Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 9
MORGDNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9; MARZ 1996 9 FRÉTTIR Tvö ný lyf við beinþynningu hafa verið skráð hérlendis Gætu fækkað hrygg- brotum um helming TVÖ ný lyf til að draga úr bein- þynningu hjá konum eftir tíða- hvörf voru skráð nýlega hér á landi. Beinþynning er vaxandi vandamál víða um heim, sam- kvæmt nóvemberhefti New Eng- land Journal of Medicine og er haft eftir í nýjasta hefti Lyfjatíð- inda að reikna megi með að kostn- aður vegna einna saman mjaðm- arbrota, sem rekja megi til bein- þynningar, muni tvöfaidast á næstu 25 árum í Evrópu og Bandaríkjunum. Rannsóknir benda til að lyfin dragi úr tíðni brota í hryggsúlu um helming og bráðabirgðaniðurstöður um notk- un annars'þeirra lofa góðu hvað varðar lærleggsháls og bein í framhandlegg. Lyfin heita etídrónat og alendr- ónat og við töku þeirra verður beinmyndun meiri en beinniður- brot og leiðir það til þéttari beina. Lyf úr flokki bifosfónata, sem þessi eru, hafa verið notuð við beinsjúkdómum í 25 ár og við beinþynningu í rúman áratug. Mest er reynslan af notkun ly- fjanna tveggja sem getið er i upp- hafi, segir Ari Jóhannesson læknir á Akranesi í Lyfjatíðindum. Hann segir að lyfin virðist hafa mest áhrif á tíðni beinbrota, að minnsta kosti í hryggsúlu, og að rannsóknir sem gerðar hafa verið bendi til að eftir tveggja til þriggja ára meðferð fækki nýjum brotum um helming. Ari segir jafnframt að mörgum spurning- um varðandi notkun lyfjanna sé enn ósvarað, til dæmis sé ekki vitað hvaða áhrif lyfin hafa á önnur bein, svo sem lærleggsháls og framhandlegg. Bráðabirgðan- iðurstöður gefi þó tii kynna að þau séu hagstæð. 200 mjaðmar- brot á ári í grein 5. tölublaðs Læknablaðs- ins 1995 um beinþynningu, eftir Ara Jóhannesson og fleiri, kemur fram að mjaðmarbrot séu um 200 á ári og að rekja megi 1.200-1.500 beinbrot til beinþynningar. Líkur sextugrar konu á beinbroti séu 35-40%, þar með taldar 15% líkur á brotinni mjöðm, segir ennfremur í Lyfjatíðindum. Ari segir að ekki sé vitað um langtímaáhrif lyfjanna, rann- sóknir sem byggt sé á hafi staðið í þrjú til sjö ár en talið sé að meðferð við beinþynningu þurfi ef til vill að standa mun lengur. Hann segir ástæðu til að ætla að lyfin gagnist ekki bara til að fyrir- byggja beinbrot því ekki sé alltaf of seint að gefa þau inn þegar bein hefur brotnað, til dæmis eft- ir samfallsbrot í hrygg. Lyfin hafa verið notuð hérlendis í tak- mörkuðum mæli og segir Ari sína reynslu nokkuð sambærilega við það sem lesa megi um erlendar rannsóknir. Aukaverkanir virðist vera litlar ef leiðbeiningum er fyigt- Loks segist Ari, í samtali við Lyfjatíðindi, meta það svo að hormónalyf muni áfram gegna höfuðhlutverki til varnar bein- þynningu í konum í kringum tíða- hvörf en bætir við að lyfin muni sennilega gegna vaxandi hlutverki sem valkostur í framtíðinni, svo sem í tilfellum þar sem beinþynn- ingar hefur þegar orðið vart. Geti þau hugsanlega verið eini kostur- inn í sumum tilvika. Hef hafið störf á |P% A- L ; Nuddstofunni, Asparfelli 12. Tímapantanir í síma 557 6647. í Verið velkomin. . ,=== JóhannaHaraldsdóttir. V/SA ( ) 'mmmmm V BB J Er í Félagi íslenskra nuddara. P E R L A N ur er boðið í boðið perluna... allt það nýjasta sem við á í brúðkaupið á stórsýningu í perlunni um helgina opið laugardag og sunnudag. frá kl. 13 - 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.