Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 19

Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 19 ERLENT Reuter Leitað í rústunum Hamas- liðar hand- teknir PALESTÍNSKA lögreglan handtók í gær einn af leiðtog- um Hamas-hreyfingarinnar, Mahmoud al-Zahhar, og leitaði tveggja annarra á heimilum þeirra en án árangurs. Alls hefur palestínska lögreglan handtekið 500 manns, sem grunaðir eru um að vera félag- ar í Hamas en fyrr í vikunni skoraði Zahhar á hemaðararm Hamas, Qaasam, að hætta hryðjuverkum í ísrael. Hafnar stríðsglæpa- ákæru MILAN Martic, fyrrverandi leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu, vísaði í gær á bug ákærum um, að hann hefði gerst sekur um stríðsglæpi og sagði, að stríðsglæpadómstóll- inn í Haag væri andsnúinn Serbum. Martic er nú í Banja Luka á svæði Serba í Bosníu en hann er sakaður um að hafa skipað fyrir um eld- flaugaárásir á óbreytta borg- ara í Zagreb 2. og 3. maí á síðasta ári. Skjalafundur í Irak SÉRFRÆÐINGAR Samein- uðu þjóðanna hafa fundið mik- ið af skjölum í íraskri efna- verksmiðju, sem lögð var í rúst í Persaflóastríðinu. Er þar að finna miklar upplýsingar um efnavopnaframleiðslu ír- aka. Charles Duelfer, varafor- maður nefndarinnar, sem kannar hvemig íraksstjórn hefur staðið við vopnahlésskil- málana, sagði á fréttamanna- fundi 5 Bagdad, að íraksstjórn lægi enn á upplýsingum um framleiðslu sína á efna- og líf- efnavopnum og eldflaugum. Tyrklands- stjórn fordæmd KLAUS Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, fordæmdi í gær dóm yfir tyrkneska rithöf- undinum Yasar Kemal og sagði hann vera „áfall fyrir skoðanafrelsi og umburðar- lyndi í Tyrklandi“. Kemal var dæmdur í 20 mánaða fangelsi vegna tveggja ritgerða, sem hann skrifaði, en í annarri sakaði hann stjórnvöld um skipulega kúgun, sérstaklega á Kúrdum. Kvaðst Kinkel furða sig á dómnum enda hefði sjáffur ríkissaksóknari Tyrk- lands farið fram á sýknun. ÓTTAST er, að milli 20 og 30 manns hafi látist þegar fimm hæða íbúðablokk hrundi til grunna i Bombay á Indlandi í fyrradag. Um miðjan dag í gær hafði fundist 21 lík í rústunum og átta manna var enn saknað. Á tveimur neðstu hæðum bygg- ingarinnar hafði flutningafyrir- tæki aðstöðu og stóð það í ýmsum breytingum á húsnæðinu án sam- ráðs við byggingaryfirvöld. Er það talið hafa valdið þvi, að hús- ið hrundi. Ellefti Doles New York. Reuter. BOB Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandríkjaþings, bar sigur úr býtum í forkosningunum í New York-ríki á fimmtudag og skoraði í gær á andstæðinga sína að draga sig í hlé svo repúblikanar gætu snúið bökum saman og stutt sig til forsetaframboðs. Fyrir viku virtist barátta Doles fyrir því að verða forsetaefni repúblikana yera að renna út í sandinn, en nú hefur hann sigrað í ellefu forkosningum í röð og virðist óstöðvandi. Fjölmiðlamaðurinn Pat Buchanan og Steve Forbes, auðkýfingur og út- gefandi, sögðu að þeir hygðust ekki láta deigan síga þótt Dole hefði unnið á fimmtu- dag. Þeir sögðust ætla að gera harða hríð að Dole í forkosningum, sem haldnar verða í sex ríkjum á þriðjudag. Þá verða 352 kjörmenn í húfi, flestir í Flórída og Texas. í forkosningunum safna fram- bjóðendur í raun fulltrúum, sem styðja þá síðan til að vera frambjóð- andi flokksins í forsetakosningun- um. Dole fékk 92 af 93 fulltrúum, sigur iroð sem eru í New York. Dole er nú kominn með 393 fulltrúa, Forbes 75 og Buchanan 61, samkvæmt tölum bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar ABC. 996 þarf til að tryggja sér tilnefningu. Afgerandi sigur í New York Dole fékk um 53 af hundraði atkvæða, Forbes 30 af hundraði og Buchanan 14 af hundraði. Vegna flókinna kosninga- reglna var Buchanan ekki í framboði nema á 23 af 31 kjördeild í New York. Þótt sigur Doles hafi verið ótvíræður bentu skoðanakann- anir gerðar á kjörstað til þess að hann væri ekki eftirlæti kjósenda. Rúmlega helmingur aðspurðra kjósenda sagði að Dole væri hugmyndalaus. Meirihluti kjósenda kvaðst einnig þeirrar hyggju að Buchanan væri of öfgafullur til að verða forseti og tveir þriðju stuðningsmanna Forbes sögðu að-þeir hefðu viljað hafa ein- hvern annan frambjóðanda til að greiða atkvæði sitt. Forystumenn í íslensku skákhreyfingunni hlessa á ákvörðun FIDE GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, forseti Skáksambands Islands, segir ákvörðun Kirsans Ilúmj- inovs, forseta Alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE), að halda næsta heimsmeistaraeinvígi í skák í Bagdad, höfuðborg Irak, fráleita. Til greina komi að ísland segi sig úr FIDE vegna þessa. Ilúmj- inov skýrði frá ákvörðun sinni í fyrradag en næsta einvígi verður á milli Rússans Anatolíjs Karpovs og Gatas Kamskys, sem er bandarískur ríkisborgari en mú- hameðstrúarmaður af rússnesk- um uppruna. Fyrir liggur að bandarísk yfirvöld munu ekki heimila Kamsky að tefla í Bagdad. Guðmundur G. Þórarinsson sagðist telja ákvörðun FIDE frá- leita og að hætta væri á að hún myndi skaða skákina um allan heim. Svo virtist sem að Ilúmj- inov hefði tekið þessa ákvörðun án þess að ræða við neinn, nema ef til vill einhverja ráðgjafa. „Við vitum ekki um nein lönd sem haft hefur verið samráð við og ég get ekki ímyndað mér að það verði nein eining innan FIDE um þessa ákvörðun. Mér þykir líklegt að Evrópuþjóðirnar og Bandarík- in muni ekki sætta sig við þetta en það gæti þýtt klofning innan FIDE. Gangi þetta eftir mun Skáksamband Islands ræða það í alvöru hvort að það eigi að segja sig úr alþjóðasamtökunum,“ sagði Guðmundur. Furðu lostnir Næstu skref væru að íslend- ingar myndu í rólegheitum bera bækur sín- ar saman við samstarfsþjóðir sínar en innan íslenska skák- sambandsins væru menn furðu lostnir. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við einvígi Bobby Fischers og Borís Spasskí í Júgóslavíu, því að það var skipulagt af einkaaðilum. Nú er það Alþjóðaskáksambandið sem ákveður þetta og það er miklu verra mál.“ Guðmundur sagði að þessi ákvörðun bættist ofan á óánægju vegna þróunarinnar innan FIDE upp á síðkastið og nú síðast á Parísarfundi samtakanna, þar sem að Florencio Campomanes hafi fyrst verið látinn víkja sem formaður og Uúmjinov kjörinn í hans stað en Campomanes síðan verið endurreistur og búið til fyr- ir hann nýtt embætti. „Þetta eru allt öðru vísi vinnu- brögð en við erum vanir hér á íslandi. Þegar allt er tekið saman sé ég varla að við eigum erindi í þennan félagsskap nema að þetta breytist," sagði Guðmund- ur G. Þórarins- son. Heimsmyndin ekki á hreinu Friðrik Ólafs- son, fýrrverandi forseti FIDE, sagði ákvörðun forsetans rússneska óneitanlega vera nokkuð furðulega með tilliti til allra aðstæðna og að hún ork- aði tvímælis. „Ég held að þeir sem taka svona ákvörðun séu ekki alveg með heimsmyndina á hreinu. Svona ákvörðun kemur FIDE og skákheiminum almennt auðvitað í óþægilega stöðu. Hún brýtur í bága við samþykktir Sameinuðu þjóðanna um refsiað- gerðir gegn írak, sem er mjög slæmt.“ Friðrik sagði ákvörðunina um einvígi í Bagdad að vissu leyti svipa til einvígis Fischers og Spasskí í Svartíjallalandi fyrir nokkrum árum en þá voru í gildi refsiaðgerðir gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Á Fischer nú yfir höfði sér málshöfðun af hálfu bandarískra stjórnvalda fyrir að rjúfa samskiptabannið. „Mér sýnist þetta vera líkt að þessu leyti og skil því ekki hvern- ig forseti alþjóðasamtaka getur tekið svona hæpna ákvörðun,“ sagði Friðrik. „Náttúrulega þykir manni leitt að það skuli vera að efna til svona vandræðaástands og ég vona að ekki komi til þess að þessi ákvörðun valdi sundr- ungu eða klofningi innan FIDE. Hann sagði að forseti FIDE hefði vald til að taka svona ákvörðun upp á eigin spýtur en yrði auðvitað að hafa visst sam- ráð við báða keppendur. Ef rétt væri staðið að ætti hins vegar að hafa samráð við meðstjórn- endur varðandi valið á keppnis- stað. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir sem að starfa með honum í stjórn FIDE séu hrifnir af þessu. Þetta er einhvers konar fljót- færnisákvörðun sem byggir á pólitískri afstöðu gagnvart írak eða flónsku." Fáránleg ákvörðun Einar S. Einarsson, svæðisfor- seti FIDE á Norðurlöndum, sagði að fréttir af áformum um einvígi í Bagdad hefðu komið flatt á sig. „Þetta sýnir og sannar, það sem við vissum, að það er allt annar hugsunarháttur hjá þessum mönnum en okkur. Þetta er fáránleg ákvörðun og ég hef enga trú á því að þetta verði nokkurn tímann að veruleika. Þessi ákvörðun bendir til að menn séu ekki alveg í takt við raunveruleik- ann.“ Ursögn úr FIDE ekki útilokuð Anatolíj Gata Karpov Kamsky Fékk 53% atkvæða í for- kosningunum í New York leikhúsveisla íLondon, leiklistarinnar. Gist verður á milli þess sem enskir leikarar sýna verður farið á nokkra úrvals og Planet Hollywood og Sartaj nefnt. Innifalið í verði er og allir leikhúsmiðar á góðum stað. !ICII * Staðgrcitt á mann f tvíbýli. Innifalið: Flug, gisting mcð morgunverðarhlaðborði, allur akstur skv. ferðaáætlun, máltíðir og allir lcikhúsmiðar á góðum stað, fslensk fararstjóm og flugvallarskattar. cJ^eilsýnínyar: Chapter Two - The Gielgud Theatre The Ends of the Earth - National Theatre Twelve Nights - The Royal Shakespeare Theatre Communicating Doors - Savoy Theatre Mother Couragc and her Children - Olivier Theatre Fararstjóri: Súsanna Svavarsdóttir Skráning í síma 569 1032 eða á faxi: 569 1095. SamvlimulepöiPlaiiils ýii AustursUæti 12 • S 569 1010» Slmbr# 552 7796 og 569 1095 Tetex 2241 • Innantendsterðlr S. 5691070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hatearflikðar Batjarhraunl 14 • S. 5651155 • Sknbrtf 565 5355 . „ KeOavfk:Halnaroötu35*S.421 3400*Sirobrél421 3490 Atoante:Breiðargðlu 1 • S.431 3386• ShnbrW431 1195 QAll/VH* Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Slmbrtf 461 1035 Varfv—tI«t Vestraannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbrtf 481 2782 r • ■“ ** Eiraiig umboðsmerai um lam) aitl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.