustu á hálendinu. Mín reynsla er að þar fari dauð hönd," sagði Halldór. Einar G. Bollason framkvæmda- stjóri varaði sterklega við öllum hug- myndum sem lúta að uppbyggingu dýrra gististaða, bensínstöðva og söluturna á hálendi íslands, enda komi þorri ferðamanna að hans mati hingað til að njóta óspilltrar náttúru, kyrrðar og fámennis. Hann sagðist hafa átt gott sam- starf við Ferðafélag íslands og Hveravellir væru mikilvægur áning- arstaður á hinni vinsælu Kjalarleið. Því væri engin furða þó ugg setti að mönnum þegar umræður væru komnar á það stig að best væri að henda burt öllum þeim aðilum sem hingað til hefðu haft veg og vanda af uppbyggingu þar, sem og víða annars staðar á hálendinu. Margir leyfislausir Arngrímur sagði að tryggja yrði að þeir aðilar sem stunduðu ferða- þjónustu hefðu rekstrarleyfi sam- kvæmt lögum. Nú eru leyfin um 20 að hans sögn, en könnun á vegum samgönguráðuneytis bendi til að þau ættu að vera á annað hundrað tals- \ r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.