Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 26
26 .LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Að kasta steinum úr glerhúsi AÐ undanförnu hef- ur verið mikið rætt, - að vísu aðallega á síðum Morgunblaðsins, um úr- eldingu Mjólkursam- lagsins í Borgarnesi. Þar hefur Morgunblaðið tekið mjög einarða af- stöðu gegn framkvæmd úreldingarinnar. Allt sem þar hefur verið gert hefur verið vitlaust framkvæmt og rangt að staðið, að áliti greinar- höfunda. Aldrei 'hafa þeir samt bent á neinar aðrar leiðir, heldur not- að tvírætt orðalag, dylgjur og rangfærslur, ásamt óskyldum samlíkingum. Þetta líklega til að rökstyðja mál sitt. Einn spámaðurinn í þessari umræðu, er nýi SÓL - kóngurinn Páll Kr. Páls- son, sem á undanförnum misserum hefur verið að reyna að ná í ókeypis auglýsingu fyrir fyrirtæki sitt og verða eins áberandi í samfélaginu og forveri hans í Sól - Smjörlíki h.f., með árásum á landbúnaðinn og svokallaða milliliði hans. Páli Kr. hefur nú tekist býsna vel upp við að ná sér í auglýsingu, enda hefur Mogginn tekið hann upp á arma sína, alveg eins og gert var við Palla í bókinni „Palli var einn í heiminum", þegar hann vaknaði af draumnum og kom til veruleikans að nýju. Um úreldinguna hjá KBB má eflaust deila. Þar er þó ekki verið að bruðla með almannafé. Þetta vita allir sem hafa nennt að kynna sér hvernig gamli Verðmiðlunarsjóður- inn varð til og vilja fara með rétt mál. Það er líka verið að vinna mark- visst að því að lækka varanlega fram- leiðsluverð íslenskrar mjólkur til neytenda með því að hagræða og fækka þeim sem eru í úrvinnslu mjólkur. Um þetta er nokkuð breið samstaða í samfélaginu, þ.e. nauðsyn þess að halda útsöluverði mjólkur sem lægstu og á svipuðu verði og í helstu nágrannalöndunum. Að þessu hefur mjólkuriðnaðurinn verið að vinna markvisst síðustu árin, - og Marshal Þórarinn Egill Sveinsson 100 m „kafaraúr" - Verð aðeins 8.950,- Stálúr 100mvatnsþétt, skrúfuð króna, hert gler Afi/f/tf/Hf) lira- og skailgripaverslun j Állabakka 16 • Mjódd • s. 587 0706 s-f.xe/ &/f/Áx#wi ísafiröi • Aöalstræti 22 • s. 456 3023 náð verulegum árangri. Það er hins vegar líka mjög eðlilegt að menn séu ekki sammála um aðferðirnar við að ná niður mjólkurverðinu. Ég persónulega myndi t.d. vilja fá að framleiða miklu meira, og ná verðinu þannig niður. Það þýddi einhvern út- flutning og útflutnings- bætur, sem í mínum huga eru ódýrustu at- vinnuleysisbætur sem kostur er á í dag. í umræðunni tala menn gjarnan í dylgjum um milliliði og almanna- fé. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sunnudaginn 25.2.96, endar á því að særa Samtök atvinnulífsins og þingmenn til að skera upp herör gegn þessari meintu misnotkun á almannafé (sem varla getur talist almannafé!). í framhaldi af þessu Langar einhvern sér- staklega til að ræða það hvernig staðið var að því að selja núverandi eigendum Sól hf.? Þór- arinn E. Sveinsson vill það ekki en segist vita um aðila sem sýndi þessu mikinn áhuga. langar mig til að spyrja hvort ekki hafi verið felldar niður einhverjar skuldir þegar Sól - Smjörlíki h/f var yfirtekið af bönkum og sjóðum lands- manna? Á hvaða verði yfírtóku hinir nýju aðilar? Hve mikið fé settu þeir inn í fyrirtækið að nýju? Úr hvaða vösum kom það fé? Hvernig var það fé komið í þessa vasa? (Til að forð- ast misskilning : Líklega með heiðar- legum viðskiptum við þennan al- menning, sem sagt almannafé, ekki satt?) Getur verið að þar hafí verið um svokallað almannafé að ræða ? Langar einhvern sérstaklega til að ræða það hvernig staðið var að því að selja núverandi eigendum Sól hf.? Ekki vil ég ræða það, en veit þó um aðila sem sýndi þessu mikinn áhuga, en komst aldrei almennilega að málinu. Þannig er þetta nú bara. Þeir sem þar réðu gangi mála völdu sér ákveðinn farveg og fylgdu hon- um. Það væri fáránlegt að halda því fram að sá farvegur sé eitthvað rétt- ari en hver annar. En vonandi gerir hann nýjum rekstraraðilum hjá Sól mögulegt að koma fótum undir fyrir- tækið að nýju. Veri þeir velkomnir í samkeppnina á þeim nótum sem hún er hverju sinni. Höfundur er Mjólkursamlagsstióri KEA, framkvæmdastióri Safa- gerðar og Smjörlíkisgerðar KEA, er í stjórn OSS og á sæti í 5 manna nefnd. > US -systeme Laufenberg ' Gots^i^skurðarhnífa •ÞýslT' r skurðarhnífar [ <& Skurðarsðx J. ASTVRIDSSON HF. SkiphoJh 33,105 Reykfavfk, sími 552 3580. Fylgir hugur máli? DAGANA 17. til 20. febrúar var ég í Berlín - á hinni árlegu alþjóð- legu kvikmyndahátíð. Þar var ég viðstödd sýningu á kvikmyndinni „Benjamín dúfu", en hún hafði ver- ið valin til keppni á kvikmyndahá- tíð barna. Salurinn var fullur af þýzkum börnum og unglingum, áreiðanlega um 300, sem fylgdust dolfallin með örlögum Baldurs og Benjamíns og allra þeirra félaga. Að lok- inni sýningu var efnt til fundar með leik- stjóra, Gísla Snæ Erl- ingssyni, og áhorfend- um. Og börnin spurðu ótal spurninga - um það hvort kötturinn hefði dáið í alvörunni, hvort íslenzk börn mættu alltaf leika sér úti á kvöldin, hvort ekki- hefði mátt koma í veg fyrir dauða Bald- urs með því að breyta handritinu o.s.frv. Þau ætluðu aldrei að hætta að spyrja. Og mér varð hugsað til þess, hvað ein svona kvikmyndasýning getur haft mikil áhrif. Hvað kvik- myndin er sterk og áhrifamikil boð- leið, leið til að skapa skilning og velvild milli þjóða, milli heimsálfa. Þarna sátu öll þessi börn sem berg- numin af áhrifamætti kvikmyndar- innar, og ég fann, að þau mundu geyma minninguna og aldrei gleyma þessu dularfulla landi norð- ur í Dumbshafi. Og af hverju er ég að segja frá þessu? í upphafí árs var greint frá því í Morgunblaðinu, að fyrrverandi menntamálaráðherra, Olafur G. Einarsson, hefði hlotið kommandör- kross af 1. gráðu Dannebrogsorð- unnar fyrir starf hans í,þágu dan- skrar menningar á íslandi og dönskukennslu. Um svipað leyti birtist leiðari í Morgunblaðinu, þar sem fjallað var um norrænu málin og samstarf Norðurlanda á jafnréttisgrundvelli. Þar kom fram, að finnska ríkis- stjórnin, sem nú fer með forystu í norrænu ráðherranefndinni, hyggst leggja mikla áherzlu á það að styrkja stöðu finnsku og íslenzku í norrænu samstarfi. Finnar vilji leggja meiri áherzlu á að þýða upp- lýsingaefni um norrænt samstarf á íslenzku og finnsku, og að jafnframt verði túlkað á milli skandinavísku málanna og þessara mála. í starfi mínu á undanförnum árum sem framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs hef ég óhjákvæmilega haft mikil samskipti við Norðurlönd og orðið að bregða fyrir mig dönsk- unni, sem ég lærði í þrjú ár í gagn- fræðaskóla og tvö ár í mennta- skóla. Mér hefur fundizt - eins og reyndar stóð í leiðaranum - að bezti lykillinn að norrænu sam- starfi væri að geta tjáð sig á sama máli og viðmælandinn. Þegar Svíþjóð og Finnland gengu til samstaiifs við Evrópulöndin ásamt Dönum, urðu óneitanlega þáttaskil í norrænni samvinnu. Samstarf grannlandanna var í hættu. Engu að síður samþykktu þó fulltrúar á Norðurlandaráðsþingi að efla og treysta samstarf Norður- landa, halda áfram eins og ekkert hefði í skorizt. En fylgdi hugur máli? Það gerðist skömmu seinna hér heima, að umræða hófst um gildi dönskunnar, og hvort ekki væri réttast að gera ensku að fyrsta er- lenda tungumálinu, sem kennt væri í skólum landsins. Þótti manni þetta skjóta skökku við á tímamótum, og eiginlega vart hægt að velja óheppi- legri stund, einmitt þegar samstarf við Norðurlönd virtist vera að gliðna, og menn leit- uðu allra leiða til að efla það á nýjan leik. Sem betur fer fjaraði umræðan út, þegar fv. menntamála- ráðherra, hr. Ólafur G. Einarsson, með að- stoð danska sendiherr- ans, Klaus Ottos Kapp- el, tók af skarið um forgang dönskunnar í skólum landsins. í þessum sama leið- Bryndís Schram ara Morgunblaðsins segir einnig: „hins veg- ar verður ekki fram hjá því gengið, að fjölmargir finnskir og íslenzkir stjórnmálamenn og aðrir þátttak- endur í norrænu samstarfi, ekki sízt þeir yngri, búa einfaldlega ekki yfir nægilega góðri kunnáttu í skandinavísku málunum til að geta skilið þau, hvað þá tjáð sig á þeim. Það er alkunna, að í ýmsum nor- rænum samtökum er nú notuð enska, ef ekki á fundum, þá í óform- legum samtölum manna á milli." Það var samþykkt að halda áfram að kenna dönskuna sem fyrsta erlenda tungumálið. Bryndís Schram segir að gera verði betur til að vinna upp það sem tapazt hefur á undan- förnum árum. Mín kynslóð lærði dönsku í þrjú ár sem skyldufag í gagnfræðaskóla að viðbættum 'tveimur árum, ef haldið var áfram í menntaskóla. Ég veit ekki betur en að fólk á mínum aldri geti brugðið fyrir sig dönskunni, skilið málið- og tjáð sig á því. Og fram að þessu hefur Norð- urlandasamstarfið farið fram á nor- rænu tungumáli. Eins og staðhæft er í leiðara Morgunblaðsins, og ég veit af eigin reynslu, þá hliðrar ungt fólk sér hjá því að tala norrænt mál og skil- ur ekki orð af því, sem sagt er. Engu að síður lærir ungt fólk á íslandi dönsku sem skyldufag í fimm ár og síðan áfram, ef farið er í menntaskóla - þ.e.a.s. tveimur árum lengur en þegar mín kynslóð var í skóla. Og þá er ég loksins komin að þeirri spurningu, sem ég ætlaði mér að varpa fram. Hver er skýringin á verri kunnáttu ungs fólks í Norð- urlandamáli með fimm ára nám að Scztirsófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - slmi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. baki en þeirra, sem eldri eru og lærðu dönsku aðeins í þrjú ár? Það verður fátt um svör, þegar spurt er. Sumir segja, að danskan njóti ekki virðingar, hafi engan tilgang, kennarar séu áhugalausir og noti jafnvel kennslustundir 1 annað. Aðrir segja, að nemendur séu áhugalausir og sjái engan tilgang í að læra dönsku. Það vita allir, sem einhvern tíma hafa kennt, að það eru ekki allir nemendur, sem einblína á tilgang námsins, og kennarinn verður að beita aga og lagni til að ná árangri. En þetta er auðvitað ekki aðalat- riðið, heldur sú menningarpólitík, sem íslenzka þjóðin rekur og vill reka. Það eru söguleg pólitísk rök fyr- ir því að varðveita kunnáttu okkar í einhverju norrænu máli. Örlög okkar þjóðar hafa verið samofin Norðurlöndunum frá ómunatíð, við lutum stjórn tveggja þeirra öldum saman, við sóttum menntun okkar aðallega til Norðurlanda allt fram á þessa öld, og viðskipti og verzlun fóru fram í Kaupmannahöfn. Og enn þann dag í dag eru menn- ingarleg, pólitísk og viðskiptaleg tengsl þjóðanna gífurlega mikil. Þarf ekki annað en að nefna sam- vinnu eveitarstjórna, vinabæja, íþrótta- og unglingastarf, atvinnu, verzlun, menntun o.fl. o.fl. Við erum fámenn þjóð, og ekki margir, sem mæla á okkar tungu. I gömlum frásögnum kemur fram, að við höfum alltaf lagt metnað okkar í að geta ávarpað gesti á erlendum tungum. Og því skyldum við ekki gera það enn? Enskan er augljóslega okkar annað mál, flest börn á Islandi eru tvítyngd, við búum á ensku málsvæði. En hvað með dönskuna þá? Hvað með annað Norðurlandamál! Nú er það um finnskuna að segja, að hún er ekki norrænt tungumál, heldur á hún uppruna sinn í miðri Evrópu. Aðeins brot af finnsku þjóðinni fmnur til skyldleika með Norðurlandaþjóðunum. Því hlýtur afstaða Finnanna í Norðurlanda- samstarfinu að byggjast á allt öðr- um grunni en okkar. Það var samþykkt - með sem- ingi þó - að halda áfram að kenna dönskuna sem fyrsta erlenda tungumálið. En það þarf að sýna meiri rausnarskap, gera betur til að vinna upp það sem hefur tapazt á undanförnum árum. Það þarf að snúa þróuninni við, fá Norðurlöndin í lið með okkur, gera Norðurlanda- málin eftirsóknarverð í augum nem- enda og kennara. Og þá kem ég aftur að því, sem ég nefndi í upphafi - að kvikmynd- inni og áhrifum hennar í nútíma samfélagi. Hvernig kvikmyndin getur kveikt í fólki, vakið það til umhugsunar, aukið skilning, áhuga og velvild. Sjónvarpið er áhrifamikill fjöl- miðill. Ríkissjónvarpið hefur mikil- vægu hlutverki að gegna. Það á ekki bara að vera til afþreyingar, eins og tilhneiging virðist vera, heldur, ber sjónvarpið ábyrgð á skoðanamyndun í þjóðfélaginu, ber ábyrgð á menningu og varðveizlu tungunnar. Það þarf að vísa veginn, benda á kosti þess að kunna að tala við frændur og vini, eiga við þá eðlileg samskipti á máli, sem báðir skilja. Því ekki að gera eins og Berlínarbú- ar, reyna að ná til barna og ungl- inga, sýna þeim myndir frá fjarlæg- um löndum, gefa þeim færi á að spyrja spurninga, kveikja í þeim! Því ekki að nýta sjónvarpið betur sem kennslutæki? Höfundur er framkvæmdastióri Kvikmyndasjóðs íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.