Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 15 VIÐSKIPTI Björgvin Vilmundarson, formaður bankastjórnar Landsbankans, á ársfundi bankans Sameina á ríkisviðskipta- bankana í einn banka SAMEINA á ríkjsviðskiptabankana, Búnaðarbanka íslands og Lands- banka íslands, í einn öflugan banka. Með því næst fram sú hagræðing í bankakerfinu sem ítrekað hefur ver- ið rætt um og nauðsynlegt er að verði að raunveruleika samhliða því að til verður stór og öflugur banki sem getur sinnt þörfum einstaklinga og íslensks atvinnulífs hvar sem er á landinu. Þetta kom fram í ræðu Björgvins Vilmundarsonar, for- manns bankastjórnar Landsbank- ans, á ársfundi bankans í gær. Björgvin rifjaði upp í ræðu sinni að í aðhalds- og hagræðingaraðgerð- um síðustu ára í Landsbankanum hefði náðst sýnilegur árangur sem kæmi fram í verulegri fækkun starfsmanna og lækkun annars rekstrarkostnaðar. Hins vegar sagði hann það skoðun bankastjórnar að við óbreytt rekstrarumhverfi yrði ekki gengið miklu lengra í niður- skurði kostnaðar án þess að það færi að bitna á þjónustu við við- skiptamenn og samkeppnisstöðu bankans. Hlutafélagsvæðing skilar ekki nægjanlegri hagræðingu „í þjóðfélagsumræðu síðustu missera hefur breyting á ríkisvið- skiptabönkunum í hlutafélög og síð- ar hugsanleg sala þeirra verið hvað mest áberandi. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að í þeirri umræðu og ákvarðanatöku verði sérstaklega horft til þess með hvaða hætti við getum best náð fram hagræðingu og endurskipulagningu í bankakerf- inu út frá sjónarmiðum eigenda ríkisviðskiptabankanna, fólksins í landinu, og ekki síst ef slíkt getur skilað hinum sameiginlega sjóði landsmanna, ríkissjóði, betra verði fyrir bankana við sölu þeirra. Það er vissulega skref í þá átt að jafna samkeppnisstöðu bankanna að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög og því ber að fagna, en sú breyting ein og sér skilar að mín- um dómi ekki þeirri hagræðingu í bankakerfinu sem nauðsynleg er. Slík hagræðing í íslenska bankakerf- inu næst ekki nema saman fari sala og/eða sameining ríkisviðskipta- bankanna við aðra banka óg/eða fjármálastofnanir. Bönkunum þarf að fækka og það þarf að hagræða í rekstri þeirra þannig að þeir séu betur í stakk búnir til að takast á Landsbanki íslands f. Úr reikningum ársins 1995 Mb §k Rekstrarreikningur mnonn króna 1995 I 1994 Brevt. Vaxtatekjur 9.080,6 9.064,8 +0,2% Vaxtagjöld 4.761,0 4.722,6 +0,8% Hreinar vaxtatekjur 4.319,6 4.342,2 -0,5% Aðrar rekstrartekjur 2.204,9 2.401,7 -8,2% Hreinar rekstrartekjur 6.524,5 6.743,9 -3,3% Rekstrargjöld 4.497,5 4.333,2 +3,8% Framlög í atskrittareikn. útlána 1.366.3 2.068,1 -34% Hagnaður fyrir skatta 660,7 342,6 +93% Hagnaður af regtul. starfs. e. skatta 352,5 143,7 +145% Hagnaður ársins 176,9 21,6 +719% Efnahagsreikningur 31. desember 1995 1994 Brevt. I Eignir: \ Milliónir króna Sjóður og kröfur á lánastofnanir 8.256,6 9.951,4 -17,0% Útlán 83.748,9 84.029,3 -0,3% Markaösverðbréf og eignarhl. í fél. 5.427,0 3.960,7 +37,0% Rekstrarfjármunir 4.118,3 4.101,1 +0,4% Ýmsir eignaliðir 660,6 678,1 -2,6% Eignir samtals 102.211,4 102.720,6 -0,5% I Skuldir og eigiO lé: \ Skuldir við lánastofnanir 6.500,8 3.259,4 +99,4% Innlán 60.369,6 59.224,7 +1,9% Lántaka 23.644,9 29.213,3 -19,1% Aðrar skuldir 3.937,1 3.323,3 +18,5% Víkjandi lán 1.564,2 1.795,2 -12,9% Eigið fé. 6.194,8 5.904,7 +4,9% Skuldir og eigið fé samtals 102.211,4 102.720,6 -0,5% Liðir utan efnahagsreiknings 11.451,3 7.896,2 +45,0% Sjóðstreymi MUIiónir króna 1995 1994 Handbært fé frá rekstri 2.999,8 3.848,8 -22,1% Handbært fé í árslok 599.5 1.930,6 -69,0% við breyttar aðstæður á þessum markaði og mæta vaxandi sam- keppni frá aðilum sem geta boðið lánsfé og þjónustu á lægra verði, þ.m.t. vexti á grundvelli minni til- kostnaðar við rekstur sinn.“ Dýrt útlánafé frá landsbyggðinni „Ríkisviðskiptabankarnir hafa í gegnum árin byggst upp sem þjón- ustufyrirtæki með það fyrir augum að veita atvinnufyrirtækjum, opin- berum stofnunum og einstaklingum sem víðtækasta bankaþjónustu og sem víðast um landið. Það fyrir- komulag að reka rnörg útibú dreift um landið er kostnaðarsamt og það sparifé sem þar er veitt viðtaka og ávaxtað verður því dýrt útlánafé. Vextir af því þurfa auk ávöxtunar til eigenda sinna að skila bönkunum vaxtamun til að mæta rekstrar- kostnaði. Landsmenn og þá ekki síst fólk á landsbyggðinni hijóta að spyrja sig hvort það sé æskileg þró- un að það dragi verulega úr banka- þjónustu á landsbyggðinni. Ég tel að gæta verði að þessu við endur- skipulagningu á bankakerfinu." Björgvin varpaði síðan fram þeirri spurningu hvernig slíkum markmið- um yrði náð með einhverri einni aðgerð. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé unnt og þá með því að sam- eina ríkisviðskiptabankana, Búnað- arbanka íslands og Landsbanka ís- lands í einn öflugan banka. Með því næst fram sú hagræðing í banka- kerfinu sem ítrekað hefur verið rætt um og nauðsynlegt er að verði að raunveruleika samhliða því að til verður stór og öflugur banki sem getur sinnt þörfum einstaklinga og ísiensks atvinnulífs hvar sem er á landinu. Loka mætti 18 útibúum með sameiningu Það er einfaidlega staðreynd sem blasir við að skipulag útibúa og aðal- stöðva Landsbankans og Búnaðar- bankans er með þeim hætti að ná má fram verulegri hagræðingu og þar með fækkun útibúa þessara banka án þess að það skerði þá þjón- ustu sem veitt er. Ég tel ekki ijatri lagi að sameining ríkisviðskipta- bankanna myndi skila allt að 1 millj- arði króna á ári í lægri rekstrar- kostnaði miðað við núverandi rekstr- arkostnað beggja bankanna. Þar vegur þungt fækkun útibúa og af- greiðslustaða með sameiningu, en ætla má að loka mætti einum 18 útibúum og afgreiðslustöðum án þess að þjónusta yrði skert. Þá myndi einnig nást verulegur sparnaður með sameiningu höfuðstöðva bankanna." Sameinaður banki ekki stór á alþj óðamælikvar ða Varðandi þá spurningu hvort ekki yrði þar með til alltof stór aðili á íjármagnsmarkaðnum . svaraði Björgvin því til að víst yrði slíkur banki stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, „en slíkur banki væri ekki stór í því fjölþjóðlega umhverfi sem ísland er að verða hluti af. Fjár- mála- og bankaþjónusta er starfsemi sem í vaxandi mæli byggist á. fjar- skiptatækni og vélrænni starfsemi. ísland verður innan skamms hluti af hinum fjölþjóðlega markaði á þessu sviði. Menn þurfa því að taka afstöðu til þess hvort þeir kjósa að áfram verði til öflugur innlendur banki sem er tilbúinn að takast á við gjörbreyttar aðstæður á þessum markaði. Það var á sínum tíma hluti af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að byggja upp innlenda banka og nú þurfa landsmenn að taka afstöðu til þess, hvort þeir vilja áfram tryggja þann þátt sjálfstæðis þjóðarinnar." * Kjartan Gunnarsson formaður bankaráðs Landsbanka Islands Hraða þarf hluta- félagsbreytingu KJARTAN Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á ársfundi bankans í gær að komast þyrfti sem fyrst að niðurstöðu um með hvaða hætti staðið yrði að því að breyta bankanum í hlutafélag. Þeirri niðurstöðu yrði síðan hrint í framkvæmd sem allra fyrst. Fram kom í ræðu Kjartans að sér- stök nefnd innan Landsbankans sem undirbúið hefði hugsanlega breytingu á bankanum í hlutafélag hefði sent greinargerð til viðskiptaráðherra í desember. Auk bankastjóranna þriggja áttu sæti í nefndinni formað- ur bankaráðs og formaður starfs- mannafélags bankans. Fjórir af fimm bankaráðsmönnum stóðu að því að senda greinargerðina en Jóhann Ár- sælsson skilaði sérstakri bókun til viðskiptaráðherra þar sem hann taldi að ekki væri á þessu stigi forsendur til að senda frá bankanum greinar- gerð af þessu tagi vegna þess að ekki lægi nægilega ljóst fyrir hvað gerðist í framhaldi hugsanlegrar breytingar bankans í hlutafélag. „í bréfi bankaráðs til viðskipta- ráðherra var raunar vakin athygli á nauðsyn þess að fyrir liggi stefnu- mótun um framtíðareignarhald bankans á sama tíma og honum yrði breytt í hlutafélag. I greinar- gerð bankans eru rakin öll helstu álitaefni sem nefndin taldi vera í sambandi við hugsanlega formbreyt- ingu bankans og gerðar tillögur um hvernig leysa bæri úr vandamálum. Jafnframt fylgdi greinargerðinni hugmynd að lagafrumvarpi um breytingu bankans í hlutafélag ásamt hugmyndum að samþykktum fyrir hið nýja félag. Má því segja að Landsbankinn hafi lagt fram full- mótaðar hugmyndir og tillögur um með hvaða hætti standa bæri að breytingu bankans í hlutafélag ef það yrði ákveðið," sagði Kjartan. Dómur um biðlaunarétt tefur málið Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, sagði í ávarpi á fundinum að frumvarp nefndar um breytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélag væri enn ekki komið fram. „Enn eru þau áform uppi af hálfu okkar að gera breytinguna á ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélag núna á yfir- standandi þingi og formbreytingin sem slík geti tekið gildi um næstu áramót. Því er hins vegar ekkert að leyna að það sem hefur tafið þetta starf er nýfallinn dómur í héraðs- dómi í máli eins af starfsmönnum Síldarverksmiðja ríkisins þar sem biðlaunarétturinn féll á þá leið að það hefði ekki verið rétt að staðið varðandi formbreytinguna hjá síld- arverksmiðjunum. Mér finnst vera hæpið á meðan slík óvissa er uppi að koma með inn í þingið lagafrum- varp sem gerir ráð fyrir slíkri breyt- ingu. Þess vegna höfum við dokað við og höfum verið núna í samstarfi og samvinnu við opinbera starfs- menn um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna sem mun verða lagt fram á alþingi innan tíðar. í framhaldi af því og þegar að því kemur að frumvarpið um breytingu á ríkisviðviðskiptabönkunum í hluta- félög verður lagt fram á þingi þá mun ríkisstjórnin líka gera grein fyr- ir því hvernig hún sér þær breytingar sem geta orðið á eignarhaldi bank- anna í framtíðinni. Þar mun verða lögð fyrir nákvæm tímasetning og í raun og veru stefna ríkisstjórnarinn- ar. Ég hef sagt það að það að breyta ríkisviðskiptabönkunum yfir í hluta- félög þýði ekki það sama að selja eigi eignarhluta ríkisins.“ Finnur kvaðst telja eðlilegt að eftir að búið yrði að breyta ríkisvið- skiptabönkunum í hlutafélag yrði fleiri aðilum heimilað að koma þar að, hlutaféð yrði aukið og nýir aðilar kæmu inn í rekstur þeirra með rík- inu. „Um leið og við værum að selja eignarhlut ríkisins værum við ekki að styrkja eiginfjárstöðu bankanna heldur fyrst og fremst skipta um eigendur. íslenska bankakerfið þarf á auknu eigin fé að halda í vaxandi samkeppni sem hér er framundan á næstu árum.“ Lands- bankinn með tæp- lega 177 milljóna hagnað HAGNAÐUR Landsbanka Ís- lands nam alls um 176,9 millj- ónum króna á síðasta ári sam- anborið við 21,6 milljónir árið áður. Rekstur bankans á árinu einkenndist af því að tekjur drógust nokkuð saman en mun minni framlög í afskriftar- reikning gerðu gott betur en vega þar á móti. Fram kom í ræðu Björgvins Vilmundarsonar, formanns bankastjórnar að hreinar vaxtatekjur bankans voru alls um 4.211 milljónir og lækkuðu um 80 milljónir eða tæp 2%. Vaxtamunur í hlutfalli við meðalstöðu heildarfjármagns hefur hins vegar hækkað úr 3,82% í 3,86%. Aðrar rekstrartekjur lækk- uðu um 181 milljón eða um 8,5% og stafar lækkunin bæði af vaxandi samkeppni og einn- ig því að viðskiptavinir bank- ans nýta sér í ríkari mæli ódýr- ari þjónustu sem býðst með aukinni sjálfvirkni í afgreiðslu. Þá gat Björgvin þess að felld hefði verið niður þóknun af sölu erlends gjaldeyris sem hefði haft í för með sér veru- legt tekjutap fyrir bankann. Aðspurður sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið að hér hefði verið um að ræða 240 milljóna tekjutap. Laun og launatengd gjöld bankans námu alls um 2.392 milljónum á árinu samanborið við 2.319 milljónir árið áður. Stöðugildum við bankastörf fækkaði um 7 og voru 949 í árslok. Samtals hefur því tekist að fækka stöðugildum í bank- anum á sl. 5 árum um 276. 1.500 milljónir á afskr iftarr eikning Bankinn lagði alls um 1.500 milljónir á afskriftarreikning útlána á árinu en áður afskrif- uð útlán að fjárhæð 134 millj- ónir innheimtust. Framlagið á afskriftarreikninginn varð því 1.366 milljónir í samanburði við 2.068 milljónir áður eða um 700 milljónum lægra. Að sögn Björgvins er gert ráð fyr- ir því í bráðabirgðarekstrará- ætlun fyrir yfirstandandi ár að leggja 100 milljónir á afskrift- arreikninginn á mánuði eða 1.200 milljónir á árinu í heild. Eigið fé bankans var 6.195 . milljónir í árslok og hafði hækk- að um 290 milljónir milli ára eða tæp 5%. Eiginfjárhlutfall í árslok samkvæmt ákvæðum laga var 9,38% og samstæðunn- ar 9,46%. Lækkar hlutfallið lít- illega frá fyiTa ári vegna hækk- andi áhættugrunns og afborg- unar víkjandi láns. Heildarinnlán Landsbank- ans í árslok 1995 að meðtaldri verðbréfaútgáfu voru tæpir 71 milljarður og jukust á árinu um 2,1 milljarð eða 3,1%. Útlán námu í árslok 78 milljörðum og hækkuðu um 1,4 milljarða eða 1,8%. Hlutdeild bankans í fjármögnun sjávarútvegs er yfirgnæfandi sem fyrr og hækkaði milli ára úr 58% í 63%. Lausafjárstaða bankans var sterk meginhluta ársins en á síðustu mánuðum ársins þrengdi nokkuð að og í desem- ber fór lausafjárhli}tfall niður undir það 10% lágmark sem krafist er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.