Morgunblaðið - 09.03.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 09.03.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEINIT Evrópuþingið fær ekki aðgang að ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins Deilur endurspegla skoðanamun um eðli Evrópusambandsins Brussel, Bonn, París. Reuter. FRAKKLAND og Bretland standa í vegi fyrir því að Evrópuþingið, sem er eina stofnun Evrópusambands- ins, sem sækir beint lýðræðislegt umboð til kjósenda í aðildarríkjun- um, eigi fulltrúa við samningaborð- ið á ríkjaráðstefnunni, sem hefst síðar í mánuðinum. Þýzkaland er hins vegar hlynnt því að þingið fái áheyrnarfulltrúa á samningafund- um. Deilurnar um hlutverk Evrópu- þingsins endurspegla skoðanamun um það, hvert eðli Evrópusam- bandsins eigi að vera. Röksemdir Bretlands og Frakklands eru þær, að breytingar á stofnsáttmála ESB sé eingöngu mál ríkisstjórna að- ildarríkjanna. Þýzkaland vil! hins vegar að Evrópuþingið hafi áhrif á viðræður á ríkjaráðstefnunni. Það ræður nokkru um afstöðu þýzku stjómarinnar að stjórnar- skrárdómstóll landsins gerði það að skilyrði fyrir samþykkt Maastrieht- sáttmálans af hálfu Þýzkalands að lýðræði yrði aukið í stofnunum Evrópusambandsins. Þýzkaland, Benelux-ríkin og fleiri ESB-ríki telja aukin bein tengsl við almenn- ing í aðildarríkjunum eina af for- sendum áframhaldandi samruna- þróunar innan ESB. Mismunandi skoðanir á framtiðarhlutverki þingsins Skoðanamunurinn kemur jafn- framt fram í mismunandi skoðunum stóru ríkjanna um framtíðarhlut- verk þingsins. Þýzkaland vill auka áhrif þingsins á löggjöf ESB. Slíkt myndi gerast á kostnað ráðherra- ráðsins, þar sem fulltrúar aðildar- ríkjanna sitja. Klaus Kinkel utanrík- isráðherra hefur þó viðurkennt að ósennilegt sé að Þýzkaland hafi sitt fram í þessum málum. Þýzk stjórn- völd hafa einnig, ásamt Frakk- landi, lagt áherzlu á að fjölga at- kvæðagreiðslum í ráðherraráði ESB og fækka þannig þeim málum, þar sem einstök ríki geta beitt neitunar- valdi. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, mun í næstu viku ávarpa þingmenn á franska þinginu og útskýra fyrir þeim hugmyndir sínar um breytingar á ákvarðanatöku og vægi stofnana Evrópusambandsins. Forsetinn vill koma á fót þing- mannaráði, sem verði skipað þing- mönnum frá þjóðþingum aðildar- ríkja ESB. Hann vill að ráðið verði ráðgefandi í löggjafarmálefnum og þannig aukist áhrif þjóðþinganna á gang mála innan ESB. Frakkar eru sammála Þjóðveij- um um að fjölga þurfí meirihlutaat- kvæðagreiðslum í ráðherraráðinu, en leggja hins vegar áherzlu á að ráðið haldi völdum sínum og að Lúxemborgarsamkomulagið frá 1966, um að ríki geti beitt neitunar- valdi í ráðherraráðinu ef mál varðar grundvallarþjóðarhagsmuni, verði áfram í gildi. Bretar eru á móti nokkrum breyt- ingum á ákvarðanatöku Evrópu- sambandsins. Deilan um þátt Evrópuþingsins í ríkjaráðstefnunni verður rædd á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja ESB í Palermo á Sikiley um helg- ina. Búizt er við að forsætislandið, Ítalía, leggi fram málamiðlunartil- lögu um að forseta þingsins verði gerð grein fyrir stöðu mála fyrir og eftir alla samningafundi á ríkja- ráðstefnunni. Hlutur kvenna hjá framkvæmdastjórninni Sækja á en eiga langt í land Brussel. Reuter. ^ J KONUR eru smám saman að kom- ast til aukinna valda í stofnana- kerfí Évrópusambandsins en eiga þó ennþá langt í land með að standa jafnfætis karlaveldinu. Einungis 16% þeirra starfa innan ESB, þar sem krafist er háskólamenntunar, eru skipuð konum, Alls eru fjórtán þúsund manns í fullu starfi hjá stofnunum fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins. Á síðasta ári setti fram- kvæmdastjórnin sér það markmið að auka hlut kvenna og segir nú að þau áform hafí gengið eftir. „Fjöldi kvenna í háttsettum emb- ættum hefur tvöfaldast. Rúmlega helmingur ungra embættismanna, sem ráðinn er frá nýju aðildar- ríkjunum, er kvenkyns,“ segir í yfir- lýsingu frá framkvæmdastjórninni. Fimm konur eiga sömuleiðis sæti í þeirri framkvæmdastjóm sem tók við embætti árið 1995, samanborið við eina í fyrri framkvæmdastjórn. Minnihlutahópur í tölum frá Erkki Liikanen, sem fer með starfsmannamál í fram- kvæmdastjórninni, og gerðar vom opinberar í tilefni af Alþjóðakvenna- deginum, kemur þó fram að konur eru enn minnihlutahópur á skrifstof- um framkvæmdastjórnarinnar. Þijár konur eru í hópi 53 æðstu embættismanna ESB, sem er þó framför frá því í fyrra þegar ein- ungis ein kona var í þessum hópi. Níu konur eru í hópi 169 næst æðstu embættismanna en voru áður fimm. Konur eru 41% í hópi millistjórn- enda, sem ráðnir eru frá nýju aðild- arríkjunum, en einungis 12% í hópi þeirra sem ráðnir eru frá eldri aðild- arríkjum. Hagnast SVÍAR greiddu verulegar upphæðir til Evrópusambandsins á fyrsta að- ildarári sínu umfram þær greiðslur er þeir fengu til baka í ýmsu formi. Samtals greiddu Svíar um hund- rað milljarða íslenskra króna um- fram það sem þeir fengu greitt frá Evrópusambandinu í formi framlaga og styrkja. Kemur þetta fram í nýj- um tölum frá ríkisendurskoðun Sví- áSvíum þjóðar. I tengslum við aðildina greiddu Svíar eingreiðslu upp á um 110 milljarða og um ellefu milljarð- ar hafa síðan borist til baka í ýmsu formi. Svante Hellman hjá sænsku rík- isendurskoðuninni segir við Dagens Politik að munurinn á inn- og út- greiðslum hafi verið nokkuð meiri en búist hafði verið við. Reuter Goya-málverk finnst MENN, sem voru að vinna að endurnýjun í stjórnarbyggingu í Madrid, fundu málverk eftir spænska málarann Francisco de Goya í herbergi, sem ekkert hefur verið notað í 100 ár. Segj- ast sérfræðingar Prado-lista- safnsins vera næstum alveg viss- ir um, að hann sé höfundurinn en málverkið sýnir heilaga þrenningu, Maríu mey og sálir hinna fordæmdu. Netanyahu með ívið meira fylgi en Peres erúsalem. Reuter. TVÆR skoðanakannanir, sem birt- ar hafa verið í ísrael, benda til þess að Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins, njóti nú ívið meiri stuðnings en Shimon Peres forsæt- isráðherra, sem var mun vinsælli fyrir sprengjutilræði palestínskra hermdarverkamanna síðustu vikur. Munurinn á fylgi leiðtoganna er þó innan skekkjumarka. Dagblaðið Yedioth Ahronoth birti í gær könnun þar sem 49% að- spurðra sögðust styðja Netanyahu, en 46% Peres. Daginn áður hafði ísraelsk sjónvarpsstöð skýrt frá könnun þar sem Netanyahu var með 46% fylgi en Peres 44%. Hins vegar hélt Peres forystunni í könnun, sem dagblaðið Maariv birti í gær. Þar var fylgi Peres 46% en Netanyahu naut stuðnings 40% aðspurðra. Skekkjumörkin í könnunum blað- anna voru 4% og í könnun Yedioth Munurinn þó inn- an skekkjumarka Ahronoth sögðust 5% aðspurðra ekki hafa tekið afstöðu en 14% í könnun Maariv. Peres var með 15 prósentustiga forskot á Netanyahu í skoðana- könnunum fyrir sprengjutilræðin fjögur sem hófust 25. febrúar og kostuðu 57 manns lífið. Bjiiggiist við verri útkomu Binyamin Ben-Eliezer, hús- næðismálaráðherra ísraels, sagði kannanirnar endurspegla „tilfinn- ingaleg viðbrögð" Israela við sprengjutilræðunum. „Satt að segja komu kannanirnar okkur þægilega á óvart,“ sagði embættismaður Verkamanna- flokksins sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Við bjuggumst við miklu verri útkomu eftir allt sem hefur gerst síðustu tvær vikurnar en leiðtogarnir standa enn mjög jafnir að vígi.“ Peres leggur nú hart að Yasser Arafat, leiðtoga sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, að handtaka liðs- menn palestínskra samtaka, Hamas og íslamsks Jihads, til að binda enda á tilræðin. Forsætisráðherrann hefur einnig veitt ísraelskum öryggissveitum fijálsar hendur í baráttunni gegn hermdarverkum og yfirmaður einn- ar af sérsveitum hersins sagði að þær hefðu handtekið fimm múslima á Vesturbakkanum sem taldir eru viðriðnir sprengjutilræðin. Alls hef- ur ísraelski herinn handtekið 170 liðsmenn Hamas og íslamsks Jihads og lögreglusveitir Palestínumanna á sjálfstjórnarsvæðunum rúmlega 500. Varað við bandarísk- um áróðri Teheran. Reuter. f RANIR gengu til þingkosninga í gær og Akbar Hashemi Rafsanj- ani forseti hvatti þjóðina til að vera á varðbergi gagnvart áróð- ursstríði sem Bandaríkjamenn og Israelar hefðu háð gegn stjórn landsins. „Bandaríkin og ísrael hafa hert áróðursherferð sína gegn íran með það að markmiði að draga úr áhuganum á kosningun- um,“ sagði Rafsanjani eftir að hafa greitt atkvæði í fundarsal í Teheran þar sem Ruhollah Khomeini erkiklerkur, leiðtogi íslömsku byltingarinnar, tók á sínuin tíma á móti fylgismönnum sínum. „En reynslan sýnir að slíkt hefur þveröfug áhrif.“ Búist við óbreyttri stefnu 270 þingmenn verða kjörnir og talið er að kosningarnar leiði ekki til breytinga á stefnu stjórn- arinnar. 3.232 manns eru í fram- boði og Mostafa Mirsalim, ráð- herra menningarmála og „ísl- amskrar leiðsagnar“, kvaðst telja að tveir hópar myndu fá um 80% - Reuter IRANSKAR konur greiða atkvæði í kosningunum í Teheran. þingsætanna. Báðir hóparnir hafa lýst yfir stuðningi við Rafs- anjani forseta. Annar hópanna er skipaður klerkum og hafði meirihluta á fyrra þingi. Hinn er undir for- ystu sex tæknikrata sem styðja efnahagsumbætur Rafsanjanis. Forsetinn vill koma á markaðs umbótum, draga úr höftum í við- skiptalífinu og móta hófsamari stefnu í utanríkismálum. íhald- samir klerkar, sem ótlast aukin vestræn menningaráhrif, hafa hins vegar neytt stjórnina til hægja á umbótunum. Róttæk hreyfing, Heilagir stríðsmenn íslömsku byltingar- innar, er eina stjórnarandstöðu- hreyfingin sem tekur þátt í kosn- ingunum. Hinar hafa dregið sig í hlé eða hvatt kjósendur til að sniðganga kosningarnar. Opin- bert ráð klerka og lögfræðinga meinaði meira en 2.000 mönnum að bjóða sig fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.