Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Skeljungur skilar 145 milljóna króna hagnaði Framtíðarafkoma fyrirtækisins veltur á afdrifum flutn- ingsjöfnunarsjóðs HAGNAÐUR Skeljungs. hf. á síðasta ári narii 145 milljónum króna og jókst um 20 milljónir á milli ára. Rekstrartekjur fyrirtækisins hækk- uðu um tæp 8% á milli ára og námu tæpum 6,5 milljörðum króna árið 1995. Rekstrargjöld jukust aðeins minna og námu rösklega 6,2 millj- örðum. Að sögn Kristins Björnsson- ar, forstjóra Skeljungs, er þetta ein besta afkoma fyrirtækisins um langt árabil. Segir hann aukinn hagnað af rekstri fyrirtækisins vera merki um að hagræðingaraðgerðir þess séu nú farnar að skila árangri. Afkomu komandi ára segir Kristinn hins veg- ar velta talsvert á því hvernig við- skiptaráðherra bregðist við úrskurði Samkeppnisráðs um flutningsjöfn- unarsjóð. „Ég tel að þetta sé viðunandi nið- urstaða," segir Kristinn. „Sú hag- ræðing sem við höfum unnið að undanfarin tvö ár virðist hér vera farin að skila sér. Við stefndum að því að lækka ákveðna útgjaldaliði og okkur tókst það og við lítum á það sem ákveðna uppörvun fyrir þá auknu samkeppni sem framundan er á þessum markaði í ljósi aukinnar samvinnu milli okkar keppinauta í Olíudreifingu ehf. Við sjáum að til þess að standast þeim snúning þurf- um við að grípa til ákveðinnar hag- ræðingar og það virðist vera að skila sér og við teljum að við séum á réttri leið þó svo að þetta sé aðeins upphaf- ið á ferðinni." Kristinn segir að síðasta ár hafi verið gott í sjávarútvegi, eins og sjá megi á afkomutölum þeirra fyrir- tækja sem þegar hafa verið birtar. „Afkoma okkar og annarra þjón- ustufyrirtækja við sjávarútveginn helst mikið í hendur við afkomu sjáv- arútvegsins. Ef aflinn verður með svipuðu móti, að maður tali nú ekki um ef kvótinn eykst á þessu ári, er ýmislegt sem bendir til þess að þetta ár geti orðið nokkuð gott." Kristinn segir að hagræðingarátaki fyrirtæk- isins verði haldið áfram á þessu ári og því ríki ákveðin bjartsýni í rekstr- inum. Hins vegar geri menn sér grein fyrir því að samkeppnin muni Úr reikningum ársins 1995 X^Jj Rekstrarreikningur Muuónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur 6.483 6.014 +7,8% Rekstrargjöld 6.224 5.796 +7,4% Rekstrarhagnaður 259 218 +18,8% (18) +122,2% Hreinn fjármagnskostnaður (40) Hagnaður fyrir skatta 219 200 +9,5% Hagnaður 145 125 +16,0% Efnahagsreikningur 31. desember 1995 1994 Breyt. I Eighlr: ) Milljónir króna Veltufjármunir 2.137 1.822 +17,3% 3.303 ' +8,9% Fastafjármunir 3.597 Eignir samtals 5.734 5.125 +11,9% | Skuldir og eigiO ié: | Skammtímaskuldir -. -f Langtímaskuldir 1.133 1.964 960 +18,0% 1.696 +15,8% Skuldir samtals 3.093 : 2.656 +16,6% 2.468 +6,8% Eigið fé 2.636 Skuldir og eigið fé samtals 5.734 5.125 +11,9% SjÓðStreymí Milljónir króna 1995 1994 Handbært fé frá rekstri 326 305 +6,9% Fjárhagslegar kennitölur 1995 1994 Arðsemi eigin fjár 5,8% 5,3% Eiginfjárhlutfall (eigið fé/heildarfjárm.) 46,0% 48,2% fara harðnandi með tilkomu Olíu- dreifingar og það geti gert árið nokkuð erfiðara, Uppstokkun á dreifingar- kerfinu framundan Kristinn segir að hluti af þeirri hagræðingu sem framundan sé verði í dreifingarkerfi fyrirækisins úti á landi. Ljóst sé að þar muni verða einhver samþjöppun og fyrirtækið muni þurfa að fækka afgreiðslustöð- um sínum þar nokkuð og þjóna ýmsum byggðarlögum með öðrum hætti en nú er gert. Þá muni það einnig skipta verulegu máli hvernig viðskiptaráðherra bregðist við þeirri ákvörðun Samkeppnisráðs að flutn- ingsjöfnunarsjóður brjóti í bága við samkeppnislög. „Við höfum lengi barist gegn sjóðnum enda höfum við þurft að greiða meira til hans en við höfum fengið úr honum, t.d. greiddum við á síðasta ári um 26 milljónir til sjóðs- ins umfram það sem við fengum úr honum. Við teljum að það eigi alfar- ið að vera á ábyrgð stjórnenda fyrir- tækjanna að ná sem hagkvæmastri dreifingu og sitja þá uppi með þann kostnað sem af henni hlýst. Þá telj- um við það vera alveg ófært í ljósi harðnandi samkeppni að við, litli aðilinn á markaðnum, þurfum að borga tugi milljóna króna til þess að greiða niður kostnað á dreifingar- kerfí stóra aðilans, Olíudreifingar ehf., sem nú hefur um 70% hlutdeild á þessum markaði." Kristinn segir því miklu meiri ástæðu en fyrr fyrir því að viðkiptaráðherra láti þetta mál til sín taka. Nánari útlistun á afkomutölum Skeljungs má sjá í meðfylgjandi korti. Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 15. mars nk. Lagt er til að greiddur verði 10% arður til hluthafa og að jafnframt verði gefin út jöfnunarhlutabréf á árinu 1996, er nemi 10% hiutafjár. Fjölmörg fyrirtæki munu þurfa að birta ársreikninga sína í fyrsta sinn í ár Engin hlutafélög undan- þegin birtingarskyldu MEÐ gildistöku nýrrar reglugerðar um skil og birtingu ársreikninga munu fjölmörg fyrirtæki, sem hing- að til hafa ekki birt ársreikninga sína, vera skuldbundin til að birta þá. Hér má nefna fyrirtæki á borð við íslenska aðalverktaka, Mjólk- ursamsöluna, Hagkaup, og fleiri. Samkvæmt reglugerðinni eru öll hlutafélög, einkahlutafélög, sam- vinnufélög og samvinnusambönd, félög með takmarkaða eða ótak- markaða ábyrgð féiagsaðila skuld- bundin til þess að skila ársreikning- um sínum til ríkisskattstjóra. Skila- skyldan hvílir á herðum fram- kvæmdastjóra og stjórnar fyrirtæk- isins. Skilaskylda þessi nær til árs- reikninga og eftir atvikum til sam- stæðureikninga fyrirtækja. Skýrsla stjórnar skal fylgja ásamt áritun endurskoðenda og upplýsingum um hvenær ársreikningurinn hafi verið samþykktur. í vissum tilfellum geta fyrirtæki þó fengið heimild til þess að skila ríkisskattstjóra saman- dregnu rekstraryfírliti í stað árs- reiknings. Þetta á við annars vegar ef stærð fyrirtækis fer ekki fram úr tveimur af eftirfarandi viðmiðun- um, þ.e. 200 milljón króna eign, 400 milljón króna veltu eða 50 árs- verkum. Þ6 nær heimildin aldrei til þeirra félaga sem hafa skráð hluta- bréf eða skuldabréf sín á Verðbréfa- þingi eða leggja engar hömlur á viðskipti með eignarhluta sína. Sömuletðis geta fyrirtæki sem af samkeppnisástæðum kjósa ekki að birta ársreikninga sína, fengið heimild til þess að skila saman- dregnu rekstraryfirliti þess í stað. Þessi fyrirtæki mega þó ekki fara yfir tvær af eftirfarandi stærðar- takmörkunum, þ.e. 500 milljón króna eign, 1.000 milljón króna rekstrartekjur eða 250 ársverk. Fjármálaráðherra á eftir að ganga frá nánari reglum um sifk rekstraryfirlit. Sameignarfélög og samlags- félög undanþegin að hluta til I vissum tilfellum eru sameignar- og samlagsfélög og önnur félög með ótakmarkaða ábyrgð félagsað- ila alveg undanþegin birtingar- skyldu ársreikninga. Ef stærð fé- lagsins fer ekki yfir tvö af eftirfar- andi viðmiðunarmörkum, þ.e. að eignir fari ekki yfir 200 milljónir, rekstrartekjur ekki yfir 400 milijón- ir og ársverk séu ekki fleiri en 50, þá er þessum félögum ekki skylt að semja ársreikninga ef allar tekj- ur og gjöld, eignir og skuldir eru meðtaldar í ársreikningum félags- aðilanna. URVERINU Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson LOÐNUSKIPIÐ Júpíter rétt utan Þorlákshafnar. Vertíðarbátarn- ir virðast ekki stórir við hlið hans. SR-Mjöl hf. tekið ámóti 130.000 tonnum af loðnu Gagnrýna að Færeyingar fái ekki meiri kvóta „LOÐNUVERTIÐIN hefur gengið vel fram að þessu," segir Þórður Jónsson, framleiðslustjóri SR-Mjöls. „Það hefur þó verið bræla síðustu sólarhringa og veiðin verið minni." Harin segir að flotinn sé allur að færa sig vestur fyrir land, sem sé óhagstætt fyrir SR-Mjöl vegna þess að þá falli verksmiðjurnar á Aust- fjörðum út úr myndinni. „Staðan hefur verið þannig að allar verksmiðjur eru með hráefnis- geymslur fullar, en það getur nú breyst fljótt," segir Þórður. „Við erum búnir að taka á móti um 130 þúsund tonnum í þessar fjórar verk- smiðjur sem við erum með í gangi. Þar af voru fryst 1.600 tonn á Reyðarfirði og 2.650 tonn á Seyðis- firði." Hann segir að verksmiðjur SR- Mjöls bræði 3.500 tonn á sólar- hring. Það hafi ekki verið nein al- varleg löndunarbið, mest um tólf tímar. Aðspurður um hversu löng hann haldi að vertíðin verði, segir hann: „Ég spái aldrei um loðnuveið- ar. Ég vona að veiðin standi út mánuðinn." Færeyingar fái meiri kvóta Þórður segir að sér finnist það vera ákaflega neikvætt þegar verið sé að leita eftir samstafi við Færey- inga að það skuli ekki vera hægt að leyfa þeim að veiða upp úr þess- um loðnustofni, sem ekki muni nýt- ast Islendingum. „Við erum að leita samstöðu með þeim, en samt er ekki hægt að láta þá fá nema 10 þúsund tonn af líklega um 200 þúsund tonna kvóta sem verður óveiddur," segir hann. Sér fyrir endann á þessu „Það hefur verið bræla hérna síðan í gær," sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni í gær. „Við erum hérna suður úr Snæfellsnes- inu og það hefur ekki verið neitt veitt síðan í gærkvöldi. Þá dúraði eitthvað seinnipartinn og var ágæt- is veiði." Aðspurður um hversu mikið sé eftir af vertíðinni segir hann: „Það er farið að sjást fyrir endann á þessu, halda menn. Það eru að verða svo mikil hrogn í loðnunni að hún hlýtur að fara að hrygna. Það getur samt alltaf komið einhver ný ganga sem menn vita ekki af og þá leng- ist vertíðin auðvitað." Um 450.000 tonn veidd frá áramótum Samkvæmt tilkynningum til Samtaka fiskvinnslustöðva er loðnuaflinn frá ára mótum orðinn meira en 450.000 tonn af íslehzkum skipum og milli 5.000 og 6.000 tonn af erlendum. Heildaraflinn frá því veiðar hófust í sumar eru orðinn nálægt 630.000 tonnum og rúmlega 450.000 tonn enn óveidd. SR-MjöI á Seyðisfirði, Neskaupstaðar og Eskifjörður hafa tekið á móti um 60.000 tonnum hver verksmiðja. Námskeið í kvörðun á vogum og hitamælum RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins áformar að halda námskeið í kvörðun voga og hitamæla og eft- irliti 15. mars nk. Námskeiðið er einkum ætlað rannsóknarfólki en mun einnig nýtast þeim sem starfa við framleiðslu ýmiss konar. Með kvörðun er átt við aðgerð sem lögð er til grundvallar hvort mælibúnaður telst starfa á viðun- andi hátt eða ekki. EFTA og Evr- ópusambandið hafa orðíð sammála um að allar efnamælingar og rann- sóknir á matvælum sem fram- kvæmdar eru á evrópskum ranri- sóknarstofum skulu gerðar sam- kvæmt skilgreindum reglum. Áhersla er lögð á að við rannsóknir sé allur mælibúnaður kvarðaður á rekjanlegan hátt samkvæmt alþjóð- legu og/eða þjóðlegum mæligrunni. Meginefnið á námskeiðinu er kvörðun á vogum og hitamælum, mismunandi gerðir hitamæla, rekj- anleiki, viðmiðunarmörk, mæli- grunnur, mælióvissa, útreikningar, vottorð, eftirlit, umhirða og við- gerðir. Leiðbeinandi er Unnur Stein- grímsdóttir líffræðingur og kvörð- unarstjóri Rf. Þátttökugjald er 12.500 krónur, innfalið námsgögn og léttar veiting- ar. Skráning og nátiari upplýsingar í síma 562 0240 fyrir 13. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.