Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SAMNINGAR hafa tekist um að breski tónlistarmaðurinn David Bowie komi til landsins og haldi tónleika í Laugardalshöll hinn 20. júní. Til upphitunar áþeim verða íslenskir tónlistamenn, en ekki hefur verið ákveðið hverjir það verða. Fyrirtækið Tin heldur tón- leikana í samráði við Listahátíð í Reykja- vík. Ingvar H. Þórð- arson, einn aðstand- enda þess, segir að hálfgerð „fjallabaks- leið“ hafi verið farin til að fá Bowie til landsins. „Við höfð- um fyrst samband við hann eftir venju- bundnum leiðum, en þá voru nefndar allt of háar fjárhæðir. Eftir það talaði Ragnheiður Hanson, einn eigenda fyrir- tækisins, við gamlan vin sinn úr tónlistar- bransanum ytra. í gegnum hann fékkst samþykki Bowies.“ Ingvar tekur fram að án stuðnings fyr- irtækjanna Vífilfells, fslensk-ameríska, Flugleiða og íslands- banka hefði aldrei getað orðið af tón- leikunum. Hann seg- David Bowie á Listahátíð DAVID Bowie kemur hingað til lands og heldur tónleika á Listahátíð í júní. ir að bryddað verði upp á nýj- ungum í miðasölu. „Miðasalan hefst í apríl og verður með held- ur nýstárlegum hætti. Miðar verða seldir í hraðbönkum ís- landsbanka og hægt verður að kaupa þá með debet- eða kredit- kortum. Um leið og þessi aðferð gerir landsbyggðarfólki auð- veldara um vik að kaupa miða gerir hún miðafölsun nær ómögulega," segir Ingvar. Með Bowie í för verða 25 manns, þar á meðal eiginkona hans, fyrirsætan Iman. í hljóm- sveitinni verða frægir tónlistar- menn á borð við Carlos Alomar og Reeves Gabriels, en báðir hafa þeir unnið mikið með Bowie. David Bowie er einn þekktasti tón- listarmaður heims. Hann hóf tónlistar- feril sinn árið 1964 og gaf út fyrstu plötu sína tveimur árum síðar. Hann sló í gegn árið 1969 með Iaginu Space Oddity af sam- nefndri plötu. Þekkt- ustu plötur hans eru The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars frá 1972 og Let’s Dance frá árinu 1983. Einnig má nefna plöturnar Hunky Dory og The Man Who Sold the World, báðar frá 1971. Titillag þeirrar síðarnefndu varð ný- lega vinsælt í flutn- ingi hljómsveitarinn- ar Nirvana. Nýjasta geisla- plata hans heitir 5521150-5521370 LARUS Þ VALDIMARSSON, FRAMKV/í MOASiJORi KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiliur Fasieignasaii Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Eign í sérflokki - lækkað verð Við Eskihlíð endurbyggð íb. rúmir 100 fm á 4. hæð. Öll eins og ný. Stórt og gbtt risherb. fylgir. Snyrting í risinu. Tilboð óskast. Nýleg og vönduð - lækkað verð Suðuribúð á 3. hæð 85 fm við Vikurás. Parket. Sólsvalir. 40 ára hús- næðislán kr. 2,5 millj. Góð sameign. Seljandi lánar hluta af útborgun til 15 ára. Tilboð óskast. Stórt endaraðh. - margskonar eignask. Húsið er jarðh. og tvær hæðir. Alls 6 svefnherb. rn.m. Herb. á jarðh. má hafa sér. Sérbyggöur bílsk. Langtímalán. Titboð óskast. Einstakt tækifæri Rúmgóð 3ja herb. íb. óskast í Heimum, Vogum, nágrenni. Má vera góð jarðhæð. í skiptum fyrir 5 herb. hæð í Heimunum með öllu sér. Skammt frá Hótel Sögu 3ja herb. stór og góð íb. á 4. hæð. Nýtt gler. Húsið nýklætt að utan. Ágæt sameign. • • • Opið í dag kl. 10-12. Óvenjumargir fjársterkir kaupendur á skrá. Margskonar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGNASALAN HU6HVE6118 S. 552 1151-552 137« l.outside og kom hún út síðla síðasta árs. Upp á síðkastið hef- ur hann verið á tónleikaferða- lagi til kynningar á plötunni og tónleikarnir hér á landi í sumar verða með þeim síðustu á því ferðalagi. Bowie mun jafnt flylja efni af plötunni sem eldra efni. „ Að mínu mati er það tóm heppni að fá Bowie hingað til lands, enda hefur það verið reynt margoft áður. Bowie er einn vinsælasti tónlistarmaður- inn og í rauninni má segja að aðeins Rolling Stones og Paul McCartney hafi náð að halda vinsældum í jafn langan tíma,“ segir Ingvar H. Þórðarson. íslenskir ríkisborgarar í útlöndum 1970-95 nn qóo Dvalarlönd 1. des. 1995 75 '80 '85 '90 1 995 Erlendir ríkisborgarar* á ísland 1970-95 6000 4000 Danmörk Þýskaland 698 Bretland 650 Kanada 412 Eyjaálfa 392 Upprunalönd l.des. 1995 4.807 2000- i-----1-----1-----F----1—----H 70 75 '80 ’85 ’90 1995 Ert. Bandarlkin Pólland 326 Bretland 315 Noregur 305 Þýskaland 286 Taíland 208 Svíþjóð 198 Filippseyjar 167 Vietnam 102 Önnur lönd Yfir 20 þúsund íslenskir ríkisborgarar í útlöndum ISLENSKUM ríkisborgurum í út- löndum fjölgaði um nær tvö þúsund á síðasta án, samkvæmt yfirliti sem Hagstofa íslands hefur sent frá sér. Þar af fjölgaði ísienskum ríkis- borgurum í Danmörku um 1.131 í fyrra. Alls voru 20.832 íslenskir ríkis- borgarar með lögheimili erlendis hinn 1. desember síðastliðinn, af þeim voru 18.034 fæddir á íslandi. Langflestir voru á Norðurlöndum, 13.684, i Bandaríkjunum voru 3.511 og í Evrópu, utan Norður- landa, voru 2.526. Hinn 1. desember síðastliðinn átti • lögheimili hér á landi 10.901 íbúi fæddur eriendis, en erlendir ríkisborgarar voru 4.807. Hluti þeirra sem fæddir eru erlendis eru börn foreldra sem bjuggu ytra við nám eða störf. Erlendir sendiráðs- menn og varnarliðsmenn eru ekki með í þessum tölum. Hæstiréttur sýknaði íslandsbanka af kröfum eigenda Stöðvar 2 Þátttaka í hlutafjáraukn- ingu en ekki sala bréfa OPIÐ HUS laugardag og sunnudag Ekrusmári 5 og 7, Kóp. Glæsilega hönnuð 164-173 fm raðhús á einni hæð með útsýn- isstofu í norðvesturkvisti. Skilast fokheld að innan, fullbúin en ómáluð að utan, lóð grófjöfnuð. Verð 8,4-9,1 millj (vestur- endi). Einnig hægt að fá húsin lengra komin. Byggingaraðili verður á staðnum og sýnir húsin á milli kl. 13 og 17 laugar- KJORBYLI dag og sunnudag. IlUblll Itfliyid K.UÍ íf ^ F a ste ig n a s a la n NÝBYLAVEGUR 14 fax00.33o7oour IS‘564 1400 IRfotiptiiMtafeitt - kjarni málsins! HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Is- landsbanka af öilum kröfum Fjöl- miðlunar hf. Áður hafði Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmt bankann til að greiða eigendum Fjölmiðlunar 23 milljónir króna auk vaxta. Forsaga málsins er sú að í lok ársins 1989 leituðu þrír aðaleigend- ur íslenska sjónvarpsfélagsins, upp- haflegs eiganda Stöðvar 2, fyrir sér um hlutafjáraukningu og gerðu á gamlársdag það ár samkomulag við Verslunarbankann um að hlutafé félagsins yrði aukið um 400 milljón- ir. Aðaleigendurnir skyldu kaupa hlutabréf fyrir 150 miiljónir en bankinn kaupa eða útvega kaup- endur að hlutabréfum fyrir 250 milljónir. Þá var bankanum veitt heimild til að auka hlutafé um 400 milljónir til viðbótar. Eftir að Verslunarbankinn hætti bankastarfsemi var nafni _________ hans breytt í Eignar- haldsfélag Verslunar- bankans og síðar tók ís- landsbanki við fyrirsvari Eignarhaldsfélagsins vegna málsins. Forráðamenn Eignarhaldsfélags- ins hófu viðræður um kaup á hluta- fé í íslenska sjónvarpsfélaginu sem leiddu til samnings sem gerður var 9. janúar 1990 um kaup á 150 milijóna kr. hlutafé við fjóra aðila, sem stofnuðu sameignarfélagið Fjölmiðlun. Það gekk inn í kaupin og tók inn nýja sameignaraðila. Deilt um verð gildi hluta- bréfanna Um þessi hlutafjárkaup var deilt í málínu þar sem upp kom ágrein- ingur milli þeirra sem að málinu stóðu um hvert raunverulegt verð- gildi hlutabréfanna hafi verið á söludegi og hvort Eignarhaldsfélag- ið hafi verið eigandi bréfanna eða einungis séð um að útvega kaup- endur að hlutafénu. Við hlutafjár- kaupin hafði Eignarhaldsfélagið lagt fram upplýsingar frá bankan- um um stöðu fyrirtækisins og áætl- anir unnar á vegum lánasviðs bank- ans um stöðu sjónvarpsfélagsins þar sem fram hafi komið að eftir hlutafjáraukningu yrði eiginfjár- staða þess ekki neikvæð. Nokkrum dögum eftir að kaupin voru gerð var haldinn hluthafafund- ur í Islenska sjónvarpsfélaginu, sem heitir nú íslenska útvarpsfélagið, þar sem lagður var fram áætlaður _________ efnahags- ________________ reikningur. Þar kom fram að eiginfjár- staða félags- ins væri nei Dómi Héraðs dóms var snúið við kvæð um 126,5 milljónir þrátt fyrir hlutafjáraukninguna. Hluthafarnir fóru fram á að kaupverðið yrði leiðrétt og í janúar 1991 var samþykkt á fundi í Fjöl- miðlun sf. að höfða mál fyrir dóm- stólum vegna ágreiningsins. Dóm- kvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að kaupverð hlutabréf- anna hefði verið 23 milljónum of hátt og dæmdi Héraðsdómur í sam- ræmi við það. Hæstiréttur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að samkvæmt samkomulaginu um hlutafjáraukn- inguna hafi bankinn tekið að sér að kaupa eða útvega kaupendur að hlutabréfum fyrir 250 milljónir. Af gögnum málsins sé ljóst, að samn- ingurinn hafi verið um þátttöku í aukningu hlutafjár, en ekki sölu hlutabréfa. Um hlutafjáraukninguna hafi hlotið að fara eftir ákvæðum III. kafla laga nr. 32/1978 um hluta- félög, en í 13. grein segi, að greiðsla hlutar megi ekki nema minna en nafnverði hans að frádreginni sann- anlegri söluþóknun allt að 10%. Hæstiréttur sagði því að ekki yrði á það fallist að Eignarhaldsfélagið hafi verið seljandi hlutafjárins í skilningi laga nr. 39/1922 um ________ lausafjárkaup. „Þegar það, sem að framan greinir og að- dragandi samningsgerð- ar málsaðila í janúar “1990 er virt í heild verður ekki talið, að gagnáfrýjandi [Fjöl- miðlun sf.] hafi sýnt fram á, að aðaláfrýjandi [íslandsbanki] eigi að bera bótaábyrgð að lögum gagnvart honum. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna aðaláfrýjanda af öllum kröfum hans,“ segir í dómi Hæsta- réttar, sem jafnframt felldi 500 þús- und króna málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti á Fjölmiðlun sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.