Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ný könnun í Hafnarfirði seidu unglingi tábah 14 ÁR A unglingur fékk keypttóbakí28af30 sölustöðum, sem athuguti starfsmanna Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnar- fjarðar sf ðastiiðinn fösíu- dag náði tO. Æskuiýðs- og f ómsí utida- ráð Hafnarfjarðar gerði svipaða konnun í janúar sL og segír í fréttatílkynningu ráðsins að niðurstaðan nú sé mikii vonbrgði. „Það er Hóst að vinsamlegar ábendingar liafa haft 1/tið að segja nema síður sé," segir í tilkynning- untii þar seni lýst er vaxandi áhyggjjum af greinilegrí aukningu sem orðið hefur á reykingum ungiinga á sfð- tistu misserum. Könnunin fðr þannig fram að 14 ára unglingur fór á 30 sölustaði og freista ði þess að kaupa tóbak. Starfsmenn ÆTH fyjgdust með álengdar og orðu yitai að því er af- greiðslufðlk á 28 stöðum seldi unglinguum tóbak. Einungis í.veir söiusiaðir neituðu unglingnum um af- greiðslö, söluturninn Björk, Strandgötu, og Café Oskar í miðbæ Hafnarfjarðar. Þær leggja land undir fat spsrur LEIKLISTARHÓPURINN Sjeikspírurnar hefur starfað af fullum krafti í nokkur ár. í honum eru 14 krakkar á aldrinum 14-18 ára, flestir af höfuðborg- arsvæðinu. Þeir koma saman einu sinni í viku, á miðvikudagskyöldum, í Kramhúsinu. Þar fer fram kennsla í leiklist og líkamsbeitingu undir leiðsögn Hörpu Arnardóttur. Hópurinn byrjaði að hittast fyrir nokkrum árum og var þá hverjum sem er frjálst að vera með, en í fyrra var honum lokað vegna fjölda þátt- takenda. I lok hverrar annar setur hópurinn upp spunaleikrit, þar sem ýmsar persónur Williams Shake- speares stökkva ljóslifandi fram á sjónarsviðið. Hörpu var boðið að taka þátt í listahátíð í Kalmar í Svíþjóð sem leikh'starkennari í sumar. Hún fékk að taka hópinn sinn, Sjeikspírurnar, með, auk nokkurra annarra krakka af höfuðborgarsvæðinu. Þetta var mikil ævintýraferð í 10 daga. FERÐASAGA KRAKKANNA Draumur sem varð að veruleika HANN VAR litríkur hópurinn sem hélt á vit ævintýranna tíl Kalmar í Svíþjóð klukkan sex að morgni 29. júii' '95. Kalmarbær er alveg ynd- islegur bær og aðstaðan þar til ráðstefnuhalds er mjög góð. Strax á laugardaginn vor- um við komiti í stuttbuxu- rnar og úr þeim fdrum við ekki nema aðeins tíi að fara í sundfðtín. Okkur var skipt f mis- munandi hópa og unmini með þeim alla vikuna við leik og störf. Vikan leið hratt og áður en við vissum af var hún liðin og allir þurftu að halda tíl síns heima, en það var ekki spurningi n um að pakka bara stuttbuxum niður í tösku og halda ut á flugvöll. NEI! Maður fer ekki án þess að kveðja vini, sérstaklega ekki ef þeir eru frá 11 i mim ýmsu Norðurlöndum. Þau voru ekki fá tárin sem féllu við þá kveðju- stund, það var heilt tara- flðð. Við gátum þó huggað okkur við að á þessum stutta tíma höfðum við lært alveg ótrúlega margt. Við lærðum ekki bara leiklist og teiknun, heldur Mka að um- gangasi hvert annað sem vinir og jafningjar. Auk þess kynntumst við auðvitað heilum hellingi af fólki frá öðrum inenningarhcimum. Þessi ferð mun ávallt skipa stóran sess í hjörtum okkar allra. LEV LIVET Kalmarfararnir Er ég haldinn streitu? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGURFJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spumlng: Undanfarna mánuði hef ég fundið í sívaxandi mæli fyrir spennu og eirðarleysi. Ég á erfitt með að sofna á kvöldin og vakna fyrir allar aldir og finnst ég vera síþreyttur. Ég er í skemmtilegu starfi, en álagið er stundum dá- lítið mikið. Eru þetta einkenni um streitu og hvað er við því að gera? Svan Eins og þú lýsir þessu eru þetta dæmigerð streitueinkenni. Fjölmiðlamenn og flugumferðar- stjórar eru reyndar meðal þeirra sem mest líða undir streitu vegna eðlis starfa þeirra. En sjá má þessi einkenni hjá mörgum öðrum starfsstéttum sem búa við mikið vinnuálag, en fá litlu ráðið um verkefnin sem að þeim berast. Má þar t.d. nefna hjúkrunarfólk. Erfitt getur verið að komast út úr þeim vítahring sem veldur streitunni. Nauðsynlegt er þó að gefa sér tíma til að kúpla frá vinnunni, hafa önn- ur áhugamál, stunda líkamsrækt og útiveru, læra að slaka á bæði utan og innan vinnustaðar, fara í regluleg frí. Fyrir marga er þetta hægara sagt en gert, enda getur viðkomandi verið knúinn áfram af innri þörfum, svo sem metnaðar- girni, sem honum eru ekki ljósar, og kann að þurfa aðstoð til að leysa úr vandanum. Fólki er stundum skipt í A- og B-manngerðir. Lífsmáti A- manngerðar einkenn- ist af öfgakenndri samkeppni, metnaði, árásargirni, hraða og óþolinmæði. Þeim er mun hættara við streitu og þeim líkamlegu sjúkdómum sem af henni leiðir, í samanburði við rólega B-fólkið. Ahugi lækna á því fyrirbrigði, sem við nú nefnum streitu, vaknaði fyrst þegar í ljós kom að hermönn- um sem voru um lengri tíma á víg- stððvunum hætti mjög til að fá ein- kenni sem síðar yoru nefnd sállík- amleg einkenni. I þrælastríðinu í Bandaríkjunum voru hjartsláttar- truflanir svo algengar meðal her- manna, að þetta fyrirbæri var nefnt hermannahjarta. í fyrri heimsstyrjöldinni nefndist það sprengjulost, þegar hermenn fengu taugaáfall. Töldu menn að þetta stafaði af titringi frá sprengjuregninu sem orsakaði skemmdir á heilaæðum. I seinni heimsstyrjöldinni nefndu menn þetta fyrirbæri einfaldlega stríðsþreytu. og það er ekki fyrr en þá sem farið er að skilgreina þetta fyrirbrigði sem streitu, sem gæti birst í bæði líkamlegum og sálrænum einkennum. Streita, eins og kvíði, er heil- brigt og eðlilegt viðbragð að vissu marki. Streita er í raun hin stöð- uga viðleitni mannsins til aðlögun- ar að síbreytilegum ytri aðstæð- um. Hún er það afl sem knýr okk- ur til aðgerða og til að bregðast við óvæntum eða hættulegum at- burðum. Ef álagið verður hins veg- ar of mikið fer streitan að hafa © Streita skaðleg áhrif á líkamlega og sál- ræna starfsemi mannsins og sjúk- leg einkenni koma fram. Líkaminn bregst þannig við streitu, að hjartað slær örar og með auknum krafti, og meira blóð dælist út í blóðrásina við hvern slátt. Blóðþrýstingur hækkar. Meltingarstarfsemi minnkar og hættir um stundarsakir. Þannig er þurrkur í munni eitt af fyrstu einkennum spennu. Augasteinninn stækkar, þannig að ljósmagnið sem fellur á sjónhimnuna verður meira og sjónnæmið eykst. Blóðrennsíi tiJ höfuðs eykst einnig, þannig að heilastarfsemi örvast og eftirtekt skerpist. Hendurnar kólna og verða rakar, svo að átakið styrkist. Losun adrenalíns úr nýrnahettum veldur losun blóðsykurs úr lifrinni út í blóðið, og aukin orka stendur vöðvunum til boða. Andardráttur verður dýpri og hraðari, þannig að meira súrefni er tiltækt til efnaskipta. Þessi viðbrögð líkamans eru hagstæð, þegar hætta vofir yfir og við þurfum t.d. að hlaupa hraðar eða berjast til að bjarga lífi okkar. Þessi viðbrögð voru gagnleg for- feðrum okkar þegar aðstæður buðu. En á þessari öld hraðans er nánast stöðugt eitthvað sem veld- ur slíkum viðbrögðum, einsog við séum í lífshættu alla daga. í hóf- legum mæli eru þau gagnleg og hvetjandi, t.d. ef við þurfum að leggja okkur sérstaklega fram við eitthvað verkefni eða t.d. í íþrótta- keppni. En stöðugt álag af þessu tagi leggur mikið á líkamann og leiðir til sjúkdóma. Fyrstu einkenni streitu koma oft fram, þegar Ijúka þarf verki í tímaþröng. Próflestur er gott dæmi þar sem tímaþröngin rekur mann áfram og ákafinn verður mikill. Þessi streita er oftast jákvæð, hæfnin eykst vegna betri einbeitingar, vinnubrögð verða markvissari og meiru er komið í verk. Svona vinnubrögð geta orðið að vana hvort sem um tímaþröng er að ræða eða ekki, því að menn finna að afköst verða meiri undir vissu álagi. Margir koma engu í verk nema þeim séu sett þröng tímamörk, eða þeir setji sér þau sjálfir. Verði þessi vinnubrögð að vana, koma líkamleg streituein- kenni fyrr eða síðar fram, t.d. spennuhöfuðverkur og vöðva- bólga. Þessi fyrstu stig eru mjög al- geng og oft aðeins tímabundin, tengd erfiðum aðstæðum og hverfa venjulega af sjálfu sér, ef aðstæður breytast. Þau geta hins vegar orðið viðvarandi og leitt til vaxandi líkamlegra og sálfrænna einkenna. Meltingartruflanir aukast og svimi bætist við höfuð- verkinn. Svefntruflanir fylgja í kjölfarið og vítahringur myndast. Góður svefn gefur einstaklingnum ekki lengur tækifæri til að slaka á og þreyta og spenna eykst. Gengið er á orkuforða líkamans. Ahyggj- ur og einbeitingarskortur draga úr afköstum. Andvökur og mar- traðir eru algengar. Þá er það einkenni að vakna fyrir allar aldir með kvíða fyrir komandi vinnu- degi. Sumir telja að hversdagslegt álag og gremjuefni leiði fremur til streitu af þessu tagi en meiri hátt- ar breytingar. Stór áföll valda hins vegar skyndilegu álagi og geta leitt til áfallastreitu, sem nauðsyn- ¦ legt er að vinna úr sem fyrst, svo að þau valdi ekki þeim langvar- andi einkennum sem að framan er lýst. Hin seinni ár hefur athygli manna beinst mjög að áfallastreitu og meðferð á henni. Fólk sem verður fyrir stríðsaðgerðum, hryðjuverkum, kynferðislegu of- beldi, og náttúruhamförum, eins og íslendingar hafa kynnst undan- farið, er í sérstakri hættu og þarf að veita því áfallahjálp til að koma í veg fyrir viðvarandi streitu af þessum sökum. • Lesendur Morgunblaðsins geta spuri sálfræðinginn um það sem þeim tiggur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum inilli klukkan 10 og 11 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: vikulok, Fax 5691222. 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.