Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Verið er að hanna miklil varnarvirki gegn snjóflóðum fyrir ofan byggðina á Flateyri til þess að hægt verði að búa áfram á því svæði sem nú er talið hættusvæði. Fólk þar sem Egill Egilsson fréttaritari ræddi við segist lítið vita um þessar framkvæmdir. Allir leggja mikla áherslu á hreinsun snjóflóðasvæðisins. FYRIR snjóflóð var Unnarstígur fallegasta gatan á Flateyri. Nú er hálf ömurlegt að ganga eftir göt- unni og sjá verksummerki flóðsins þar sem öllu ægir saman, rústum húsa og persónulegum munum. Þegar komið er inn í húsið við Unnarstíg 8 til Matthíasar A. Matthíassonar, verkstjóra hjá Kambi hf., og Guðríðar Rúnu Kristj- ánsdóttur, konu hans, blasa við í gegn um eldhúsgluggann ummerki flóðsins, svört þúst þar sem einu sinni voru nágrannar öruggir um sinn hag. Leitt út í sjó „Ef þessir varnargarðar verða að veruleika vil ég að settir verði leiðarar fyrir ofan varnargarðinn, sem núna er, til þess að leiða flóðið út í sjóinn. Þetta yrði einhvers kon- ar renna sem myndi sveigja flóðið frá byggðinni. Að ofan ætti að koma annar varnargarðar, það er að segja í Skoilahvilft þaðan sem flóðið kom," segir Matthías þegar leitað er álits þeirra hjóna á fyrirhuguðum varnargörðum. Matthías telur að rekja megi or- sakir snjóflóðsins til mikils jarð- rasks í gegnum tíðina. Það eru sjá- anleg merki þess að efri hólarnir í fjallshlíðinni hafí splundrast þegar flóðið fór af stað og síðan virðist flóðið hafa flogið yfír þá neðri. Allt Morgunblaðið/Egill Egilsson MATTHÍAS A. Matthíasson og Guðríður Rúna Kristjánsdóttir með dætrum sínum Jónínu Rut, 5 ára, og Laufeyju Drðfn, 3 ára. Rústirnar vekja slæmar minningar jarðrask hljótí að hafa breytt legu fjallshlíðarinnar. Hvar verður línan dregin? „Mér finnst hart að ekki skuli vera farið að leggja fram neitt hættumat þó meira en fjórir mánuð- ir séu liðnir frá því snjóflóðið féll. Þetta tekur allt of langan tíma. Hvað hefði gerst ef það væri búin að vera snjóflóðahætta síðan þetta gerðist? Þeir virðast ekki vita hvar þeir eiga að draga línuna varðandi rauð svæði eða grá svæði. Ætla þeir kannski að draga þessa línu yfír húsið hjá mér? Bílskúrinn lenti í flóðinu og ég er með það alveg á hreinu að ef hann hefði ekki verið, þá hefði flóðið farið inn í hjónaher- bergið." Matthías segir einnig að þrátt BENT til fjalls, rústir húsa í baksýn. fyrir orð sveitarstjóra og oddvita um að fundað yrði með borgurum um málin hafi það enn ekki verið gert. Rúmir tveir mánuðir væru liðnir frá því síðasti fundur var haldinn og á þeim fundi hafi verið fjallað um það hverjir tækju ákvörð- un um hvenær rýma ætti hús vegna snjóflóðahættu. , „Okkur finnst það fáránlegt að einhverjir aðilar í Reykjavík, það er að segja Veðurstofa Islands, skuli ráða hvenær rýma eigi húsin vegna snjóflóðahættu." Ekkert vitað um uppkaup Hvernig hefur ykkur liðið eftir flóðið? „Manni leið rosalega illa fyrst. Ég fór eiginlega ekki að jafna mig fyrr en eftir áramót. Þegar Stút- ungur fór í gang fór maður að hugsa um eitthvað annað sem dreifði huganum. Núna eftir áramót fór maður að jafna sig og um leið að skoða dæmið hvað varðar kaup hreppsins á húsum. Við vitum ekki hvort við verðum keypt út. Reyndar var oddvitinn búinn að segja við mig að gera mér ekki of miklar vonir, en við myndum skoða það vel ef slíkt væri í boði. Það færi einnig eftir því hvernig snjóflóðavarnirnar yrðu gerðar og hvernig gengið yrði frá svæðinu í kringum okkur. í raun og veru höfum við engan áhuga á að yfirgefa húsið okkar hér. Hér höfum við búið í fjögur ár og lagt allt okkar í þetta hús. Því er ekki að neita að maður sér eftir götunni, þetta var fallegasta gatan á eyrinni. Hins vegar vekja rústirnar og dótið sem er um allt" hjá manni slæmar minningar. Mikil hætta er á ferðum ef vind herðir. Hér Iiggja steypustykki og glerbrot og heilu þökin sem gætu hæglega farið af stað og valdið stjórtjóni. Maður má eiginlega þakka fyrir að veðrið er búið að vera svona gott í vetur. Ég man ekki eftir vetri þessum líkum þau sextán ár sem ég hef búið hér. Maður er eiginlega hálf gáttaður á því að sjá grasið og runnana koma undan snjónum," segir Matthías. Ekki verði beðið með hreinsun Hann leggur áherslu á að ekki verði beðið með að hefja hreinsun og uppgræðslu svæðisins. Leggur hann til að reistur verði minnis- varði þar sem Minjasafnið stóð. Matthías er óánægður með hvað gengur hægt að koma málum áfram, til dæmis að fá hættumat fyrir staðinn, og bendir á að svo hafi einnig verið í Súðavík. „Þeir eru búnir að bíða í heilt ár eftir að eitthvað gerist í þeirra málum. Málið hefur velkst í kerfinu, í stað þess að tekið hafi verið á því af einhverri festu. Þess er ávallt krafist að fólkið í landinu geri allt strax. Greiði skatta sína og skyldur á réttum tíma. Annars fær það sektir. En þegar eitthvað snýr að hinu opinbera þarf það að taka svona langan tíma, fara eftir flóknu ferli nefnda og kerfíseinstiga. Fyrst Súðvíkingar hafa þurft að bíða í meira en ár eftir úrlausn sinna mála fer maður að velta því fyrir sér hvað við þurf- um að bíða lengi," segir Matthías. Hrædd þegar hvessir GRÉTA Sturludóttir, myndlistarkennari við Grunnskólann á Flateyri, var út í garðinum við hús sitt á Hjallavegi 2 að raka saman glerbrotum og öðru drasli þegar fréttaritara bar að garði. I þíðunni að undanförnu hefur margt komið undan klakanum og tækifæri gefist til að hreinsa garðinn. Hún segir ómögulegt annað en að hreinsa þetta sem fyrst svo börnin skeri sig ekki á glerbrotum þegar þau fari að leika sér í garðinum. Hefði mátt lengja gamla garðinn Gréta er eini íbúinn sem eftir er í raðhúsa- lengjunni á Hjallaveginum. Hús sem voru áföst hennar eru einungis tættir húsagaflar og steypustykki á víð og dreif um svæðið. Næsta hús virðist standa uppi alheilt, en þegar betur er að gáð sést að þriðjungur hússins hefur eyðilagst í snjóflóðinu. Hús Grétu slapp að mestu nema hvað flóðið tætti hjá henni þakkant og hreif með sér lofttúður. Einnig fylltist forstofan þegar fJóðið braut sér leið inn og bílskúrinn að hluta. „Ég veit eiginlega ekki neitt ennþá. Maður hefur ekkert heyrt um það hvar þeir nrunu koma og hvenær. Ég get því lít- ið tjáð mig um þá," segir Gréta þegar hún er spurð hvað henni finnist um fyrirhugaða varnargarða. „Aftur á móti verð ég að segja að mér hefði fundist að það hefði mátt lengja varnargarðinn sem fyrir er þannig að hann næði út að kirkjugarði. Ef flóð félli myndi hann þá vonandi leiða það frá byggðinni og út í sjó. Þeir hafa fyllt í skörð sem voru á milli og lengt garðinn aðeins en í öfuga átt. Og með þessu er heldur ekki nóg að gert. Eg man eftir því þegar ég var krakki að þá féll flóð úr Skollahvilftinni. Það fór framhjá kirkjugarðinum og stað- næmdist við Minjasafnið sem fór í snjóflóð- inu í október." Horfi ekki út um stofugluggann Gréta vill að svæðið verði hreinsað sem fyrst. „Það er alveg bráðnauðsynlegt enda hefur það slæm áhrif á mann að sjá allt draslið hér í kring. Ég horfi helst ekki út um stofugluggann vegna þess að þar blasir þetta allt við. Frekar horfi ég út um eldhús- gluggann því að þaðan sést buggðin fyrir ofan." Hún segir að töluvert hafi verið hreins- að, til dæmis í miklu átaki fyrir sex vikum. „Nú er til dæmis heilmargt að koma í ljós sem var í snjó þá. Eins og þú sérð er ég að raka saman drasli úr garðinum. Margt af þessu er ónýtt. Eg hef verið að finna eina og eina bók. Ég opnaði eina en hún var full af pöddum." Morgunblaðið/Egill Egilsson GRÉTA Sturludóttir að raka í garðin- um á Hjallavegi 2 með rústir húsa í baksýn. Hvað með framhaldið þegar svæðið verð- ur loks hreinsað? Þá lendir hús þitt á ber- svæði? „Það hefur verið talað um að gera hérna skrúðgarð til minningar um fólkið sem fórst. Ég hugsa að það hafi enginn geð í sér til að búa á þessu svæði." Hefur eitthvað verið rætt við þig hvort húsið þitt verði keypt? „Ég hef verið spurð hvort ég myndi vilja vera áfram og kaupa annað. Ég hef ekki svarað því." Gréta segir að erfitt sé að búa á svæð- inu. „Ég var ekki tilbúin að fara í burtu. Á hinn bóginn hafði ég ekki hugsað mér að verða hér ellidauð. Þó ég vildi flytja niður á eyrina þá er þar ekkert hús sem ég vildi búa í. Eg er búin að leggja mikla vinnu í þetta hús sem ég flutti í fyrir ári." Hvernig stuðning hefur þú fengið frá sveitarstjórninni eftir flóðið? „Stuðningurinn hefur falist í persónu- legri uppörvun þegar oddvitinn, Magnea Guðmundsdóttir, hefur komið og klappað mér á öxlina og spjallað. Það hefur heilmik- ið að segja. Maður veit þá að maður er ekki afskiptur." Logandi hrædd þegar hvessir Nú hefur dregist á langinn að leggja fram hættumat. Vekurþað ekki hjá þér óhug að vita ekki neitt? „Tíðin hefur verið svo góð að undanförnu að maður hefur ekki leitt hugann að þessu. Ef þú lítur upp í fjallið sérðu að það er ekki einn einasti skafl í fjallinu. Afturámóti er ég alveg logandi hrædd ef það hvessir. Mánuði eftir flóðið fauk brak á húsið. Tvær rúðu brotnuðu í stofu- glugganum og ein á svefnherberinu. Ég flý alltaf úr svefnherberginu þegar vindáttin er á þann veginn. Þess vegna skiptir höfuð- máli að hreinsa svæðið sem fyrst og á meðan tíðin er svona góð."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.