Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ lllwgiftifyfofeife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FUNDATÆKNII STAÐ FERÐALAGA SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur tekið sjón- varps- og símatæknina í þjónustu sína í rekstri fyrirtækisins. Símakerfi þess er þannig uppbyggt, að nýja skrifstofan á Akureyri er tengd innanhússsíma- kerfinu í Reykjavík og þannig má segja að skrifstofurn- ar-tvær séu ein heild fyrir viðskiptavininn. Þá notaði fyrirtækið þessa tækni til að kynna starfsemi sína á fundi, sem haldinn var samtímis á báðum stöðum. Augljós hagur er af þessu fyrirkomulagi fyrir fyrir- tækið. Einn fundur er haldinn í staðinn fyrir tvo og sparast þannig mikill tími fyrir starfsmenn, ferðakostn- aður og ýmis annar kostnaður sem fylgir fundahaldi. Fundarmenn fylgdust með því sem fram fór á stóru tjaldi og var sjórivarpstæknin notuð til að endurvarpa þangað myndum úr fundarsölum. Jafnframt var unnt að taka þátt í umræðum á báðum stöðum sem um einn fund væri að ræða. Tæknin hefur gert það kleift í mörg ár að halda slíka fundi samtímis nánast hvar sem er í heiminum, hvort sem er um rásir í Ijósleiðurum eða gervihnöttum. Mikil tregða hefur þó verið til að nýta þessa tækni til sparnaðar, ekki sízt í opinberri þjónustu. Er það með miklum ólíkindum þegar hagsmunir skattgreiðenda eru hafðir í huga. Sem dæmi um sparnaðinn má nefna dýrar flugferðir, gistingu og uppihald og hvers konar annan kostnað. Þá er að sjálfsögðu ótalinn dýrmætur tími þessara starfsmanna almennings sem fer í ferða- lögin og fundarseturnar. Nokkuð mun hafa verið um það, að embættismenn efni til svonefndra símafunda landa í milli. Kostnaður- inn er talsverður, en samt í engri líkingu við ferða- kostnað utanlands. Erlend samskipti eru óhjákvæmileg í nútíma stjórnsýslu, en er nauðsynlegt að fjölmennir hópar opinberra starfsmanna fari á hverjum degi til Brussel, Norðurlanda og margra annara staða til að sækja fundi og ráðstefnur, sem hafa óljóst gildi? í stað margra þessara funda má örugglega notast við símann, faxtækið, tölvuna eða aðra nútímatækni í fjar- skiptum. FRÁLEIT ÁKVÖRÐUN FORSETA FIDE AKVÖRÐUN forseta Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, um að halda næsta heimsmeistaraeinvígi sambandsins í Bagdad, höfuðborg íraks, er fráleit. Forsetinn, Kirsan Ilúmjinov frá Rússlandi, hefur ekki einvörðungu tekið þessa ákvörðun án samráðs við skák- samböndin, sem aðild eiga að FIDE, heldur gengur hann með henni þvert á þá alþjóðlegu samstöðu, sem hefur ríkt um að sniðganga stjórnina í írak og komið hefur fram m.a. í ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðum samtakanna gegn írak. Með því að halda skákeinvígi í Bagdad er FIDE, sem eru stór og öflug samtök iðkenda skákíþróttarinnar um allan heim, að veita einræðis- og ógnarstjórn Sadd- ams Hussein óbeina viðurkenningu. Slíkt geta skák- sambönd frjálslyndra lýðræðisríkja ekki með nokkru móti sætt sig við. Það er því engin furða að forseti Skáksambands íslands lýsi því yfir í Morgunblaðinu í dag að til greina komi að íslendingar segi sig úr FIDE, gangi þetta eftir. Ákvörðun Ilúmjinovs hefur ekkert með hag skák- íþróttarinnar að gera. Hún hlýtur að vera, eins og Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti FIDE, segir í Morgunblaðinu í dag, „fljótfærnisákvörðun sem byggir á pólitískri afstöðu gegn írak eða flónsku". Sé um það fyrra að ræða, liggur auðvitað ljóst fyr- ir að það er engan veginn viðeigandi að misnota skák- íþróttina í þágu stjórnmála, þótt vera kunni að í Rúss- landi vilji einhver öfl beita slíkum ráðum til þess að gera sig gildandi í Mið-Austurlöndum. Sé það síðara hins vegar tilfellið, hljóta ráðin einfaldlega að verða tekin af Ilúmjinov. Framundan eru breytingar á leiðbeiningar Aukin krafa u fjárframlög i Miklar líkur eru á að breytingar verði gerðar á leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði á næstu árum. Af hálfu fjármálaráðuneytisins er vax- andi krafa um að framlög ríkisins til þjón- ustunnar verið lækkuð. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir í samtali við Egil Olafsson að ráðunautar verði í auknum mæli að taka gjald fyrir þjónustu sína. GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra áformar að setja á stofn nefnd sem á m.a. að koma með tillögur um breytingar á skipu- lagi leiðbeiningarþjónustu í landbún- aði. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, vill að bændur sjái sjálfir um að fjármagna leiðbeiningarþjónustuna. Sverrir Bjartmarz, hagfræðingur Bænda- samtakanna, vill að samtök bænda taki nú þegar frumkvæði í þessu máli og setji fram tillögur um breyt- ingar á leiðbeiningarþjónustunni áð- ur en ríkið sker framlag sitt til henn- ar niður. Skipulag og kostnaður við leið- beiningarþjónustu í landbúnaði var til umræðu á ráðunautafundi á veg- um Bændasamtakanna og Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) í síðasta mánuði. í mörg ár hefur verið rætt um að þörf sé á að gera breytingar á þjónustunni og eins hefur fjármögnun hennar verið umdeild. Í dág er kostnaður við leið- beiningarþjónustuna greiddur úr þremur áttum, frá ríkinu, af búnað- armálasjóði, sem fær fjármagn frá bændum í gegnum búvöruverð, og með þjónustugjöldum sem bændur greiða. Ríkið greiðir 74% af kostnaði við ráðunauta sem starfa á vegum Bændasamtakanna og 35% af kostn- aði við rekstur þjónustu héraðsráðu- nauta, sem starfa á vegum búnaðar- málasambanda um allt land. Mismunandi mat Nokkuð mismunandi er hvaða mat menn hafa á því hver kostnaður rík- issjóðs er við leiðbeiningarþjón- ustuna og fer það eftir því hvernig menn skilgreina leiðbeiningarþjón- ustu. Eru kynbætur og starfsemi dýralækna leiðbeiningarþjónusta? Hve stór hluti af starfsemi RALA, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Veiðimálastofnunar flokkast sem leiðbeiningarþjónusta? Hvernig á að skilgreina starfsemi bændaskólanna og Garðyrkjuskól- ans? Magnús Pétursson sagði á ráðu- nautafundinum að með því að flokka sem leiðbeiningarþjónustu starfsemi Bændasamtaka íslands, búnaðarfélaga, þætti í starfsemi RALA, kynbæt- ur, dýralæknaþjónustu og vissan stuðning Fram- leiðnisjóðs næmi kostnaður ríkisins við hana 400-500 milljónum. Sé þjónustan hins vegar skilgreind sem ^—^— starfsemi BÍ, héraðsráðunauta, hér- aðsdýralækna, kynbótastöðva og hagnýts rannsóknarstarfs bænda- skólanna og RALA nemi þessi kostn- aður fast að 300 milljónum. Guðmundur Bjarnason landbúnað- arráðherra mótmælti þessum tölum við setningu búnaðarþings í vikunni Sjálfstætt hlutafélag rekur leið- beiningar- þjónustu í Skotlandi og sagði að kostnaður ríkisins við leiðbeiningarþjónustuna næmi um 170 milljónum. Hann taldi óeðlilegt að telja með kostnað við störf héraðs- dýralækna, hluta af starfsemi bændaskólanna og stjórnsýslustörf sem unnin eru af Bændasamtökun- um fyrir ríkið. Guðmundur viður- kenndi hins vegar að 170 milljónir væru miklir peningar og hann vildi í samvinnu við Bændasamtökin leita leiða til að nýta þessa fjármuni betur. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka ís- lands, sagði nauðsynlegt að gera greinarmun á leiðbeiningarþjónustu, rannsóknum í landbunaði og kennslu í búnaðarfræðum. Hann sagði það sitt mat að færa mætti rök fyrir því að 150-170 milljónir færu í leiðbein- ingarþjónustu frá ríkinu með beinum eða óbeinum hætti. Starfsemi RALA og Veiðimálastofnunar kostar ríkis- sjóð samtals um 165 milljónir og sagði Sigurgeir nauðsynlegt að hafa í huga að hluti af starfsemi þessara stofnana væri ekki beint tengdur landbúnaði. Verulegur hluti af rann- sóknarstarfsemi RALA væri orðinn vistfræðilegs eðlis og myndi verða stundaðar hér þó að enginn landbún- aður væri á íslandi. Sama mætti segja um Veiðimálastofnun. Þar væru stundaðar rannsóknir á vist- fræði vatna og áa. Af sumu af því hefðu bændur hagnýt not, en annað væri stundað óháð þeirra hagsmun- um. Rekstur bændaskólanna og Garð- yrkjuskólans kostar ríkið í ár um 200 milljónir. Sigurgeir sagðist vilja vekja athygli á því að verulegur hluti starfsemi Bændaskólans á Hólum væri tengdur íslenska hestinum og Garðyrkjuskólinn væri að verulegu leyti orðinn skóli sem tengdist vist- fræðilegum þáttum frekar en ylrækt. Hvers vegna á ríkið að borga þetta? Þó menn geti haft mismunandi skoðanir á því hversu mikinn kostnað ríkið ber af leiðbeiningarþjónustunni stendur eftir spurningin, hvers vegna eigi ríkið og hinn almenni skattgreið- andi að bera kostnað af þessu? „Menn verða fyrst að spyrja sig þeirrar spurningar, hvers vegna ríkið styrkir landbúnað yfírleitt. Ef það markmið er enn við lýði að styrkja land- búnað, annars vegar til þess að halda niðri vöru- verði og hins vegar vegna byggðasjónarmiða, er að mínu mati mjög skynsam- —— legt að styrkja þennan enda framleiðslunnar. Það verður að hafa það í huga að til þessa þáttar fara aðeins 4-5% af þeim styrk sem ríkið ver til búvöruframleiðslunnar. Ég held hins vegar að það sé rétt að skipuleggja kostun þessarar starf- semi þannig að kostnaðarvitundin stýri svolítið starfseminni, þ.e.a.s. á Mat ráðuneyta á kos við leiðbeiningaþjóti í landbúnaði Milljónil króna Landsráðunautar, BÍ Héraðsráðunautar, Bl Kynbótastöðvar Héraðsdýralæknar Hagþjónusta landbúnaðarins Rannsóknastofnun landbúnaðarin Veiðimálastofnun Skógrækt ríkisins Landgræðsla ríkisins Framleiðnisjóður SAMTALS: hvað er lögð áhersla. Við þurfum að ganga lengra í því en gert er í dag að taka gjöld fyrir veitta þjónustu serh einstaklingar fá," sagði Sigur- geir. I erindi á ráðunautafundinum benti Magnús Pétursson á að að- stæður í landbúnaði hefðu mikið breyst síðan leiðbeiningarþjónustan var skipulögð. „Gleymum því ekki, að mikið af leiðbeiningarstarfi fyrri ára hefur farið fram við aðstæður, þar sem framleiðslan er til þess að gera laustengd við markaðinn eða eftirspurnina. Hefðu neytendur haft meira að segja um framleiðsluna og atvinnugreinin þurft að kosta rann- sóknar- og leiðbeiningarstarfið með beinum hætti, hef ég trú á að það væri með nokkuð öðrum hætti. Þegar litið er fram á við, efast ég um að núverandi skipan á leiðbein- ingarstarfinu sé vel til þess fallin að hjálpa atvinnugreininni í gegnum þá erfiðleika sem hún stendur frammi fyrir. I rauninni tel ég því, að sam- þætting alls þessa sé það sem leggja b< st la SE sl m í le s< s: k. ir. rr g þ; Si a h a b v u í sl -4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.