Morgunblaðið - 09.03.1996, Side 14

Morgunblaðið - 09.03.1996, Side 14
14 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aðalskipulag Eyjafjarðar- sveitar 1994-2014 Fimmtán athuga semdir bárust Morgunblaðið/Kristján Vindhraðinn fór í 90 hnúta i Hlíðarfjalli FIMMTÁN athugasemdir bárust við aðaiskipulag Eyjafjarðarsveit- ar 1994-2014 en frestur til að gera athugasemdir rann út í vik- unni. Að sögn Péturs Þórs Jónas- sonar, sveitarstjóra voru flestar athugasemdirnar við reiðvegi á svæðinu og komu þær bæði frá landeigendum og hestamannafé- lögum. Pétur Þór segir að athugasemd- ir landeigenda og hestamannafé- laga varðandi reiðvegina stangist nokkuð á og hafi því nokkra sér- stöðu að því leyti. Auk þess sé nokkur stífni í þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið. Aðrar at- hugasemdir snúa að minni háttar lagfæringum og leiðréttingum. BENJAMÍN dúfa, kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar eftir sam- nefndri verðlaunabók Friðriks Erl- „Næsta skref er að yfirfara all- ar athugasemdir og ræða þær hveija fyrir sig. Við höfum 8 vikur til að fara yfir þessi mál, frá þvi að fresturinn rann út. Ef farið verður í miklar breytingar á skipu- laginu er komin upp sú spurning hvort nauðsynlegt verður að aug- lýsa það aftur.“ Pétur Þór segir að annars verði athugasemdirnar sendar áfram til skipulagsstjórnar ríkisins, ásamt rökstuðningi og greinargerð um þær. „Skipulagsstjórn tekur þá málið til umflöllunar og vonandi staðfestingar og þaðan fer það áfram til staðfestingar umhverfis- ráðherra." ingssonar verður sýnd í Borgarbíói á Akureyri á morgun, sunnudag- inn 10. mars kl. 15. MJÖG hvasst var á Akureyri í gær og sagði ívar Sigmundsson for- stöðumaður Skíðastaða í Hlíðar- fjalli að þar hafi vindhraðinn farið í 90 hnúta í einni hviðunni í gær- morgun. ívar sem starfað hefur lengi í ijallinu, sagði að aðeins tvisvar áður í sinni starfstíð hefði vindhraðinn farið yfir 90 hnúta og í bæði skiptin að nóttu til. Skíðasnjór er með allra minnsta móti í Hlíðaríjalli en þrátt fyrir það er skíðasvæðið opið og lyftur í gangi þegar veður leyfir. Bæði stólalyftan og lyftan í Strýtu eru þá í gangi og er skíðafæri alveg ágætt þar sem einhver snjór er. Tvö skíðamót voru fyrirhuguð í Hlíðarfjalli um helgina, bæði í alpa- greinum og göngu. Annars vegar átti að fara fram bikarmót í alpa- greinum í flokki 13-14 ára, með um 130 keppendum og hins vegar bikarmót í göngu í eldri flokkum. Hætt var við að halda alpagreina- mótið, sem upphaflega átti að fara fram í Bláfjöllum en göngumótið, sem átti upphaflega að fara fram á Siglufirði, fer fram í Hlíðarfjalli í dag og á morgun. Göngumótið var flutt frá Siglufirði vegna snjó- leysis. Fyrirlestur um Halldóru Bjarnadóttur GUÐRÚN Helgadóttir kennslufræðingur við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands heldur fyrirlestur um störf Halldóru Bjarnadóttur að skólamálum á íslandi þriðju- dagskvöldið 12. mars næst- komandi kl. 20.30 í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þing- vallastræti. Fyrirlesturinn er á vegum kennaradeildar og end- urmenntunarnefndar háskól- ans. Störf Halldóru á Akureyri voru mikilvægt framlag til ís- lenskrar skólasögu, en hún var skólastjóri Barnaskóla Akur- eyrar sem var stefnumótandi í þróun barnafræðslu á Islandi. Þá lét hún menntunar- og fé- lagsmál kvenna til sín taka sem og heimilisiðnað og þróun handmennta. Bíll heima- hjúkrunar á söluskrá HEILSUGÆSLUSTÖÐIN á Akureyri hefur sett eina af fólksbifreiðum heimahjúkrunar á söluskrá. Til stendur að selja þijár af sjö bifreiðum heima- hjúkrunar vegna sparnaðar. Ekki er þó gert ráð fyrir að sala þriggja elstu bílanna komi til með að breyta miklu í rekstr- inum, því aðeins er reiknað með að um 100 þúsund krónur fáist fyrir hvern bíl. Árið 1991 keypti Heilslugæslustöðin bíla fyrir starfsemi heimahjúkrunar og var tilgangurinn að ná fram sparnaði í rekstri. Hins vegar hefur komið í ljós að sparnaður- inn er minni en vonir stóðu til. Messur AKUREYRARKIRKJA: Há- degistónleikar kl. 12 í dag, laugardag. Wolfgang Trezsch tónlistarkennari í Mývatnssveit leikur á orgelið. Létt máltíð í safnaðarheimili eftir tónleik- ana. Sunnudagaskóli á morgun kl. 11. Hátíðarmessa í lok kirkjuviku kl. 14. Sr. Guð- mundur Guðmundsson hérðas- prestur prédikar. Kór Akur- eyrarkirkju, Björg Þórhalls- dóttir, Eyrún Unnarsdóttir, Sólbjörg Björnsdóttir, Þórný Haraldsdóttir og Dóróthea Dagný Tómasdóttir flytja tón- list. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: Biblíulest- ur og bænastund kl. 13 í dag. Guðsþjónusta á FSA kl. 10 á sunnudag. Barnasamkoma í kirkjunni kl. 11 og messa kl. 14. Barnagæsla í kirkjunni meðan messað er. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, samkoma kl. 17, ung- barnablessun. Heimilasamband kl. 16 á mánudag og krakka- klúbbur á miðvikudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Ársfundur safnaðarins kl. 14 í dag og samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Vakn- ingarsamkoma á morgun kl. 15.30. Krakkaklúbbur á mið- vikudag kl. 17.30, biblíulestur ki. 20.30, krakkaklúbbur á föstudag og bæn og lofgjörð kl. 20.30 á föstudagskvöld. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli í Miðhvammi kl. 10.30 á morgun. Guðsþjón- usta í kirkjunni kl. 14. Ferm- ingarbörn aðstoða, vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Frá jafnréttisnefnd Akureyrar Styrkir til verkefna sem hafa það markmið að jafna stöðu kynjanna. Markmiö jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla á Akureyri og jöfnum möguleikum kynjanna til að nýta það lagalega jafnrétti sem er til staðar. Einnig er víða í áætluninni kveðið á um mikilvægi þess að stuðla að bættum samskiptum kynjanna. Þetta á við hið margþætta líf: Atvinnulíf, fjölskyldulíf, menntun, félagslíf o.s.frv. Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar og jafnréttisfullrúi vinna að ýmis konar aðgerðum í þessu sambandi, en vilja auk þess hvetja bæjarbúa, fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga og hópa til að vinna að jafnri stöðu og bættum samskiptum kynjanna. Sérstaklega vill nefndin hvetja skóla á öllum stigum til dáða í þessu sambandi. í því sambandi er boðið upp á ráðgjöf og fjárstuðn- ing allt að kr. 100.000 til einstakra verkefna. Umsóknum skal skila ekki síðar en 30. mars nk. til jafn- réttisfulltrúa, Geislagötu 9, 600 Akureyri, á sérstökum eyðublöðum sem fást á sama stað. Upplýsingar hjá jafnréttisfulltrúa í síma 462-1000. Jafnréttisnefnd Akureyrar. Heimur Guðríðar í Akureyrarkirkju KIRKJUVIKU lýkur í Ak- ureyrarkirkju næstkom- andi mánudagskvöld með sýningu á leikriti Stein- unnar Jóhannesdóttur, Heimur Guðríðar, síðasta heimsókn Guðríðar Símon- ardóttur í kirkju Hall- gríms. Sýningin hefst kl. 20.30. Steinunn er bæði höf- undur verksins og leik- stjóri, leikmynd og bún- inga gerði Elín Edda Árna- dóttir. Margrét Guð- mundsdóttir fer með hlut- verk Guðríðar eldri og Helga Elínborg Jónsdóttir er í hlutverki Guðríðar yngri, Þröstur Leó Gunn- arsson leikur Hallgrím, Sölmund barnungan leikur Guðjón Davíð Karlsson en Björn Brynjúlfur Björns- son leikur hann á ungl- ingsárum. HELGA Elínborg Jónsdóttir og Þröst- ur Leó Gunnarsson í hlutverkum Guðríðar yngri og Hallgríms. Veldu Lífeyrissjóðinn Einingu Benjamín dúfa í Borgarbíói

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.