Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLUN Newsweek og auðugur Rússigefaúttímarit Moskvu. Reuter. BANDARÍSKA vikuritið Newsweek og rússneska fyrirtækjasamsteypan Most hafa skýrt frá samvinnu um útgáfu á tímariti, sem vonað er að nái yfirburðum á rússneskum blaða- markaði. Richard Smith, stjórnarformaður Newswek-fyrirtækisins, sagði á blaðamannafundi að það hefði alla burði til að tryggja nýja tímaritinu bjarta framtíð. Sergei Parkhomenko, aðalritstjóri nýja ritsins sem nefnist Itogi, tók í sama streng og kvaðst vilja gefa út „tímarit á heimsmælikvarða." Parkhomenko sagði að tímaritið hefði tryggt sér einkarétt á birtingu greina úr Newsweek og að þær yrðu um 15% efnisins í ritinu, sem yrði 80 blaðsíður. „En þetta er rússneskt tímarit," sagði hann, „skrifað af rússneskum blaðamönnum fyrir rússneska les- endur." Markaður fyrir vikublöð er ótryggur í Rússlandi. Útgáfu svipaðs rits -- Ponedelnik — var hætt vegna fjárskorts fyrr í þessum mánuði þeg- ar aðeins þrjú tölublöð höfðu komið út. Stofnendur Itogi eru þó bjartsýn- ir. Blaðið verður prentað í Finnlandí og Newsweek mun afla auglýsenda í Bandaríkjunum. Fyrsta tölublað kemur út í næsta mánuði og ritið verður prentað í 50.000 eintökum, en stefnt verður að því að upplagið verði 100.000 eintök fyrir árslok. Efnið verður aðallega pólitískt og haft verður samstarf við aðra fjöl- miðla, sem Most á hlut í, þar á meðal NTV-sjónvarpið, fréttablaðið Sevodnja og Ekho Moskvíj útvarpið. Tortryggni í Kreml Að sögn Parkhomenkos verður tímaritið óhlutdrægt, en talið er að valdamenn í Kreml verði varkárir í afstöðu sinni til þess fram að forseta- kosningunum 16. júní. Herskár yfirmaður Borísar Jelts- íns forseta, Alexander Korzjakov hershöfðingi, hefur opinberlega gagnrýnt Vladímír Gusinskíj, stjórn- arformann Most, og menn Korzj- akovs réðust eitt sinn inn í byggingu fyrirtækisins. Rússneskir embættismenn hafa einnig látið í ljós óánægju með frét- taflutning NTV af átökunum í Tsjetsjeníu. t'*9» c***+u-t* flHHMNI fr~^~-^-"^~i~-'-' •¦ "V......'-'"'¦'"iiTi'" Hn> s««u Vwifc limií uii Hii' Uli'h T3E> ¦'l^'""'; tmnt* •*"»!» IM* Sbe&wJJoAShncs ;. 'itMíjn,. t^**í'i',í<mi •fetapfi imiKi *A«I ML**IIMrt CíiKfiiHis i ÍHA»»lf 1101 'Cffc'M jk»CMIft« t MMOW «*9tWH*r«S» Gnm> tnMfMtacinHvtfkmiit IftCftl mfc'*r;5 **H*i The P«J Ltwm Short-Tertii íme«H« Rates IH 5U*í'fi?!MjES GtouiítoUiiveil SHuKlarelfor Vsktcírmte. Pnymem New York Times á vefnum NEW YORK Times hóf fyrir nokkur daglega útgáfu á verald- arvefnum, þar sem lesendunum er boðið upp á aðgang að mestum hluta efnis daglega blaðsins um leið og það er til orðið auk rað- auglýsinga og nokkurra frétta um upplýsingaiðnaðinn sem ekki birtist í prentuðu útgáfunni. Art- hur Sulzberger Jr. útgefandi NYT hefur sagt að litið sé hlut- verk útgáfunnar á vef num á svip- aðan hátt og í hefðbundnu útgáf- unni — að vera íhugul og óhlut- dræg efnissía og veita viðskipta- vinunum upplýsingar sem þeir þarfnist og viti að þeir geti treyst. Rafrænu útgáfuna af NYT er að finna á http://www.nytimes.com. Notendur þurfa að skrá sig hjá útgáfunni og fá ókeypis reynsluá- skrift til að byrja með en síðan þarf að greiða mánaðarlega áskrift. Fox býður forsetaefnum sjónvarpstíma Washinglon. Reuter. RUPERT Murdoch, hinn kunni fjölmiðlajöfur, hefur sagt að Fox sjónvarpsnetið muni bjóða helztu forsetaframbjóðendunum í Banda- ríkjunum í haust að koma fram ókeypis á bezta útsendingartíma á lokadögum kosningabaráttunnar. „Heiðarlegt tækifæri" Murdoch hvatti önnur sjónvarp- skerfí að gera slíkt hið sama og deildi á svokallaðar árasarauglýsing- ar frambjóðenda, sem standa í hálfa mínútu og ganga út á að níða mót- herjana. Hann gagnrýndi einnig að framjóðendur yrðu að verja miklum tíma til að safna milljónum dollara í kosningasjóði til að geta boðið sig fram. Samkvæmt boði Fox fá forseta- frambjóðendur demókrata og repú- blikana hálftíma hvor til að kynna skoðanir sínar á bezta sjónvarps- tíma. „Engin ritskoðun af okkar hálfu, ekkert viðtal einhvers alviturs fréttamanns," sagði Murdoch í ræðu í National Press Club. „Frambjóð- endur fá aðeins heiðarlegt tækifæri að ávarpa bandarísku þjóðina." Fox hyggst einnig bjóða forseta- efnunum að semja einnar mínútu langar yfirlýsingar um stefnu sína í 10 mikilvægum málum og að þær verði fluttar í stöðvum Fox á bezta sjónvarpstíma á síðustu þremur til fjórum vikunum fyrir kosningarnar. Murdoch Iýsti sig líka reiðubúinn að leyfa að ávörpum fordetaefnanna yrði sjónvarpað ókeypis á öðrum tím- um, ef önnur sjónvarpsnetkerfi sam- þykktu einnig að bjóða slíka sjón- varpstíma. En hann kvaðst ekki trú- aður á að samkomulag næðist um slíkt. Jákvæðar undirtektar Sérfræðingar minnast þess ekki að slíkt tilboð hafi verið sett fram áður. Flokksstarfsmenn kváðust opnir fyrir hugmyndinni og baráttu- menn umbóta á tilhögun kosninga í Bandaríkjunum voru himinlifandí. Einn þeirra var Paul Taylor, fyrr- verandi fréttamaður Washington Post, sem hefur nýlega rætt við full- trúa sjónvarpskerfa og spáir því að það muni taka tillögur Murdochs til alvarlegrar athugunar. Vitað er að ABC, CBS og NBC hafa að minnsta kosti hiugleitt ókeypis sjónvarpstíma handa for- setaefnum. Embættismenn repúblik- ana og demókrata hafa tekið hug- myndinni með gát. Granada eykur hlut sinníöðrusjónvarpi London. Reuter. GRANADA keypti og yfírtók í síð- asta mánuði hlutabréf í öðru sjón- varpsfyrirtæki ITV á Norður-Eng- landi, Yorkshire-Tyne Tees. Granada, sem auk þess rekur London Weekend Television, mun hafa boðið 10 pund á hlutabréf í Yorkshire. Granada, sem komst yfir hótelfyrirtækið Forte í síðasta mánuði fyrir 3.9 milljarða punda, átti fyrir um 14% í Yorkshire og með því að kaupa 2.6 milljónir hlutabréfa ~ að því er hermt er — eykst hluturinn í um 19-20%. Aðrir aðilar munu hafa keypt 1.8 milljónir hlutabréfa eða 3,5% hlut í Yorkshire. Beðið eftir lagabreytingu Samkvæmt gildandi lögum má Granada ekki eiga meira en 20% í þriðju ITV-stöðinni. Búizt er við að þingið breyti reglunum síðar á þessu ári og þá verður ekki lengur krafizt að eitt fyrirtæki fái aðeins tvö ITV-sérleyfi til sjónvarpsrekstr- ar. í staðinn verður miðað við 15% áhorf. Um 7,2% brezkra sjónvarpsá- horfenda horfa á Granada, en 5,9% á Yorkshire & Tyne Tees. Vegna fyrirhugaðrar lagabreyt- ingar ríkir umrót í brezka fjölmiðla- geiranum. Það hófst þegar blaða- samsteypan United News & Media og ITV-fyrirtækið MAI skýrðu frá fyrirætlunum um þriggja milljarða punda samruna 8. febrúar. MAI-fyrirtækið, sem sjónvarpar í umboði ITV á Suður- og Austur- Englandi, á 14% í Yorkshire og sérfræðingar sögðu að samruninn kynni að veita því bolmagn til að reyna að ná yfirráðum yfir Yorks- hire. Yorkshire er eftirsóknarvert í augum Granada, sem sér fyrir sér að verða eina einkasjónvarpið á Norður-Englandi, frá Liverpool í vestri til Newcastle í austri. Sérfræðingar segja að Carlton — umsvifamesta ITV-fyrirtækið — kunni að neyðast til að koma fram með gagntilboð í MAI til að verða ekki útundan í næsta fjölmiðlaslag. Skozka sjónvarpið sækir sig London. Reuter. SKOZKA sjónvarpið, Scottish Television Plc, segir að hagnaður þess fyrir skatta 1995 hefði aukizt í 20.2 millj- ónir punda úr tveimur milljón- um 1994. Tilkynnt var að gerður hefði verið samningur upp á 10 milljónir punda við Hallmark Entertainment um gerð sex 90 mínútna fjölskyldukvik- mynda, sem teknar yrðu í Skotlandi á þessu ári. Hallmark er systurfyrirtæki Flaxtech PLC, sem keypti 20% hlut í Scottish Television í fyrra. A vefvaktinni MEÐ ODDDEPRESNO GAGNABANKINN The Electric Library — http.Y/www.elibrary. com er safn greina frá yfir 1000 útgáfum. Notendur geta slegið inn á ensku einfalda spurningu til að leita í öllum texta yfir 900 tímarit, yfír 150 dag- blaða, í texta yfir 2000 bókmenntaverka, um 18.000 ljósmynda, handritum fréttaskeyta og fréttaútsendinga sjónvarps- og útvarpsstöðva, svo og í bóka-, kvikmynda- og hugbúnaðarumsögnum auk Compton's Encylopedia alfræði- bókarinnar. Þarna má einnig fínna orðabók, samanburðarorðabók (thesaur- us), dagatal, uppflettirit og fleira. Efnisuppsprettur bankans eru m.a. frá Reuters-fréttastofunni, Gannett- blaðahringnum, World Alamac, Times Mirror, Compton's New Media, Art Journal, Inc, The Economist, World Press Review, Monarch Notes, The Complete Works of Shakespeare, Worlds Best Poetry, Compton's Encyclope- dia, King James Bible, Thematic Dictionary, Similes Dictionary, Webster's Dictionary. Jerusalem Post, La Prensa og News India. Allt efhið er selt, en notendum gefst kostur á að nálgast það ókeypis í byrjun til reynslu. Rússneskur banki Andrigal Internet Library Sevice (ILS) í Rússlandi, tekur einnig gjald fyrir notkunina. Þar fæst aðgangur að upplýsingum á ensku um vísindaleg- ar og tæknilegar útgáfur, rannsóknarstofnanir og bókasöfn í Rússlandi. Greinaafhendingar á netfang um afmörkuð málefni bjóðast einnig. I gagnabankanum má fínna bókasafnslega lýsingu á yfir 1400 tímaritum sem komið hafa út í Rússlandi og öðrum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna allt frá 1986. Hálfsmánaðarlegar þýðingar á ensku á efnisinnihaldi um 300 tíma- rita á rússnesku frá 1991. Skrá yfir stofnanir fyrrum Soyétríkjanna, svo og skrá yfir bókasöfn í þessum sömu ríkjum. Upplýsingar fást á netfangi amíríg-a/@andrigal.msk.su eða http://www.ReUs/ANDRIGAL/Us.html. Ókeypis sýnishorn. Sérhæfðir gagnagrunnar Ef menn leita sérhæfðra gagnagrunna má benda á The Internet Sleuth á http://www.intbc.com/sleuth. Þar er að finna tengla við meira en 900 leitanlega gagnagrunna á alnet- inu um hin margvíslegustu málefni. Meðal flokka sem þar bjóðast eru landbúnaður, hagfræði, alnetið (Inter- net), byggðamál, lögfræði, menntun, vísindi, stjarnfræði, atvinnumál, bók- menntir, verslun, flugmál, verkfræði, stærðfræði, félagsvísindi, líffræði, eðlis- fræði, skemmtun, Iæknisfræði, hugbúnað, Iíftækni, umhverfismál, Listir, tónlist, tækni, íþróttir, viðskipti, fjármál, fréttir, viðskiptaskrár, matur og drykkur, fólk, kaupsýsla og iðnaður, efnafræði, erfðafræði, ferðamál, stjórn- sýsla, stjómmál, spjallrásafréttir, fyrirtæki, heilsu, tölvutengt efni, hugvís- indi, tómstundir og afþreying, dýralækningar, handbækur, vefleitartól og margt fleira. Rússneskur ljósmynd- ari myrtur í Moskvu Moskvu. Reuter. RÚSSNESKUR ljósmyndari hefur verið myrtur í miðri Moskvu að sögn rússneska innanríkisráðuneytisins. Ljósmyndarinn, • Felix Solovjov, lézt af sárum eftir árás ókunnra launmorðingja. Lögregla fann tvær skamm- byssur á staðnum, en ókunnugt er um ástæður verknaðarins. Nokkrir blaðamenn, þing- menn, bankastjórar og kaup- sýslumenn hafa fallið fyrir kúlum launmorðingjar á síðari árum, en enginn morðingi hef- ur verið dæmdur. í janúar var Oleg Slabýnko, stjórnandi vinsæls rabbþáttar í sjónvarpi, drepinn í íbúð sinni í Moskvu. í marz í fyrra var annar vinsæll rabbþáttarstjóri, Vla- díslav Listév skotinn til bana í fjölbýlishúsi. Dmítríj Kholodov, blaða- maður Moskovsky Komsomo- lets beið bana þegar sprengja sprakk í skjalatösku, sem hann sótti á járnbrautarstöð sam- kvæmt ábendingu í október 1994 þegar hann var að rann- saka spillingu í heraflanum. Ottast ægivald Capital Radio London. Reuter. BREZKIR útvarpsauglýsend- ur og auglýsingastofur þeirra telja sig hafa komizt að raun um að öldur ljósvakans séu í vaxandi mæli á valdi eins fjölmiðlafyrirtækis og því hafa ýmsir hvatt til þess að eftirlits- stofnanir skerist í leikinn til að tryggja heiðarlega sam- keppni að sögn kunnugra. Það sem veldur áhyggjum eru yfirgnæfandi áhrif Capital Radio Plc á útvarpsauglýs- ingasölu einkastöðva, ekki sízt vegna yfirburða sölu- og markaðdeildarinnar MS&M (Media Sales and Marketing). Auglýsingafólk óttast að of Iítil samkeppni muni valda hærra auglýsingaverði og skaða orðstír þessa litla en vaxandi 300 milljóna punda markaðar. Derek Morris, talsmaður samtaka auglýsingastofa, (IPA), segir að þessa dagana sé verið að kanna viðhorf allra aðila samtakanna til aðstöðu Capitals. Sparað hjá BBC World Service London. Reuter. BREZKA ríkishljóðvarpið BBC hefur tilkynnt að fyrir- hugað sé að minnka rekstrar- kostnað heimsútvarpsins BBC World Service um 10 af hund- raði. BBC World Service útvarp- ar á 42 tungumálum og hlust- endur útvarpsins eru 140 millj- ónir. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort hætt verður að útvarpa á einhverjum tungu- málum að sögn Sam Youn- gers, forstjóra útvarpsarms BBC. Ráðgert er að spara 13 milljónir punda. Stjórnvöld tilkynntu í nóv- ember að framlög til BBC World Service yrðu skert um 20 milljónir punda fyrir árslok 1998. Tilkynningin mætti harðri andstöðu þingmanna úr öllum flokkumn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.