Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 23 UTI AÐ BORÐA MEÐ JULIUSI FJELDSTED LAGANEMA 5AFARÍK Sirloin-steikin bráðnar í munni eins og smér á brauði sem legið hefur úti í garði á sólríkum sumardegi. Ekki sakar að hún er glóð- arsteikt og pensluð með sérlagaðri barbekjú- sósu að hætti hússins. Glaðbeitt gengilbeinan þjónar til borðs eins og henni er einni lagið, enda er hún vön því að fá gesti. Við erum á veitingastaðnum Astró og klukkan er að verða átta. Það er ekki Iaust við að viðmælandanum bregði við fyrstu spurninguna, en eftir nokkurt hik og pat kemur þó svarið. Hverertu? Eg er Júlíus Fjeldsted. Hvað gerirðu? Ég er laganemi á fyrsta ári. Þú hlýtur þá að hafa fallið einu sinni hið minnsta. Jú, reyhdar tvisvar. Myndirþú ráðleggja „venjulegum" nemanda, sem nú væri aðklára fram- haldsskóla, aðfara ílagadeildina? lívað er venjulegur námsmaður? Ég útskrifaðist frá MR og taldi mig hafa góðan grunn fyrir háskólanám, en svo reyndist ekki vera. Að minu viti er stökkið úr framhaldsskóla í lagadeild mun meira en úr grunnskóla í framhaldsskóla, þótt það hafi verið mikið. En lagadeildin er engri annarri deild lík. Þetta er al- gjört sjálfsnám og prófið er aðeins eitt. Enginn fylgist með og maður fær aðeins eitt tækifæri. Fullt starf__________ Er jbette ekki fullt starf, frá 9-6? Jú. I rauninni ætti deildin að gefa út bækl- ing, þar sem það kæmi fram. Flestir sem hefja nám við deildina eru bara í.tómu rugli. Margir segja að námsmenn hafi gott afað fara aðeins út á vinnumarkaðinn á milli framhaldsskóla og háskóla, til að öðlast sjálf- saga. Ertu sammála því? Nei. Ég held að það væru mikil mistök. Ég held að ekkert geti undirbúið mann fyrir lagadeild betur en framhaldsskólinn. Hann gerir það bara ekki nógu vel. Þeim einstakl- ingum sem ég þekki og tóku sér frí frá námi hefur ekki gengið vel í háskólanum, þótt und- antekningar séu að sjálfsögðu til. Eitthvað hlýturað vera aðí deildinni þegar fallhlutfall er yfír 90%. Það er engin einhlít skýring á þessu háa hlutfalli að mínu mati. Ég var nýlega á fundi með hagsmunaráði Orators [félags laga- nema] og nemendum á fyrsta ári sem féllu núna. Þar var spurt hvar orsakanna væri að leita. Voru það nemendurnir, prófið eða kennslan sem brugðust? Ég er á því að allir þessir þættir hafi haft eitthvað að segja. i ]Jujjjji) hif VJJJJJU Morgunblaðið/Kristinn s Lífíð í lagadeild Háskóla Islands er erfítt, en Júlíus Fjeldsted gaf sér þó tíma til að hitta Ivar Pál Jdnsson yfír kvöldverði á veitingahúsinu Astró. Nú hefur oft komið fram gagn- rýni á prófið í almennri lógfræði þess efnis að góð úriausn byggist einna helst á utanbókarlærdómi og skilningur þurfi þar hvergi að koma við sögu. 3i, núna hefur einmitt vaknað sú spurning hvort svo hafi verið í ár. Sumir segja að nú hafi ekki dugað að kunna efnið utanbókar, heldur hafi þurft að koma til skilningur og eigið mat nemenda. Ef það er rétt þá er að sjálfsögðu verið að gerbylta prófinu. Ég er á því að þetta próf hafi verið ófikt öllum öðrum prófum sem tekin hafi verið, sama hvað hver prófessor segir. I síðasta timanum hjá Sigurði Líndal, sem sér um prófgerðina að miklu leyti, þóttust hundrað manns heyra hann segja að prófið yrði með hefðbundnum hætti. Hann þrætir fyrir það núna. Dregur það ekki kjarkinn úr mönnum að fallajafnvel aftur og aftur? Vissulega ætti svo að vera, en í mínu tilfelli er sú ekki raunin. Sennilega er ég bara svona þrjóskur. Ég vil ekki láta stöðva mig. En san- narlega er leiðinlegt hversu margt bráð- greint fólk, og þá er ég ekki endilega að tala um sjálfan mig, lendir í þessum vítahring. Það eyðir heilu árunum í námið, leggur sig allt fram, en kröfurnar eru hreint ómann- legar. Dulbúin fjfald'atakmarkun_______ Þeirri skoðun hefur verið varpað fram í gegnum tíðina að það sé dulbúin fjöldatak- mörkun, eða numerus clausus, á fyrsta ári í lagadeild. Er eitthvað til íþvíaðþínu mati? Já, ég tel svo vera. Dulbúin fjöldatakmörk- un er að mínu viti hálfu verri en auglýst. Núna eru óvenju margir nemendur á öðru ári og auðvitað væri það alvarlegt mál ef þessar óvenju ströngu kröfur miðuðu að því að halda fjölda nemenda í lagadeildinni i skorðum. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að þessir menn [kennarar í la- gadeild] séu hálfpartinn sjálfskipaðir hagsmunaaðilar fyrir vinnumarkaðinn. Þeir ráði hve margir fari út á vinnu- markaðinn, en ekki vinnumarkaðurinn sjálfur. Félagslífíð__________ Hvernig er iífhins dæmigerða laga- nema, svo farið sé aðeins út í aðra sálma? Ég held að dæmigerður fyrsta árs laganemi sé lítt virkur í félagslífi deild- arinnar. Vegna þessa mikla fjölda fyrs- ta árs nema er þeim ekki boðið í svokallaðar vísindaferðir, þar sem fyrirtæki eru heimsótt og léttar veitingar þáðar. I raun er aðeins um tvennt að ræða: árshátíðina og hina ár- legu Þingvallaferð, sem er í byrjun hvers kennsluárs. Hinn dæmigerði laganemi á 1. ári er vinnusamur, les mikið, en árangurinn er oft ekki sem skyldi. Eitt er að lesa, annað að læra. Er æskilegt að námsmenn í erfiðu laganámi skemmti sér um helgar? Eg fór á ansi gott námskeið hjá Ástu Ragnarsdóttur námsráðgjafa, þar sem hún sagði að æskilegt væri að breyta svefn- tímanum ekki um helgar, heldur fara að sofa og vakna á sama tíma og aðra daga. Ef maður gæti þetta væri maður vel staddur. En ég hef alltaf viljað skemmta mér um helgar, þó kannski ekki endilega hverja einustu. Mér finnst það nauðsynlegt til að fá útrás. Ég hitti oft og tíðum laganema á fyrsta ári á skemmtistöðunum. Hvaða skemmtistaðir eru vinsælastir hjá þér og kunningjum þín um ? Það eru Astró og Skuggabarinn. Ég er í raun alæta á þessa staði. Eg hef farið mikið á Bíóbarinn, Kaffibarinn, Síberíu, en það er mjög misjafnt hvaða staður verður fyrir val- inu. Já, tíminn hefur liðið hratt. Eigum við ekM að segja þetta gott? Jú, ég held það. Þakka þér fyrir. Sömuleiðis. FELIU - Blöndurnartæki ,á„b.axfs,t<p,(SnxievfSi 1 • ~~iíG$" S frá kr. 3.996 stgr. frá kr. A.OJ I stgr. Eldhústæki tveggja handa Sturtutæki rfi/ barka oa úöara frákr. 3. I 68stgr. ty VATNSVIRKINN Ármúla 21, sími 533 2020 Leikstjóri; Brfet Héðlnsdóttir Tónttsfc Jön Nordal Ulkmynd: Stfgur Steínþórsson Búningar: Messfana fómasdóttir Lýsl»g:'David Wafters Sýningarstjóri: Ingibjórg Elva Bjamadóttlr Hlð Hósa man leikur Sigrún Edda Bjórnsdóttir . Aörir lelkendur: Ari Matthfasson, Árni pétur Guðjónssön, Bryndís Petra Bragadottir, Guðmundur E. Knudsen, Guðmundur Ólafsson, Hanna Marfa Karisdóttlr, J6n Hjartarson, Kristján Frankiln Magnús, Maígrét.. Helga Hjartardðttlr, Pálína Jönsdóttir, Pétur Einarsson, Siguröur Karlsson, Soffla Jakobsdðttir, Steindór Hjöiieifssðn, Theodðr Jölíusson, Valgeröur Dan, Þorstéínn Gunnersson, Þórey Sif Harðardóttlr og Þröstur Leð Gunnarsson. Frumsýning í kvöíd 9, mars kl. 20:00 á Stóra sviði Borgarleikhússins LEIKFELAC <!i<i REYKJAMKl R BQRGARLEIKHÚSIÐ • SÍMI: 568 8000 ' 8000 Y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.