Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 21
i Bianca Jagger og Sterling St.Jacques skaka sig. LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 21 arlega vel á þessum árum,“ segir hún. „Mér fínnst eins og þetta hafi verið 10-15 ára tímabil," segir Sandy Gallin umboðsmaður í Hollywood sem ekki taldi eftir sér að fljúga á milli Los Angeles og New York til að sækja Stúdió 54 á sinum tíma. Bíámynd heimiltJ- arþáttur ng hnh. Whit Stillman leikstjóri, sem kynntist konunni sinni i Stúdíó 54, er að skrifa handrit að myndinni Síðustu dagar diskósins, sem einmitt gerist á skemmtistað áþekkum hinum eina sanna. Jafnframt hefur fyrirtækið Sandollar Productions hafið undir- búning að gerð „Stúdíó 54 myndar“ og NDR stöðin þýska mun sýna heimildarmyndina Síðasti dansinn um sama skemmtistað. Framleiðandi og leikstjóri er A1 Corley, sem starf- aði sem dyravörður í Stúdíó 54 áður en hann fékk hlutverk í Dynasty. Loks vinnur rithöfundurinn Anthony Haden-Guest nú að bókinni Síðasta partýið, sem gefin verðui’ út um svipað leyti og 20 ára afmæli stað- ai’ins verður minnst. Spyrja má hvað verið sé að fjarg- viðrast yfir 20 ára gömlu diskóteki en svo virðist sem ýmsir líti tilbaka með söknuði eftir tímabili, sem margir töldu innantómt og glysi hlaðið. Peg- ar best lét í Stúdíó 54 dönsuðu full- trúar úr öllum heimshornum á ljósa- gólfinu, hlið við hlið. Slíkt væri vita- skuld ómögulegt i dag á tímum eyðniplágu, pólitiskrar rétthugsunar og æ meiri lagskiptingar þjóðfélags- ins. „Þegar Steve og Ian bpnuðu Stúdíó 54 töldu þeir sig vera að opna stærsta diskótek bæjarins. Eg efast um að þeir hafi getað gert sér í hugarlund að það yrði helsta diskótek allra tíma,“ segir tónlistar- jöfurinn Ahmet Ertegún. Diskóið náði heljartökum á Banda- ríkjamönnum á sínum tima og frá 1974-76 voru 8.000 nýir diskóklúbbar opnaðir víðs vegar um landið og Barry White, Donna Summer og Gloria Gaynor réðu lögum og lofum í útvarpinu. Diskóhungi’aðir flykktust á staðina með menn á borð við Halston og Francesco Scavullo í broddi fylkingar ásamt fylgismeyj- um sinum Palomu Picasso, Anjelicu Huston, Jerry Hall, Lauren Hutton, Janice Dickinson og Iman, sem nú er kona Davids Bowie. Andy Warhol og liðsmenn hans frá InterWew-tímaritinu létu sig heldur ekki vanta á vinsælustu stöðunum og ekki var óalgengt að Yves Saint- Laurent og Valentino flygju yfir hafið með frítt föruneyti til að dansa frá sér ráð og rænu. Frumleiki fyrir öllu Athygli athafnamannanna Rubells og Schragers var vakin á sjónvarps- stúdíói við 54. stræti sem þeir tóku umsvifalaust á leigu við þriðja mann til að reka þar diskótek. Fengu þeir góðan hóp manna til þess að innrétta staðinn og gættu þess að enginn þeirra hefði komið nálægt smíði næturklúbba áður til þess að tryggja frumleika útfærslunnar. Hljóðmað- urinn var undanskilinn og var komið fyrir risastórum bassahátölurum á dansgólfinu svo takturinn færi ekki framhjá nokkurri sameind líkamans og hátíðnihorn sett á víð og dreif í loftið. Hugmyndin var sú að áreita skilningarvitin eins ítarlega og kostur var. Staðurinn var opnaður með mikilli viðhöfn 26. apríl 1977 og reyndar var fjöldi gesta svo mikill að þurfti að slöngva veislustjóranum yfir mann- hafið svo hann kæmist enda á milli. Mörgum boðsgesta var síðan vísað frá, þar á meðal Jack Nicholson. „Steve hringdi í mig næsta dag,“ seg- ir Ian Schrager „og við trúðum ekki okkar eigin augum því New York Post birti mynd _af Cher frá opn- uninni á forsíðu. Eg man þetta eins og gerst hafi í gær. Hún var í stutt- ermabol og gallabuxum með axla- bönd og stráhatt á höfði. Myndin náði yfir alla forsíðuna. Enginn nætur- klúbbur hafði fengið slíka umfjöllun áður.“ Sérstaða Stúdíó 54 var ekki síst fólgin í stærð staðarins og hann virtist aldrei mjög troðinn þótti gestafjöldinn færi upp i 2.000 eins og leyfilegt var. Dansgólfið var 11.000 fermetrar og lofthæðin tæpir átta metrar. Ekkert var til sparað í inn- réttingum og meira að segja ræsti- herbergið var með fínum sófa. Richard Notar var þjónn í Stúdíó 54 en rekur nú matsölustað i Tribeca hverfi Manhattan, þar sem Robert de Niro býr og á matsölustað með sama nafni. „Þjónarnir fundu ótrú- legustu hluti, skartgripi, peninga, pillur, kasmír-trefla, og myndavél með nokkur hundruð grömmum af kókaíni, þegar tekið var til,“ segir Notar. Þjónarnir voru líka vöðva- stæltir og myndarlegir, gengu í stuttbuxum, berir að ofan og döns- uðu með veitingarnar um húsnæðið. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt. Ef ég þurfti að skreppa úr húsi eftir einhverju, til dæmis hamborgurum, stökk ég upp í næstu límósínu, ég lék kúluspil við son Carters forseta og Margaret Trudeau hringdi einu sinni heim til mín um miðja nótt,“ segir Notar. Steve Rubell var vanur að annast dyragæslu milli hálftólf og eitt eftir miðnætti, stóð jafnan uppi á stól og valdi fólk til inngöngu. „Fólk þoldi ekki þessa stefnu, að velja inn, og fannst við fara í manngreinarálit, en sannleikurinn er sá að þetta hafði ekkert með kynþátt, litarhaft eða trúarbrögð að gera. Við beittum bara sömu aðferð og fólk sem býður gest- um heim til sín í partý,“ segir Ian Schrager. „Þetta er eins og að búa til salat eða velja leikara i hlutverk,“ var Rubell vanur að segja. „Ef blandan er ekki rétt myndast ekki nógu mikil spenna i loftinu." Og Rubell gegndi vissum lögmálum, hann vildi fá fræg- asta, dýrlegasta, fallegasta og áhuga- verðasta fólkið. Hann var reyndar vanur að segja „ef ég ætti ekki stað- inn, yrði mér aldrei hleypt inn“. Meðal þeirra sem einhverju sinni var meinuð innganga voru Frank Sinatra, forseti Kýpur, konungs- sonm- frá Saudi-Arabíu, Roberta Flack og nokkur Kennedy-barna. Segja má að þessi aðferð hafi gert staðinn að því sem hann er,“ segir Paul Wilmot varaforstjóri Condé Nast, „mórallinn var svona: Við erum hér inni og fyrst svo erum hljótum við að vera merkilegar manneskjur." Rubell kom venjulega inn aftur klukkan eitt og lék hlutverk gest- gjafans og Schrager fór heim til kærustunnar. Hann hélt sig til hlés og skipulagði veislurnar en Rubell skemmti sér með gestunum. Einu sinni var til dæmis haldið afmæli fyrir hönnuðinn Valentino. Búið var til hringleikahús inni á staðnum, með sandi, hafmeyjum og línudansi. Fellini gaf búninga úr mynd sinni Trúðarnir og Valentino var fjölleika- hússtjórinn. Ekki var óalgengt að sjá Diönu Ross, Fran Lebowitz og Förruh Fawcett á dansgólfinu, John Mc- Enroe og Cheryl Tiegs fyrirsætu við barinn, David Geffen og Calvin Klein innar i salnum, Rod Stewart, Peter Frampton og Ryan O’Neal á svöl- unum, Peter Beard á kvennaklósett- inu, Debby Harry á karlaklósettinu, og táninginn Michael Jackson að þeyta skífur og fikta í ljósabún- aðinum. „Þetta var svo spennandi að ég þurfti stundum að taka inn ró- andi,“ segir Beuaregard Houston- Montgomery „maður sá svo mikið af frægu fólki, en reglan var sú að láta það afskiptalaust nema yrt væri á mann að fyrra bragði. Það voru engir áhangendur í Stúdíó 54, að Rubell undanskildum. En Steve Rubell kom líka auga á vini sína i mílu fjarlægð. „Hann kippti manni inn fyrir, fékk manni drykk, lagði pillu í lófann og útvegaði félaga ef svo bar undir,“ segir einn gesta. „Steve var gersamlega geng- inn af göflunum undir það síðasta. Hann hélt sig hafinn yfir lög og reglur,“ er jafnframt haft eftir einum vina hans. „Það var pillunum um að kenna, hann hafði engin tök á raun- veruleikanum undir lokin. I janúar 1980 voru Rubell og Sehrager dæmdir til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar. Hóteleigandinn Mark Fleischman keypti Stúdíó 54 og rak með aðstoð Carmenar d’Alessio skemmtanastjóra í tíð þeirra kumpána en Stúdíó 54 varð aldrei samt við sig. Rubell og Schrager reyndu að leggja Fleischman lið eftir fangelsisvistina en allt kom fyrir ekki og árið 1983 var Stúdíó 54 lokað. Ian Schrager sinnir nú hótel- rekstri í New York og Miami en Steve Rubell lést af lifrarsjúkdómi árið 1989, 45 ára gamall. Líklegt er talið að hann hafi verið eyðnismit- aður. • Ryggt á Vmiily Fair ▼ Rubell og Schrager viröa útvalda fyrir sér. MORGUNBLAÐIÐ ■ Valentino sirkusstióri og Carlos de Souza 2 Cheryl Tiegs fyrirsæta meö Peter Beard. 3 Liza Minelli og Betty Ford. < Margaret Trudeau og Ryan O Neal. Útrúlea aleði niiiiiim EG SÁ mikið af frægu fólki þarna og man til dæmis eftír Sophiu Lorcn,“ segir Olafur Laufdai veitíngainaður sein margoft sótti Stúdfó 54 á si'nuui tíma. Ólafur opnaði diskótekið Hollywood 1978 og fór utan 5-6 sinnum á ári til þess að kynna sér helstu nýjungar í slíkum reksti i. Sóttí hann líka verðlaunahátíð Billboard í Bandaríkjunum, sem svipar nokkuð til tónlistarverðlaunaafliendinga dagsins í dag, þar sem bestu diskótekurum í hverju fylki var veitt verðlaun, svo dæmi séu tekin. „Þetta endaði venjulega þannig að farið var á Stúdíó 54, það er að segja þeir fóru sem komust inn. Þarna vom gríðarlegar biðraðir og fólk reyndi hvað það gat. Eg heyrði að sumir gengju svo langt að leigja sér kadilakk og stelpur komu uppábúnar, í pelsum með rándýra skart- gripi. Margir komust þó aldroi inn, sama hvað þeir gcrðu. Ég vissi af fólki sem reynt hafði í fjöldamörg skipti. Oðru hverju kom annar cigendauna, Steve Rubell, lágvaxinn maður í hvítum fðtum, út og valdi úr röðinni. Hann hikaði ekki við að stía fólki í sundur, sama hvort um var að ræða vinahóp cða pör, og fólk Iét sig hafa það. Auðvitað var fullt af vin- sæluin diskótekum í New York á þeim tínia en þetta var það langvinsælasla. Fólk kom alls staðar að úr hciminum til þess að sækja Stúdfó 54.“ Ólafur segir að fjöldi íslendinga haíi staðið í Starfsfólkið skipti um klæðnað eftir árstíðum. biðröð fyrir utau Stúdíó 54 á þessum árum, tíl dæmis fólk úr flugáhöfnuin, og ekki hafi allir átt erindi sem erfíði. Segir Iiann jafnframt. að reynt. hafi verið að velja fólk inn í Hollywood á sfnum tíma en það hafi alls ckki gengið upp. Var staðurinn málaður bleikur og blár og allt; gert til að auka á glansinn. „Við fylgd- umst; með ölluni nýjungum og skömmu eftír að Saturday Night Fever var sýnd, settum við upp mikinn Ijósabiínað og ljósagóif, líkt og sást í mynd- inni. Þetta vaktí gríðarlega lukku." ólafur segir að gestir liafi aldrei verið færri en 600 á sunnudögum og fimmtudögum og oft um 800. „Aðsóknin um helgar var yfirgengileg, luísið pakkfullt og hundruð fyrir utan. Það voru allir í sínu fínasta pússi, stelpurnar í diskógöllum, skær- bleikum, -rauðum og - bláum og fólk ekki áberandi drukkið. Við vorum mcð fslenska og crlcnda diskótekara, tfskusýningar og stutt skemmtiatriói. Við sýndum myndbandsupptökur, sein þá vai- algert nýmæli, og vorum með okkar eigin viu- sældalista. Þetta var gríðar- lega skemmtilegt tímabil, ciginlega hið skemmtileg- asta frá því ég byrjaði að stauda í þessum rekstri. Fólk var svo huggnlegt og allir svo hrcinir og fínir. Það var inikið líf í þessu og starfsfólkid skeinmtí sér engu síðui’ en gest irnir. Glcðin var ótníleg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.