Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 31
!f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9; MARZ 1996 31 ;arþjónustu í landbúnaði imlægri ríkisins kostnaði jónustu óaír Fjármála-aa ráðuneyti Landbúnaðar-ráðuneyti 80 70 45 40 35 40 12 ðarins 60-80 5 7 20 15 10 272-290 167 beri áherslu á og að marka þurfi stjórnsýslu og leiðbeiningarstarfi landbúnaðarins sess út frá því," sagði Magnús. Gjaldtaka aukin Sigurgeir sagðist vera þeirrar skoðunar að taka ætti upp í meira mæli gjaldtöku fyrir einstaka þætti í leiðbeiningarþjónustunni, sérstak- lega þá sem menn njóta sem einstaklingar. Hann sagði að í dag væri 10-15% kostnaðar vegna leiðbein- ingarþjónustunnar fjár- magnaður með þjónustu- gjöldum og þetta hlutfall þyrfti að hækka. Sigurgeir sagði hins vegar mikilvægt •—— að kostnaður við almennt skýrslu- hald, sem er grundvöllur leiðbeining- arþjónustunnar, yrði greiddur af bændum sameiginlega. Ástæðan væri sú að bændur sem gera skýrsl- ur um afurðir búfjár síns njóti þessi i engu umfram hina sem gera engar skýrslur. Með því að innheimta þjón- ustugjöld af bændum, sem sinna skýrsluhaldi, væri hætta á að færri gerðu skýrslur og þar með yrði árangur af leiðbeiningarstarfinu minni. Sigurgeir sagði hins vegar eðlilegt að einstaklingsbundin þjón- usta svo sem fóðuráætlanir og úttekt á einstökum gripum væri greidd af bændum sjálfum. Magnús lagði til á ráðunautafund- inum að bændur tækju að sér að greiða 300 milljóna króna kostnað við leiðbeiningarþjónustuna og það yrði gert með hækkun búnaðarmála- sjóðsgjalds, en það er innheimt af búvöruverði. Jón Erlingur Jónasson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagði að það mætti færa rök fyrir því að ekki væri ýtrustu hagkvæmni gætt í leiðbeiningarþjónustu í sumum landshlutum. Vegakerfið hefði batn- að mikið frá því þessi þjónusta var upphaflega skipulögð og þjappa mætti þjónustunni saman og tengja hana við starfsemi atvinnuráðgjafa, ráðgjöf í skógrækt o.fl. Jón Erlingur sagði að landbúnað- arráðherra fyrirhugaði að loknu bún- aðarþingi, að setja á stofn nefnd til að skoða framtíðarskipulag leiðbein- ingarþjónustunnar. Nefndinni væri einnig ætlað að endurskoða jarð- ræktarlögin. Hann sagði að ráðherra hefði óskað eftir því að búnaðarþing setti fram hugmyndir um breytingar á leiðbeiningarþjónustunni, sem yrðu veganesti fyrir nefndina. Skotland eða Danmörk fyrirmyndir? Jón Erlingur sagði að við framtíð- arskipulagningu leiðbeiningarþjón- ustunnar yrði ekki síst horft til Dan- merkur og Skotlands. Á ráðunauta- fundinum fluttu Arne Nielsen, frá dönsku leiðbeiningarþjónustunni, og James Gilmour, frá skosku leiðbein- ingarþjónustunni, erindi um hvernig þjónustunni er hagað í þessum lönd- um. I Danmörku reka félagssamtök bænda leiðbeiningarþjónustuna og fær hún ákveðtö fjármagn frá ríkis- valdinu til þess. í Skotlandi er skipu- lagið þannig að sjálfstætt hlutafélag rekur skóla, rannsóknir og leiðbein- ingar í landbúnaði og fær til þess styrk frá stjórnvöldum. Jón Erlingur sagði nauðsynlegt að skoða reynslu nágrannaþjóða okkar af skipulagi leiðbeiningarþjónustunnar. Hann sagðist þó telja nauðsynlegt að ríkið niðurgreiddi þessa þjónustu áfram til þess að stuðla að því að bændur nýttu sér hana. Sverrir Bjartmarz, hagfræðingur Bændasamtakanna, sagði á aðal- fundi Landssambands kúabænda í fyrra að hann teldi að leiðbeiningar- þjónustan myndi þróast í þá átt að henni yrði sinnt af sjálfstæðum fyrir- tækjum ráðunauta, sem seldu bænd- um þjónustu sína. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þetta myndi ekki breytast í þessa veru á allra næstu árum. Það sem mestu skipti - núna væri að samtök bænda myndu bregðast við þeirri kröfu stjórnvalda að dregið yrði úr kostnaði ríkissjóðs við leiðbeining- arþjónustuna. „í mínum huga er ljóst að ríkið mun á næstu árum ———— minnka framlag sitt til leiðbeiningarþjónustunnar. Ég tel að Bændasamtökin eigi núna strax að taka frumkvæði í þessum málum áður en ríkið dregur sig út úr þessu. Það er betra fyrir okkur að geta mótað nýtt skipulag frekar en að standa allt í einu uppi með allt niður um sig," sagði Sverrir. Vilji til að auka töku þjónustu- gjalda vegna leiðbeiningar þjónustu Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1. hæö rÚtlendingaeftirlit 11 D Z f& 0 0 Verslanir 0 D D j D D Veitingar og bibsvæbi -tifl. D D D -£w 'ír: D 0 D D Kostur A: Þjónustumiðstöð er byggð undir núverandi landgangi og eru þær byggingar sem fyrír eru látnarhalda sér. Þjónustumiðstöðin er sex metrum breíðari en núverandi landgangur til að skapa sæmilegt rými fyrir verslanir og veitingaaðstöðu. Ókosturinn er hins vegar sá, að fjárfestingin nýtist ekki nema að takmörkuðu leyti hvað snertirframtíðarstækkun flugstöðvarinnar. Flugstöð Leifs Eiríkssonar 2. hæð Kostur B: Verslanir, veitingar- og biösvæði 3fl Utlendingaeftirlit Fyrsti áfangi að tveggja hæða þjónustumiðstöð sem byggð er við endann á núverandi landgangi. Á myndinni er þjónustumiðstöðin sýnd á annarri hæð með tengigangí á jarðhæð milli umferðarkjarna og hliða í núverandi landgangi. Þessi mynd er gerð til þess að sýna staðsetningu og umfang. Hún er ekki nákvæm. Framkvæmdasýsla ríkisins leggur til að byggt verði við Leifsstöð Kostnaður vegna Schengen og umferðar- aukningar 400 milljónir HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra kynnti í gær fyrir ríkisstjórninni skýrslu Framkvæmda- sýslu ríkisins um breytingar á Flug- stöð Leifs Eiríkssonar vegna aukinnar flugumferðar og hugsanlegrar aðildar íslands að Schengen-vegabréfasam- komulaginu. Aðild að Schengen er nauðsynleg til að viðhalda núverandi vegabréfsfrelsi á Norðurlöndum. Framkvæmdasýslan leggur til að byggð verði 2.000 fermetra viðbygg- ing við enda núverandi landgöngurana við flugstöðina, ásamt því að land- göngubrúm verði fjölgað úr sex í níu. Kostnað við þetta áætlar Fram- kvæmdasýslan um 400 milljónir króna. Þar af koma 150 til vegna hugsanlegrar Schengen-aðildar, en gangi ísland í Schengen verður að aðskilja farþega, sem eru að ferðast innan Schengen-svæðisins, og þá, sem eru að fara út af því eða koma inn á það. Þarf þjónusturými fyrir 500 farþega í einu í skýrslu Framkvæmdasýslunnar, sem utanríkisráðherra lagði fyrir rík- isstjórn, kemur fram að að miðað við ástandið nú og allra næstu ár sé hæfilegt að gera ráð fyrir að þjónusta þurfi um 500 utan-Schengenfarþega í einu í sérstöku þjónusturými, þar sem þeir séu aðskildir frá Schengenfarþeg- um. Miðað við ástandið eins og það verði, þegar stækkunarmöguleikar Leifsstöðvar verði fullnýttir, þ.e. stöð- in stækkuð til norðurs og tveimur örmum bætt við núverandi landgöng- urana, megi gera ráð fyrir að um 1.000 farþegar geti notið þjónustu í þjónusturýminu. I skýrslunni er miðað við að þörf fyrir aukið þjónusturými verði Jeyst með því að byggja þjónustumiðstöð fyrir utan- Schengenfarþega. Reiknað er með að lengingu landgöngu- ranans í fulla lengd og gerð nýrra, steyptra flughlaða verði slegið á frest. Þær fram- kvæmdir séu dýrar en ekki mjög brýnar. Þó þurfi að taka mið af því við hönnun þjón- ustumiðstöðvarinnar að ráðizt verði í þessar framkvæmdir eftir nokkur ár. „Rétt er að undirstrika að hér er um að Kostnaður vegna við- byggingar við FlugstÖð Leifs Eiríkssonar er nú áætlaður um 400 millj- ónir króna, þar af 150 vegna aðildar íslands að Schengen-samkomulag- inu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ekki sé hægt að hafna aðild vegna kostnaðar. ræða framkvæmdir, sem ráðast þarf í, óháð því hvort Island gerist aðili að Schengen-samkomulaginu eða ekki," segir Framkvæmdasýslan. „Sama gildir um nauðsynlega fjölgun innritunarstaða og endurbætur á að- stöðu við móttöku farangurs komu- megin í aðalbyggingu flugstöðvar. Þær úrbætur þarf að framkvæma, raunar fyrr en seinna, óháð því hvort ísland gerist aðili að Schengen-sam- komulaginu eða ekki." í skýrslu stofnunarinnar eru skoð- aðir tveir kostir. Annars vegar er um að ræða að breikka landgönguranann og bæta við byggingum undir honum, en hins vegar að byggja sérstaka byggingu við enda ranans. Fyrri kost- inn segir Framkvæmdasýslan ódýrari, en ókosturinn við hann sé að fjárfest- ingin nýtist ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti hvað snerti framtíðar- stækkun flugstöðvarinnar. . Framkvæmdasýslan mælir því með seinni kostinum. Samkvæmt honum yrði byggður fyrri áfangi þjónustu- miðstöðvarinnar, um 2.000 fermetrar, og umferðarkjarni milli hæða. Talið er æskilegt að tengja megi allt að þrjár landgöngubrýr við þjónustumið- stöðirsa og fjölga þannig flugvélastæð- um, sem þjóna má með landgöngubrú, um tvö. Kostnaðurinn er áætlaður um 400 milljónir. Þetta er'mun lægri tala en fram kom í fyrri áætlunum Húsa- meistara ríkisins, þar sem einnig var gert ráð fyrir viðbyggingu við enda landgönguranans. Þar var rætt um kostnað, sem yrði allt að milljarði króna. Halldór Ásgrímsson segir að í tillögu Framkvæmdasýslunnar sé gert ráð fyrir mun einfaldari byggingu og að sama skapi ódýrari. Inni í kostnað- aráætlun Framkvæmdasýslunnar séu hins vegar ekki þær breytingar, sem nauðsynlegt sé að gera í sjálfri flug- stöðinni vegna aukins umferðarálags. „Ég held að þetta sé einfaldasta og ódýrasta lausnin. Þar falla saman þarfir vegna aukinnar umferðar og vegna Schengen-málsins," segir utan- ríkisráðherra. Ekki hægt að hafna samstarfi vegna kostnaðar Halldór segir að nú séu fengnar réttar forsendur til að meta hvort rétt- lætanlegt sé að hafna aðild að Scheng- en-samkomulaginu vegna kostnaðar. „Mitt mat er að ekki sé hægt að hafna samstarfi við Scheng- en-ríkin af kostnaðarástæðum. Ég tel að pólitískt skipti afar miklu máli fyrir okkur að vera með í því," segir ráðherra. Halldór segir að næsta skref hvað varðar framkvæmdir við Leifsstöð verði væntanlega 'að bjóða út teikningar af breyting- unum. Hann geti hins vegar ekki sagt til um hvenær fram- kvæmdir muni hefjast. íslenzk stjórnvöld þurfi þó alveg á næstunni að gera upp við sig, hvort þau ætli að taka boði um samstarfssamning við Scheng- en-ríkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.