Morgunblaðið - 09.03.1996, Side 11

Morgunblaðið - 09.03.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 11 FRETTIR Afrakstur ljósmyndamaraþons á opnun menningarviku BISN MENNINGARVIKA Bandalags ís- lenskra námsmanna (BÍSN), sem er samtök 15 sérskóla, stendur yfir 9.-16. mars. Er þetta í sjötta sinn sem slík menningarvika er haldin og er allur undirbúningur unnin í sjálfboðavinnu af nemendum skól- anna og framkvæmdastjórn BÍSN. Opnunarhátíðin verður laugar- daginn 9. mars í Kennaraháskóla íslands, þar sem afrakstur ljós- myndamaraþons sérskólanema verður sýndur og verðlaun afhent. Nemendur úr Söngskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík sjá um tónlistarflutning ásamt kór Tækniskóla íslands. Þá verður ljóðaupplestur úr nýútkomnu ljóða- og smásagnakveri BÍSN. Frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands, verður viðstödd opnunina. Alla daga vikunnar verður síðan eitthvað um að vera. Námskynning 1996 fer fram í ýmsum skólum á sunnudeginum kl. 13-18 og er það nánar auglýst í blöðum. Á mánu- dagskvöld íd. 20 verður listakvöld í Tækniskóla íslands, m.a. sýning á verkum nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands. Á þriðjudags- kvöld kl. 20 verður spilakvöld í Fósturskóla íslands. Á miðvikudag- inn kl. 17 hefst kvikmyndasýning í Regnboganum á myndunum Pulp Fiction og Cyrano de Bergerac. Á fimmtudagskvöld kl. 22 verða rokk- tónleikar á Tveimur vinum, þar sem hljómsveitirnar Olympia, Sagtmóð- igur og Kuml koma fram. Á föstu- daginn kl. 15 verður keilumót milli sérskólanema í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. í lok keppninnar verða veitt verðlaun. Á föstudagkvöld verður dansleik- ur í Ingólfskaffi. Laugardaginn 16. mars verður árlegur kynningardag- ur Stýrimannaskólans í Reykjavík, þar sem nemendur kynna tæki og búnað skólans. Skólar sem mynda Samband íslenskra sérskólanema eru: Fiskvinnsluskólinn,_ Fósturskól- inn, Garðyrkjuskólinn, Iþróttakenn- araskólinn, Kennaraháskólinn, Leiklistarskólin, Myndlista- og handíðaskólinn, Samvinnuháskól- inn á Bifröst, Stýrimannaskólinn, Söngskólinn, Tónlistarskólinn, Tækniskólinn, Tölvuháskólinn, Vél- skólinn og Þroskaþjálfaskólinn. DAGAR Verðið er aðalatriðið þegar allt annað stenst samanburð. Þessi einföldu rök skyra hinar miklu vinsældir Hyundai sem eru íhópi allra mest seldu bíla á íslandi. ^) Nú bætum við enn um betur og bjóðum í skamman / {y Vjr tíma virkilega veglega kaupauka með hverjum nýjum bíl. Valið stendur milli tveggja pakka, að sama verðmæti, en með misjöfnum áherslum. Og víðar leynast pakkar. Allir sem reynsluaka Hyundai á þessum dögum, velja sér pakka úr pakkahorninu. Pakkaðir kaupaukar á pakkadögum HYUNDAI 8. -17. mars Hvorn pakkann má bjoða þér? Pqkka 1 1. Álfelgur C— (f 2. Vindskeið með bremsuljósi 3. Utvarp og segulband 4. Mottur 5. Vetrar- og sumardekk 6. Fullur bensíntankur Sonata Draumabíllinn sem þú þarft ekki lengur að láta þ Bíll sem ber öll merla glæsibifreiðar án þess að ver< Pakka 2 1. BOSCH-GSM sími 2. PANASONIC geislaspilari 3. Mottur 4. Vetrar- og sumardekk 5. Fullur bensíntankur Reynsluakstur - pakkaferð! Allir sem reynsluaka Hyundai á pakkadögunum velja sér glaðning úr pakkahorninu. í hverjum pakka er smá gjöf frá B&L, en auk þess höfúm við laumað í þá happdrættismiðum sem dregið verður úr í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni FM, sunnudaginn 17. mars. Vinningar eru tvær pakkaferðir í Kerlingafjöll og ein pakkaferð til Benidorm með Samvinnuferðum Landsýn. Góðaferð! -x Accent Fallegur, rúmgóður, kraftmikill og nýtískulegur bíll, hannaður með það að leiðarljósi að gera aksturinn ánægjulegan á öruggan hátt. Elantra Straumlínulagað útlitið gerir hann spordegan og fallet innréttingin er þægileg og glæsileg og öryggisbúna< er ríflegur. Elantra er einnig til sem skutbíll, forvitnilegur og rennilegur bíll sem er nýr í flokki bíla frá Hyundai. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 til framtíðar ARGUS & ÖRKIN /SlA BL102

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.