Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 13 LAIMDIÐ FRÁ fundi bæjarstjórnar í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Árni Helgason Batnandi hagur Stykkishólmsbæjar Rannsóknir á beitar- svæðum hreindýra Neskaupstað - Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Neskaup- staðar, afhenti 263.000 krónur til Náttúrustofu Austurlands fyr- ir skömmu til rannsókna á þeim svæðum í landi staðarins sem hreindýr ganga helst á. Þessi fjárhæð er ágóði af veiðum þeirra hreindýra sem sveitarfé- laginu var úthlutað til veiða á síðasta ári. Rannsókn Náttúrustofunnar felst m.a. í athugun á ástandi gróðurs í landi Neskaupstaðar og áhrifum beitar hreindýra á hann. Ljóst er að þeir fjármunir sem fengust af veiðunum duga ekki til þessara rannsókna. Því er áf ormað að leita eftir fjármagni og samstarfi við aðra aðila, m.a. Veiðistjóraembættið, Kannsókn- arráð Islands og Náttúrufræði- stofnun íslands. Stykkishólmi - Á fundi bæjarstjórn- ar Stykkishólms 26. febrúar sl. var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til seinni umræðu og afgreiðslu. Þar kemur fram að hagur sveitarfélag- anna hefur batnað mikið. Mikil upp- bygging var í Stykkishólmi á síðasta áratug, m.a. var byggður nýr grunn- skóli, nýtt íþróttahús og hafnarað- staða í Súgandisey og að sjálfsögðu jók bæjarfélagið við skuldir sínar þá. Á síðustu árum hefur verið lögð áhersla á að greiða niður skuldir bæjarfélagsins og hefur verulegur árangur náðst. Nú er svo komið að bæjarstjórn telur sig geta farið í fjár- festingar að nýju. Heildarfjárfesting hjá bæjarsjóði og fyrirtækjum hans er áætluð 96,5 millj. kr. Aðalfram- kvæmdir á vegum bæjarins á þessu ári er bygging 7 þjónustuíbúða fyrir aldraða og er áætlað að í það verk- efni fari 45 millj. kr. á þessu ári og' stefnt á að þær verði tilbúnar á næsta ári. Þá verður farið í gerð íþróttavallar. Til staðar er grófúr. malarvöllur sem hentar ekki lengur. Nú er ætlunin að gera grasvöll og endurbyggja hlaupabrautir og aðra aðstöðu fyrir útiíþróttir. Kostnaðará- ætlun er 10 millj. kr. og er reiknað með að ljúka framkvæmdum í sum- ar. Ýmsar aðrar minni framkvæmdir eru áætlaðar í Stykkishólmi á þessu ári. í fjárhagsáætlun Stykkishólms- bæjar kemur fram að tekjur sveitar- félagsins eru áætlaðar 139 millj. kr. Rekstrargjöldin eru áætluð 108 millj. og mismunurinn fer til fjárfestinga og greiðslu vaxta og afborgana. Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í rekstri eru fræðslumál og renna í þann málaflokk um 20% af tekjum bæjarins. U.þ.b. 50% af rekstri og fjárfestingu. bæjarsjóðs fara í þrjá málaflokka, þ.e. fræðslumál, félags- þjónustu og æskulýðs- og tóm- stundamál._ Bæjarstjóri í Stykkis- hólmi er Ólafur Hilmar Sverrisson og hefur hann starfað síðan 1991 er hann tók við af Sturlu Böðvars- syni er hann var kosinn til þing- mennsku. Fyrir nokkrum árum var Stykkishólmur talinn vera eitt af skuldsettustu sveitarfélögum lands- ins og þar hefur orðið breyting á. Það hefur oft verið erfitt og vanda- samt verk hjá bæjarstjóra að vera með fótinn á bremsunni en árangur í starfi hans hefur skilað árangri. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal GUÐMUNDUR Bjarnason bæjarstjóri afhenti starfsfólki Nátt- úrustofunnar umrædda fjárhæð. Talið frá vinstri: Guðrún Jóns- dóttir, Svavar Ólafsson og Guðmundur Bjarnason. . Unglingar læra skyndihjálp Þórshöfn - Námskeið í skyndi- hjálp var haldið fyrir skömmu fyrir ungmenni í 10. bekk grunnskólans hér á Þórshöf n. Leiðbeinandi var Katrín Osk Þorgeirsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir, en hún er jafnframt leiðbeinandi hjá Rauða krossi íslands. Á þessu 24 stunda námskeiði var farið yfir mjög fjölbreytt efni, sem of langt mál yrði að lclja upp, en nefna má t.d. end- urlífgun, blástursaðferðina og hjartahnoð. Mikið var lagt upp úr stjórnun á slysstað, aðkomu á slysstað og að greina þá slös- uðu rétt og reyna að létta ástand hins slasaða eða sjúka. Kólnun, köfnun, bruni af ýmsum toga og flutningur hins slasaða var einnig meðal efnis á námskeið- inu. Þegar fréttaritari leit inn til nemendanna var fjörugt um að litast, en verið var að vinna með dúkkur og hjálpartæki frá Rauða krossinum. Nemendur tóku námið augjjóslega alvar- lega og dúkkurnar sýndu við- brögð með blikkandi ljósum svo hver nemandi sá hvenær hann gerði rétt í hjartahnoði og blást- ursaðferð. Námskeið sem þetta er nauð- synlegt veganesti fyrir ungl- inga, ekki síst þá, sem innan tíð- ar fara út í atvinnulífið eða að heiman í framhaldsnám. Ungl- ingar úti á landi þurfa oftast að flytja að heiman til að kom- ast í framhaldsskóla og þurfa því fyrr en jafnaldrar þeirra t.d. á höfuðborgarsvæðinu að standa á eigin fótum. Þessi tí- undi bekkur, sem var að Jjúka námskeiðinu, var sammála um gagnsemi þess, auk þess sem það er metið sem ein eining í fram- haldsskóla. Sorpurðun á Aust- urlandi samþykkt Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir UNGMENNI úr 10. bekk æfa hjartahnoð og blástursaðferðina á brúðum Rauða kross deildarinnar. SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur faliist á fyrirhugaða sorpurðun á jörðunum Berunesi og Þernunesi við Reyðarfjörð og er úrskurðurinn byggður á frummati sem unnið var fyrir Sorpsamlag Mið-Austurlands og umsögnum um staðarvalið. Urðunarstaðirnir eru Mýrdalur og Auratún í landi Þeruness, um 300 m frá þjóðveginum, melur við Landamótsá um 200 m frá þjóðveg- inum og Lænur sem eru um 1,2 km frá þjóðveginum og eru tveir síðarnefndu staðirnir í landi Beru- ness. Undir urðunina fara um 1.000-1.500 fermetrar lands árlega. Viss skilyrði Fallist er á framkvæmdirnar, með þeim skilyrðum að malarhjöll- um fram við Mýrdal verði ekki rask- að, í Auratúni og við Landamótsá verði urðun hagað þannig að nýtan- legu malarefni verði ekki spillt og tryggt verði að hægt sé að nýta malarefni úr : námum þrátt fyrir sorpurðun, óraskað svæði á bökkum Landamótsár verði a.m.k. 50 m breitt og í starfsleyfi verði ákvæði um að urðunarsvæði sé rétt undir- búið með tilliti til söfnunar sig- vatns, eftirlits með efnainnihaldi frárennslis og gass og annarra þeirra umhverfisþátta sem Holl- ustuvernd ríkisins telur þörf á. Fallist er á flokkunarmiðstöð fyrir sorp með því skilyrði að lóða- mörk hennar verði minnst 15 metra frá Norðurá, til að tryggja um- ferðarrétt almennings meðfram ánni. Jafnframt er krafa um að í starfsleyfi verði ákvæði um mæl- ingar og eftirlit með frárennsli frá svæðinu og þar tekið fram að óheimilt sé að hakka brotajárn í stöðinni. :VÍ**«lll-4lOÍl4lÍ I i<>;i nrsfitakeppni Er^ á morgun sunnudaginn 10. mars kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða erfrá kl. 17.00. Ath: Seinni leikur liðanna fer fram þriðjudaginn 12. mars íKaplakrika. SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR er aðalstyrktaraðili Hauka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.