Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 25

Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Til móts við Drottin ISLENSKA þjóð- kirkjan hefur verið í sviðsljósinu um skeið og tilefnið safnaðarátök í einni sókn höfuðborg- arinnar. Umræðan sem í kjölfarið hefur fylgt hefur leitt í ljós að fólk lætur sig málefni þjóð- kirkjunnar varða og víða hefur þau borið á góma með einum eða öðrum hætti. Hins veg- ar er umræða sú sem varðar biskup íslands að mestu persónulegs eðlis og liggur því utan þessa máls að öðru leyti en því að einnig það verður að baki áður en langt líður. Umræðan um safnaðárátökin hefur leitt í ljós að nokkurs mis- þroska gætir í þjóðkirkjunni. Breyt- ingar í þjóðfélaginu hafa leitt til breyttra starfshátta í kirkjunni en lögin um hana hafa ekki tekið breyt- ingum að sama skapi. Lög og reglur hafa verið sett um skyldur og starfs- hætti sóknamefnda en ekki hefur verið stungið niður penna til að rita svo mikið sem erindisbréf handa prestum svo nefnt sé þýðingarmikið atriði fyrir þessa umræðu. Prestarn- ir verða af þessum sökum óvissir um hlutverk sitt og stöðu. Svona er um fleira. Skipulag kirkjunnar tekur ekki mið af breyt- ingum í þjóðfélaginu en við, sem falin hefur verið ábyrgð á einhverj- um þætti kirkjulegrar þjónustu, höf- um hins vegar orðið að finna sam- tímamætar leiðir tii að koma því erindi áfram sem okkur hefur verið falið og ekki víst að þær falli alltaf að því kerfi sem fyrir er. í þessum vandræð- um lita menn helst um öxl og áberandi hefur verið sú tilhneiging að halda föstu taki í það sem var, í óttanum við að öllu skoli fyrir borð í þeirri ágjöf sem skip kirkjunnar sætir um þessar mundir. Menn óttast um hag sinn og spyrna við fæti ef ein- hvetju á að hreyfa og öll stefnumótun tekur mið af því að hún styggi sem fæsta. Þannig hlýtur það að vera meðan kirkjan á sér ekki framtíðarsýn og hugsjónir sem meira eru metnar en forn réttur. Við ættum að horfa meir fram á veginn en til baka. Við eigum ekki annað erindi við fortíðina en að læra af henni, en við höldum óhjá- kvæmilega til móts við framtíðina og eigum við hana stefnumót, og senn verður hún samtíð okkar. Þannig ætti fyrst og fremst mark- miðið að setja okkur verklagsreglur. Einnig ættum við að vera minnug þess að flest allt í skipulagi kirkj- unnar er mannaverk og ekkert heil- agt við þau í sjálfu sér. Það er fyrst og fremst til þæginda að halda því sem nýtilegt er, og svo er það svo viðkunnanlegt að vita að hveiju maður gengur! Sá sem sendi kirkjuna í þá erind- isför um tímans veg sem við erum samferða á hefur einnig sett okkur stefnumót við sig og segir: Ég kem til yðar. Og með augum hvers þess sem kirkjan á erindi við horfa augu hans við tilliti fulltrúa hennar. Jakob Ágúst Hjálmarsson Ég sé fyrir mér helgihaldið eflast, ■ ^ segir Jakob Agúst Hjálmarsson, með almennri þátttöku í söng, tónlist og fram- kvæmd helgisiða. 0 Drottinn Jesús hefur að sínu leyti búið okkur vel til vegferðarinnar og sent okkur til fylgdar hjálpara, And- ann heilaga, sem er andi hins him- neska Föður og andlit hans sjálfs. Hjálparinn minnir okkur stöðuglega á það sem hann kenndi okkur með- an hann var hér á jörðinni með lærisveinum sínum. Nú knýr Andinn okkur til and- svara við kröfu tímans og svar okk- ar markast af því hvernig við sjáum veginn framundan. Okkur ber að vinna verk hans sem sendi okkur son sinn af því hann elskar mennina sem hann hefur skapað og vill ekki að neinn þeirra týnist frá honum út í myrkrið held- ur eigi eilífa lífið með honum. Þetta er sameiginlegt verkefni kirkjunnar allrar og til þess býst hún svo sem hún best kann. Hún tekur mið af leiðbeiningum Drottins síns og hlýð- ir honum í því sem hann fyrirskipar beint, en er gefin skynsemi til þess að álykta út frá þeim um annað. Skyldur sínar á kirkjan fyrst og fremst við hann. Hefðin skiptir minna máli og hagsmunir hópa og einstaklinga enn minna máli. Æskan er í hættu. Enginn á tíma fyrir hana nema afþreyingariðnað- urinn og dópsalarnir. Unga fólkið skortir leiðsögn. Það kann allt nema að lifa. Margir eru svo fullir af graut sem þeir vita ekkert um af hveiju samanstendur; grautartrú sem hef- ur allt fyrir satt í senn. Svo margt í þjóðfélaginu er að riðlast og stjórnmálamennina skort- ir yfirsýn svo ráðstafanir þeirra rek- ast á annarra horn og fólkið rásar í ráðaleysi sínu fram og aftur um vettvang daganna. Það er þörf á rödd kirkjunnar sem á að minna okkur á hin eilífu gildi og skyldur okkar við hina smæstu. Ég á mér draum um sterka kirkju sem er þjóðkirkja sem lifir á eigin forsendum með þjóðinni og fer fyrir öðrum kristnum samfélögum í bar- áttun'ni fyrir því að vilji Guðs verði svo_ á jörðu sem á himni. Ég veit að hún getur orðið sterk ef hún gengur nú í sig og ijallar faglega, lýðræðislega og einarðlega um sjálfa sig og gerir þær lagfær- ingar sem samtíminn krefst. Hún má til að beita fjármunum sínum á komandi tímum í vaxandi mæli í innra starf og bjóða góðviljuðu fólki vettvang til þarfra starfa til þjóðfé- lagsumbóta. Ég sé meðlimi hennar að verki að fjölþættum verkefnum á vett- vangi safnaðanna en sömuleiðis í ýmsum samfélagsstofnunum og fé- lagasamtökum sem einnig eru tæki til þess að bæta mannlífið. Jafn- framt geri ég mér grein fyrir því að þeir eiga rétt á að skilgreina á sjálfstæðan hátt verkefni sín en ekki vera settir til verka sem vilja- lausir þjónar. Ég sé fyrir mér helgihaldið eflast enn með almennri þátttöku í söng, tónlist og framkvæmd helgisiðanna. Ég legg áherslu á þörfma fyrir fjöl- breytni um stíl og sé í senn þrífast á grundvelli þjóðkirkjunnar svokall- aðar poppmessur sem háklássík, jafnvel hvað innan um annað ef svo verkast vill, því söfnuðurinn saman- stendur af ólíkum einstaklingum sem æskja viðurkenningar hver annars. Prestana sé ég fyrst og fremst sem þjóna fagnaðarerindisins og sakramentanna en ekki sjálfskipaða leiðtoga eins né neins. Þeir predika orðið af stól, í riti, í fræðslustundum og í. einkasamtölum með öllumm tiltækum hætti og með tilstyrk Ijölmiðlunartækni samtímans. Þá ber þeim að standa einarðlega við hlið þeirra sem orðið hafa fyrir áföll- um og missi. Ég sé söfnuðina skipuleggja starf sitt, um sumt útaf fyrir sig, um sumt nokkrir saman og um sumt í því sveitarfélagi eða héraði sem þeir starfa og að lokum um Iandið allt. Mér er ljós nauðsyn samheldni þeirra og samvinnu og sé því nauð- syn fyrir eflingu starfs á vegum miðstöðvar kirkjunnar í heild sem lyti að skipulagsstörfum og fram- leiðslu efnis og eflingu héraðsmið- stöðva sem hrinda ættu verkefnun- um í framkvæmd. I Reykjavík sé ég þörf fyrir stóraukið samtak safn- aðanna. Ég veit að kirkjan skuldar mörg- um þjóðfélagshópum svör við spurn- ingum um ráðgjöf og sé því fyrir mér eflingu guðfræðilegs starfs og samræðu við þessa þjóðfélagshópa. En best af öllu sé ég að Guðsrík- ið kemur ekki á jörðu fyrr en Drott- inn kemur aftur. En hann kemur og þess vegna getum við verið viss um að barátta okkar fyrir innleið- ingu vilja Guðs í jarðneskt fyrir- komulag endar með sigri og það er gott að mega stríða í slíkri vissu. Höfundur er dómkirkjuprestur. KINAVERÐI Kertahringir Opnum á Akureyri 23. mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.