Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 8
8 * LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR , Harðar utandagskrárumræður um lækkun hámarksuppbóta á lífeyri frá Tryggipgastofnun Arsskýrsla Stígamóta fyrir árið 1995 Nýtt mál hvern virkan dag Kona nefnd sem nauðgari í gögn- um Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra Á ÁRINU 1995 leituðu 472 ein- staklingar til Stígamóta. Af þeim voru 283 að leita sér aðstoðar í fyrsta sinn. Rúmlega eitt nýtt mál barst því að jafnaði alla virka daga ársins. Frá stofnun Stígamóta fyrir sex árum hafa samtals 1.949 ein- staklingar leitað eftir aðstoð sam- takanna. Árið 1995 er ein kona skráð sem nauðgari, en hún gerði tilraun til að nauðga kynsystur sinni. Er það í fyrsta sinn sem kona er nefnd sem nauðgari í gögnum Stígamóta. I ársskýrslu Stígamóta sem kynnt var fréttamönnum, eru sifja- spell skilgreind sem allt kynferðis- legt atferli milli einstaklinga, sem tengdir eru tengslum trausts, og þar sem annar aðilinn vill ekki slíkt atferli en er undirgefinn og háður ofbeldismanninum á einhvern máta. Nauðgun er skilgreind sem kynferð- islegt ofbeldi, þar" sem einhver þrengir sér að eða gerir tilraun til að þrengja sér inn í líkama annarr- ar manneskju og brýtur þar með sjálfsvarnarrétt og sjálfstjórn henn- ar á bak aftur. Flestir f órnarlömb sifjaspella Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og talsmaður Stígamóta, sagði at- hyglisvert að samanburður milli ára sýndi að þeir sem leita aðstoðar koma úr öllum stéttum samfélags- ins og af öllu landinu. „Sama gildir um þá menn sem nefndir eru til sem ofbeldismenn," sagði hún. I árs- skýrslunni kemur fram að hlutfall kvenna, sem leita aðstoðar hefur allt frá stofnun verið á bilinu 92,2% til 94%. Flestir sem komu árið 1995 voru fórnarlömb sifjaspella eða 63,7% og 31,4% komu vegna nauðg- unar en 39 þolendur höfðu bæði orðið fyrir sifjaspellum og nauðgun- um og/eða kynferðislegri áreitni. Af þeim 101 einstaklingi sem Morgunblaðið/Ásdís GUÐRÚN Jónsdóttir félags- ráðgjafi og talsmaður Stíga- móta. hafði verið nauðgað hafði 15 verið nauðgað ítrekað og átta verið beitt- ir hópnauðgun. Leitað var til Stíga- móta með þrjú börn vegna gruns um að þau hafi verið beitt sifjaspell- um. Málum sem snerta börn yngri en 16 ára er vísað til barnaverndar- nefndar eða lögreglu eftir því sem við á. 84,5% þolenda yngri en 16 ára Samkvæmt skýrslunni er stór hluti þolenda eða 84,5% innan við 16 ára aldur þegar ofbeldi er fram- ið en þeir sem leita aðstoðar eru flestir á aldrinum 15-40 ára. „Börnum og unglingum er því hættast við að verða fyrir ofbeldi og svo hefur raunin verið 611 árin," sagði Guðrún. „Það að ekki er leit- að eftir aðstoð fyrr en löngu síðar er eðlilegt. Fólk gengur með at- burðinn í sér í mörg ár áður en það kemur til okkar." Athygli vekur að flestir þolenda, sem leituðu aðstoðar árið 1995, ólust upp hjá kynforeldrum eða 72,8%, en aðeins 10% ólust upp hjá öðru foreldri og 9,5% hjá móður og stjúpa. Fram kemur að 18,4% þolenda bjuggu við líkamlegt of- beldi í bernsku og 17% höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi í hjúskap eða sambúð. Samkvæmt skýrslunni stóðu flest sifjaspellin yfir í eitt til fímm ár og oftast hafði ofbeldið átt sér stað á sameiginlegu heimili þol- anda og ofbeldismanns eða á heim- ili ofbeldismannsins. Greint frá en ekki trúað Árið 1995 höfðu 22,6% þolenda sagt frá ofbeldinu á meðan það átti sér stað eða strax eftir að því lauk. Helmingur hafði greint móður frá atburðinum en í 35,9% tilvika var þeim ekki trúað. Af þeim sem leituðu til Stígamóta voru 94% kon- ur og karlar voru 6% og er það svipað hlutfall og" undanfarin ár. Erfiðustu afleiðingar kynferðisof- beldis eru sektarkennd og léleg sjálfsmynd auk þess sem 19% þol- enda höfðu gert tilraun til sjálfs- vígs. Samkvæmt skýrslunni höfðu 407 ofbeldismenn beitt þá 283 einstak- linga kynferðisofbeldi, sem leituðu til Stígamóta árið 1995. Hluti þol- enda hefur því verið beittur ofbeldi af fleirum en einum ofbeldismanni. Fram kemur að tengsl milli þolenda og ofbeldismanna eru í flestum til- fellum vinir/kunningjar eða í 29,2% tilvika. Athygli er vakin á að þeir sem flokkast undir þann hóp eru hvað börn snertir, bændur eða aðr- ir sem börn eru vistuð hjá í sumar- dvöl eða skammtímafóstur. Ofbeldismenn á öllum aldri í 10% tilvika var ofbeldismaður- inn ókunnur en í 6,1% tilvika var um að ræða eiginmann eða sambýl- ismann. Ofbeldismenn eru á öllum aldri en í 10,8%-16,5% tilvika eru ofbeldismenn 16 ára og yngri. Flestir eru þó á besta aldri. Bent er á að svo virðist sem algeng^ sé að ungir piltar beiti sér yngri börn ofbeldi af kynferðislegum toga og er tekið fram að ekki sé um mein- lausan læknisleik barna að ræða. Þolendur upplifi það sem ógnandi og meiðandi. Arfgenqur heilaæðasjúkdómur Reynt að kort- leggja gang sjúkdómsins UNDANFARIN ár hafa staðið yfir rannsóknir á arf- gengum heilablæðingum vegna mýlildisútfellinga í heilaæðum. Nokkrar ís- lenskar fjölskyldur bera þennan sjúkdóm, en hann erfist ókynbundið og ríkj- andi sem táknar að sé ann- að hvort foreldri með erfðagallann í sér þá eru fímmtíu prósent líkur á að afkvæmi þeirra fæðist með hann. Leifur Þorsteinsson líffræðingur hefur átt hlut að þessum rannsóknum. Hvernig standa þessar rannsóknir núna? Það er verið að reyna að kortleggja sjúkdóms- ferlið með það að mark- miði að geta hugsanlega einhvern tíma í framtíðinni gripið inn í ferlið og seinkað því. Eg held þó að það sé of mikil bjart- sýni að hugsa sér að þetta verði læknað. Breytir það einhverju að hægt er að greina þennan sjúkdóm á fósturstigi? Já, vissulega. Ef þungaða kon- an vill láta gera greiningu á níundu til tólftu viku og kemst að því að fóstrið hefur þennan umrædda erfðagalla þá er hægt að taka það. Ég er andstæðingur frjálsra fóstureyðinga en eigi að síður finnst mér að slíkur erfða- galli geri fóstureyðingu verjanlega en Iít eigi að síður ekki svo á að það sé nein allsherjar lausn á málinu. En myndi það ekki smám saman verða allsherjar lausn ef öll fóst- ur, sem hefðu slíkan erfðagalla, væru fjarlægð? Jú, vissulega, en ég held samt sem áður að mannskepnan sé þannig að það gerist ekki, málið er miklu flóknara en það. Við er- um menn og bæði verður alltaf til fólk sem neitar jafnvel að fara í rannsóknina og þótt það færi í hana myndi það hugsanlega ekki vilja láta fjarlægja hið gallaða fóstur. Hvað er þá til ráða? Þá eru frekari rannsóknir á sjúkdómnum augljóslega leiðin. Það þarf því að afla meiri og betri gagna um sjúkdómsferlið. Upplýs- ingar og niðurstöður af þeim rann- sóknum kynnu að hafa gildi við rannsóknir á öðrum sambærileg- um sjúkdómi í miðtaugakerfinu, svo sem Alzheimer, en þessi sjúk- dómur hefur að hluta - til sambærilegt birting- arform. Hvernig haga þessar heilablæðingar sér? Yfirleitt koma fyrstu einkennin fram milli tvítugs og þrítugs, í langflestum tilvikum. Mörg dæmi eru um að fólk hafi þá þegar verið búið að eignast börn. Þess vegna hefur þetta hald- ist í ættum. Fyrstu einkennin eru háð því hvar blæðingin verður í miðtaugakerfinu. Einkennin líkj- ast þá stundum þeim einkennum sem Alzheimersjúklingar fá. Þeg- ar sjúkdómurinn sækir í sig veðrið lamast sjúklingurinn oft og missir meðvitund. Líkaminn nær sér aft- ur á strik yfirleitt en nýjar blæð- ingar verða fyrr eða síðar, þannig getur þetta gengið aftur og aftur allt upp í tíu ár eða lengur. Þrátt fyrir allt þetta eru til einstaklingar Leifur Þorsteinsson ?Leifur Þorsteinsson er fædd- ur í Reykjavík árið 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1970 og BS:prófi í líffræði frá Há- skóla íslands árið 1973. Hann lauk doktorsprófi frá Óslóarhá- skóla haustið 1981. Hann hefur starfað við erfðafræðideild blóðbankans frá 1982 og unnið þar við margs konar rannsókn- ir, meðal annars rannsakað arf- gengar heilablæðingar. Leifur er kvæntur Sigríði Friðgeirs- dóttur hjúkrunarfræðingi. Þau eigatvö börn. Frumorsök er stökk- breytt gen virðast eiga eðlilegt lífshlaup, en þeir eru mjög fáir. Þetta þýðir að þeir hafa eitthvað í sér sem veldur því að erfðagallinn verður ekki greinanlegur sjúkdómur. Eru þetta ekki dýrar rannsóknir? Jú, þær eru það. Sem dæmi má nefna að tvö mikrógrömm af efni sem ég hef þurft að nota við rannsóknirnar kostar 56 þúsund krónur. Þessar rannsóknir hafa verið mjög vel styrktar, bæði af opinberum aðilum og einnig af Heilavernd, félagi sem aðstand- endur þessara sjúklinga hafa stofnað og starfar af miklum krafti. Þau tæki sem félag þetta hefur gefið erfðafræðideild Blóð- bankans hafa líka gagnast við miklu fleiri rannsóknir en bara þessum sjúkdómi. Eru til einhver lyf sem koma að gagni í baráttunni við þennan sjúkdóm? Nei, því miður eru þau ekki til, en hugsanlega eygjum við leið til þess að finna meðferðarform sem gæti seinkað sjúkdóms- ferlinu eitthvað. Þó er allt of snemmt núna að segja eitthvað ákveðið um það. Er nokkuð vitað um frumorsakir þessa sjúkdóms? Frumorsök þessa sjúkdóms er stökkbreytt gen og við höfum eins og fyrr sagði aðferðir til að greina þennan galla í móðurkviði en við getum ekki haft nein áhrif á ferli sjúkdómsins. Er ekki hægt að taka þetta stökk- breytta gen í burtu? Þetta gen er í öllum frumum líkamans og gefur af sér afurð í öllum líkamsvefjum og líkams- vökvum í mismunandi styrk. Genalækningar eru enn svo skammt á veg komnar, að ekki verður séð að þær komi að gagni sem augljóslega bera gallann en á næstum arum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.