Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 13

Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 13 LANDIÐ FRÁ fundi bæjarstjórnar í Stykkishólmi. Rannsóknir á beitar- svæðum hreindýra Neskaupstað - Guðmundur Bjarnason, bæjarsljóri Neskaup- staðar, afhenti 263.000 krónur til Náttúrustofu Austurlands fyr- ir skömmu til rannsókna á þeim svæðum í landi staðarins sem hreindýr ganga helst á. Þessi fjárhæð er ágóði af veiðum þeirra hreindýra sem sveitarfé- iaginu var úthlutað til veiða á síðasta ári. Rannsókn Náttúrustofunnar felst m.a. í athugun á ástandi gróðurs í landi Neskaupstaðar og áhrifum beitar hreindýra á hann. Ljóst er að þeir fjármunir sem fengust af veiðunum duga ekki til þessara rannsókna. Því er áformað að leita eftir fjármagni og samstarfi við aðra aðila, m.a. Veiðistjóraembættið, Rannsókn- arráð Islands og Náttúrufræði- stofnun íslands. Batnandi hagur Stykkishólmsbæjar Stykkishólmi - Á fundi bæjarstjórn- ar Stykkishólms 26. febrúar sl. var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til seinni umræðu og afgreiðslu. Þar kemur fram að hagur sveitarfélag- anna hefur batnað mikið. Mikil upp- bygging var í Stykkishólmi á síðasta áratug, m.a. var byggður nýr grunn- skóli, nýtt íþróttahús og hafnarað- staða í Súgandisey og að sjálfsögðu jók bæjarfélagið við skuldir sínar þá. Á síðustu árum hefur verið lögð áhersla á að greiða niður skuldir bæjarfélagsins og hefur verulegur árangur náðst. Nú er svo komið að bæjarstjórn telur sig geta farið í fjár- festingar að nýju. Heildarijárfesting hjá bæjarsjóði og fyrirtækjum hans er áætluð 96,5 millj. kr. Áðalfram- kvæmdir á vegum bæjarins á þessu ári er bygging 7 þjónustuíbúða fyrir aldraða og er áætlað að í það verk- efni fari 45 millj. kr. á þessu ári og- stefnt á að þær verði tilbúnar á næsta ári. Þá verður farið í gerð íþróttavallar. Til staðar er grófur. malarvöllur sem hentar ekki lengur. Nú er ætlunin að gera grasvöll og endurbyggja hlaupabrautir og aðra aðstöðu fyrir útiíþróttir. Kostnaðará- ætlun er 10 millj. kr. og er reiknað með^ að ljúka framkvæmdum í sum- ar. Ymsar aðrar minni framkvæmdir eru áætlaðar í Stykkishólmi á þessu ári. I fjárhagsáætlun Stykkishólms- bæjar kemur fram að tekjur sveitar- félagsins eru áætlaðar 139 millj. kr. Rekstrargjöldin eru áætluð 108 millj. og mismunurinn fer til fjárfestinga og greiðslu vaxta og afborgana. Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í rekstri eru fræðslumál og renna í þann málaflokk um 20% af tekjum bæjarins. U.þ.b. 50% af rekstri og fjárfestingu. bæjarsjóðs fara í þijá málaflokka, þ.e. fræðslumál, félags- þjónustu og æskulýðs- og tóm- stundamál._ Bæjarstjóri í Stykkis- hólmi er Ólafur Hilmar Sverrisson og hefur hann starfað síðan 1991 er hann tók við af Sturlu Böðvars- syni er hann var kosinn til þing- mennsku. Fyrir nokkrum árum var Stykkishólmur talinn vera eitt af skuldsettustu sveitarfélögum lands- ins og þar hefur orðið breyting á. Það hefur oft verið erfitt og vanda- samt verk hjá bæjarstjóra að vera með fótinn á bremsunni en árangur í starfi hans hefur skilað árangri. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal GTJÐMUNDUR Bjarnason bæjarsljóri afhenti starfsfólki Nátt- úrustofunnar umrædda fjárhæð. Talið frá vinstri: Guðrún Jóns- dóttir, Svavar Ólafsson og Guðmundur Bjarnason. Unglingar læra skyndihjálp Þórshöfn - Námskeið í skyndi- hjálp var haldið fyrir skömmu fyrir ungmenni í 10. bekk grunnskólans hér á Þórshöfn. Leiðbeinandi var Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir, en hún er jafnframt leiðbeinandi hjá Rauða krossi íslands. Á þessu 24 stunda námskeiði var farið yfir mjög fjölbreytt efni, sem of langt mál yrði að telja upp, en nefna má t.d. end- urlífgun, blástursaðferðina og hjartahnoð. Mikið var lagt upp úr stjórnun á slysstað, aðkomu á slysstað og að greina þá slös- uðu rétt og reyna að létta ástand hins slasaða eða sjúka. Kólnun, köfnun, bruni af ýmsum toga og flutningur hins slasaða var einnig meðal efnis á námskeið- inu. Þegar fréttaritari leit inn til nemendanna var fjörugt um að litast, en verið var að vinna með dúkkur og hjálpartæki frá Rauða krossinum. Nemendur tóku námið augljóslega alvar- lega og dúkkurnar sýndu við- brögð með blikkandi ljósum svo hver nemandi sá hvenær hann gerði rétt í hjartahnoði og blást- ursaðferð. Námskeið sem þetta er nauð- synlegt veganesti fyrir ungl- inga, ekki síst þá, sem innan tíð- ar fara út í atvinnulífið eða að heiman í framhaldsnám. Ungl- ingar úti á landi þurfa oftast að flytja að heiman til að kom- ast í framhaldsskóla og þurfa því fyrr en jafnaldrar þeirra t.d. á höfuðborgarsvæðinu að standa á eigin fótum. Þessi tí- undi bekkur, sem var að ljúka námskeiðinu, var sammála um gagnsemi þess, auk þess sem það er metið sem ein eining í fram- haldsskóla. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir UNGMENNI úr 10. bekk æfa hjartahnoð og blástursaðferðina á brúðum Rauða kross deildarinnar. Sorpurðun á Aust- urlandi samþykkt SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða sorpurðun á jörðunum Berunesi og Þernunesi við Iteyðarfjörð og er úrskurðurinn byggður á frummati sem unnið var fyrir Sorpsamlag Mið-Austurlands og umsögnum um staðarvalið. Urðunarstaðirnir eru Mýrdalur og Auratún í landi Þeruness, um 300 m frá þjóðveginum, melur við Landamótsá um 200 m frá þjóðveg- inum og Lænur sem eru um 1,2 km frá þjóðveginum og eru tveir síðarnefndu staðirnir í landi Beru- ness. Undir urðunina fara um 1.000-1.500 fermetrar lands árlega. Viss skilyrði Fallist er á framkvæmdirnar, með þeim skilyrðum að malarhjöll- um fram við Mýrdal verði ekki rask- að, í Auratúni og við Landamótsá verði urðun hagað þannig að nýtan- legu malarefni verði ekki spillt og tryggt verði að hægt sé að nýta malarefni úr námum þrátt fyrir sorpurðun, óraskað svæði á bökkum Landamótsár verði a.m.k. 50 m breitt og í starfsleyfi verði ákvæði um að urðunarsvæði sé rétt undir- búið með tilliti til söfnunar sig- vatns, eftirlits með efnainnihaldi frárennslis og gass og annarra þeirra umhverfisþátta sem Holl- ustuvernd ríkisins telur þörf á. Fallist er á flokkunarmiðstöð fyrir sorp með því skilyrði að lóða- mörk hennar verði minnst 15 metra frá Norðurá, til að tryggja um- ferðarrétt almennings meðfram ánni. Jafnframt er krafa um að í starfsleyfi verði ákvæði um mæl- ingar og eftirlit með frárennsli frá svæðinu og þar tekið fram að óheimilt sé að hakka brotajárn í stöðinni. á morgun sunnudaginn 10. marskl. 20.30. Forsala aðgöngumiða er frá kl. 1___ Ath: Seinni leikur liðanna ferfram þriðjudaginn 12. mars í Kaplakrika SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR er aðalstyrktaraðili Hauka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.