Morgunblaðið - 09.03.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.03.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 29 AÐSEINIDAR GREINAR Togstreita ólíkra landa VIGBUNAÐUR 150.000 kínverskra hermanna á austur- strönd Kína hefur sett her Tævans í við- bragðsstöðu. Litið er á komandi heræfingar Kínveija sem einn margra leikja til að skelfa kjósendur á Tævan og tilraun til að hafa áhrif á fyrstu lýðræðislegu forseta- kosningarnar þar í landi sem fram fara 23. mars nk. Hótanir Kínverja um innrás hafa bergmálað um eyjuna síðan Lee Teng-hui, forseti Tævans, fékk vegabréfsáritun til Bandaríkjanna í júní á síðasta ári. Ástæðan fyrir hótunum er að Kín- veijar eru argir yfir utanríkis- stefnu Tævanbúa og góðum ár- angri þeirra í efnahagsmálum. Þessi munur á löndunum, ólíkir stjórnarhættir og ferill Kínveija í mannréttindamálum vekur upp spurningar um hvaða rétt þeir hafa til þess að hafa áhrif á og stjórna Tævan. Þetta er ekki ein- göngu mál Tævans, heldur snertir þetta þjóðir sem taka þátt í því að gera eyjuna að tólftu stærstu verslunarþjóð heimsins. Togstreita milli landanna á sér langan aðdraganda. Chiang Kai- shek flutti „Lýðveldið Kína“ til Tævans árið 1949 eftir ósigur flokksins fyrir kommúnistunum í borgarastríði Kína. Mao Zedong stofnaði Alþýðulýðveldið Kína og hann leit á Tævan sem uppreisnar- hérað. Frá því að Kína tók sæti Tævan hjá Sameinuðu þjóðunum 1971 hefur stjórn Kína tekist að einangra Tævan á alþjóðavett- vangi. Ríkisstjórn Kína refsar þeim ríkjum sem eiga formlega Kristín Zoega. samskipti við Tævan. Allt til ársins 1991 töldu ríkisstjórnir beggja sig réttmæta stjórnendur Kína (þ.m.t. Tævan) en þá létu stjórnvöld í Tæ- van af þeirri úreltu stefnu og viður- kenndu yfirráð Kína- stjórnar á meginland- inu. Nú reyna þau að fá Beijing til að viður- kenna stjórnmála- sjálfstæði Tævans. Stór hluti íbúa Tæ- vans styður algert sjálfstæði, en opinber- lega stefnir stjórn landsins að „sameiningu“ en telur að slíkt gerist aldrei nema samræmi verði á milli þeirra ólíku þjóðfélags-, stjórnmála- og efnahagsaðstæðna sem aðskilja löndin. Það gæti tek- ið marga áratugi. En Kínastjórn heldur fast við sína stefnu. Hún telur Tævan hérað í Kína. Löndin eru ólík. Aðeins 14% íbúa Tævans eru afkomendur þeirra sem fluttu frá Kína 1949. Ættfeður 86% landsmanna hafa verið búsettir á eyjunni í meira en 500 ár og eiga sitt eigið tungu- mál, tævönsku, og tævanska menningu. Ólíkar stjórnarstefnur í 47 ár hafa haft sín áhrif. Meðal- tekjur íbúa Tævans eru 18 sinnum hærri en í Kína. -Efnahagur lands- ins er traustur og viðskiptasam- bönd fjölbreytt. Kína býr ekki að reynslu Tævans og er að bytja að hasla sér vöíl á alþjóðavettvangi. Stjórnarfar er einnig hvort með sínum hætti í löndunum. Á síðustu árum hafa fijáls samtök sprottið upp á Tævan og unnið saman á alþjóðavettvangi. Fyrstu sveitar- stjórnarkosningar í landinu voru í desember 1994 og í mars næst- HúsasðS rda!m!! Barnarúm frd kr 5900,- Hljómtœkjaskdpar frd kr. 3900,- Sjónvarps- og myndbandaskdpar frd kr 2900,- Skiptiborð fyrir smdbörn frd kr 3900,- Hillusamstœða ísfofu (2x2 metrar) fra kr 35000,- Hillur frd kr 3900,- Kommóður frd kr 3900 - Ódýrir fataskdpar og margf fleira m | atandur y»hr madan I ainni vttrwiaflund t>yra«ir andaat I* *0 mln. fraatt. "vXv v.v.v vfl.v ... ' m/braadi kr. 72 ....meö brauði á kr. 56 st * Benniermeðl Heimsbyggðin virðist óttast, segir Kristín Zoega, að reita Kín- verja til reiði. komandi verða fyrstu forsetakosn- ingarnar. í Kína fer sögum af kúgun og mannréttindabrotum fjölgandi. Kúgunin kemur fram í vaxandi afskiptum ríkisvaldsins af erlendum fréttum til Kína (Re- uters og Dow Jones) sem verða nú að fara í gegnum opinberar fréttastofur, meðferð barna á munaðarleysingjaheimilum fær al- heimsathygli og pólitískum föng- um fjölgar. Stjórn Tævans hefur haldið uppi áhrifaríkri utanríkisstefnu. Hún felst í því að vernda lýðræði og efnahag Tævanbúa, að fræða heiminn um stöðu Tævans og afla þeirrar viðurkenningar sem þeim finnst landið eiga skilið á alþjóða- vettvangi. Stjórnvöld á Tævan nota það orð, sem af íbúum fer í milliríkjaviðskiptum, og ábyrgð sem þeir hafa sýnt bæði innan lands og utan, til þess að styðja þá kröfu sína að þeir verði virtir í samræmi við stærð, afköst og áhrif. Þó að aðeins 30 ríki viður- kenni „Lýðveldið Kína á Tævan“, þá hefur stjórnin í samræmi við stefnu sína opnað sendiráð, ræðis- mannsskrifstofur og óopinberar skrifstofur í meira en 90 löndum. Meirihiuti Tævanbúa styður þessa stefnu. Þeim finnst þeir vera bún- ir að standast alþjóðlegar kröfur og eigi nú skilið að njóta þess. Fólki finnst óskiljanlegt að land sem á næststærsta gjaldeyrisvara- sjóð allra landa og er eitt af 12 stærstu milliríkjaviðskiptalöndum heimsins sé ekki nefnt í ársskýrslu Alþjóðabankans. Bent er á hræsn- ina, sem felst í því að íbúar lands með milliríkjaviðskipti af þessari stærðargráðu skulu eiga í stöðug- um erfiðleikum með að fá vega- bréfsáritanir. Þá finnst fólki móðg- andi að nota nafn eins og “Kín- verska Taipei“ á alþjóðaráðstefn- um. Kínveijar túlka slíkar kvart- anir og utanríkisstefnuna sem skref í átt að auknu sjálfstæði. Lee forseti hefur ítrekað það í kosningabaráttu sinni að Tævan hafi ekki í hyggju að lýsa yfir sjálf- stæði. Róttækari menn eins og Peng Min Men, upphafsmaður sjálfstæðisbaráttu Tævans og for- setaframbjóðandi Lýðræðisflokks- ins, segja „af hveiju að vera að burðast við að lýsa yfir sjálfstæði þegar Tævan er nú þegar sjálf- stætt land?“. En hvaða skoðanir sem menn hafa á sjálfstæði Tæ- vans þá á eyjan ekki að þurfa að þola endalausar hótanir um inn- rás. Hótanirnar hafa ekki einungis áhrif á geðheilsu almennings held- ur valda gífurlegri spennu í við- skiptum landsins. Sérhver hótun veldur hruni á verðbréfamarkaðinum og lækkun á tævanska dollaranum. Fjölþjóða- fyrirtæki fylgjast náið með spenn- unni og senda daglega upplýsingar til aðalstöðva sinna. Óöryggi og óvissa hindra að markmið Tævans um að verða fjármálamiðstöð Asíu verði að veruleika. Togstreitan veldur einnig spennu hjá þeim þijátíu þúsund tævönsku fyrir- tækjum sem hafa fjárfest rúmlega 28 milljarða bandaríkjadollara á meginlandinu. Tævan er ekki eina landið sem tapar ef þessi tog- streita heldur áfram. Flest ríki eiga jafnmikilla, ef ekki meiri, hagsmuna að gætá á Tævan en í Kína. Nefna má sem dæmi að á síðastliðnu ári fluttu íslendingar vörur til Tævans fyrir 1.860 milljónir króna en eingöngu fyrir 165 milljónir til Kína. Heimsbyggðin virðist óttast að reita Kínveija til reiði og loka þar með hinum risavaxna kínverska markaði. Þessi hræðsla hefur gef- ið Kínverjum ótrúlegt svigrúm. Áróður, eldflaugaæfingar og hót- anir um innrás halda áfram að dynja á Tævan. Hafa Kínveijar rétt á því að stilla Tævan upp við vegg? Það er hættulegt að loka augunum og bíða í blindni eftir því að hinn stóri kínverski markaður opnist. Án mannréttinda og lýðræðis mun slíkt aldrei gerast. Hið alþjóðlega samfélag verður að átta sig á þeim hagsmunum sem eru fólgnir í því að öryggi Tævans sé tryggt. Höfundur hcfur búið í Taipei í 3 ár og stundar framhaldsnám í kín- versku og Asíufræðum. BÓKHALDSKERFI gn KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 - kjarni málsins! < hrogn pg lifur, glscnýja Tmdiskötu ogf lUf, súrsaöa sundmaga og marftfl kth Apmrnn 0» Opið laugardag og sunnudag kl. 11-17 Fermingabarnið er á réttri hillu með Onkel. Opið frá 10-17 laugardag og 13-17 sunnudag. fyrir fólkið í landinu Holtagörðum við Holtaveg / Grænt númer 800 6850

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.