Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 27 „ÞEIR, sem lifa lengi, verða gamlir,“ sagði granni minn einn, er ég hitti að máli. Og nú lifa margir lengi, þökk sé bættri heil- sugæslu og betri lífskjörum en áður var um að ræða yfirleitt. Aðstaða aldraðra snertir því ekki þá eina, sem orðnir eru gamlir, heldur einnig hina ungu. Fari allt að sköpum, eiga þeir fyrir sér að lifa lengi. Öllum aldursflokkum ætti þannig að vera ávinningur að því, að til komi embætti um- boðsmanns aldraðra, en tillaga þess efnis hefír nú komið fram á Alþingi. Kvartað er um, að fjöldi lífeyris- þega sé ískyggilega mikill miðað við fólk á starfsaldri og að þetta hlutfall verði enn óhagstæðara í náinni framtíð. En þegar talað er um þetta, virðist gleymast sú blóð- taka, sem framkvæmd fóstureyð- inga er og hefir verið undanfar- andi áratugi. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, eru 10-15% af íbúa- tölunni. Og með hliðsjón af því m.a., sem hér var að vikið, eru vissuiega gild rök fyrir því, að stofnað verði embætti umboðs- manns aldraðra. Það er mikil- vægt, að með því sé fylgst að stað- aldri, hver séu viðhorf hins opin- bera til aldraðra og þetta sé tiltölu- lega ódýr ráðstöfun gegn því, að gengið sé á rétt þeirra. Málefni aldraðra eru nú fyrir margra hluta sakir brýnt dag- skrármál og þá ekki síst þetta, að öllum sé tryggð umönnun - sama umhyggja sé ætluð öllum, hvað sem líður efnahag og aldri. Stöðug umræða á sér stað um það, hverjir skipta eigi þjóðarkök- unni og er auðvitað gott eitt um það að segja. Hitt er lakara, að svo virðist einatt, sem stefna eigi kröfum unga fólksins til lífsgæð- anna gegn gamla fólkinu. Látið er að því liggja t.d., að eillilífeyris- þegar fái of mikið af því, er til skiptanna sé. En hér skyldu menn fara með gát, eigi ekki að ráðast á grundvallarréttindi. Ellilífeyris- þegar hafa áunnið sér rétt á eftir- launum með áratugagreiðslum í ýmsu formi. Vinnulaun og eftirla- un eru jafngild réttindi. Menn mega því ekki túlka kostnaðinn af ellilífeyrisþegum þannig, að hann sé borinn uppi af hinum yngri. Hér er um tvö jafnrétthá svið og ald- ursskeið að ræða og stéttarfélögin ættu vissulega að bera hag sinna gömlu félaga fyrir bijósti jafnt og þeirra, sem á starfs- aldri eru. Skattlagning lífeyrisþega Skyldu lífeyrisþeg- ar hafa sloppið of vel - við skatt- lagningu t.d.? Sumt virðist benda til, að þannig líti ekki aðeins hand- hafar ríkisvaldsins á, heldur líka foiystumenn launþegahreyfingar- innar. Eiga lífeyrisþegar öðrum fremur að margborga skatt af tekjum sínum - eða mundu jafn- vel ekki þeir eiga kröfu til réttlátr- ar meðhöndlunar? Sú gerð löggjafarvaldsins, þar sem launþegahreyfingin kom við sögu, að flytja nýfengna leiðrétt- ingu á skatti af lífeyrisgreiðslum frá lífeyrisþegum til launþega, bendir óneitaniega til, að svo sé ekki litið á. Og ákvörðunin um skattlagningu vaxtatekna lífeyris- þega, þótt ekkert liggi fyrir um slíka skattiagningu almennt, felur í sér þann fordóm, að þeir sem lengi hafa sýnt varúð og lifað hófsömu lífi skuli gjalda þess sér- staklega. Margir hafa gjarnan viljað tryggja afkomu sína í ellinni með því að eiga nokkrar krónur í banka. Það gerir mönnum auð- veldara að ráða við óvænt útgjöld að ógleymdum útfararkostnaðin- um. Og burtséð frá þessu, er þetta heilbrigð grundvallarregla, sem ríkisvaldið ætti að styðja. Ekki verður heldur séð, að þeir, sem lifað hafa um efni fram, ættu að komast léttar frá skyldunum við samfélagið en hinir, sem sniðið hafa sér stakk eftir vexti. Og hvað sem því nú líður, eiga auð- vitað allir þeir, sem borgað hafa upp í eigin eftirlaun, rétt á að fá þessa peninga endurgreidda óskerta. Morgunblaðið fjall- ar hinn 1. mars um „Frumvarp til laga um réttindi sj úklinga“. Þar er m.a. að finna leiðbeiningar um „meðferð við lok lífs“ og segir, að ákvarðan- ir um þá meðferð skuli teknar í samráði við sjúklinginn og nán- ustu ættingja hans. Þetta virðist sjálfsagt mál en ætti ekki hið sama að gilda um meðferð eftir lok lífs. Ættu læknar t.d. ekki að virða vilja látins manns, hafi hann fyrir lok lífs tjáð andúð sína á krufn- ingu eða ef menn hefðu ástæðu til að ætla, að slík meðferð væri andstæð viðhorfum hans. Og væri ekki jafneðlilegt að taka tillit til vilja vandamanna í þessu sam- bandi, liggi ekkert fyrir um af- stöðu hins látna? íslensk löggjöf er að verulegu leyti sniðin eftir því, sem gerist á Norðurlöndum, en norræn löggjöf varðandi þeta er nokkuð mismun- andi. í Svíþjóð er ekki um að ræða tryggingu fyrir því, að krufning sé ekki framkvæmd, hver sem afstaða hlutaðeigenda kann að hafa verið eða vera, en í Noregi og Danmörku er tekið tillit til þessa. Ég tel engan vafa á að í þessu efni ættum við fremur að taka mið af Norðmönnum og Dön- um en Svíum. Það á raunar við um fleiri svið, sem er önnur saga. Líkskurður og krufning hafa lengi tíðkast og ljóst er, að þetta getur varðað miklu í læknisfræðilegu tilliti. Siðferðileg forsenda þess, að lík séu notuð í þágu lífsins, hlýtur þó að vera sú, að fyrir hendi sé réttur til að fallast á slíkt eða hafna. Samfélagið viðurkennir eignarrétt, ráðskast yfirleitt ekki með eftirlátnar eigur að geðþótta. Mundi þá geta talist eðlilegt að álykta, að þegar eftir andlátið sé líkið eign samfélagsins, sem með- höndla megi að vild, til þess að fá vísindalegar upplýsingar eða gera nákvæma sjúkdómsgreiningu vegna útgáfu dánarvottorðs? Svarið við þessari spurningu virða vilja látins manns, spyr Þorbergnr Krist- jánsson, hafi hann fyrir lok lífs tjáð andúð sína á krufningu? sýnist sjálfgefið, en svo virðast þeir ekki líta á, sem valdið hafa. Lög um dánarvottorð eru túlkuð þannig, að ekki þurfi að taka til greina fyrirmæli hins látna eða andmæli vandamanna. En sé horft til mannréttinda, hlýtur af- staða hlutaðeigenda að vega hér þyngra en álit læknanna. Nútíma- tækni til sjúkdómsgreininga hefir þá líka dregið mjög úr nauðsyn þess, að krufning sé nánast við- tekin regla, eins og sums staðar virðist vera. Og jafnvel þótt geng- ið sé út frá því, að krufning sé gagnleg í læknisfræðilegu tilliti, er ekki þar með sagt, að hún sé veijandi frá siðferðilegu sjónar- miði. Svo má að vísu virðast, sem þetta varði eigi miklu, þar eð flestir láta gott heita, að krufning fari fram, sé þess óskað. Þetta er þó míkið tilfinningamál fyrír öðrum og þeir einstaklingar búa í raun og veru við algjört rétt- leysi. Vandamenn látinnar mann- eskju munu að vísu spurðir yfir- leitt, hvort þeir fallist á krufn- ingu, telji læknir þörf á henni, en það virðist einatt aðeins til mála- mynda. Hér tel ég, að um sé að ræða valdbeitingu, er eigi geti gengið og löggjafínn hljóti að taka á, þannig að tryggt verði, að tekið sé tillit til vilja hlutaðeig- enda um „meðferð við lok lífs“, og þá ekki aðeins fyrir, heldur líka eftir þau lok, sem hér um ræðir. Höfundur er fv. sóknarprestur. - kjarni málsins! Umboðsmaður aldraðra Þingmálaþankar Meðferð eftir lok lífs Þorbergur Kristjánsson Eiga læknar ekki að MAZDA 323 Mim 4 huröu kr. Aóntr genilr kosln frd kr U 10.000 Komd», sknöaöu oa taklu í MAZDA M5- því stuUur rcymluaksOir scgif mcira ea mörg ord. Þaö scgja þcir scm valið kafa MAZDA cftir hckilegan s;unanburó viö áöra bíla! OPJD FRÁ Kl . 9-18, Í.AUGAUDVíLV 12-lb HKí lAíiCm’ 59 - SIMJ 561 955« Leirtau, glös, bönnur og sbáíar. Jafnvel sófar. FuIIt af púöum. mí| ÍHflfnd sMuí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.