Morgunblaðið - 09.03.1996, Side 28

Morgunblaðið - 09.03.1996, Side 28
28 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Staðreyndir um Hval- fjarðargöng Á DÖGUNUM urðu tímamót í íslenskri samgöngusögu þegar skrifað var undir samninga um fram- kvæmdir við veggöng undir Hvalfjörð. Fjöldi innlendra og erlendra verkfræðinga og fjár- málasérfræðinga höfðu um árabil vegið o g metið kosti og galla hugsanlegra Hval- fjarðarganga og nið- urstaða þeirra var ein- róma sú að skynsam- legt og hagkvæmt væri að ráðast í verk- ið. Þrátt fyrir þá nið- urstöðu hafa nokkrir aðilar séð sig knúna til að ala á tortryggni í garð framkvæmdarinnar. Af því tilefni skal hnykkt á eftirfarandi staðreyndum. Ríkissjóður hvorki greiðir né ábyrgist greiðslur Hvalflarðargöngin, sem verða tekin í notkun í ársbyijun 1999, munu ekki kosta skattborgarana í þessu landi eina einustu krónu úr ríkissjóði. Verktakar fjármagna verkið að öllu leyti og fjármála- stofnanir, einkum erlendar, taka á sig skellinn ef áætlanir ganga ekki eftir. Þá er einfaldlega rangt að Spölur hf. njóti ríkisábyrgðar við þetta verk. Ríkissjóður hefur lánað Speli 120 milljónir og til viðbótar hefur Alþingi veitt heimild fyrir allt að 300 milljóna króna lánveit- ingu um hríð, ef reynir á tiltekin óvissuatriði við gerð ganganna. Allar áætlanir Spalar ganga út á það að vegfarendur um göngin endurgreiði framkvæmdina á 20 árum, þar með talin fyrrgreind lán frá ríkissjóði með vöxtum. Eftir þann tíma verða göngin eign ríkis- ins, þ.e. almennings. Sumir hafa spurt hvort ekki væri nær að nota þá fjármuni sem fara í gerð ganganna í einhver önnur brýn verkefni í þessu landi. Því er til að svara að þessir fjár- munir liggja ekki á lausu til slíkra verkefna, þótt góð séu. Þeir 4,6 milljarðar króna, sem göngin eiga að kosta, fengust í þetta verkefni vegna þess að lánveitendur telja sig hafa vissu fyrir því að verkið sé arðbært. Þar er um að ræða alþjóðlegar fjármálastofnanir, ís- lenska bankakerfið og lífeyrissjóði landsmanna. Hvers vegna göng? Því hefur verið fleygt að gerð Hvalfjarðarganga sé verkfræðilegt glapræði og mikill ábyrgðarhluti að tæla vegfarendur langt undir sjávarmál. Hér er talað af mikilli vanþekkingu. Skilyrði til gerðar neðansjávarganga á þessu svæði hafa verið þaulkönnuð af færustu verk- og jarðfræðingum, erlendum og innlendum. Þeirra niðurstaða er HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS BYLTINGARKENND NÝJUNG B} KERFISÞRÚUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 einfaldlega sú að þar sé vel unnt að leggja jarðgöng. Þá voru aðrir kostir, t.d. brú yfír fjörðinn, rækilega skoðaðir og kom í ljós að þar yrði um að ræða 30-100% dýrari fram- kvæmd auk þess sem nýtingartími yfír vetr- armánuðina yrði mun styttri en í veggöngum. Mönnum gleymist, að brú yfír Hvalfjörð væri lokuð í mestu illviðrum, þegar biýnust er þörfín fyrir hana. Sömuleiðis háfa menn fullyrt að Spölur ætli með einhveijum hætti að neyða vegfarendur niður í göngin. Það er einnig rangt. Þeir sem vilja vita, gera sér grein fyrir því að vegtenging fyrir fjörðinn verður þar áfram og að allir eiga kost á að velja í milli um ókomin ár. Hins vegar treysta skipuleggjendur verksins og lánveitendur á, að al- menningur muni kunna að meta ríflega 60 km styttingu á leiðinni milli Reykjavíkur og Akraness og 46 km styttingu til Vestur- og Norðurlands. Umferð um Hvalfjarð- argöng, segir Stefán Reyni Krístinsson, mun greiða allan kostn- að og arð til fjárfesa. Norðmenn hafa verið mjög at- kvæðamiklir við gerð sjávarganga fyrir bílaumferð á liðnum árum. Þar eru nú í notkun um 35 km í 13 göngum og nokkur til viðbótar eru í byggingu. Spölur ehf. og verktakar við gerð Hvalfjarðar- ganga sækja mjög í reynslu frænda okkar í Noregi hvað þetta varðar. Það er samdóma álit þarlendra sérfræðinga, að göng af þessu tagi séu mun hagkvæmari kostur en brú eða botnstokkur á miklu dýpi og reynslan hefur einnig sýnt, að almenningur þar í landi hefur hvar- vetna fagnað þeirri samgöngubót sem slík veggöng hafa í för með sér| þótt fimmti hver maður hafi verið þeim andvígur þegar þau voru gerð. Mikill ávinningur Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands segir í skýrslu um þjóðhags- legan ávinning af Hvalfjarðar- göngum, að þau hljóti að teljast meðal hagkvæmari stórfram- kvæmda í samgöngumálum þessa lands. Akranes komist í þjóðbraut og svæðið þar um kring verði ekki fjær Reykjavík en Reykjanesbær er nú. Göngin muni styrkja byggð á Vesturlandi og stytti allar leiðir á milli höfuðborgarsvæðisins og norður- og vesturhluta landsins. Niðurstaðan er því sú að þetta verkefni sé tæknilega mjög vel framkvæmanlegt og að umferð um Hvalfjarðargöng muni skila nægi- lega miklum tekjum til að greiða allan kostnað og skila fjárfestum arði. Þá er meginkosturinn við fjár- mögnun þessa mikla verkefnis sá, að í stað þess að senda reikning- ana á lítt aflögufæran ríkissjóð taka ijárfestar að sér að fjármagna verkið alfarið og notendur að greiða það. Höfundur er fjármálnstjóri ís- lenska járnhlendifélagsins. Stefán Reyni Kristinsson A Abending til áhrifamanna „Svo lengi má brýna deigt jám að bíti“ FORU STUMENN þjóðarinnar, sem stjóma þjóðarskútunni, hafa loks komist að þeirri niðurstöðu að mikils sparnaðar í rekstri sé þörf. í smíð- um em drög að laga- fmmvörpum, ákveðnar hafa verið breytingar á reglugerðum og allt stefnir það í þá átt að spara. Spamaður í rík- isrekstri er mottó dags- ins í dag. Við aldraðir og öryrkjar höfum lengi vitað að ekkert verður rekið, hvorki ríkissjóður né einka- heimili án verulegrar aðgæslu í fjár- málum og ekki gengur að eyðsla sé meiri en tekjur. Þetta höfum við vitað af illri eigin reynslu um okkar eigin fjármál og tekjur. Öldraðum og öfyrkjum er það mikil nauðsyn að lifa við öryggi og óttaleysi um fjárhagslega afkomu. Óvissa um fjárhagslega framtíð gæti orsakað það að stærri hópur okkar en nauð- synlegt er verði ósjálfbjarga lang- legusjúklingar með öllum þeim kostnaði sem því mundi fylgja. Tvís- köttun lífeyristekna, aftenging tekna okkar við lægstlaunuðu stétt- ir þjóðarinnar og margvíslegur kostnaðarauki í heilbrigðismálum er okkur mikið böl. Hvað kemur upp á næsta ári og næstu ámm, hvaða skerðingar koma þá fram á afkomu- möguleikum okkar? Við skiljum vel sparnað og ráðdeild í rekstri, en milljónaspamaður hlýt- ur að bitna á einhverju. Síst hefði okkur grunað að fyrstu skrefin í þessa átt mundi bitna á tekjulitlum öldruðum og öryrkjum. Ríkisstjórnin boðar niðurskurð, Alþingi umlar um niðurskurð og háaðall embættis- manna urrar meiri nið- urskurð. Öryrkjar hafa þegar fylkt liði til að gæta hagsmuna sinna undir öryggri stjórn Öryrkjabandalags ís- lands, en hvað um okk- ur, aldraða? Við sofum enn værum Þyrnirósarsvefni hvað viðvíkur málefnum okkar. Ég skora á alla aldraða að fylkja sér undir merki Félaga eldri borgara hér á Reykjavíkursvæðinu og um land allt. Vöknum nú, kæru vinir, aldraðir á íslandi, göngum öll í félög eldri borgara og tökum virkan þátt í starfsemi þeirra. Það er alltaf áíita- mál hvernig á að spara og í hveiju á að spara, en síst hefði okkur gran- að að væntanlegar spamaðarráð- stafanir myndu fyrst og fremst bitna á lífeyrisgreiðslum til aldraðra og öðrum tekjumöguleikum þeirra. Óvissan um væntanlegar sparnaðar- rástafanir, sem enginn veit ennþá hveijar verða, valda okkur ótta og öryggisleysi um það hvað framtíðin ber í skauti sér, hvað okkur viðvíkur. Eldri borgarar á íslandi! vöknum til dáða! „Svo lengi má brýna deigt Greiðum þeim ekki at- kvæði, segir Halldór S. Rafnar, sem standa fyrir aðför að lífsmögu- leikum okkar í ellinni. járn að bíti.“ Göngum öll í félög eldri borgara og styðjum viðleitni þeirra til andófs við ósanngjörnum og óvissum réttindaskerðingum í okkar garð. Það virðist svo sem við eigum ekki margra kosta völ, en þó eigum við þó ennþá atkvæðisrétt til alþingiskosninga. Látum alla pólitík og pólitíska flokka lönd og leið, hættum að styðja einhvern af gömlum vana, helsta ráð okkar eins og málin standa í dag virðist vera að láta atkvæði okkar í næstu al- þingiskosningum ekki falla til þeirra sem mest standa fyrir væntanlegri aðför að lífsmöguleikum okkar j ell- inni. Eldri borgarar, vaknið af værum svefni, við mótmælum allir á frið- samlegan og sanngjaman hátt. Með von og vissu um farsæla lausn þessa erfíða máls og að ein- hveijar aðrar lausnir finnist til nið- urskurðar og spamaðar, en að kroppa sífellt í litlar tekjur megin- þorra aldraðra á íslandi. Höfundur er fyrrv. framkvæmda- stjóri og formaður Blindrafélags- ins. Nú stjómarmaður í FEB. Halldór S. Rafnar ÞVÍ FER fjarri að lífeyrisþegar hafi sætt sig við þá meðferð sem mál þeirra fengu við afgreiðslu fjárlaga fyrir jólin í vetur. Afgreiðsla ijármálaráðherra og Alþingis á 15% frá- dráttarheimildinni sem heimiluð var fyrir einu ári, sem bætur fyrir margra ára tvísköttun á greiðslur lífeyrissjóð- anna, var gróf og niður- lægjandi aðgerð gagn- vart lífeyrisþegum, sem þeir geta ekki sætt sig við. Landssamband aldr- aðra var margoft búið að gera sam- þykktir þar sem tvísköttun á fjár- magn lífeyrissjóðanna var fordæmd og kröfur settar fram um að henni væri aflétt. Það var samróma krafa lífeyrisþega og launþega. Það var því ekki vænleg leið til lausnar að greiða aðeins öðrum aðila málsins bætur, .eins og gert var með 15% frádráttarheimild fj ármálaráðherra. Lífeyrisþegar töldu hins vegar ekki ástæðu til að hafna þeirri Iausn. Hugmyndin um að afnema tví- sköttunina á greiðslur lífeyrissjóð- anna með því að veita eftirlauna- fólki skattaafslátt var alfarið fundin upp af starfsmönnum fjármálaráð- herra í árslok 1994 og miðaði að því einu að finna þá leið sem kost- aði ríkissjóð minnst tekjutap, enda var tvísköttuninni ekki að fullu hætt með þeirri aðgerð, eins og síðar hef- ur komið fram í álitsgerð sérfræð- inga. Fordæmið fannst hvergi í skattalögum annarra þjóða. Með 15% frádráttarheimildinni til aldraðra í skattalögum var fjármála- ráðherra búinn að við- urkenna tvísköttunina á fjármagn lífeyrissjóð- anna og stóð varnarlaus þegar launþegasamtök- in gerðu kröfu um að endi væri bundinn á þau fráleitu vinnubrögð gagnvart þeim. Forsæt- isráðherra sá sér þá leik á borði og lofaði því í samningum við iaun- þegasamtökin í febrúar 1995 að ríkisstjórnin skyldi hætta allri tví- sköttun á lífeyrissjóðina í áföngum og greiddi um leið fyrir gerð nýrra kjarasamninga. Hér var fjármálaráðherra kominn í þrönga stöðu: Hann var búinn að viðurkenna tvísköttun á greiðslur lífeyrissjóðanna og skuldbinda rík- issjóð til að draga þá tvísköttun til baka með tvennum hætti. Viðbrögð Eftirlaunamenn eru sárir og reiðir, segir Olafur Jónsson, sem telur stjórnvöld vega að öldruðum. hans í þessu máli voru ekki sérlega stórmannleg. í forsendum fjárlaga á liðnu hausti gerði hann tillögu um að lækka 15% frádráttarheimild líf- eyrisþega í 7,5% á þessu ári og vetja hagnaði ríkissjóðs af þeirri aðgerð til þess að hækka grunnlífeyri lífeyr- isþega. Við þessa tillögu ráðherra var ekki staðið af sljórnarliðum á Alþingi, heldur var 15% frádráttar- heimild lífeyrisþega einhliða felld niður að fullu og í stað þess að hækka grunnlífeyrinn var skerðing á honum hækkuð úr 25% í 30%. Forysta í þessari aðför að hagsmun- um lífeyrisþega á Alþingi er eignuð formanni fjárhags- og viðskipta- nefndar, samheija fjármálaráðherra í frjálshyggjunni. Með þessari sam- þykkt á Alþingi voru skattar á fjöl- marga eftirlaunamenn hækkaðir um 80 til 90 þúsund krónur frá fyrra ári og engin fyrirheit gefin um bæt- ur fyrir sex ára tvísköttun á greiðsl- ur lífeyrissjóðanna. í vörn sinni fyrir þessum aðgerðum hefur fjármála- ráðherra ítrekað haldið því fram að Alþýðusambandið hafi gert kröfu um afnám á 15% frádráttarheimild lífeyrisþega en sklíkt er rangtúlkun. Allar tilraunir stjórnmálamanna til að vekja upp togstreitu á milli líf- eyrisþega og samtaka launafólks eru óraunhæfar, á milli þeirra er traust og gott samstarf. Þegar baráttan stóð um afnám tvísköttunar gerðu launþegasamtökin strax kröfu um að 4% innborgun launþega yrði und- anþegin tekjuskatti eins og 6% greiðsla atvinnurekanda og héldu alltaf fast við þá kröfu þó að vitað væri að hún kostaði ríkissjóð og sveitarfélögin tvo milljarða króna í tekjutap. Tilraun Friðriks til að sleppa frá þeim vanda með 15% umbun til lífeyrisþega var því dæmd til að mistakast, þó að þeir eigi líka rétt á að fá sínar bætur fyrir tví- sköttunina. Eftirlaunamenn eru sár- ir og reiðir eftir afgreiðslu þessara mála á Alþingi og það hefur vakið athygli almennmgs í landinu að stöð- ugt er verið að skerða lífskjör þeirra sem varnarlausastir eru og enn virð- ist ekkert lát vera á þeirri iðju. Á hlaupársdaginn, þegar þessar línur voru settar á blað, 'birtu fjöl- miðlar tilkynningu um að svonefndar uppbætur sem greiddar hafa verið á lægsta lífeyri hafi verið lækkaðar og með því hafí ríkissjóður sparað tvær milljónir króna á mánuði. Af- rekum stjórnvalda á þessu sviði virð- ast engin takmörk sett. Höfundur er formaður Landssam- bands aldraðra. Lífeyrisþegar eru reiðir Ólafur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.