Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 NEYTENDUR Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLUR Stefánsson annar eiganda Svalbarða með hákarlinn í glerkrukkum Hákarl í glerkrukk- um hjá Svalbarða HJÁ versluninni Svalbarða á Framnesveginum er nú farið að sclja hákarl í glerkrukk- um til að hann verði ekki ólystugur og geymsluþol aukist. Með þessum hætti geymist hákarlinn að minnsta kosti í mánuð og lengur ef krukkan er geymd í kæli. Hákarlinn er seldur í 200 og 300 gramma glerkrukk- um. Hvítur hákarl er kallað- ur skyrhákarl og dökkur glerhákarl. Hvíti hákarlinn er af bakinu og hryggnum en sá dökki af kviðnum. 200 gramma krukka af hákarli kostar 450 krónur hjá Svalbarða en 300 gramma krukka er á 650 krónur. * AsV»"mÍlI,,^í?/A ' > X Bílar og „batterí Tveir mengunarvaldar sem byrja á Bé Bll3t verða alltaf fleiri og fleiri í Reykjavík og farþegum f hverjurn þeirra fækkar að sama skapi. Bílar ganga (enn sem komið er) fyrir bensíni, sem er rándýrt á íslandí. Bensln er unnið úr olíu sem er þverrandi náttúruauðlind og útblástur frá bílum er einn stærsti mengunarvaldur í heimi og stuðlar meðal annars að súru regni og gróðurhúsaáhrifum. Einn lítri af bensfni framleiðir 6.000 lítra af koltvfoxíði! Hvað á til bragðs að taka? Jú, það væri upplagt að skoða aðeins hvernig þú notar bflinn þinn og kanna möguleika á að fækka ferðum. Labba út f sjoppu og i sund til dæmis. Vera samferða öðrum úr fjölskyldunni þegar haagt er, svo ferðin nýtist sem best. Og fyrir þá sem fara alltaf sömu leiðina fram og til baka í vinnuna, er ti! dæmis upplagt að taka strætó. Þetta er líka vænn kostur þegar farið er f bæinn f búðarráp því þá þarf ekki að hríngsóla til að finna staeði eða hafa áhyggjur af að fá stöðumælasekt eða labba alla leið niður Laugaveginn afturtil að ná í bílinn. Slagorðið gamla „Allir með strætó - allir með strætó" gæti nú komist aftur f tísku og að þessu sinni af umhverfisverndar- ástæðum. Þegar þú setur bensfn á bílinn velurðu að sjálfsögðu blýlaust og passaðu að hann sé alltaf vel stilltur... Battcn, þessir sakleysislegu litlu sívalningar, innihalda, þó ótrúlegt megi virðast, hættulega þungamálma. Kvikasilf ur er þar mest áberandi og kadmíum hvorutveggja mjög eitrað og umhverfisspillandi efni. Til ráða er að nota batterí eins lítið og hægt er og reyna heldur að stinga I samband. Nota endurhlaðanleg batterf sem hafa lengri liftlma en þau venjulegu og alltaf, alltaf koma batterlum til förgunar (bensfnstöðvar, Sorpa) en ekki henda þeim með öðru rusli. María Ellingsen hinna fuiinrðnu HINN 14. desember 1978 réðust 30 starfsmenn banda- rískra skattyfirvalda til inn- göngu í næturklúbbinn Stúdíó 54, og tóku annan eigendanna fastan. Jafn- framt fjarlægðu þeir fjölda ruslapoka sem úttroðnir voru af peningaseðlum úr kjallaranum, kvittanir sem faldar voru í loftplötum og hundruð gramma af kókaíni. Talið var að um 70.000 dalir kæmu í kassann hvert kvöld og voru eigendurnir Steve Rubell og Ian Schrager, sakaðir um að hafa stungið 2,5 milljónum bandaríkjadala undan skatti á því eina og hálfa ári sem liðið var frá því klúbburinn var opnaður. Kváðust þeir saklausir og vöktu þjóðarathygli fyrir að ásaka þáver- andi starfsmannastjóra Hvíta húss- ins, Hamilton Jordan, fyrir að hafa neytt kókaíns í kjallara staðarins í apríl 1978. Á næsta ári eru tveir áratugir frá því að Rubell og Schrager opnuðu Stúdíó 54 í gömlu upptökuhúsnæði CBS-sjónvarpsstöðvarinnar við 54. stræti milli 7. og 8. breiðgötu á Manhattan og hófu 33 mánaða óráðs- göngu sem einvaldar næturlífsins. En þótt langt sé um liðið minnast þeir, sem áttu því láni að fagna að komast réttum megin við flauelsreip- ið, sem skildi óvelkomnu sauðina frá hinum, hins ljúfa danslífs rétt eins og það hafi verið í gær. „Mér fannst skemmtilegast að renna upp að húsinu í leigubfl og horfa á þessa löngu röð fólks, sem alls ekki komst inn," segir Brigid Berlin, ein af fylgifiskum Andys Warhol. „Eg gat hins vegar labbað beint inn, sem var frábært. Fólkið í röðinni starði á mann, vinkaði og tók myndir af þeim sem inn fóru, sannfærðir um að þarna væri stórmerkilegt fólk á ferðinni. Þegar þangað var komið leið manni eins og heima hjá sér, enda var staðurinn fullur af fólki úr Smiðju Andys, sem kom á hverju kvöldi og fór alltaf síðast heim. Andy var vanur að sitja makinda- lega í sófa ásamt Biöncu [Jagger] og Halston [tískuhönnuði] og ef maður komst ekki sagði Andy jafhan „þú misstir af miklu í gærkvöldi" og ef hann komst ekki sjálfur hringdi hann í mann í býtið næsta dag til að njósna um þá sem höfðu mætt." Lallabrigida ag Mashe Dayan______ „Kvöld nokkuð stóð ég á spjalli við barinn," segir Beauregard Houston- Montgomery, fyrrverandi dálkahöf- undur, þegar allt í einu sló þögn á hópinn. Við hreinlega störðum út í sal því þar stóð Moshe Dayan hershöfðingi, með augnblöð- kuna, á tali við Ginu Lolla- brigidu leikkonu." „Það var eins og maður væri alltaf að sækja nýjan stað," segir Kevin Haley, þá módel en núver- andi innanhússarkitekt í Holly- wood. „Það má líka segja að honum hafi verið breytt í sífellu. Eg man til dæmis eftir Dolly Parton veislu, þar sem búið var að fylla húsnæðið af heysátum, svínum, geitum og rollum. Einnig man ég eftir lokuðum básum í anddyrinu í tilefni hrekkjavökupartýs og ef maður horfði inn um gluggana mátti sjá dverga að sýsla við eitt og annað. Til dæmis sat lítil fjölskylda við matarborð í einum þeirra. Lífið var ein allsherjar veisla, úrkynjun var af hinu góða og kókaín hafði engar aukaverkanir. Eða svo héldum við!" „OJ Simpson fór á fjörurnar við mig í Stúdíó 54," segir Barbara Allen de Kwiatkowski,,þekkt fegurðardís á þessum árum. Ég sótti staðinn til þess að dansa og það vakti svo sannarlega athygli. Stundum fékk £ ég limósínu Halstons lánaða og lagðist í sætið til að komast í burtu óséð, samt hlupu karl- mennirnir á ' eftir bílnum. Stundum fengum við okkur líka sundsprett í morgun- sárið í gosbrunni fyrir framan skrifstofubyggingu við 7. breiðgötu skammt frá. Við skemmtum okkur svo sann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.